Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
31.8.2011 | 00:11
Bankarnir ættu að grátbiðja fólk um að fara 110% leiðina
Frá hruni hafa stjórnvöld gengið undir bönkunum sem enn er stjórnað af kúlulánþegum og fyrrum hirðmönnum fjárglæframannanna sem settu landið á hausinn.
Í nánu samráði við fjármálastofnanir, SA og svo undarlegt sem það nú er ASÍ einnig, bauð ríkisstjórnin að koma á móts við skuldsett heimili, með svokallaðri "110 % leið". Leiðin felur í sér að hægt sé afskrifa lán á ofveðsettum eignum, niður að 110% af söluandvirði eigna! Nú berast fréttir af því að bankarnir séu með eitthvert múður að ljúka samningum við viðskiptavini sína um niðurfærslu lána í samræmi við 110% leiðina. Ásrtæðan er þéttskrifað smáletur 110% leiðarinnar sem felur í sér fyrirvara sem allir eru bönkunum í hag.
Fyrirstaða lándrottnanna við að ljúka samningum við ofskuldsett heimili er æði undarleg, þar sem hagur þeirra hlýtur að felast í að lántakendur haldi áfram að greiða af eignum sem þeir eiga í raun minna en ekkert í. Vandséð er að verðtrygging og háir vextir geri lántakendum kleift að eignast nokkurn tíman nokkuð í eignunum.
Ef að lántakendur horfa ískalt á það reiknisdæmi sem ríkisstjórnin og bankarnir bjóða upp á, þá margborgar sig að hætta að greiða af lánum og búa eins lengi og kostur er í húsnæðinu. Í stað þess að setja peningana inn í bankann, þá borgaði sig frekar að setja þá undir koddann. Á hvorn veginn sem reiknisdæmið er gert upp, þá á eignast lántakandinn ekkert í húsnæðinu, en ef hætt er að greiða bankanum, þá á fólk a.m.k. það fé sem sett var undir koddann.
110 leiðin er einkar hagfelld fyrir lánveitendur og eflaust ásættanlegur kostur fyrir þá lántakendur sem vilja ekki raska heimilishögum og fá í staðinn að búa húsnæði sem þeir eiga ekkert í og munu ekki eignast.
Jóhanna vildi ekki afskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.8.2011 | 19:08
Kjaftæðið í Reyni Trausta
Enn hneigjast því miður eftir hrun íslenskir fjölmiðlar til að reka ákveðna stefnu fyrir mönnum og málefnum í stað þess að segja fréttir og fara nokkurn veginn rétt með. Gengið er jafnvel svo langt að skálda upp einhverja atburðarás sem stenst enga skoðun.
Í Mogganum er kvótakerfið enn best í heimi þrátt fyrir að það skili einungis broti af þeim botnfiskafla sem veiddur var á Íslandsmiðum fyrir daga kerfisins og brjóti þar að auki í bága við jafnræði borgaranna!
Í DV er rekinn harður áróður fyrir aðild landsins að Evrópusambandinu með samþykkt Icesave. Sömuleiðis á Björgólfur Thor, ábyrgðarmaður Icesave-ósómans, einhverra hluta vegna öruggt skjól á síðum blaðsins. Eitt sem notað er í áróðri þess fyrir Evrópusambandsaðild Íslands er að halda því á lofti að það sé órækur vottur um þjóðernishyggju að vera efins um inngöngu í ESB. Ekki fer á milli mála í umfjöllun blaðsins að þjóðernishyggja eða þjóðræknishyggja sé af hinu vonda og nánast notað sem skammaryrði. Dæmi um alvarleg brot og hættulega tilburði, að mati hreintrúarmanna DV, í átt að þjóðhyggju er að geðjast að íslenskum mat og flagga íslenska fánanum.
Nýlega greindi ritstjóri DV, Reynir Traustason, frá kenningu sinni um að meint endalok Frjálslynda flokksins hefðu orðið vegna þjóðernishyggju Frjálslynda flokksins sem kjósendur hafi hafnað. Nú er það svo að Frjálslyndi flokkurinn er starfandi stjórnmálaflokkur sem hefur ekki sagt sitt síðasta orð og á kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum. Algerlega er út í hött að gera því skóna að slæmt gengi flokksins í alþingiskosningunum á vordögum 2009 megi skrifa á meinta þjóðernishyggju. Flokkurinn beitti sér fyrir nauðsynlegri umræðu um málefni erlends vinnuafls á haustdögum 2006 sem andstæðingar flokksins reyndu að gera tortryggilega og sverta þá sem ræddu þau mál sem brunnu á almenningi eins og Heimir Karlsson benti líka réttilega á í útvarpsþættinum þar sem Reynir lét dæluna ganga um þjóðernishyggju Frjálslynda flokksins. Reyndar var aðalmál Frjálslynda flokksins í aðdraganda kosninga 2007 afnám verðtryggingar, kvótamál og váleg staða í efnahagsmálum þjóðarinnar. Staðreyndin er sú að þá fulltrúa flokksins sem lágu undir þungum ásökunum, s.s. Jón Magnússon, vegna málflutnings í umræðu um útlendinga var ekki að finna á framboðslistum Frjálslynda flokksins vorið 2009. Reyndar virðist þingmaðurinn fyrrverandi, Jón Magnússon, hafa verið endurreistur og hvítskúraður við það eitt að ganga á ný í Sjálfstæðisflokkinn og sýnir það ágætlega tvískinnunginn í umræðunni.
Gengi Frjálslynda flokksins vorið 2009 má miklu frekar rekja til ósættis í þingflokknum í aðdraganda kosninganna, svo og að stjórnarflokkarnir Vg og Samfylkingin tóku upp baráttumál Frjálslynda flokksins í sjávarútvegsmálum sem ríkisstjórnin hefur reyndar síðan svikið. Kosningasvikin hafa m.a. leitt til þess að varaþingmaður Samfylkingarinnar sagði sig úr flokknum og megn óánægja er með störf Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra.
Kenning Reynis Traustasonar er því eins og hvert annað kjaftæði sem stenst enga skoðun. Væntanlega er þetta rugl sett saman til þess að greiða götu Íslands inn í ESB og mögulega má vera að óvild DV stjórnist af einarðri afstöðu Frjálslynda flokksins gegn kvótakerfinu.
25.8.2011 | 15:38
Umsögn Frjálslynda flokksins um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða
Ef frumvarpið verður samþykkt verða skert stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi, sbr. 75 gr. stjórnarskrárinnar, og réttur landsmanna til veiða takmarkaður með aflamarkskerfi. Í frumvarpinu er vísað til almannahagsmuna og fiskverndar en ef litið er til hins hræðilega árangurs aflamarkskerfisins í að ná upphaflegum markmiðum sínum er algjör firra að festa kerfið í sessi með tilvísun í almannahagsmuni.
Almennt: Frjálslyndi flokkurinn átelur stjórnvöld fyrir óvandaðan undirbúning frumvarpsins í því sem snýr að löggjöf og kerfi sem hefur fengið falleinkunn hjá mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Kvótakerfið brýtur í bága við jafnræði borgaranna. Undirbúningur ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna fólst annars vegar í því að setja á fót svokallaða sáttanefnd um sjávarútvegsmál sem í sátu að stærstum hluta fulltrúar hagsmunasamtaka sem hafa eða telja sig hafa hag af óbreyttu kvótakerfi og hins vegar nefnd sérfræðinga sem hafði það hlutverk að endurskoða líffræðilegar forsendur aflaráðgjafarinnar. Í þeirri nefnd sátu að stærstum hluta fulltrúar hagsmunaaðila auk þeirra sérfræðinga sem bera ábyrð á og stýra þeirri nýtingarstefnu sem nefndin átti að endurskoða! Í stuttu máli var framangreindur undirbúningur ekki upp á marga fiska og heldur ill meðferð á fé almennings.
Í þeirri djúpu efnahagslegu og stjórnkerfislegu kreppu sem landið er í er sorglegt að Alþingi taki ekki til alvarlegrar umræðu tillögur sem tryggt gætu jafnræði borgaranna og taki ekki heldur til endurskoðunar grundvallarforsendur fiskveiðistjórnunarinnar og aflamarkskerfisins.
I. Aflamarkskerfi eða dagakerfi
Frjálslyndi flokkurinn leggur til að í stað þess að ákvarða heildarafla hvers fiskeiðiárs á grundvelli ónákvæmra stofnmælinga frá fyrra ári, verði tekið upp dagakerfi þar sem sókn er ákvörðuð og skipum eða skipaflokkum úthlutað veiðidögum, svipað og gert er í Færeyjum.
a) Aflamarkskerfi hefur í sér innbyggðan hvata til að velja bestu einstaklingana úr stofninum. Rándýr éta ávallt veikustu einstaklingana og stuðla þannig að heilbrigði veiðistofnanna. Valkraftar aflmarkskerfisins ganga þvert á það sem gerist í náttúrunni. Þetta gerist með tvennum hætti, með því að sækja ekki á slóð þar sem von er á lélegum fiski og með því að nota einungis veiðarfæri sem velja úr stærsta og dýrasta fiskinn.
Annar galli aflamarkskerfisins er að engu máli skiptir í leikreglum þess hvar eða hvenær kvótinn er tekinn. Þar sem stofnar botnfiska og rækju eru oft staðbundnir veldur þetta misnýtingu á svæðum og þannig mætti t.d. veiða allan þorskkvótann á Vestfjarðamiðum.
Alltaf kemur betur og betur í ljós að grunnstoðir núverandi hugmyndafræði stjórnunar, takmörkun á sókn og verndun smáfisks, eru líffræðilega rangar eins og nýjar rannsóknir hafa sýnt, (Jeppe Kolding o.fl. 2010[1]) . Þetta er ástæða þess að ekkert gengur við að ná sama fiskafla og áður, meðan sókn var frjáls. Benda má á Barentshafið sem dæmi. Þar hefur sókn síðustu ára verið langt umfram ráðgjöf ICES (Alþjóðahafrannsóknastofnunarinnar í Kaupmannahöfn), auk þess sem Rússar veiða ómælt magn af smáfiski og þá eru ótaldir félagslegir ókostir kerfisins sem tengjast framseljanlegum kvóta, m.a. tilfærslu afla milli staða, tilheyrandi byggðavanda og flutningi fjár út úr greininni.
Árangur núverandi aflamarkskerfis við að byggja upp botnfiskstofna er einfaldlega skelfilegur. Áætlaður botnfiskafli á næsta fiskveiðiári í þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa, djúpkarfa, grálúðu, skarkola og steinbít er minni en það sem veiddist af þessum tegundum á árinu 1983, ári áður en kvótakerfið var tekið upp. Kvótakerfið var sett á vegna þess hve lítill þorskaflinn varð það ár, einungis 300 þúsund tonn, sem var lágmark þess tíma. Aflamarkskerfið hefur alls ekki skilað meiri afla á land eins og upphafleg fyrirheit báru með sér heldur þveröfugt. Því var í upphafi haldið fram að kerfið myndi innan fárra ára skila liðlega 500 þúsund tonna jafnstöðuþorskafla. Um áratugaskeið fyrir daga kerfisins var aflinn að meðaltali ríflega 400 þúsund tonn en á næsta fiskveiðiári er fyrirhugað að veiða einungis 177 þúsund tonn. Þorskveiði í Barentshafi sem er langt umfram reiknisfiskifræðilega ráðgjöf ICES hefur ekki leitt til hruns þorskstofnsins heldur mælist hann þvert á móti stærri eftir að veiðin var aukin! Menn skyldu hafa það hugfast.
b) Dagakerfi (stjórnun sóknar) er án tegunda- eða aflahámarks. Fiskiskip fær í sinn hlut ákveðinn fjölda veiðidaga sem það má nota að vild án tegundatakmarkana eða aflamarks. Þess vegna er ekki hvati til brottkasts, fyrir mestu er að hirða allt sem hægt er að koma með í land og selja, ólíkt aflamarkskerfinu sem hvetur til brottkasts. Í aflamarkskerfi er í fyrsta lagi hvati til að henda í sjóinn fisktegundum sem útgerðin hefur ekki heimildir til að veiða
Í öðru lagi er viðvarandi hvati í aflamarkskerfum til brottkasts á smærri fiski sem er oft verðminni en stærri fiskur. Mikill verðmunur á stærri og smærri fiski hvetur augljóslega til þess að útgerðir verji ekki takmörkuðum veiðiheimildum í löndun á verðminni smærri fiski.
Eðlilegt er að villtir dýrastofnar sveiflist af náttúrulegum orsökum og á það ekki síst við um fiskistofna. Í sóknarkerfi koma breytingar á stærð fiskistofna strax fram í afla. Sömuleiðis minnkar fiskaflinn samhliða niðursveiflu fiskistofnanna. Reynslan hefur ítrekað sýnt að reiknisfiskifræðin hefur spáð rangt fyrir um stærð þorskstofnsins, t.a.m. um mörg hundruð þúsund tonn um síðustu aldamót. Dagakerfið gefur fræðimönnum sem vinna úr gögnum augljóslega betri upplýsingar um samsetningu aflans þar sem brottkast er ekki til staðar.
II. Alþingi festir í sessi mannréttindabrot
Ef vilji Alþingis er að halda áfram með aflamarkskerfi þrátt fyrir augljósa misbresti er algerlega fráleitt fyrir stjórnvöld að lögbinda sérstaka samninga, sbr. 6. grein frumvarpsins, við núverandi handhafa aflaheimilda til 15 ára með leyfi til framlengingar á óbreyttum samningum til átta ára. Inntak flókins frumvarpstexta í 3., 6., 10., 12., 13. og 14. gr. er í stuttu máli að festa í sessi algerlega óbreytt kvótakerfi sem brýtur í bága við jafnræði borgaranna!
Með samþykkt frumvarpsins breytist óverulega hlutfall úthlutaðra fiskveiðiheimilda til þeirra sem hafa nú þegar yfir veiðiheimildum að ráða og er úthlutað til eins árs í senn. Frumvarpið felur í sér í stuttu máli að úthlutuðum aflaheimildum verði skipt í tvennt, annars vegar í flokk I og hins vegar flokk II. Í flokki I er megnið af úthlutuðum aflaheimildum sem úthlutað verður til langs tíma til núverandi handhafa aflaheimilda. Í flokki II verður um óverulegt magn aflaheimilda að ræða og um úthlutun úr flokknum gilda ýmis sjónarmið. Ekki verður betur séð en að svokallaður leigupottur, þar sem jafnræði ríkir, verði látinn mæta afgangi við úthlutun veiðiheimilda úr flokki II.
Samkvæmt núgildandi lögum hefur ráðherra heimild til að úthluta sérstaklega ákveðnu aflamarki til strandveiða, byggðaaðgerða og línuívilnunar sem svarar til þess magns sem ætlað er í veiðiheimildir í flokki II í frumvarpinu og skipt er í byggðahluta, bótahluta, línuívilnunarhluta, strandveiðihluta og leiguhluta. Skv. frumvarpinu er veiðiheimildum í flokki II ætlað að aukast hlutfallslega um 0,79% að jafnaði á hverju ári næstu 14 árin og verða ekki meira en 15% heildaraflans að jafnaði.
Lögfesting frumvarpsins festir augljóslega í sessi brot á jafnræði þegnanna og bætir í litlu sem engu óréttlæti íslenska kvótakerfisins sem sært hefur réttlætisvitund þjóðarinnar. Ójafnræðið hefur komið í veg fyrir eðlilega og nauðsynlega nýliðun í undirstöðuatvinnugreininni.
III. Tillögur:
Leggja niður núverandi aflamarkskerfi, kvótakerfi og taka upp fisveiðidagakerfi, sóknarstjórn að hætti Færeyinga. Færeyingar reyndu aflamarkskerfi í tvö ár og ráku sig fljótlega á ókosti þess, m.a. brottkastið, rangt skráðan afla þar sem t.d. þorskur var skráður sem ufsi, háan eftirlitskostnað og minnkandi aflaheimildir. Leið Færeyinga var að falla frá því að ákveða aflamark og ákvarða í stað þess sókn út frá þeirri sókn sem var um áratugaskeið á miðunum meðan allt lék í lyndi og afli var góður.
Frjálslyndi flokkurinn leggur til að skipaður verði vinnuhópur sem móti leikreglur fiskveiðidagakerfisins þar sem sókn verði ákveðin í samræmi við það sem hún var á Íslandsmiðum um áratugskeið fyrir daga kvótakerfisins. Mikilvægt er að skipaðir verði aðilar í vinnuhópinn sem eru lausir við sérhagsmunapot og eru tilbúnir til þess að setja hag þjóðarinnar í öndvegi.
Í stað þess að úthluta kvóta til botnfiskveiða á að úthluta veiðileyfum sem gilda í ákveðinn tíma og eru óháð tegundum og magni. Breytingin myndi skjótt leiða til þess að brottkast heyrði sögunni til og yrði sömuleiðis til mikillar einföldunar og sparnaðar, m.a. í eftirlitskostnaði.
Nánari útfærsla á sókn yrði gerð með svæðaskiptingu sem gengi gróft tekið út á að stærri skipum væri vísað á djúpslóð en smærri skip og bátar nýttu grunnslóðina.
Mögulegt er að stýra sókn með ákvörðun aflagjalds af lönduðum afla og sömuleiðis að takmarka sókn í ákveðnar tegundir eða á ákveðnum tímabilum með því að ákvarða mishátt aflagjald eftir tegundum.
Gríðarleg tækifæri felast í að breyta kerfinu úr því öngstræti sem það er í. Frumvarpið sem hér er til umfjöllunar ber þess merki að verið er að stagbæta kerfi sem engin sátt er um meðal þjóðarinnar. Það hefur ítrekað komið fram í skoðanakönnunum, auk þess sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur dæmt að það brjóti mannréttindi.
Ný nálgun við að stjórna fiskveiðum sem Frjálslyndi flokkurinn leggur til myndi stórefla þjóðarhag og sérstakleg hag þeirra sem starfa í greininni og byggðarlaga sem eiga allt sitt undir nýtingu sjávarauðlindarinnar.
[1] Kolding, Jeppe og Paul van Zwieten. 2011. The tragedy of our legacy: how do global management discourses affect small-scale fisheries in the South? Sótt 18. ágúst 2011 af http://www.tandf.co.uk/journals/sfds. (Greinin finnst með því að leita að titli greinarinnar á Google.)
23.8.2011 | 11:28
Ánægja harðsoðinna flokkshesta með Guðmund Steingrímsson
Ekki hef ég orðið var við annað en þeir framsóknarmenn sem eru grænir í gegn séu mjög ánægðir með brotthlaup Guðmundar Steingrímssonar úr Framsókn, en þeir sjá fyrir sér að ESB umræðan sem Halldór Ásgrímsson hóf í flokknum, verði slegin út af borðinu. Ekki er ánægjan minni meðal andstæðinga Framsóknarflokksins og stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar en þeir sjá fyrir sér framhaldslíf stjórnarinnar og einhverja upplausn í Framsókn, einkum á Höfuðborgarsvæðinu. Lilja Mósesdóttir gladdist mjög við fréttirnar og það jafnvel þó svo að tíðindin fælu í sér fleiri lífdaga stjórnar sem vinnur að hennar dómi gegn hag almennings. Það eru semsagt allir ánægðir nema mögulega Þráinn Bertelsson og skjólstæðingar hans í kvikmyndaskólanum.
Erfitt er að sjá á verkum Guðmundar Steingrímssonar á Alþingi Íslendinga hver málefnaleg sérstaða nýja flokksins verði en eina málið sem hann var fyrsti flutningsmaður á á síðasta þingi fyrir utan nokkrar fyrirspurnir snérist um að seinka klukkunni og fá bjartari morgna.
Guðmundur úr framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2011 | 22:38
Bjarni Benediktsson undirbýr landsfund Sjálfstæðisflokksins
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur tekið upp stefnu gegn Evrópusambandsinnlimun Íslands kortéri fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Stuðningsmenn Bjarna vonast til þess að yfirlýsingin mildi helstu andstæðinga formannsins innan flokksins þannig að þeir kyngi ógeðsdrykknum sem boðið hefur verið upp á. Drykkurinn er blanda af Icesave, Sjóvá og Milestone-fléttum þar sem barþjónarnir hafa verið engir aðrir en Wernersbræður. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hve stór hluti sjálfstæðismanna muni kyngja drykknum því að margir þeirra hafa tapað stórfé á þeim snúningum sem hafa verið teknir á lífeyrissjóðunum.
Vill slíta aðildarviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2011 | 11:24
Jákvætt að Kristján Möller taki undir málflutning Frjálslynda flokksins
Það kom að því að Kristján Möller sæi ljósið og tæki undir málflutning Frjálslynda flokksins sem hefur um árabil fært mjög góð fyrir því að auka veiðiheimildir í þorski og fleiri tegundum. Nú á síðustu 3 árum hefur Frjálslyndi flokkurinn margítrekað sýnt fram á að auknar veiðar séu nærtækasta og skynsamast leiðin til þess að auka atvinnu og erlenda gjaldeyrisöflun þjóðarinnar.
Það er vonandi að þingmaðurinn kynni sér þau rök til hlítar sem forysta Frjálslynda flokksins hefur lagt fram í umræðuna.
Má ekki bara veiða meira? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2011 | 23:04
Samfylkingin vill frekar svelta heimilin
Hugmyndir Samfylkingarinnar og Vg um það hvernig ná eigi endum saman í rekstri ríkisins eru bæði óhuggulegar og dæmdar til þess að mistakast.
Það er greinilegt að Norrænu velferðarstjórninni þykir það mun vænlegri leið að hækka matarreikning Íslendinga og svelta heimilin frekar en að fara yfir rök þeirra sem hafa bent á að þjóðin geti náð í mun meiri tekjur við það eitt að auka fiskveiðar og breyta illræmdu fiskveiðistjórnunarkerfi sem brýtur í bága við mannréttindi.
Fjórflokkurinn lætur ekki að sér hæða.
Virðisaukaskattshækkun á mat? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vandséð er að eitthvert vit sé í kröfum "aðila vinnumarkaðarins" að kalla eftir stóraukinni vegagerð á sama tíma og umferð dregst gríðarlega saman. Ég hef ekki séð að þjóðarbúið sé að verða af miklum verðmætum vegna þess að vörur og þjónusta komist ekki leiðar sinnar á þjóðvegum landsins. Hins vegar er augljóst að umferðartollahlið í kringum Höfuðborgina mun draga enn frekar úr umferð og viðskiptum.
Augljós tækifæri í íslensku efnahagslífi eru að endurskoða frá grunni fiskveiðistjórnunarkerfið. Það hlýtur hver maður að sjá, að það sé eitt og annað brogað við kerfi sem skilar nú á land þriðjungnum af þeum þorskafla sem veiddist að jafnaði fyrir daga kerfisins. Reyndar er þorskaflinn nú minni en hann var árið 1913!
Þeir sem hafa lagt leið sína um hafnir landsins í sumar hafa séð, að takmarkað frelsi til handfæraveiða hleypti lífi í sjávarbyggðirnar. Sá galli hefur verið á strandveiðunum, að aflinn hefur dregist frá því sem öðrum leyfist að veiða. Menn geta séð það í hendi sér hvað það yrði mikil innspýting fyrir efnahagslífið að auka aflaheimildir og frelsi smærri sem stærri báta til fiskveiða.
Það virðist ekki vera nokkurt lag á stjórnun landsins og svo sannarlega eru ráð "aðila vinnumarkaðarins" ekki upp á marga fiska. Öll áhersla stjórnvalda er að bjarga fjármálstofnum en láta síðan heimilin mara í hálfu kafi.
Bóta- og skattakerfið virðast hvetja til svartrar atvinnustarfsemi og letja fólk til að fara í láglaunastörf. Ekki er sótt um störf sem auglýst eru laus til umsóknar. Hvernig má það vera að enn þurfi að flytja inn starfsfólk í hundraðatali til þess að vinna í sláturhúsum á sama tíma og þúsundir Íslendinga ganga atvinnulausir?
Þjóðin hefur ekki efni á þessari óstjórn en 123 milljarða halli á ríkissjóði á síðasta ári og þungur skuldabaggi þjóðarbúsins býður ekki upp á frekari óráðsíu.
Framlengir kreppuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.8.2011 | 22:25
Bjánalegur þingmaður
Fáir ef nokkur hefur valdið undirstöðuatvinnugrein landsmanna, sjávarútveginum jafnmiklum skaða og Einar K. Guðfinnsson
Einar K. Guðfinnsson kemur frá landshluta sem hefur farið mjög illa út úr kvótakerfinu og komst Einar K. á þing m.a. með því að gefa hátíðleg loforð fyrir kosningar að hann myndi ekki styðja ríkisstjórn sem ekki tæki kvótakerfið til róttækrar endurskoðunar. Þetta sveik Einar Kristinn margoft þegar á reyndi. Hann studdi með atkvæði sínu á þingi að herða frekar á óstjórn kvótakerfisins s.s með því að setja handfæratrillur í kvóta og setja fleiri fisktegundir í kvóta. Þessar aðgerðir komu Vestfjörðum og vel að merkja þjóðarbúinu öllu, afar illa.
Eftir að sú stefna var fullreynd árið 2008, að veiða minna til að geta veitt meira seinna, þá skar Einar K. Guðfinnsson niður aflaheimildir í þorski sem aldrei fyrr, eða niður í 130 þúsund tonn. Niðurskurðurinn átti að gefa hraða uppbyggingu. Allir vita sem vita mátti, að sú hraða aflaaukning sem Einar k. lofaði hefur ekki gengið eftir.
Það er nánast bjánalegt að horfa upp á þingmanninn Einar K Guðfinnsson halda nú uppi sérstökum áróðurþætti á ÍNN sjónvarpssöðinni fyrir kvótakerfinu sem skilar æ færri fiskum á land og brýtur þar að auki gegn jafnræði þegnanna. Einar K. Guðfinnsson þykist vera að beita sér fyrir upplýstri umræðu, en það blasir við öllum það er af og frá, enda gætir hann þess sérstaklega að hleypa engum að í áróðurþættinum sínum sem gæti varpað skugga á ónýtt kerfið s.s. fulltrúum frá Samtökum íslenskra fiskimanna eða fulltrúum Félags fiskframleiðenda s.s. Elínu B. Ragnarsdóttur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 1014398
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007