Leita í fréttum mbl.is

Frjálslyndir settir til hliðar

Það er upplýsandi að lesa hvaða fyrirtæki studdu hvaða flokka og um hversu háar fjárhæðir í kosningabaráttunni 2007. Það er augljóst að beinskeyttur málflutningur gegn sjálftöku og gagnrýnislausu dekri á kostnað almennings hefur haft áhrif á styrki til Frjálslynda flokksins. Stærstu kvótafyrirtækin sniðgengu öll flokkinn en veittu á sama tíma kvótavininum Steingrími J. gríðarlega fjármuni.

Það er líka umhugsunarvert að fjárstreymið er ekki bara minna, heldur hefur flokkurinn sem hefur barist einarðlega fyrir almannahugsjónum mátt glíma við fjölmiðlana af því að þeir hafa iðulega sett hann út í kuldann.

Liðsmenn Frjálslynda geta verið stoltir af og ánægðir með baráttu sína. Málflutningur flokksins, s.s. hvað varðar feigðina um skuldasöfnun og kvótakerfið, stendur sjálfur undir sér - án styrkja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvalur hf (Kristján í hvalnum) styður aðeins Frjálslynda og Sjálfstæðisflokk - um sinn hvorn 300þús kallinn. Það segir líka ýmislegt.

Kolla (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband