8.8.2011 | 23:04
Samfylkingin vill frekar svelta heimilin
Hugmyndir Samfylkingarinnar og Vg um það hvernig ná eigi endum saman í rekstri ríkisins eru bæði óhuggulegar og dæmdar til þess að mistakast.
Það er greinilegt að Norrænu velferðarstjórninni þykir það mun vænlegri leið að hækka matarreikning Íslendinga og svelta heimilin frekar en að fara yfir rök þeirra sem hafa bent á að þjóðin geti náð í mun meiri tekjur við það eitt að auka fiskveiðar og breyta illræmdu fiskveiðistjórnunarkerfi sem brýtur í bága við mannréttindi.
Fjórflokkurinn lætur ekki að sér hæða.
Virðisaukaskattshækkun á mat? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vandséð er að eitthvert vit sé í kröfum "aðila vinnumarkaðarins" að kalla eftir stóraukinni vegagerð á sama tíma og umferð dregst gríðarlega saman. Ég hef ekki séð að þjóðarbúið sé að verða af miklum verðmætum vegna þess að vörur og þjónusta komist ekki leiðar sinnar á þjóðvegum landsins. Hins vegar er augljóst að umferðartollahlið í kringum Höfuðborgina mun draga enn frekar úr umferð og viðskiptum.
Augljós tækifæri í íslensku efnahagslífi eru að endurskoða frá grunni fiskveiðistjórnunarkerfið. Það hlýtur hver maður að sjá, að það sé eitt og annað brogað við kerfi sem skilar nú á land þriðjungnum af þeum þorskafla sem veiddist að jafnaði fyrir daga kerfisins. Reyndar er þorskaflinn nú minni en hann var árið 1913!
Þeir sem hafa lagt leið sína um hafnir landsins í sumar hafa séð, að takmarkað frelsi til handfæraveiða hleypti lífi í sjávarbyggðirnar. Sá galli hefur verið á strandveiðunum, að aflinn hefur dregist frá því sem öðrum leyfist að veiða. Menn geta séð það í hendi sér hvað það yrði mikil innspýting fyrir efnahagslífið að auka aflaheimildir og frelsi smærri sem stærri báta til fiskveiða.
Það virðist ekki vera nokkurt lag á stjórnun landsins og svo sannarlega eru ráð "aðila vinnumarkaðarins" ekki upp á marga fiska. Öll áhersla stjórnvalda er að bjarga fjármálstofnum en láta síðan heimilin mara í hálfu kafi.
Bóta- og skattakerfið virðast hvetja til svartrar atvinnustarfsemi og letja fólk til að fara í láglaunastörf. Ekki er sótt um störf sem auglýst eru laus til umsóknar. Hvernig má það vera að enn þurfi að flytja inn starfsfólk í hundraðatali til þess að vinna í sláturhúsum á sama tíma og þúsundir Íslendinga ganga atvinnulausir?
Þjóðin hefur ekki efni á þessari óstjórn en 123 milljarða halli á ríkissjóði á síðasta ári og þungur skuldabaggi þjóðarbúsins býður ekki upp á frekari óráðsíu.
Framlengir kreppuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.8.2011 | 22:25
Bjánalegur þingmaður
Fáir ef nokkur hefur valdið undirstöðuatvinnugrein landsmanna, sjávarútveginum jafnmiklum skaða og Einar K. Guðfinnsson
Einar K. Guðfinnsson kemur frá landshluta sem hefur farið mjög illa út úr kvótakerfinu og komst Einar K. á þing m.a. með því að gefa hátíðleg loforð fyrir kosningar að hann myndi ekki styðja ríkisstjórn sem ekki tæki kvótakerfið til róttækrar endurskoðunar. Þetta sveik Einar Kristinn margoft þegar á reyndi. Hann studdi með atkvæði sínu á þingi að herða frekar á óstjórn kvótakerfisins s.s með því að setja handfæratrillur í kvóta og setja fleiri fisktegundir í kvóta. Þessar aðgerðir komu Vestfjörðum og vel að merkja þjóðarbúinu öllu, afar illa.
Eftir að sú stefna var fullreynd árið 2008, að veiða minna til að geta veitt meira seinna, þá skar Einar K. Guðfinnsson niður aflaheimildir í þorski sem aldrei fyrr, eða niður í 130 þúsund tonn. Niðurskurðurinn átti að gefa hraða uppbyggingu. Allir vita sem vita mátti, að sú hraða aflaaukning sem Einar k. lofaði hefur ekki gengið eftir.
Það er nánast bjánalegt að horfa upp á þingmanninn Einar K Guðfinnsson halda nú uppi sérstökum áróðurþætti á ÍNN sjónvarpssöðinni fyrir kvótakerfinu sem skilar æ færri fiskum á land og brýtur þar að auki gegn jafnræði þegnanna. Einar K. Guðfinnsson þykist vera að beita sér fyrir upplýstri umræðu, en það blasir við öllum það er af og frá, enda gætir hann þess sérstaklega að hleypa engum að í áróðurþættinum sínum sem gæti varpað skugga á ónýtt kerfið s.s. fulltrúum frá Samtökum íslenskra fiskimanna eða fulltrúum Félags fiskframleiðenda s.s. Elínu B. Ragnarsdóttur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.7.2011 | 18:11
Betra ef satt væri - Gaspur Steingríms J.
Steingrímur J. Sigfússon foringi ríkisstjórnarinnar fór mikinn í hádegisfréttatíma RÚV í að hreykja sér af styrkri stöðu þjóðarbúsins. Sannleikurinn er allur annar en staðan er grafalvarleg. Á fyrstu 5 mánuðum ársins námu gjöld að meðaltali á hverjum degi 180 milljónum krónum umfram það sem ríkið aflaði. Hallarekstur Steingríms og Samfylkingarinnar er gífurlegur. Hagtölur Seðlabankans sýna mikinn viðskiptahalla þrátt fyrir að verðmæti innflutnings sé mun minni en útflutnings. Ástæðan er gífurlegur vaxtakostnaður þjóðarbúsins vegna erlendra skulda en vaxtagjöld umfram vaxtatekjur á fyrstu þremur mánuðum ársins voru á sjötta tug milljarðar króna!
Í afar þröngri stöðu er þetta gaspur Steingríms J. sérkennilegt en furðulegra er þó að hann neitar að skoða augljósar leiðir sem geta aukið gjaldeyristekjur þjóðarbúsins.
9.7.2011 | 01:12
Útvarp Saga skiptir máli
Útvarp Saga skiptir miklu máli í þjóðfélagsumræðunni. Ástæðan fyrir mikilvægi Útvarps Sögu er fyrst og fremst sú að umræðan er öllum opin, hver sem er getur hringt inn og látið sína skoðun í ljós. Sömuleiðis hafa stjórnendur stöðvarinnar verið óhræddir við að fá til viðtals fólk sem ekki fær áheyrn í öðrum fjölmiðlum. Í aðdraganda hrunsins fór fram gagnrýnin umræða um stöðu fjármálakerfisins sem fór mjög lítið fyrir á öðrum fjölmiðlum. Eitt er víst að enginn sem hlýddi á magnaða pistla Eiríks Stefánssonar kom á óvart það álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, að kvótakerfið bryti í bága við jafnræði borgaranna, þó svo að "fræðasamfélagið" og stjórnmálastéttin hafi látið í veðri vaka að álitið kæmi á óvart.
Í umræðunni um Icesave dró Útvarp Saga vagninn í að krefjast gagnsæis og að þjóðin fengi að segja sitt álit á samningi sem, fræðisamfélagið, fjölmiðlar, álitsgjafar, aðilar vinnumarkaðarins, stærstu stjórnmálaöfl og Besti flokkurinn vildi samþykkja án nokkurrar umræðu.
Greinilegt er að ýmsir Evrópusinnar eru uggandi um áhrifamátt opinnar umræðu sem fram fer á Útvarpi Sögu. Ekki verður Útvarp Saga sökuð um að reka einhliða áróður gegn innlimun landsins í Evrópusambandið þar sem um nokkurt skeið hefur verið á dagskrá stöðvarinnar sérstakur þáttur, Nei eða já, þar sem kostir og gallar aðildar landsins að Evrópusambandinu eru tíundaðir
Nýlega var tekin sú erfiða ákvörðun að segja tveimur velmetnum starfsmönnum upp á stöðinni. Í framhaldinu hafa þeir sem óttast stöðina reynt að gera uppsagnirnar tortryggilegar og magna upp einhverja óvild í kringum málið og í garð Útvarps Sögu. Skýringin sem gefin var á uppsögnunum var að hlustun hefði ekki verið í samræmi við væntingar. Að mínu viti stóðu fjölmiðlamennirnir sig mjög vel, sem um er rætt. Efnistök og framsetning þeirra var hins vegar ekki í miklu frábrugðin því sem gerðist í sambærilegum þáttum á öðrum útvarpsstöðvum s.s. Bylgjunni og Rás 2, sem hafa yfir mun meiri mannskap, útbreiðslu og fjármunum að ráða. Það var því nokkuð ljóst að á brattann var að sækja í samkeppninni, enda leikurinn ójafn.
Það verður spennandi að fylgjast með hvaða stefnu Útvarp Saga muni taka, en það er sjaldnast lognmolla á stöðinni enda skiptir hún máli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
7.7.2011 | 22:27
Klíkan
Samtök Atvinnulífsins fengu í kvöld, einhverra hluta vegna að boða þjóðinni gagnrýnislaust algera þvælu í seinni fréttatíma Ríkissjónvarpsins. Skilaboðin voru að alls ekki mætti breyta illræmdu kvótakerfi í sjávarútvegi. Ástæðan var að sögn SA, að ljósið í efnahagsmyrkrinu fælist í því að flytja út aukin verðmæti sjávarafurða.
Staðreyndin er hins vegar sú að frá því að kvótakerfið var tekið upp hefur botnfiskafli dregist gífurlega saman. Upphaflega markmið kerfisns voru að afla árlega 550 þús tonn af þorski en aflinn í ár er 160 þús tonn. Fyrir þá sem vilja bæta þjóðarhag er augljósasta leiðin að auka frelsi í sjávarútveginum og aflétta óréttlátum atvinnuhöftum.
Fyrir þjóðina er kerfið vont en mögulega er kerfið gott fyrir klíkuna sem ræður SA.
3.7.2011 | 12:39
Hver Skagfirðingur fengi um 5 milljónir króna frá Landsbankanum
Ríkisstjórn Vg og Samfylkingar sem gaf sig út fyrir að vera stjórn breytinga og velferðar almennings hefur heldur betur gert í brækurnar.
Í stað þess að beita sér fyrir grundvallarendurskoðun og breytingum á þeim kerfum sem orsökuðu hrunið hefur vinna stjórnarliða farið í að tjasla þeim saman. Handbendi ríkisstjórnarinnar í Landsbanka Íslands eru á fullri ferð að endurreisa fallna stórleikara hrunsins, með gríðarlegum afskriftum t.d. af lánum Magnúsar Kristinssonar þyrlu- og útgerðarmanns í Eyjum og Guðmundar Kristjánssonar í Brimi. Það er kaldhæðnislegt að kálfarnir sem að ríkisstjórnin endurreisti skuli síðan launa velgjörðarmönnum sínum, með hörðum og óvægnum áróðri gegn almannahagsmunum og ríkisstjórninni.
Það er umhugsunarvert að ef að þær afskriftir sem að Guðmundur Kristjánsson í Brimi hefðu skipst jafnt á alla íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar en ekki á Guðmund Kristjánsson einan, þá hefði hver og einn Skagfirðingur fengið frá Landsbankanum um fimm milljónir króna. Það hefði nú verið dágóð búbót fyrir fjögurra manna skagfirska fjölskyldu að fá hátt í tuttugu milljónir króna frá Landsbankanum.
2.7.2011 | 00:55
Borgarstjóri hefur í hótunum við íþróttafélög
Borgarstjóri Reykvíkinga hefur nú tekið upp á því að saka íþróttafélög í Reykjavík um að mismuna stúlkum og drengjum. Til vitnis um það hefur hann að vopni skýrslu Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur sem samin er af þremur ágætum konum. Í skýrslunni kemur fram að í sjálfboðaliðastörfum í stjórnum íþróttafélaganna séu fleiri karlar en konur og að fleiri piltar stunda boltaíþróttir en stúlkur en æfingaraðstaða og tími til æfinga sé svipaður hjá báðum kynjum.
Erfitt er að sjá að skýrslan getir verið málefnaleg ástæða fyrir borgarstjórann Jón Gnarr til að hafa í hótunum við umrædd íþróttafélög og hóta að svipta þau fjárstyrkjum. Ef litið er til annarra íþróttagreina þá má eflaust sjá að áhugasvið kynjanna á unga aldri er misjafn s.s. á það við um göfugar íþróttir eins og hnefaleika, fimleika, sund og dans.
Hvað varðar þá uppgötvun Jóns Gnarr Kristinssonar um ójafna kynjaskiptingu í stjórnum íþróttafélaga sem mætti vissulega bæta úr, þá tel ég að virðulegur borgarstjóri ætti að líta sér nær en tveir þriðju af borgarfulltrúum Bestaflokksins eru karlmenn en einungis þriðjungurinn konur.
http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/mannr_ttindaskrifstofa/skjol/UTTEKTLOKASKJAL34.pdf
26.6.2011 | 12:18
Frasar bankaráðherrans
Billegur og frasakenndur málflutningur Árna Páls Árnasonar er ótrúlega mótsagnakenndur og staðfestir algjöra vanhæfni ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann þykist hafa verið að þrýsta á fjármálafyrirtæki og beita þau hörðu, á sama tíma og upp komst að ráðherra sendi ráðuneytisfólk á fund þingnefndar með svör sem samin voru af umræddum fjármálafyrirtækjum. Málið sem var til umræðu var kostulegir endurútreikningar á ólöglegum lánum þar sem ríkisstjórnin dró taum fjármálafyrirtækja á kostnað almennra lántakenda.
Ráðherra bankamála hefur upp á síðkastið blandað sér umræðu um sjávarútvegsmál og er ástæðan mögulega sú að Árni Páll vill leiða talið frá vandræðagangi og spillingu í eigin málaflokki eða þá gefa Jóhönnu tilli ástæðu til að slá á frest breytingum á sjávarútvegskerfinu. Vandséð er að það sé nokkur meining á bak við fyrirheit Jóhönnu Sigurðardóttur um breytingar á kvótakerfinu frekar en afnám verðtryggingarinnar.
Annars er málflutningur málflutningur Árna Páls kostulegur en hann tíundar sögulegt mikilvægi Samfylkingarinnar við að koma á réttlátu Norrænu velferðarþjóðfélagi þar sem markaðslögmálin knýja verðmætaframleiðslu samfélagsins. Ráðherrann telur að vænlegasta leiðin til þess sé að viðhalda lokuðu kvótakerfi sem hvetur til sóunar og hefur fengið algjöra falleinkunn hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna!
Er hægt að taka eitthvað mark á Árna Páli?
22.6.2011 | 19:58
Hver er þessi Gunnar Haraldsson hagfræðingur OECD?
Margir furða sig á því hvers vegna í ósköpunum Efnahags og framfarastofnun Evrópu, OECD hafi stutt áframhaldandi mismunun og mannréttindabrot í undirstöðuatvinnugrein landsmanna og vitnað eingöngu í vitleysisútreikninga Daða Más Kristóferssonar og Ragnars Árnasonar. Eflaust er ástæðan fyrir því sú að einn af höfundum skýrslunnar er Gunnar Haraldsson hagfræðingur.
Gunnar Haraldsson fyrrum stjórnarformaður FME, var um áratugaskeið samverkamaður Ragnars Árnasonar prófessors og eiga þeir sameiginlega "heiðurinn" eða réttara sagt sökina á skýrslunni, Þjóðhagsleg áhrif alfareglunnar. Umrædd aflaregla er hornsteinn reiknisfiskifræðinnar sem gengur í megin dráttum út á að veiða minna, til að geta veitt meira seinna og veiða fast ákveðið hlutfall af veiðistofni. Frá því að aflareglan var tekin upp hefur botnfiskafli dregist saman frá því sem áður var. Þrátt fyrir gífurlegan samdrátt í veiðum þá er ekkert lát á því að fylgismenn reiknisfiskifræðinnar berji hausnum við steininn og haldi áfram að boða orðið sem gengur þvert á viðtekna vistfræði. Framangreind skýrsla um þjóðhagsleg áhrif alfareglunnar var engin undantekning á því. Í henni er því haldið fram að árangur hafi náðst, en herða þyrfti á niðurskurði á veiðum og hætta um skeið þorskveiðum. Það er engin spurning í mínum huga að umræddar aðferðir eru fyrir löngu fullreyndar enda ganga þær í berhögg við viðtekna líffræði. Þær munu einfaldlega ekki ganga upp.
Annars er merkilegt að fylgjast með framgöngu RÚV í umfjöllun um fiskveiðikafla í skýrslu OECD. Þáttarstjórnendum í Síðdegisþætti þjóðarútvarpsins fannst við hæfi, að fá hlutlæga og fræðilega umfjöllun hjá Friðriki Má Baldurssyni, prófessor við HR.
Í umfjöllun RÚV var sleppt að taka það fram að sá hlutlausi Friðrik Már Baldursson sat í þeirri nefnd sem ákvað að taka upp umrædda aflareglu, sem reynst hefur svo ákaflega illa. Hann var jafnframt fenginn sem varaformaður í nefnd sem hafði það að hlutverk að endurskoða eigin aflareglu, þegar ljóst var að vonir um aukinn afla höfðu brostið. Einnig var hlaupið yfir þá staðreynd að Friðrik Már Baldursson, stjórnarformaður Hafró, skrifaði vafasama skýrslu ásamt Portes sem kostuð var af hrunaliðinu. Niðurstaða skýrslunnar sem kom út skömmu fyrir algjört hrun fjármálakerfisins ,var sú að íslensku bankarnir stæðu traustum fótum! Þess ber að geta að á sama tíma og Friðrik Már skrifaði skýrsluna sem olli þjóðarbúinu ómældum skaða, þá gegndi hann stöðu prófessors við HÍ með fulltingi Kaupþings, eins og það var orðað.
Mér finnst sem að bitur reynslan ætti að kenna þjóðinni að nóg sé komið af því að hagfræðingar séu að reikna út vöxt og viðgang dýrastofna, jafnvel áratugi fram í tímann. Sömuleiðis þá er tímabært að fá til ráðgjafar aðra en þá sem hafa haft rangt fyrir sér.
Það er orðið tímabært að RÚV og aðrir fjölmiðlar hleypi að í umræðunni, gagnrýnum viðhorfum sem byggja á viðtekinni vistfræði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 3
- Sl. sólarhring: 371
- Sl. viku: 912
- Frá upphafi: 1014072
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 807
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007