Leita í fréttum mbl.is

Gríðarleg ánægja með fyrirlestur Jóns Kristjánssonar fiskifræðings á Húsavík

Ummæli  Odds Örvars Húsvíkings sem sat fund Frjálslynda flokksins á Húsavík:  

Ég fór á þennan fund til þess að hlusta á Jón Kristjánsson fiskifræðing og hvað hann hefði fram að færa.

Niðurstaðan er þessi: Ég var gáttaður á þeim fróðleik og vísindum sem hann hafði fram að færa. Ég er gáttaður á að alþingismenn, fréttamenn, og aðrir sem vilja auka skilning sinn á umhvefinu skuli ekki leggja við hlustir og auka þekkingu sína með því að hlusta á önnur sjónarmið en þau sem eru mötuð ofan í okkur af Hafrannsóknastofnun. Bara gáttaður. Ég fer á ýmsa fundi og þetta er sá albesti fundur sem ég hef orðið vitni að.

Einu sinni í fyrndinni sögðu menn að jörðin væri flöt. Og það rengdi það enginn því menn vissu ekki betur en að hún væri flöt, þannig var það í þúsundir ára. Einn góðan veðurdag kom maður fram á sjónarsviðið sem hélt því fram að hún væri hnöttótt. Þennan mann átti að brenna á báli því þetta sem hann hélt fram voru þvílíkir svartagaldrar að mannkyninu stóð hætta af. En jörðin reyndist hnöttótt eftir allt. Það voru nefnilega til tvær hliðar á því máli.

Er jörðin í lit eða er hún í svart hvítu? Litblindir sjá hana í svart hvítu eins og hundurinn minn og vita því ekki betur. En við hin vitum að hún er í lit sem við sjáum. Það eru nefnilega til tvær hliðar á þessu líka.

Eins er það með vísindin í sjávarútveginum. Það eru til tvær hliðar á flestum málum ef grannt er skoðað. Jón Kristjánsson sem hélt þennan prýðisgóða fyrilestur í gærkvöldi á fundi hjá Frjálslynda flokknum á Gamla Bauk opnaði augu mín og við það öðlaðist ég skilning um að það er til önnur hlið á sjávarútveginum hér á Íslandi en sú sem Hafró og Líú gefa út og er studd dyggilega af ríkisstjórninni.

Í hnotskurn: Frábær fyrirlestur, hef ekki séð betri.

Kveðja Oddur Örvar.

Bjartari framtíð fyrir Húsavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Sæll Sigurjón!

Þetta er hnyttilega orðað hjá Oddi Örvari.Frábær samlíking ! Ég upplifði svipað á fundinum hér á Akureyri, mér opnaðist sýn á hvað vísindi Hafró hljóta að hvíla á hæpnum grunni!

Kristján H Theódórsson, 20.4.2007 kl. 13:04

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Sigurjón

Þetta er virkilega skemmtilegt innleg hjá Húsvíkingnum. Á því má sjá að það gæti það reynst gríðarlega mikilvægt að virkja hann Jón sem allra mest fyrir komandi átök. Því langar mig að vita hvort þið Jón séuð ekki væntanlegir suður fljótlega, og hvort ekki megi vænta þess að þið "troðið upp" hér á mölinni líka.    

Atli Hermannsson., 20.4.2007 kl. 23:19

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Oddur Örvar er innfluttur Húsvíkingur, hvað segja hinir?? sorry, en er bara viss um að það séu til fleiri skoðanir.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2007 kl. 01:35

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sæl Ásdís það hafa nokkrír hringt í mig og þakkað fyrir fyrirlesturinn og sumir vilja endilega að hann verði fluttur sem víðast.  Ég er að semja við Jón um að koma á Dalvík í næstu viku.

Sigurjón Þórðarson, 21.4.2007 kl. 11:07

5 identicon

Góðan dag.

Spyr sá sem ekki veit:  Vega skoðanir "innfluttra"  öðruvísi en  "innfæddra"? Finnst einhverjum vera munur þar á? Kannske er ég sömu skoðunar og Oddur, vegna þess að ég er aðflutt.........held samt ekki.

Með kveðju.

Ulla (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 15:11

6 identicon

Hehe, innfluttir og innfæddir; maður finnur nostalgíustraumana frá Akureyrar - "heimsóknunum" í gamla daga hríslast um sig. Ég hef nú oft komið til Akureyrar en ekki dvalið þar lengur en sólarhring í senn og þessi "fílingur" virðist í seinni tíð með öllu horfinn. Ég var þó hressilega minntur á "gamla fílinginn" þegar ég skrapp yfir fallið járntjaldið frá Salzgitter til Wernigerrode í okt. 1990. Þar mætti manni augnaráð og fyrirlitningarsvipur = "Hvað ert þú að vilja hér?". Alveg eins og gamla Akureyri í minningunni (nema hvað kirkjan var flottari í Wernigerrode). Mér sýnist á athugasemd no. 3, að eitthvað eimi eftir af "fílingnum" á Húsavík. Ef rétt reynist þá er staðurinn bara júník, og ekki spurning hvar sóknarfæri hans liggja - í túrismanum að sjálfsögðu. Þá eiga þeir bara inni álver ef svo færi að mentalítetið breyttist.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband