Leita í fréttum mbl.is

Pólitískar ráðningar - er ekki réttara að ganga hreint til verks?

Á umliðnum mánuðum hefur Samfylkingin gengið hart fram í að gagnrýna pólitískar ráðningar, sbr. gagnrýni þingflokksformanns Samfylkingarinnar á ráðningu ungs héraðsdómara á Akureyri. Össur sneri nauðvörn í sókn við ráðningu orkumálastjóra síns þegar hann benti á að Framsóknarflokkurinn hefði ráðið aðstoðarorkumálastjóra án þess að heimild væri í lögum fyrir ráðningu hennar og gefið var í skyn að ráðningin hefði verið pólitísk.

Maður hefði haldið að formaður Samfylkingarinnar myndi vanda sérstaklega til ráðningar á nýjum forstjóra Varnarmálastofnunar og væri sú ákvörðun það sem myndi kallast fagleg. Það orð fer reyndar oft í taugarnar á mér.

Sá umsækjandi sem var ráðinn í það starf er eflaust mætasta manneskja, hæf og allt það, rétt eins og orkumálastjórarnir og ferðamálastjórinn og héraðsdómarinn en þó er ekki hægt að horfa framhjá því að það er meira en lítið undarlegt að svo virðist sem viðkomandi hafi komið beint að samningu varnarmálafrumvarpsins, veitt umsögn um það og verið í nánu samráði við undirbúningsnefnd utanríkisráðherra um framgang málsins.

Viðkomandi umsækjandi var ráðinn sem breytingastjóri Ratsjárstofnunar sem átti væntanlega að breyta stofnuninni í varnarmálastofnun.

Það er erfitt að sjá að viðkomandi hafi staðið jafnfætis Stefáni Pálssyni eða einhverjum öðrum ágætum umsækjendum, eða voru sett saman skilyrði sem óskandi væri að hæfur umsækjandi uppfyllti?

Það sem kemur mest á óvart er að umsækjandinn sem Ingibjörg Sólrún valdi hefur reynslu af löggæslustörfum, en það kemur fram í ræðu Ingibjargar að markmið frumvarpsins séu að aðgreina annars vegar það sem kallast verkefni borgaralegs eðlis og hins vegar öryggismál sem snúa að landvörnum. Það hefði verið eðlilegra í því ljósi að velja einhvern sem hefði frekar þekkingu á sviði varnarmála og alþjóðlegs samstarfs.

Það voru nokkur hugtök í frumvarpi um Varnarmálastofnun þess eðlis að frægir spunameistarar Tonys Blairs - sem íslenska Samfylkingin lítur mjög upp til - gætu talist fullsæmdir af, s.s. loftrýmiseftirlit, loftrýmisgæsla og breytingastjóri, hvað sem það nú annars merkir.

Það sem maður fer óneitanlega að velta fyrir sér er hvort ekki sé hreinlegra að ráðandi stjórnmálaöfl komi sér saman um að ákveðin embætti séu með þeim hætti að viðkomandi ráðherra hafi geðþóttvald eða það sem kallast að ráða pólitískt í ákveðin embætti í stað þess að fara einhverjar krókaleiðir í ráðningum og rökstuðningi fyrir að koma sínum manni að. Ég held þessu ekki fram vegna þess að ég vorkenni ráðherrunum Ingibjörgu, Össuri og Árna Matt, svo að einhverjir séu nefndir, til þess að standa reglulega í einhverri aulavörn vegna mannaráðninga heldur vegna þess að það er verið að gera lítið úr fólki sem skilar inn vönduðum starfsumsóknum og hefur í þokkabót beðið hinar og þessar mætar manneskjur að skrifa upp á meðmæli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Finnst nú ósmekklegt að tengja það að vinna við löggæslustörf við hegðun löggunar í 10 -11 í Grímsbæ. Held að þrátt fyrir útúrsnúning þá sé ljóst að Varnarmálastofnun hlýtur að tengjast löggæslustörfum. Bara nafnið og tilgangur er nú bara æpandi á það. Þessi stofnun vinnu í tengslum við Nató og Stefán Pálsson sagnfræðingur er jú einn helsti andstæðingur Nató hér á landi og væri því varla heppilegur í það.

Hefð haldið að það væri kostur að manneskja sem unnið hefur að því að skipuleggja þessa nýju stofnun fengist til að stýra henni.

Þið breytið því þá bara í xF þegar þið komist í ríkisstjórn

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.5.2008 kl. 03:14

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hvernig færðu Magnús Helgi út tengingu við Grímsbæ?

Sigurjón Þórðarson, 28.5.2008 kl. 08:25

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Fyrirgefðu leit vitlaust á tengilinn sem varhér í þessu texta:

" Það sem kemur mest á óvart er að umsækjandinn sem Ingibjörg Sólrún valdi hefur reynslu af löggæslustörfum, "

Það er svona þegar maður er maður er með marga opna glugga í tölvunni hjá sér.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.5.2008 kl. 08:46

4 Smámynd: Róbert Tómasson

Sæll Sigurjón

Ég verð að segja að ég er hjartanlega sammála þér hvað pólítískar ráðningar varðar.  Hitt er svo annað mál, ég lét mig hafa það að lesa ræðu ingibjargar og ég spyr " Hvað höfum við, við þessa stofnun að gera".

Er þetta ekki bara enn einn útgjaldapósturinn sem við gætum án verið, hverjar eru líkurnar á að ráðist verði á Ísland að mínu mati eru meiri líkur á því að við vinnum Eurovision, og þann dag fer hitinn í Helvíti víst niður í - 273 gráður á Celsíus.

Það skrítna við þessa varnarsamninga við hinnar ýmsu NATO þjóðir er að svo virðist að þær komi hér til skiptis og æfi sitt lið og fái greitt fyrir, góður díll eins og sagt er, fyrir þá.

Róbert Tómasson, 28.5.2008 kl. 08:47

5 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll Sigurjón, takk fyrir síðast og alla hjálpina.

Eigðu góðan dag.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 28.5.2008 kl. 10:25

6 identicon

Frægasta pólitíska ráðningin þetta árið hlýtur samt að vera ráðnig borgarstjórans Ólafs F á félaga sínum og vini Jakobi Frímanni, en báðir eru þeir pólitískir flóttamenn í Íslandsgrínhreyfingu Ómars Ragnarssonar. Það hlýtur að vera erfitt fyrir FF að Ólafur F skuli sitja sem borgarstjóri á þeirra vegum, svo hræðilega óvinsæll sem hann nú er sem borgarstjóri. 

Stefán (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 10:52

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Róbert ég er sammála þér hvað það varðar að það er eins og engin vinna hafa farið fram í að meta hvort ekki mætti ná niður kostnaði 1400 milljónir er góður slatti.

Ásgerður ég þakka sömuleiðis fyrir ánægjulega samveru.

Stefán, ráðning JFM til eins árs bliknar nú í samanburði við ráðningu á forstjóra Varnamálastofnunar.  JFM kom a.mk. ekki formlega að því að skilgreina starfið sitt.  

Sigurjón Þórðarson, 28.5.2008 kl. 11:18

8 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir góðan pistil Sigurjón og upplýsingar. Pólitískar embættaveitingar eru óþrif og spilling sem við eigum að vinna einarðlega að því að koma í veg fyrir og fordæma óháð því hver stendur að slíku.

Jón Magnússon, 28.5.2008 kl. 15:34

9 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Þetta er merkilegur pistill. Hafa fjölmiðlar eitthvað fjallað um þetta?

Magnús Þór Hafsteinsson, 28.5.2008 kl. 21:36

10 identicon

Já, Samfylkingin sér um sína!  Samfylkingin er orðin lang-stærsta vinnumiðlun landsins.

Móðir Ellísif Tinnu var víst í Kvennalistanum með Sollu á sínum tíma, svo "hæg" voru heimatökin við þessa ráðningu.  Svo ræður Solla víst bara konur í mikilvæg embætti.  

Solla er á góðri leið með að flæma alla karla úr Samfylkingunni með því að láta þá ekki hafa nein trúnaðarstörf þar, einungis veigalitla pósta, eða einskonar sendlastörf og bloggverjastörf.

Stefán Þ. Önundarsson (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 22:28

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Magnús það er góð spurning hvort að fjölmiðlar muni taka málið upp.  Ég tel mestar líkur á að DV geri það en það eru bara svo miklar annir þar í alls kyns fitl fréttum.

Sigurjón Þórðarson, 29.5.2008 kl. 09:16

12 identicon

Góður pistill Sigurjón og þarfur. Viðskiptablaðið er eina blaðið sem fjallað hefur um þessa skrýtnu ráðningu. Það var strax eftir að sagt var frá henni í síðustu viku.

Tek undir með öðrum hér. Þetta er pólitísk ráðning því hæfari umsækjendur voru greinilega á ferð. Stofnunin er líka algjörlega óþörf. Nær væri að nota þessa peninga í annað.

Siggi b (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband