Leita í fréttum mbl.is

Dindill LÍÚ var á fréttavakt Stöđvar 2 í kvöld

Stöđ 2 hefur ađ undanförnu fjallađ međ furđulegum hćtti um svokallađ skötuselsfrumvarp sem felur í sér smávćgilegar breytingar á umdeildri fiskveiđilöggjöf.  

Í stađ ţess ađ Stöđ 2 hafi sett máliđ í samhengi viđ hvort breytingin kćmi á móts viđ jafnrćđi ţegnanna og álit mannréttindanefndar Sameinuđu ţjóđanna um brot á á atvinnuréttindum sjómanna, ţá hafa lagabreytingarnar veriđ matreiddar eftir uppskriftum úr kokkabók LÍÚ.

Í kvöld var kynntur til sögunnar aflakóngur smábáta, Arnar Ţór Ragnarsson, sem tók ţađ sérstaklega fram einhverra hluta vegna ađ hann hefđi ekkert á móti Pólverjum. Bođskapur Arnars var í stuttu máli sá ađ örlitlar breytingar á stjórn fiskveiđa í átt til álits mannréttindanefndar Sameinuđu ţjóđanna fćli í sér gríđarlegt óréttlćti og óhagkvćmni.

Fréttamađur Stöđvar 2 sá ekki ástćđu til ţess ađ draga ţá stađreynd fram ađ útgerđarfélagiđ Nóna sem gerir út aflatrillu aflakóngsins hefur ađ sögn Fréttablađsins ekki veriđ rekiđ međ hagkvćmari hćtti en svo ađ félagiđ stóđ í sérstökum viđrćđum viđ banka vegna ofurskuldsetningar tveggja trilla félagsins. Skuldirnar námu í lok árs 2008 5,3 milljörđum króna en félagiđ tapađi á ţví ári 2,5 milljörđum. 

Félagiđ Skinney-Ţinganes á 98% hlut í útgerđarfélaginu Nónu en ţađ er vel hćgt ađ rökstyđja ađ ţađ félag hafi í gegnum tíđina notiđ pólitískra tengsla viđ útfćrslu reglna viđ stjórn fiskveiđa. 

Stöđ 2 sá enn og aftur enga ástćđu til ţess ađ taka ţađ fram ađ breytingunum er ćtlađ ađ mćta breyttu veiđimynstri og auka veiđiheimildir hér fyrir norđan og vestan.

Stöđ 2 fjallađi heldur ekki um ađ ţađ er ekki veriđ ađ taka veiđiheimildir af neinum heldur auka ţćr og aukningin mun skila ţjóđarbúinu tekjuaukningu í erlendum gjaldeyri upp á vel á annan milljarđ króna árlega og beinar tekjur ríkisins aukast um 240 milljónir króna.

Mér finnst ţessi fréttaflutningur međ ólíkindum og ekki síđur ađ enginn fjölmiđill skuli fjalla međ gagnrýnum hćtti um forsendur kvótakerfisins sem átti ađ skila auknum afla. Eftir áralanga stjórnun međ aflakvótum er niđurstađan endalausar deilur, brottkast og síminnkandi afli. Ţorskaflinn nú er rétt um ţriđjungurinn af ţví sem hann var fyrir daga kvótakerfisins og meira ađ segja einungis helmingurinn af ţví sem hann var á árabilinu 1918 til 1950.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sigurjón, hvađa hvađa. Afhverju ertu ađ andskotast út í Sjónvarpsstöđ sem sýnir ţó alla vega lit og fer út á land og talar viđ fólkiđ.  Ertu ekki sammála ađ ţađ hefur lengi vantađ ađ raddir hins vinnandi manns heyrist? Mér fannst ţessi frétt fín. Ţessi skipstjóri fćrđi gild rök fyrir gagnrýni sinni á hógvćran hátt. Benti á mismunun án ţess ađ ráđast međ gífuryrđum á sjavarútvegsráđherra sem er meira en hćgt er ađ segja um marga ađra.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.1.2010 kl. 04:24

2 Smámynd: Sigurjón Ţórđarson

Jóhannes sjónvarpsstöđin dregur ítrekđ fram mjög bjagađa mynd af ţeim smávćgilegu breytingum sem til stendur ađ gera á illrćmdu kvótakerfi.

Í fyrsta lagi ţá stunda umrćddir línubeitningabátar ekki skötuselsveiđar en veiđin á línu á fisknum er hverfandi. Ţess vegna er ţetta píp um óréttlćti og óhagkvćmni  illskiljanleg.

Varđandi málflutning skipsstjórans ađ öđru leyti, ţá finnst mér gagnrýni hans koma um hagkvćmni koma úr allra hörđustu átt eins og ég benti hér ađ ofan ţá er hvíla á útgerđinni nokkurra milljarđa kúlulán sem ađ öllum líkindum lenda ađ stórum hluta á almenningi ađ greiđa.

Ţađ er í sjálfu sér ekkert sem bannar útgerđinni ađ róa ađ fyrir vestan eđa norđan til ţess ađ nýta umrćddan leigukvóta sem er til skipta en aukning á leigukvóta verđur líklega til ţess ađ lćkka verđiđ á leiguverđi fyrir sunnan ţannig ađ breytingin mun einnig koma ţeim til góđa sem róa frá Suđurlandi.

Sigurjón Ţórđarson, 19.1.2010 kl. 09:15

3 identicon

Góđan dag Sigurjón.

Ekki vil ég blanda mér í ţessa umrćđu um sjónvarpsviđtaliđ, finnst reyndar ekki mikiđ til um gífurorđatón ţinn.

Hinsvegar ţótti mér sérstakt ađ lesa rćđu Jóns ráđherra á ráđstefnu um laxamál í Frakklandi, en hún er birt á vef ráđuneytisins.

Ţar nefnir ráđherrann Ragnar SF sem dćmi um dugnađ íslenskra fiskimanna og segir 2 menn ţar um borđ hafa veitt 1370 tonn á sl fiskveiđiári. Nú vita menn sem á sjó eru ađ áhafnir ţessarra vélabáta telja 4 menn minnst.

Er óvitaskapur ráđherrans viđlíka í flestum málum?

Međ kveđju, Vilhj

Vilhjálmur Jónsson (IP-tala skráđ) 19.1.2010 kl. 09:16

4 Smámynd: Ursus

Hressilegur pistill. Fínt ađ brjóta kvótakerfiđ ađeins upp. LÍÚ Friđrik er búinn ađ rembast heilmikiđ fyrir útgerđarauđvaldiđ, en tekist ţannig til ađ hann verđur ađ sigla heim!

Ursus, 19.1.2010 kl. 13:24

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Vilhjálmur, Ég tel nćsta víst ađ vanţekking Jóns Bjarnasonar á sjávarútvegsmálum sé mikil. Ţessvegna var Guđjón Arnar ráđinn honum til halds og trausts ađ undirlagi Steingríms J.  Ađ Addi Kitta Gau skuli hafa byrjađ uppstokkun kvótakerfisins á Skötuselskvóta fyrir vin sinn Grétar Mar er bara skrýtiđ. Hver getur gert út á skötusel án ţess ađ eiga kvóta í öđrum fisktegundum? Og leigukvóti er í dag ófáanlegur. Ergó, ţeir sem ćtla ađ gera út á skötuselinn, sem vinur og flokksbróđir var svo góđur ađ redda, verđa ađ fleygja öllum međafla í sjóinn.

Ég er ekki ađ tala máli kvótabraskara, fjarri ţví, en mér finnst skipta miklu ađ vel sé ađ breytingum stađiđ.  Nćr vćri fyrir ráđherrann ađ gera breytingar á flokkun fiskiskipa og hvar ţau mega veiđa. Ţađ er t.d. ótćkt ađ ţessi litlu togskip undir 26 metrum fái ađ veiđa uppađ 3 mílum. Ţessi skip eru jafnöflug og stórir togarar uppađ 500 brúttó tonnum. Eins er međ ţessa hrađfiskibáta eins og Ragnar SF, sem fjallađ var um hér ađ ofan. Sá bátur á ekki heima í smábátakerfinu.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.1.2010 kl. 17:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband