8.2.2010 | 01:08
Að ætla að beygja náttúrulögmálin með reiknikúnstum
Þegar farið var af stað við að stjórna þorskveiðum með þeim kennisetningum sem Hafró beitir var markmiðið að minnka sveiflur í afla og að hann yrði að jafnaði 400-500 þúsund tonn. Aðferðin gengur annars vegar út á að draga úr veiðum til að byggja upp hrygningarstofninn og hins vegar að vernda smáfisk.
Allir geta fallist á að upphafleg markmið hafa ekki gengið eftir, en deilt er um hverju sé um að kenna. Þeir sem hafa stýrt Hafró og rannsakað og fellt dóma um eigin verk segja að ekki hafi verið dregið nægjanlega úr veiðum. Þessu er haldið blákalt fram þó svo að það hafi verið farið nokkuð nákvæmlega eftir ráðgjöf Hafró sl. einn og hálfan áratug og að veiðisvæðum sé markvisst lokað fyrir veiðum á smáfisk.
Aðrir líffræðingar og fiskifræðingar, s.s. ég og Jón Kristjánsson, hafa haldið því fram að kenningin sem Hafró vinni eftir geti ekki gengið upp þar sem hún brjóti í bága við viðtekna vistfræði, s.s. að vitavonlaust sé að vernda fiskinn þar sem vöxtur er við sögulegt lágmark. Sömuleiðis hefur verið bent á að ekki sé um að ræða jákvætt samband á milli stærðar hrygningarstofns og nýliðunar en fleiri hafa bent á það, s.s. Rögnvaldur Hannesson fiskihagfræðingur. Fleira má nefna, t.d. að fiskveiðar ganga sinn vanagang á hafsvæðum þar sem umdeildar kenningar Hafró ráða ekki för, eins og í Barentshafinu og við Færeyjar, en reiknisfiskifræðingar hafa ítrekað spáð algjöru hruni.
Þorskveiðin nú er miklu minni en þegar útlendingar voru að veiða hér í landhelginni og sömuleiðis er atvinnufrelsi Íslendinga virt að vettugi að mati mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.
Sagan skoðuð
Frá árslokum 1976 hafa Íslendingar haft stjórn á veiðunum og voru menn nokkuð bjartsýnir á að með betri stjórn, einkum minni smáfiskaveiði, næðist fljótlega að ná fram jafnstöðuafla, 400-500 þúsund tonn eins og áður segir.
Þetta gekk ekki eftir þrátt fyrir stækkaða möskva og fleiri aðgerðir og var svo komið að árið 1991 var það mat Hafró að þorskstofninn stæði veikt og var skýringin að veitt hefði verið of mikið frá því að kvótakerfið var tekið upp árið 1984 og síðan að sjór hefði kólnað frá því sem áður var þegar afli var meiri. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra ákvað að fara nokkuð nákvæmlega eftir ráðgjöf Hafró.
1991 Kvótinn sem Þorsteinn Pálsson þáverandi sjávarútvegsráðherra gaf út var innan skekkjumarka eða rétt um 6% umfram ráðgjöf.
1992 reiknaði Hafró enn og aftur að þorskstofninn væri á niðurleið þrátt fyrir að farið hefði verið að mestu eftir ráðgjöfinni á árinu á undan.
Kvótinn 1992 sem gefinn var út var 205 þúsund tonn sem var um 7% umfram ráðgjöf og lét aðstoðarforstjóri Hafró hafa eftir sér niðurskurðurinn væri liður í að byggja upp stofninn.
1993 lagði Hafró enn og aftur til að skorið yrði niður þrátt fyrir að farið hefði verið að mestu eftir tillögum stofnunarinnar árin á undan og var lagt til 150 þúsund tonna afla og fór Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðhera að mestu eftir tillögum Hafró eins og áður.
1994 brá Hafró ekki af venju sinni og lagði til umtalsverðan niðurskurð eða 130 þúsund tonna þorskafla og það var eins og við manninn mælt Þorsteinn Pálsson skar niður veiðiheimildir.
1995 mátti heyra nýjan tón í ráðgjöf Hafró og var ráðlagt að veiðin yrði sú sama og árið áður eða 155 þúsund tonn, þrátt fyrir að ekki hefði verið skorið jafnmikið niður og stofnunin lagði til. Þorsteinn Pálsson barði sér á brjóst og taldi að þessi ráðgjöf vera til vitnis um að það hefði verið rétt að fara nánast í einu og öllu eftir ráðgjöfinni.
1996 lagði Hafró til að þorskveiðin yrði aukin um 20% eða 186 þúsund tonn og taldi forstjóri Hafró að það væri bjart framundan og það var framreiknað að stofninn myndi vaxa um 200 þúsund tonn á næstu 2 árum.
1997 taldi Hafró að stofninn hefði vaxið meira en spáð hafði verið fyrir um ári áður og lagði stofnunin til að kvótinn yrðir 218 þúsund tonn og fór Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra eftir þeirri ráðgjöf og taldi að harðar niðurskurðaraðgerðir sínar hefðu skilað árangri.
1998 Hafró leggur til að veiðin verði 250 þúsund tonn og er það aflaaukning þriðja árið í röð og Þorsteinn sjávarútvegsráðherra segir að ráðgjöfin staðfesti að stefnan hafi verið rétt.
1999 Hafró leggur til að það sé nánast sami afli og árið á undan en forstjóri Hafró, Jóhann Sigurjónsson, segir að allar spár um þróun stofnsins standist vel og að það sé að vænta góðra frétta vegna tveggja stórra árganga sem séu á leiðinni sem að reynsla væri komin á.
2000 Hafró leggur til niðurskurð að kvótinn verði 203 þúsund tonn og komu þær fréttir eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ástæðan var sú að stofnunin hefði reiknað vitlaust árin á undan og hefði stofninn í raun verið minni en fyrri útreikningar gáfu til kynna. Ekki voru þó eingöngu um neikvæðar fréttir heldur var reiknað út ef farið yrði að tillögunum þá myndi stofninn stækka strax á næsta ári og enn meiri árið þar á eftir.
2001 Hafró lagði til enn meiri niðurskurð eða 190 þúsund tonn þorskafla. Þetta "seinna" kom því ekki eins og spáð hafði verið ári fyrr og stofnunin taldi að nýir útreikningar staðfestu enn frekar að þegar stofnunin taldi sig loksins vera búin að fá þetta seinna hafði verið reiknað vitlaust. Ástæðan sem Jóhann Sigurjónsson gaf á þessu voru m.a. breytingar á hitafari og benti hann á að það væri vel að merkja kaldara á sl. 30 árum en fyrr á öldinni þegar betur fiskaðist.
2002 Hafró leggur til niðurskurð og að þorskaflinn verði ekki meiri en 179 þúsund tonn. Nú skyndilega vill forstjóri Hafró breyta aflareglunni sem búið var að mæra árin á unda þrátt fyrir að reglan og furðulegar sveiflujafnanir eigi ekki nokkuð skylt við líffræði heldur miklu frekar hagfræði.
2003 Hafró leggur til aukningu í 209 þúsund tonn en um var að ræða kosningaár og Davíð Oddson lagði til á fundi í Sjallanum að þorskkvótinn yrði aukinn um 30 þúsund tonn. Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró staðfesti síðan fljótlega að í góðu lagi væri að veiða þann fisk sem Davíð fann í Sjallanum.
2004 Hafró leggur til skerðingu um nokkur þúsund tonn frá kosningaári og forstjóri Hafró bendir á að það hafi orðið hlýnum sem geti haft neikvæð áhrif á loðnuna og þar með þorskinn. Nú er hækkað hitastig orðið möguleg skýring á því hvers vegna veiðin er helmingi minni en áður en þremur árum fyrr var lækkað hitastig nefnd sem ástæða fyrir því að þorskurinn ætti erfitt uppdráttar.
2005 Hafró leggur til niðurskurð í 198 þúsund tonna þorskafla í umræðum er sagt að niðurskurðurinn gefi meiri afla á næstu árum en miklu betra væri að skera enn meira niður til að fá enn meiri afla seinna. Á fundi á Dalvík er haft eftir forstjóra Hafró að ekki sé hægt að bera saman afla á árunum 1920 til 1960 og síðar vegna þess að þá var hlýskeið.
2006 Hafró leggur til niðurskurð í 187 þúsund tonn en nú voru reiknisfiskifræðingar lausir við handfæraveiðar að mestu sem gátu mögulega ruglað lítillega reiknisdæmið. Nú var hækkað hitastig og meint gróðurhúsaáhrif dregin inn til skýringar á misheppnaðri uppbyggingarstefnu.
2007 Hafró leggur til niðurskurð í 130 þúsund tonn og Einar Kristinn sjávarútvegsráðherra kokgleypti þau fræði og Friðrik Jón Arngrímsson húkkaðist á vitleysuna. Aflareglunni var breytt til og veiðihlutfall lækkað úr 25% í 20% þess að uppbyggingin þorskstofnsins gengi hraðar fyrir sig. Hagfræðistofnun var fengin til að skrifa upp á delluna en þeir gerðu gott betur en það þar sem lagt var til enn frekari niðurskurður og jafnvel hætta þorskveiðum í nokkur ár til að uppbyggingin gengi enn hraðar fyrir sig. .
2008 Hafró leggur til niðurskurð á aflaheimildum um nokkur þúsund tonn. Einar Kristinn ákveður að kvótinn skuli vera 130 þúsund ton en eykur síðan veiðiheimildir um 30 þúsund tonn í byrjun árs 2009 í ljósi bags efnahags landsins og jákvæðra niðurstaðna í haustralli.
2009 Hafró leggur til að þorskaflinn verði einungis 150 þúsund tonn og viðurkennir með því að niðurskurður á aflaheimildum og ný aflaregla skilar ekki neinni uppbyggingu.
Búfræðikandídatinn Jón Bjarnason tók það upp hjá sjálfum sér skömmu eftir að hann tók við embætti að skrifa bréf til Alþjóða hafrannsóknarráðsins og sverja eið að stefnu reikningsfiskifræðinga og fara að einu og öllu eftir ráðgjöf Hafró og veiða einungis 20% af veiðistofni. Hann lagði þar meðr til hliðar menntun sína og ætlar í miðri kreppu enn og aftur að fjölga þorskum sem eru langt undir meðalþyngd og þar að auki styttri. Búfræðikandídatinn Jón gerir heldur ekki neitt með að fiskveiðar ganga hvergi betur en einmitt þar sem ráðgjöf reiknisfiskifræðinganna í Alþjóðahafrannsóknaráðinu hefur verið algjörlega hundsuð, og þá á ég við í Barentshafinu og í Færeyjum.
Er ekki orðið löngu tímabært að setja spurningamerki við ráðgjöf sem aldrei hefur gengið upp og hefur ekkert forspárgildi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.2.2010 | 17:43
Bull aldarinnar
Hvað er hægt að segja við þessu??? Hér er grein frá manni sem er helsta vonarstjarna Samfylkingarinnar; http://blog.eyjan.is/dofri/2010/02/05/bullhugtakid-voruskiptajofnudur/ . Hér greinir hann meðal annars hvernig þjóðin aflar sér viðurværis:
"Heilbrigðis og félagsþjónusta skila okkur svo rúmleg tvöfalt meiri verðmætum en fiskveiðar"
Það er þá væntanlega von Dofra að þjóðin veikist hastarlega svo hægt sé að vinna sig úr vandanum. Það er skrýtið til þess að hugsa að skv Dofra leggja öryrkjar meira til samfélagsins en sjómenn og fiskvinnslu fólk. Við verðum væntanlega að vonast til að það fólk bætist á örorku og atvinnuleysisskrár til þess að vinnum okkur hraðar út úr kreppunni.
Er Dofri að lýsa hér 20/20 áætlun Samfylkingarinnar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
4.2.2010 | 23:57
Hvernig geta Hagar styrkt hlutabréfamarkaðinn?
![]() |
Mun styrkja hlutabréfamarkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2010 | 00:24
Bjarni Ben og Bjarni Harðar
Það virðist nokkuð breytilegt hversu lengi menn telja sér sætt á þingi. Bjarni Harðar taldi að hann hefði misst trúverðugleika, sem hann vildi hafa, þegar hann gerði sig sekan um dómgreindarbrest við tölvuskeytasendingar þegar hann ætlaði að klekkja á andstæðingi sem svo illa vildi til að var í sama flokki og hann.
Í Kastljósi kvöldsins vottaði ekki fyrir minnsta efa, og hvað þá vafa, hjá nafna hans Benediktssyni á því að sá væri heppilegur til að greiða úr afleiðingum hrunsins þó að öllum sé ljóst að hann hafi setið við spilaborðið og tekið þátt í geiminu sem endaði svo illa.
Sömuleiðis leikur enginn vafi á því að formaður Sjálfstæðisflokksins hefði grætt ef veðmálið hefði gengi upp. Hins vegar leikur einhver vafi á því hversu upplýstur hann var í leiknum og hversu mikinn þátt hann tók í honum.
Ekki ætla ég að hafa neina skoðun á því hvort Bjarni og Illugi úr Sjóði 9 séu heppilegustu fulltrúar sjálfstæðismanna á þingi en það verða einkum flokksmenn sjálfir að ákveða.
Það sem mér leist verst á í viðtalinu við Bjarna Ben var að hann virtist vilja fara nákvæmlega sömu leið núna og fyrir hrun, þ.e. að leggja alla áherslu á sérhagsmunaklíkuna, svokölluð hagsmunasamtök. Er ekki orðinn tími til að skoða hlutina upp á nýtt - eða vilja menn að þau skötuhjú Bjarni og Þorgerður klári dæmið?
2.2.2010 | 20:27
Jóhanna er ekki hæf - maður hrekkur í kút
Kastljós kvöldsins hófst á því að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fór mikinn í að lýsa gríðarlegum árangri ríkisstjórnarinnar á eins árs afmælinu m.a. við að endurreisa banka, tryggja uppbyggingu atvinnulífsins, vegamála og koma á rannsóknum á efnahagsglæpunum gegn þjóðinni.
Þegar spyrill leiddi talið að Icesave og spillingar feluleiknum í bönkunum, þá blasti skyndilega allt annar veruleiki við þjóðinni s.s. að hækkað skuldatryggingaálag sem allt var að drepa og mikil hneykslun á leyndinni í bönkunum. Það var helst að skilja á forsætisráðherra að hún réði varla við eitt né neitt í bönkunum vegna þess að það væri komin ný Bankasýsla. Hún hljóp hins vegar yfir þá staðreynd stjórnvöld skipuðu kúlulánaþegi til að leiða starf Bankasýslunnar og viðskiptaráðherra hefði neitað að upplýsa þingið um skuldir útvegsins.
Æðsti ráðamaður landsins gaf þjóðina þá framtíðarsýn að það væri heldur ekki að standa í vegi fyrir því að glæpmennirnir sem settu landið á hausinn og beitt ósvífnum blekkingum , fengju nú fyrirtækin sín til baka með afskrifuðum skuldir, en lýðurinn fengi að mestu að vera eitthvað áfram í húsunum sínum og greiða margfalt af lánum og sömuleiðis hækkaða skatta.
Maður hrökk í kút við að horfa á þáttinn.
![]() |
Lítið kom út úr fundinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er sorglegt að verða vitni að því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins s.s. Unnur Brá Konráðsdóttir skuli halda því fram að kvótakerfið hafi verið sett á á sínum tíma til þess að auka hagkvæmni og hagræði útgerðarinnar. Það er alrangt en kvótakerfið var sett á til reynslu til eins árs árið 1983 til fiskverndar. Markmiðið var að veiða minna til þess að geta veitt meira seinna en þegar kerfið var sett á var þorskveiðin 300 þúsund tonn en nú er veiðin helmingi minni. Kvótakerfið hefur því brugðist upphaflegu markmiði sínu enda stangast aðferðir reiknisfiskifræðinnar á við viðtekna vistfræði.
Hvað varðar vægast sagt vafasamar fullyrðingar um arðsemi og hagkvæmni kvótakerfisins, þá er einsýnt að þriðjungi minni þorskafli skilar þjóðinni minni tekjum en ella og svo eru útgerðirnar gríðarlega skuldsettar. Það eru hæg heimatökin fyrir Sjálfstæðismenn að fá staðfestingu á skuldahalanum en fræg er svæsin skuldsetning trilluútgerðar Ásbjörns Óttarssonar þingmanns sem skuldar vel á annan milljarð króna en því miður er þessi skuldsetning langt frá því að vera einsdæmi í greininni.
Allt tal um einhverja hagkvæmni og hagræðingu kvótakerfisins er nánast fábjánaleg í ljósi stöðu mála.
![]() |
Rætt um stjórn fiskveiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.1.2010 | 00:10
Rakarinn í Seðlabankanum
Samfylkingin rak þann billega áróður að allt myndi lagast í efnahagsmálum þjóðarinnar ef bara Davíð yrði rekinn og sótt yrði um aðild að ESB.
Það breyttist hins vegar ekkert við það að Samfylkingin fékk sinn mann í bankann og að Össur skytist með hraði með umsóknina. Það sem helst var sett út á Davíð var að hann væri í pólitík og þess vegna ekki trúverðugur og sömuleiðis hávaxtastefna hans. Már hélt áfram með hina háu vexti Davíðs og kenndi lengi vel AGS um og nú er hann kominn með fram á varirnar flokkspólitískar yfirlýsingar sem eru svo afgerandi að Davíð Oddsson hætti sér aldrei út í þvílíkar sendingar. Ég minnist þess a.m.k. ekki að fyrrverandi seðlabankastjóri hafi með yfirlýsingum reynt að hafa bein áhrif á kosningaúrslit.
Már Guðmundsson gerir því skóna að það sem valdi gífurlegri óvissu sé óleyst Icesave-deila, að hana þurfi að leysa í sátt við umheiminn og þess vegna sé efnahagslífið í óvissu. Ég er sannfærður um að ef við förum í þá vegferð að ætla að halda áfram að rétta fjárglæframönnunum sem hafa staðið í blekkingum og svikum, ekki bara gagnvart íslenskum almenningi heldur fólki víða um heim, öll fyrirtæki og gefa þeim sérstaka afslætti og fyrirgreiðslu eftir að allt hefur hrunið yfir hausinn á þjóðinni sé það miklu fremur fallið til þess að valda okkur fáheyrðum álitshnekki. Það öðru fremur gerir okkur ómarktæk.
Öll upplýsingagjöf frá Seðlabankanum er í skötulíki. Bankinn greinir ekki lengur skilmerkilega frá því hverjar erlendar skuldir þjóðarinnar eru. Það ætti að vera lítið mál fyrir bankann að taka saman skuldir opinberra fyrirtækja, sem sagt ríkis og sveitarfélaga, sem eru lykilupplýsingar til þess að meta hvort þjóðfélagið ræður við núverandi skuldabagga. Samkvæmt efnahagsáætlun stjórnvalda og AGS er mjög langt í land með að til verði erlendur gjaldeyrir í landinu til að standa undir vaxtagreiðslum af erlendum lánum.
Seðlabankastjóri virðist leggja miklu meiri áherslu á rakstur og snyrtingu tveggja þjóðkunnra herramanna sem hafa orðið fyrir barðinu á hávaxtastefnu Davíðs og Más en að gefa þjóðinni sannar upplýsingar um stöðu efnahagsmála.
27.1.2010 | 23:41
Er hér komin ástæðan fyrir töfinni á rannsóknarskýrslunni?
Er ekki orðið tímabært að óska Jóhönnu Sigurðardóttur og ekki síður Steingrími J. Sigfússyni til hamingju með opið og gagnsætt ferli, opna og gagnsæja stjórnsýslu þar sem byggt er upp réttlátara Ísland? Steingrímur hefur greinilega verðlaunað félaga sinn úr fjórflokknum, Ólaf Ólafsson, sem þurfti að taka að sér á sínum tíma að eignast hlut í Búnaðarbankanum og gat ekki treyst bankanum sínum fyrir fjármununum heldur þurfti að flytja þá alla til Tortóla í öruggt skjól.
Svo virðist sem Steingrímur hafi komist að því í kjölfar húsleitar í fyrravor að allar grunsemdir um að Ólafur hafi farið óvarlega með fé séu á rökum reistar og þess vegna þurfi Steingrímur að hampa honum enn frekar og tryggja aukið neyslufé.
Eitt er víst, Tryggvi Gunnarsson hefur grátið yfir einhverju allt öðru en því að Ólafur Ólafsson hafi komist í álnir fyrir pólitísk tengsl. Þess vegna hefur hann þurft að gera frekari leit að orsökum hrunsins.
Ég velti fyrir mér af hverju Sigríður Benediktsdóttir hafi ekki verið á furðulega fundinum í Alþingishúsinu. Kannski var hún hágrátandi heima hjá sér eða bara ósammála þessum drætti á útgáfu skýrslunnar.
25.1.2010 | 23:55
Sævar Gunnarsson í þoku og kjaftæði
Sævar tjáði sig um fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnarlögunum í Speglinum í kvöld. Hann sagði að stefna sín væri skýr en samt var viðtalið lítið annað en þokukennt kjaftæði með og á móti kvótakerfinu. Hann hefur leikið þann leik að vera með kápuna á báðum öxlum alltof lengi og verið bæði með og á móti kvótakerfinu jafnvel í sama viðtalinu.
Hann fullyrti að hann væri meðmæltur aflamarkskerfi og að alls ekki mætti veiða umfram ráðgjöf og sérstaklega ekki á skötusel sem væri á válista. Ekki veit ég hvar sá listi er nema ef vera skyldi í kolli Sævars sjálfs.
Fyrir 2-3 árum fullyrti sami maður að það væri eitthvað að fiskveiðistjórn Hafró en núna þegar raunverulega á að breyta því þannig að sjómenn fyrir norðan og vestan losni úr því að vera leiguliðar sægreifa á Suðurlandi rís formaður Sjómannasambands Íslands upp gegn öllum breytingum.
Sævar Gunnarsson ætti að vita betur en margur annar um delluna og árangursleysið í ráðgjöfinni sem stýrir veiðum þar sem hann sat í nefnd sjávarútvegsráðherra sem hafði það verkefni að meta árangur og það hvort breyta þyrfti svokallaðri aflareglu til þess að það næðist árangur við fiskveiðistjórnina. Málið var að um aldamótin höfðu stofnarnir skyndilega mælst minni en Hafró spáði fyrir um og það þrátt fyrir blóðugan niðurskurð í aflaheimildum á 10. áratugnum.
Nefndin sem Sævar sat í mat það svo að minnka þyrfti veiðar enn meira til að geta veitt meira seinna! Hámarki náði þessi geðveiki þegar Ragnar Árnason og félagar í Hagfræðistofnun Háskóla Íslands mæltu með því að taka alveg fyrir þorskveiðar um mitt sumar 2007 til þess að fá miklum mun meira seinna upp úr sjónum. Forsendan var sú að þjóðarbúið stæði svo afskaplega vel!
Það er kominn tími til að Sævar og aðrir kvótavinir verði látnir rökstyðja það sem er svona ofboðslega gott við aflamarkskerfið. Staðreyndirnar tala sínu máli grímulaust og þær segja að kerfið hafi brugðist. Þorskaflinn núna er bara þriðjungur af því sem hann var fyrir daga kerfisins. Hvers konar árangur er það?
20.1.2010 | 22:50
Þegar þingmenn greiða sér arð af annarra manna peningum
Það kom á óvart að Stöð 2 skyldi ekki henda á lofti frétt um útgerðarfyrirtæki fyrsta þingmanns míns í Norðvesturkjördæmi þar sem honum tókst það afrek að greiða sér 3200% arð út úr sjávarútvegsfyrirtæki sínu þrátt fyrir að tapið hefði verið á sjötta hundrað milljónir árið 2008. Stöð 2 með Kristján Má Unnarsson í broddi fylkingar hefur nefnilega verið iðin við að fjalla um afrek og aflabrögð ofurskuldsettra kúlulánaþega í sjávarútvegi og baráttu þeirra fyrir réttlæti.
Í DV kom það fram að þingmaðurinn hefði greitt sér arð þrátt fyrir að eigið fé fyrirtækisins væri orðið neikvætt, en það þýðir að þingmaðurinn hefur greitt sér arð af annarra manna peningum. Ég efast stórlega um að þetta sé í samræmi við 99. gr. hlutafjárlaganna nr. 2/1995. Menn verða þó að líta til þessa lagabrots með skilningi og umburðarlyndi þar sem þetta þykir ábyggilega minniháttar yfirsjón í þingflokki sjálfstæðismanna ...
99. gr. Einungis er heimilt að úthluta sem arði hagnaði samkvæmt samþykktum ársreikningi síðasta reikningsárs, yfirfærðum hagnaði frá fyrri árum og frjálsum sjóðum eftir að dregið hefur verið frá tap sem ekki hefur verið jafnað og það fé sem samkvæmt lögum eða félagssamþykktum skal lagt í varasjóð eða til annarra þarfa. 1)
Í móðurfélagi er óheimilt að úthluta það miklum arði að andstætt sé góðum rekstrarvenjum með tilliti til fjárhagsstöðu samstæðunnar, enda þótt arðsúthlutun sé annars heimil.
Bloggvinir
-
Helga Þórðardóttir
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Jens Guð
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Ásta Hafberg S.
-
Jóhann Elíasson
-
Aðalheiður Ámundadóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Georg Eiður Arnarson
-
Óskar Þorkelsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Hallur Magnússon
-
Sigurður Þórðarson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Katrín
-
Þarfagreinir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
-
Hallgrímur Óli Helgason
-
Jón Kristjánsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Jón Valur Jensson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Halla Rut
-
Ingólfur Þór Guðmundsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
ragnar bergsson
-
Bjarni Harðarson
-
Rannveig Þorvaldsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
erlahlyns.blogspot.com
-
Agný
-
Guðjón Ólafsson
-
Einar Ben
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Ólafur Björn Ólafsson
-
Halldór Jónsson
-
Elvar Atli Konráðsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Helgi Már Barðason
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Víðir Benediktsson
-
Valgerður Sigurðardóttir
-
Jens Sigurjónsson
-
Vestfirðir
-
Sigurður Ásbjörnsson
-
Jón Magnússon
-
Viðar Friðgeirsson
-
Axel Jóhannes Yngvason
-
Svava S. Steinars
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Quackmore
-
Árni "Gamli" Einarsson
-
Haukur Már Helgason
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Steingrímur Ólafsson
-
Vefritid
-
Ársæll Níelsson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Rannveig H
-
Gísli Gíslason
-
Bjarni Kjartansson
-
Steingrímur Helgason
-
Fiðrildi
-
Baldur Fjölnisson
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Félag Ungra Frjálslyndra
-
Hanna
-
Sverrir Stormsker
-
Ottó Marvin Gunnarsson
-
gudni.is
-
Einar Vignir Einarsson
-
Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Jóhann Kristjánsson
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
-
Grétar Rögnvarsson
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Róbert Guðmundur Schmidt
-
Steinn Hafliðason
-
Landssamband ungra frjálslyndra
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Vilborg Traustadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Sævar Einarsson
-
Ketilás
-
Ómar Pétursson
-
Eyþór Grétar Grétarsson
-
FF
-
Jón Þór Bjarnason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Alexander Kristófer Gústafsson
-
Róbert Tómasson
-
Landvernd
-
ThoR-E
-
Haraldur Baldursson
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
busblog.is
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Gísli Birgir Ómarsson
-
Árni Árnason
-
Grétar Mar Jónsson
-
Perla
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Irma Þöll
-
Skattborgari
-
Gulli litli
-
Jón Snæbjörnsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
-
Mál 214
-
Bullukolla
-
kreppukallinn
-
hreinsamviska
-
Arinbjörn Kúld
-
Orgar
-
Guðjón Baldursson
-
Gunnar Þór Gunnarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Gunnar Björn Björnsson
-
Haraldur Hansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Birna Steingrímsdóttir
-
Gestur Guðjónsson
-
Jónas Rafnar Ingason
-
Stríða
-
Götusmiðjan
-
Brynja skordal
-
Haraldur Bjarnason
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Ásta
-
Markús frá Djúpalæk
-
Jörundur Garðarsson
-
MIS
-
Þorsteinn H. Gunnarsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
S Kristján Ingimarsson
-
Bryndís Haraldsdóttir
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Magnús Kristjánsson
-
Bergur Sigurðsson
-
Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
-
Heimssýn
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Óskar Arnórsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Árni Davíðsson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Árelíus Örn Þórðarson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Guðrún Katrín Árnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
L.i.ú.
-
Rafn Gíslason
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Vaktin
-
Arnar Guðmundsson
-
Lárus Baldursson
-
Sveinn Elías Hansson
-
Þórarinn Baldursson
-
Kjartan Magnússon
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Berglind Steinsdóttir
-
Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
-
BJÖRK
-
Björn Emilsson
-
Dagný
-
Dominus Sanctus.
-
Friðgeir Sveinsson
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Guðmundur Pálsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Jón Þórhallsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ragnar Stefán Rögnvaldsson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Stefán Júlíusson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Sveinn Björnsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007