Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
29.5.2008 | 23:59
,,Mannréttindaníðingar" - Samfylkingin bugtar sig og beygir
Á Alþingi féllu í dag stór orð þar sem Grétar Mar Jónsson sá ástæðu til að kalla Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra og Einar Kristin Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mannréttindaníðinga. Ástæðan fyrir reiði Grétars Mar var fádæmavesældarleg ræða Einars sem jafnframt var ósvífin.
Í ræðunni greindi Einar frá viðbrögðum stjórnvalda við úrskurði mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna en þau fólust annars vegar í því að skipa hóp þriggja lögfræðinga sem átti að vinna að svari til mannréttindanefndarinnar. Í hópnum eru Björg Thorarensen sem hefur þegar lýst þeirri afstöðu sinni að álitið skipti litlu máli og er eiginkona eins dómaranna í Hæstarétti sem úrskurðurinn beindist gegn, Karl Axelsson sem þjóðin þekkir sem lögfræðinginn á bak við fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar sem forsetinn neitaði að skrifa undir og síðan efnilegur lögfræðingur á þrítugsaldri, Arnar Þór Stefánsson. Hins vegar voru viðbrögðin þau að skipa nefnd sem átti að fara í það langtímaverkefni að fara í hugsanlega mögulega endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Vísað var til þess að umrætt verkefni væri í stjórnarsáttmálanum - en samt sem áður hefur ríkisstjórnin ekki drattast til að setja saman þessa nefnd. Það hefur ekki gerst þrátt fyrir að öllum hafi verið ljóst óréttlætið. Öllum er ljóst að Einar teygði bara lopann til þess að þurfa ekki að gera neitt.
Þingmenn Samfylkingarinnar, hinn aldni Ellert B. Schram og hinn ungi varaformaður, héldu vart vatni af hrifningu yfir ræðu sjávarútvegsráðherra og bugtuðu sig í allar áttir úr ræðustóli fyrir hinum vísa Einari. Ellert hrósaði ráðherranum innilega fyrir myndugleikann og Ágúst talaði um að það væri sérstakt ánægjuefni að til stæði að kanna hvaða áhrif fiskveiðistjórnunarkerfið hefði á byggðir landsins.
Ha?
Ég held að hann Ágúst ætti að fara hringinn í sumar með opin augun, hann hefði þó átt að vera löngu búinn að því.
Í kvöld hringdi í mig sjóari vestan af fjörðum sem er núna fluttur suður og hafði á orði að Samfylkingin væri orðin firrt, hún hefði ítrekað hátt og mótmælti sérstaklega hvalveiðum, veiðum á nokkrum hrefnum, en léti það síðan algjörlega óátalið - og jafnvel hrósaði sjávarútvegsráðherra fyrir það - að ætla að halda áfram að brjóta mannréttindi á sjómönnum.
Þetta er jafnaðarmannaflokkur Íslands. Hann hafði á orði, sjóarinn, að réttast væri að láta leikreglur stjórnvalda sem virtu mannréttindi að vettugi sem vind um eyrun þjóta. Hann vildi að íslenskir sjómenn réru til fiskjar 17. júní nk., á þjóðhátíðardaginn 2008.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.5.2008 kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
29.5.2008 | 00:12
Eini hleraði þingmaðurinn Árni Páll tók ekki þátt
Á Alþingi er það þannig eins og á öðrum góðum vinnustöðum að menn reyna að nýta þá þekkingu og reynslu sem þeir búa yfir til að leysa ólík verkefni. Á Alþingi er ekki óalgengt að þingmenn sem hafa reynslu úr heilbrigðisgeiranum, s.s. Ásta Möller og Þuríður Backman, og Katrín Fjeldsted á sínum tíma, einbeiti sér að málefnum þar að lútandi. Sjómenn Frjálslynda flokksins láta sig ekki vanta í umræður um sjávarútvegsmál.
Þess vegna kom á óvart að þegar Samfylkingin boðaði til sérstakrar utandagskrárumræðu um hleranir og sérstaklega var spurt hvort hleranir stæðu enn yfir skyldi ekki mæta til umræðunnar eini þingmaður þjóðarinnar sem hefur staðfest opinberlega að hann hafi verið hleraður. Við nánari rannsókn málsins bar hann því við að hann gæti ekki greint satt og rétt frá vegna einhvers þagnarskylduákvæðis um öryggismál þjóðarinnar. Nú hljóta að vera breyttir tímar, þingmaðurinn nýtur friðhelgi og varnarsamstarf og öryggismál eru allt önnur og gjörbreytt frá þeim árum þegar atburðurinn á að hafa átt sér stað. Varla geta þessar upplýsingar talist viðkvæmar.
Það er spurning hvort framhald hafi orðið á umræðum utan þingfundar, kannski í þingflokksherbergi Samfylkingarinnar, og þá öllu hreinskilnari og meira upplýsandi en hin opinbera.
28.5.2008 | 00:27
Pólitískar ráðningar - er ekki réttara að ganga hreint til verks?
Á umliðnum mánuðum hefur Samfylkingin gengið hart fram í að gagnrýna pólitískar ráðningar, sbr. gagnrýni þingflokksformanns Samfylkingarinnar á ráðningu ungs héraðsdómara á Akureyri. Össur sneri nauðvörn í sókn við ráðningu orkumálastjóra síns þegar hann benti á að Framsóknarflokkurinn hefði ráðið aðstoðarorkumálastjóra án þess að heimild væri í lögum fyrir ráðningu hennar og gefið var í skyn að ráðningin hefði verið pólitísk.
Maður hefði haldið að formaður Samfylkingarinnar myndi vanda sérstaklega til ráðningar á nýjum forstjóra Varnarmálastofnunar og væri sú ákvörðun það sem myndi kallast fagleg. Það orð fer reyndar oft í taugarnar á mér.
Sá umsækjandi sem var ráðinn í það starf er eflaust mætasta manneskja, hæf og allt það, rétt eins og orkumálastjórarnir og ferðamálastjórinn og héraðsdómarinn en þó er ekki hægt að horfa framhjá því að það er meira en lítið undarlegt að svo virðist sem viðkomandi hafi komið beint að samningu varnarmálafrumvarpsins, veitt umsögn um það og verið í nánu samráði við undirbúningsnefnd utanríkisráðherra um framgang málsins.
Viðkomandi umsækjandi var ráðinn sem breytingastjóri Ratsjárstofnunar sem átti væntanlega að breyta stofnuninni í varnarmálastofnun.
Það er erfitt að sjá að viðkomandi hafi staðið jafnfætis Stefáni Pálssyni eða einhverjum öðrum ágætum umsækjendum, eða voru sett saman skilyrði sem óskandi væri að hæfur umsækjandi uppfyllti?
Það sem kemur mest á óvart er að umsækjandinn sem Ingibjörg Sólrún valdi hefur reynslu af löggæslustörfum, en það kemur fram í ræðu Ingibjargar að markmið frumvarpsins séu að aðgreina annars vegar það sem kallast verkefni borgaralegs eðlis og hins vegar öryggismál sem snúa að landvörnum. Það hefði verið eðlilegra í því ljósi að velja einhvern sem hefði frekar þekkingu á sviði varnarmála og alþjóðlegs samstarfs.
Það voru nokkur hugtök í frumvarpi um Varnarmálastofnun þess eðlis að frægir spunameistarar Tonys Blairs - sem íslenska Samfylkingin lítur mjög upp til - gætu talist fullsæmdir af, s.s. loftrýmiseftirlit, loftrýmisgæsla og breytingastjóri, hvað sem það nú annars merkir.
Það sem maður fer óneitanlega að velta fyrir sér er hvort ekki sé hreinlegra að ráðandi stjórnmálaöfl komi sér saman um að ákveðin embætti séu með þeim hætti að viðkomandi ráðherra hafi geðþóttvald eða það sem kallast að ráða pólitískt í ákveðin embætti í stað þess að fara einhverjar krókaleiðir í ráðningum og rökstuðningi fyrir að koma sínum manni að. Ég held þessu ekki fram vegna þess að ég vorkenni ráðherrunum Ingibjörgu, Össuri og Árna Matt, svo að einhverjir séu nefndir, til þess að standa reglulega í einhverri aulavörn vegna mannaráðninga heldur vegna þess að það er verið að gera lítið úr fólki sem skilar inn vönduðum starfsumsóknum og hefur í þokkabót beðið hinar og þessar mætar manneskjur að skrifa upp á meðmæli.
26.5.2008 | 09:41
Hræsni Ingibjargar Sólrúnar og mannréttindin
Maður furðar sig á hræsni Samfylkingarinnar, hvað hún getur gengið langt. Nú liggur fyrir að hin heilaga Samfylking með sjálfan erkiengilinn Jóhönnu Sigurðar í fararbroddi ætlar að senda Alþingi heim án þess að taka á áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að íslensk stjórnvöld brjóti á sjómönnum.
Ætli það liggi ekki á að slíta þinginu svo að Ingibjörg komist upp í næstu einkaþotu með Geir Haarde til að boða mannréttindi fyrir heimsbyggðina til að vinna Íslandi fylgi við sæti í öryggisráðinu - vegna þess hve mikið landið hefur fram að færa í mannréttindamálum?
Ég varð var við litla frétt þar sem einhver sjávarútvegsnefnd Samfylkingarinnar skoraði á samstarfsflokkinn að bregðast við þessu áliti. Mér finnst þetta hræsni á hæsta stigi, að reyna að fría sig ábyrgð á áframhaldandi mannréttindabrotum án þess að lyfta litla fingri til að taka á þeim, og kenna sjálfstæðismönnum alfarið um. Ef vilji væri til að standa við yfirlýsinguna væri Samfylkingunni í lófa lagið að gera það.
Ég held að það verði erfitt fyrir sjómenn og aðra þá fjölmörgu sem vinna við útveginn að kjósa Samfylkinguna, flokk sem leggst alfarið gegn hrefnuveiðum út frá þeim forsendum að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni án þess að skýra það í nokkru. Væntanlega er um að ræða sæti í öryggisráðinu góða.
24.5.2008 | 16:48
Rangfærslur Kristins H. Gunnarssonar
Það virðist vera sem að Kristinn H Gunnarsson hafi vaknað eitthvað illa í morgun og ruglast í ríminu ef marka má viðtal hans við fréttamann RÚV í hádegisfréttum í dag.
Í gær samþykkti þingflokkur Frjálslynda flokksins ályktun um komu flóttamanna til Akraness en í niðurlagi samþykktarinnar var tekið undir með F-listanum á Akranesi um að stjórnvöld hefðu átt að standa betur að málinu en gert var. Það studdu allir þingmenn Frjálslynda flokksins ályktunina nema einn og sá heitir Kristinn H Gunnarsson.
Á fundi miðstjórnar var síðan samþykkt afdráttarlaus ályktun sem ég lagði fram þar sem ítrekaður var stuðningsályktun þingflokks við Magnúsi Þór og F-listann á Akranesi. Það voru einungis 3 af 18 sem greiddu atkvæði gegn tillögunni og hef ég vissu fyrir því að allir þingmenn flokksins hafi stutt tillöguna nema einn og sá heitir einmitt Kristinn H. Gunnarsson.
Það er mér algerlega óskiljanlegt hvernig Kristni H. Gunnarssyni geti dottið í hug að túlka atburði gærdagsins með þeim hætti að það sé uppi ágreiningur á milli miðstjórnar og þingflokks Frjálslynda flokksins. Í áðurnefndum fréttatíma RÚV lætur hann líta út fyrir að miðstjórn flokksins sé ekki að virða samþykkt þingflokksins og fer þess á leit að hún sé virt en það er einmitt ályktunin sem hann treysti sér ekki til að styðja sjálfur!
Miklu nær væri að halda því fram að Kristinn ynni markvist að því að kljúfa sig frá þingflokki og miðstjórn Frjálslynda flokksins, sérstaklega í ljósi þess að í sömu mund og miðstjórnarfundurinn hófst í gær setti hann út grein á heimasíðu sína sem má túlka sem árás á afstöðu formanns og varaformann Frjálslynda flokksins í málinu.
21.5.2008 | 14:59
Ómar Ragnarsson tekur þátt í rógsherferðinni
Það kom nokkuð á óvart að sjá í Mogganum í dag sem ég renndi í gegnum í hádeginu að Ómar Ragnarsson tæki þátt í ófyrirleitinni rógsherferð gegn mér og Magnúsi Þór Hafsteinssyni sem höfum viljað málefnalega umræðu um móttöku flóttafólks á Akranesi.
Ég vissi að Ómar Ragnarsson væri hrifnæmur, en með þessu gönuhlaupi eltir hann fjölmarga, einkum úr Samfylkingunni, sem reyna að útiloka málefnalega umræðu um hvort félagsþjónustan í Akranesbæ sé í stakk búin til að taka sómasamlega á móti 60 flóttamönnum.
Magnús Þór lagði fram vandaða greinargerð sem ekki hefur fengist rædd, heldur hafa menn á borð við Össur Skarphéðinsson, Björk Vilhelmsdóttur, Benedikt Sigurðarson og Guðrúnu Ögmundsdóttur haft uppi stór orð. Síðan hafa minni spámenn Samfylkingarinnar oftar en ekki elt forystusauðina í einhverjum fáránlegum úthrópunum, s.s. að sá sem hér skrifar sé kynþáttahatari, plebbi, bjáni, kjáni, fullur af mannvonsku og ali á ótta. Nú síðast segir Ómar Ragnarsson að skoðanir mínar séu smánarblettur á samtímanum.
Þegar allt þetta fólk er spurt hvar það finni þessum fullyrðingum stað í skrifum mínum koma engin svör - sem er væntanlega vegna þess að þetta er innihaldslaus kjaftavaðall.
Ég vonast til þess að formaður Íslandshreyfingarinnar sjái sóma sinn í að draga ummæli sín til baka - nema hann geti þá að einhverju leyti rökstutt þessa vitleysu sína.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (85)
21.5.2008 | 10:34
Skynsamleg og réttlát fiskveiðistjórn
Tilgangurinn með ferðunum hefur eflaust verið að bergmálið af lofi sérfræðinga á borð við Hannes Hólmstein Gissurarson um kerfið bærist alla leið til Íslands á ný til að sætta landann við kerfi sem mikil óeining var um.
Í fyrstu gengu þessar fyrirætlanir eftir og reglulega birtust fréttir af sigurför sérfræðinganna á fyrirlestraferðum og, já, þrátt fyrir að aflaheimildir væru stöðugt skornar niður og skuldahali útgerða yxi sem aldrei fyrr. Stjórnvöld reyndu að gera mikið úr árangri kvótakerfisins þrátt fyrir að annar kaldari veruleiki blasti þeim sem á annað borð vildu sjá hér heima.
Glæný frétt Morgunblaðsins
Nú kveður svo við að íslensk fiskveiðistjórn fær hverja falleinkunnina á fætur annarri að utan. Fyrst ber auðvitað að nefna álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið sé ósanngjarnt. Álitið felur í sér þá skyldu fyrir íslensk stjórnvöld að bæta úr ranglæti kvótakerfisins ef þau ætla sér á annað borð að geta talið Ísland með réttarríkjum.Nú berast þær fréttir á forsíðu Morgunblaðsins að bandarískir vísindamenn staðfesti að sú nýtingarstefna sem hefur verið fylgt á síðustu áratugum á Íslandsmiðum, sem felst í að stækka möskva og loka svæðum til verndar smáfisk, sé kolröng. Margir íslenskir líffræðingar með Jón Kristjánsson fiskifræðing í fararbroddi hafa einmitt haldið sama málflutningi á lofti með veigamiklum rökum, í vel á þriðja áratug. Stjórnvöld hafa ekki lagt við hlustir þrátt fyrir að fljótlega væri ljóst að nýtingarstefna sem fylgt var gengi ekki upp enda er þorskafli nú einungis um þriðjungur af því sem hann var að jafnaði áður en svokallað uppbyggingarstarf hófst. Stjórnvöld hafa miklu frekar reynt að þagga niður, í stað þess að hvetja til gagnrýninnar umræðu og skoðunar á íslenska kvótakerfinu en forsendur þess stangast á við viðtekna vistfræði, s.s. að friða fisk sem ekki er að vaxa og selja veiðiheimildir landshorna á milli.
Þessi þöggunarárátta hefur færst í aukana eftir að Samfylkingin komst í ríkisstjórn og er nú svo komið að vísindamenn sem eru gagnrýnir á nýtingarstefnu sem ekki hefur skilað þjóðinni nema sífellt minni afla fá ekki aðgang að gögnum Hafró nema að reiða fram háar fjárhæðir. Þetta er átakanleg staðreynd í ljósi þess að Samfylkingin sem nú ræður för við stjórn landsins kenndi sig einu sinni við samræðustjórnmál!
Það felast gífurleg tækifæri í því fyrir þjóðarbúið að stjórna fiskveiðum með skynsamlegum og réttlátum hætti og er því óábyrgt að skoða ekki þau tækifæri sem í því felast. Einhverra hluta vegna hefur ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar því miður fylgt þeirri stefnu að gera ekkert í því frekar en öðru. Sjávarútvegurinn skiptir gríðarlega miklu máli og það hlýtur að vera krafa almennings að það sé farið yfir öllu rök sem snerta nýtingu sameiginlegra auðlinda Íslendinga.
Höfundur er líffræðingur.
-Greinin birtist í Morgunblaðinu í gær.
20.5.2008 | 00:43
Er Samfylkingin fyrir Íslendinga?
Tíðindi dagsins hafa örugglega vakið marga til umhugsunar um hvort Samfylkingin gæti hagsmuna Íslendinga. Í yfirlýsingum valdamesta stjórnmálamanns landsins, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, kom fram að hún setti sig í nafni allra ráðherra Samfylkingarinnar algerlega upp á móti því að veiddar væru nokkrar hrefnur á Íslandsmiðum. Bar hún það fyrir sig að verið væri að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Það er venjulegu íslensku fólki óskiljanlegt.
E.t.v. truflar þetta teboð Ingibjargar Sólrúnar vítt og breitt um heiminn þótt ég efist um að vinir ríkisstjórnarinnar í Íran kippi sér mikið upp við hvalveiðar. Líklega eru þó vinkona Samfylkingarinnar, Condoleeza, og vinurinn, hinn breski Brown, ekki með hýrri há yfir þessum tíðindum.
Þessir vinir Ingibjargar sem ekki má styggja bera meginábyrgðina á því að bágstatt flóttafólk er í nauðum.
Mér finnst rétt að taka fram að ég hef enga trú á því að veiðar á nokkrum hrefnum skipti sköpum um afrakstur þorskstofnsins þótt reikna megi út frá gögnum Hafró að hrefnan éti tvöfalt meira en Íslendingar veiða nú. Á meðan vöxtur þorsksins er í sögulegu lágmarki bendir ekkert til þess að hann sé ofveiddur, hvorki af hrefnu né manni.
18.5.2008 | 20:59
Egill Tamini og Kristrún
Þáttur Egils Helgasonar hófst með hefðbundnum hætti í dag, þ.e. klukkustundarlangri Evrópuumræðu þar sem fátt nýtt kom fram, en rifjuð voru upp ýmis ummæli vikunnar. Það sem helst bar til tíðinda var hve endurnærður Björn Ingi Hrafnsson virtist vera og glaður yfir að vera laus úr borgarstjórninni, svo mjög að hann smitaði út frá sér og virtist liggja vel á öllum viðmælendum, andrúmsloftið varð svo afslappað yfir endurtekinni Evrópuumræðunni að Kristrún lygndi aftur augunum.
Í seinni hluta þáttarins var mættur varaformaður Frjálslynda flokksins sem varð strax fyrir mikilli og ósanngjarnri ágjöf, ekki bara tveggja viðmælenda heldur líka þáttastjórnandans, Egils Helgasonar, svo mjög að Reyni Traustasyni, vönduðum ritstjóra DV, fannst rétt að árétta að Magnús væri ekki kynþáttahatari. Það virðist vera uppi mikill misskilningur í Akranesmálinu og í stað þess að fara málefnalega yfir það sem Magnús hefur skilmerkilega sett fram í greinargerð virðist sem Samfylkingin slíti allt úr samhengi og setji hluti hennar í tengsl við alls óskylda hluti.
Amal Tamini setti hlutina í samhengi við kosningabaráttu Frjálslynda flokksins frá því í fyrra en á Kristrúnu Heimisdóttur mátti skilja að Frjálslyndi flokkurinn hefði margt fram að færa og að taka þyrfti á innflytjendamálum. Egill og Kristrún sameinuðust hins vegar í að setja málin í samhengi við mótmæli á áheyrendapöllum Alþingis og kröfðust fordæmingar á þeim. Auðvitað á Egill Helgason með milljón á mánuði fyrir vinnu hálft árið erfitt með að skilja örvæntingu þeirra sem eiga erfitt með að ná endum saman þegar lánin hækka upp úr öllu valdi og minna og minna fæst fyrir krónuna. Ég verð samt sem áður að segja að mér finnst óskiljanlegt að hann, óvilhallur þáttastjórnandi á RÚV, setji það í samhengi við óundirbúinn innflutning á flóttafólki frá Írak.
17.5.2008 | 20:22
Er Geir Haarde ofstækismaður?
Í Fréttablaðinu í dag gaf Þorgerður Katrín það sterklega til kynna að þeir sem væru afdráttarlausir í andstöðu eða fylgispekt við Evrópusambandið væru þjáðir af fordómum og ofstæki.
Þessi yfirlýsing er merkileg í ljósi þess að Geir Haarde lýsti þeirri skoðun sinni afdráttarlaust í dag að Ísland ætti að standa utan Evrópusambandsins.
Nú er spurning hvort sá metnaðarfulli stjórnmálamaður sem ÞKG er sé að gera atlögu að Geir Haarde og ætli að taka af honum formannssætið. Hún skynjar eflaust að Geir stendur höllum fæti og hann hefur verið gripinn í bólinu vegna andvaraleysis í efnahagsmálum. Íslenskt efnahagslíf hefur tekið mikla niðurdýfu og nú er róinn lífróður með aðstoð Davíðs Oddssonar í að bjarga því sem bjargað verður.
Ég er ekki sammála varaformanni Sjálfstæðisflokksins um að kalla fólk sem er henni ekki sammála ofstækisfullt og fordómafullt frekar en ég tel réttlætanlegt að stimpla fólk kynþáttahatara upp úr þurru.
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 1019333
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007