Leita í fréttum mbl.is

Fundur á Siglufirði í dag kl. 16 - Stefnt á Grímsey á morgun og opnun kosningaskrifstofu á Húsavík

Það er í ýmsu að snúast um helgina hjá Frjálslynda flokknum um helgina.  Í dag verður haldinn fundur á Bíóinu á Siglufirði þar sem frummælendur verða Jón Kristjánsson og Sigurjón Þórðarson.  Fjallað verður um árangur Færeyinga við að stýra fiskveiðum og orskök árangursleysi víða um heim við að stýra fiskveiðum með kvótakerfi. 

Jón Kristjánsson er einkar fær vísindamaður sem opnar augu fólks fyrir annarri sýn á stjórn veiða en hefur verið reynd hér við land og sem einkennist af árangursleysi.

Við höfum haldið þessi erindi á nokkrum stöðum á Norður og Austurlandi á undaförnum mánuðum og hefur fyrirlestrunum verið einkar vel tekið og er vísast að benda á ummæli Odds Örvars sem má finna hér á heimasíðunni.

Það er stefnt að halda fund í Grímsey á morgun ef það verður flugveður.  Það er sá margreyndi flugkappi Dagfinnur Stefánsson sem ætlar að sæta lægi og reyna að flúga frambjóðendum út í Grímsey.

Annað kvöld er ætlunin að opna kosningaskrifstofu Frjálslynda flokksins í Húsavík á Garðarsbrautinni við hlið Verkalýðsfélags Húsavíkur.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vissulega brýnt að koma til skila góðum lausnum og hugsjónum inn í litlu byggðirnar þar sem þær eiga helst heima, höldum áfram að breiða út fagnaðarerindið.

Eysteinn Sindri Elvarsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband