Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
23.9.2007 | 20:47
Góð grein hjá Illuga Jökulssyni í Blaðinu
Ég er langt frá því að vera alltaf sammála Illuga Jökulssyni þegar hann hefur frjálsar hendur, enda eru þær honum stundum mislagðar. Hann hefur slegið hrapalleg feilhögg, s.s. þegar hann veittist persónulega að formanni Frjálslynda flokksins í kjölfar þess að Frjálslyndi flokkurinn hóf nauðsynlega umræðu um málefni útlendinga í íslensku samfélagi.
Hins vegar tókst honum vel upp í Blaðinu í gær þar sem hann benti réttilega á að fíkniefnaheimurinn svokallaði er ekki einangraður við smyglara og handrukkara og þá sem eru lengst leiddir, heldur eru það venjulegir Íslendingar í næsta húsi sem eru að fikta við eldinn og neyta ólöglegra efna í einhverjum mæli og telja sig ekki til þessarar nöturlegu birtingarmyndar.
Aðstandendur ógæfumannanna eiga um sárt að binda. Það hlýtur að vera erfitt að horfast í augu við að nákominn ættingi eða vinur hafi leiðst út á þessa óheillabraut. Þá er að vona að mennirnir nýti nú tækifærið til að snúa við blaðinu, líka þeir sem áður hafa komið við sögu lögreglunnar í svipuðum málum.
Í umfjöllun um málið verður að forðast að leggja það upp eins og um sé að ræða mikinn gróðaveg þar sem slíkt gæti orðið hvati fyrir einhverja til að reyna hið sama. Staðreyndin er sú að tengsl við þennan heim fela miklu frekar í sér blankheit og heilsuleysi.
Það er rétt að óska lögreglunni til hamingju með árangurinn.
18.9.2007 | 22:50
Ég skrifa hvorki í gegnum Sverri Hermannsson né Jens Guðmundsson og þeir ekki í gegnum mig
Í upphafi þingferils míns töldu andstæðingar Frjálslynda flokksins að Sverrir Hermannsson skrifaði ræðurnar mínar. Mér fannst það fyndið og var vissulega pínulítið upp með mér enda var Sverrir lengi minn uppáhaldsstjórnmálamaður. Nú virðast einhverjir halda að ég skrifi í gegnum Jens Guðmundsson, stuðningsmann Frjálslynda flokksins, sem er ekki síður upphefð fyrir mig enda er hann bæði vinsæll og skemmtilegur bloggari. Í þetta skipti eru það hins vegar ekki andstæðingar Frjálslynda flokksins sem eru með þessa bábilju heldur fólk sem er í helstu valdastöðum flokksins, s.s. ritari flokksins Kolbrún Stefánsdóttir.
Það má gera athugasemdir við fleira í skrifum hennar á netinu, t.d. fer hún í athugasemd við færslu hjá Jens rangt með gang mála varðandi það hvenær og hvernig mér hlotnaðist sá heiður að fá að leiða lista Frjálslynda flokksins í Norðausturkjördæminu. Ekki ætla ég að rekja þá atburðarás í smáatriðum hér, enda skiptir öllu máli að liðsmenn Frjálslynda flokksins snúi sér að því að vinna að þeim þjóðþrifamálefnum sem hafa aldrei verið brýnni en nú, þ.e. að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það eru neyðarfundir út af ástandi byggðamála hringinn í kringum landið og aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar eru í skötulíki enda er ekki tekið á meinsemdinni þar sem byggðir standa varnarlausar eftir af því að atvinnurétturinn hefur verið seldur í burtu. Það er auðvitað fásinna að það eina sem byggðarlögum hringinn í kringum landið standi til boða sé að flytja út vatn í blöðrum, reka söfn og fara í viðhald á byggingum.
Það sem skiptir miklu máli á þessum tímapunkti er að framkvæmdastjórn Frjálslynda flokksins geri sér grein fyrir ábyrgð sinni og virki allar vinnufúsar hendur til þess að ná fram baráttumálum flokksins. Nú er virkilega lag að allir landsmenn geri sér grein fyrir því að kerfið hefur ekki gengið upp hingað til og er óréttlátt.
Hvað mig varðar er ég í öðrum verkum en að skrifa í gegnum aðra, hvað þá að leigja mér penna eins og ýjað er að. Ég er að einbeita mér að því að taka við áhugaverðu starfi framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra á nýjan leik og mun nokkuð örugglega af þeim sökum draga mig að mestu út úr umræðunni, a.m.k. þangað til Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, verður í aðstöðu til að uppfylla fyrirheit frá aðdraganda síðustu alþingiskosninga um að ég tæki að mér starf framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins ef markmið næðist ekki í Norðausturkjördæmi. Við vissum að á brattann yrði að sækja þar sem skoðanakannanir sýndu fylgi upp á 2% í upphafi kosningabaráttunnar. Ég hafði, og hef enn, þá trú að málstaður Frjálslynda flokksins eigi erindi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
15.9.2007 | 18:43
Mörg hundruð þúsunda rjúpna týndar
Umhverfísráðherra tilkynnti í vikunni að það yrði einungis leyft að veiða rjúpu í 18 daga í haust en ákvörðunin byggir á ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar.
Ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar byggir síðan aftur á reiknilíkani sem minnir um margt á reiknilíkön Hafró þar sem búinnn er til fasti um hversu hátt hlutfall af rjúpunni drepst af öðrum orsökum en veiðum. Þetta kallast náttúrulegur dánarstuðull og er hann fastsettur í 31% af veiðistofni.
Heildarafföll rjúpunnar eiga samkvæmt líkaninu að vera náttúrulegur dauði að viðbættu því magni sem veiðimenn eru sagðir veiða.
Líkanið gengur alls ekki upp, það mælist sem sagt meiri fækkun á rjúpu en sem nemur fastanum og veiðinni sem líkanið getur ekki útskýrt. Mörg hundruð þúsund rjúpur hafa týnst á síðustu tveimur árum út úr fuglabókhaldi Náttúrufræðistofnunar og verður hvarf þeirra ekki skýrt út með þeim aðferðum sem stofnunin vinnur með.
Alls ekki er hægt að kenna veiðum um þessa fækkun þar sem mælingar á friðaða svæðinu á suðvesturlandi síðustu tvö ár gefa nákvæmlega sömu mynd af afföllum og á norðausturlandi. Skýrsla Náttúrufræðistofnunar frá í fyrra gaf reyndar til kynna að það hefði verið fjölgun á einstaka svæðum þar sem mikið var veitt, eins og á Austurlandi.
Í sjálfu sér er það réttmætt sjónarmið að vilja friða fallegan fugl - sem rjúpan er í íslenskri náttúru - en ég tel það mjög vafasamt að friðunin sé gerð á forsendum ráðgjafar Náttúrufræðistofnunar þar sem hún er hvorki fugl né fiskur.
Ég hef vissar áhyggjur af því að þegar það er búið að þrengja þann tíma sem veiðar eru leyfðar verði mikið at þann stutta tíma sem þær standa yfir og að veiðimenn láti freistast til þess að halda til veiða í tvísýnu veðri.
Fyrir áhugasama lesendur um rjúpnaveiðar skal bent á spjallvefinn hlad.is en þar fer fram umræða veiðimanna um rjúpnaveiðitímann og er óhætt að fullyrða að þar sýnist sitt hverjum.
12.9.2007 | 17:10
Minni fjármunir en til byggingar tónlistarhúss í Reykjavík
Það skýtur skökku við að ríkisstjórnin blási út og mikli fyrir mönnum fjárframlög til að koma til móts við ónauðsynlegan niðurskurð á þorskveiðiheimildum. Upphæðin sem varið er til verksins, 10,5 milljarðar, er lægri en sú sem varið er til byggingar tónlistarhúss í Reykjavíkurhöfn.
Það væri nær að gefa handfæraveiðar frjálsar og setja allan fisk á markað. Það er ástæða til að fara yfir það hvort niðurskurðurinn sé ekki einfaldlega óþarfur. Ráðgjöfin stendur ekki föstum fótum, langt því frá, og þetta er léleg redding.
Samtals varið 10,5 milljörðum til mótvægisaðgerða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2007 | 23:53
Deilt um kofa í Reykjavík og fjárhús á Siglufirði
Skipulagsmál geta valdið hörðum deilum, bæði varðandi uppbyggingu og niðurrif húsa. Í Reykjavík er hart deilt um niðurrif húsa við Laugaveginn en á Siglufirði er deilt um uppbyggingu fjárhúsa. Mín skoðun er sú að það geti verið réttlætanlegt að rífa gömul hús, þ.e. ef eitthvað kemur í staðinn sem er smekklegt og fallegt og passar inn í götumyndina. Við höfum svoleiðis dæmi gegnt Hjálpræðishernum, Hótel Reykjavík Centrum, en hið sama verður ekki sagt um margar byggingar sem hefur verið þröngvað inn í götumyndina á Laugaveginum, þær eru langt frá því að vera vel heppnaðar.
Ef til vill gildir það sama um fjárhúsin á Siglufirði, ef myndarlega verður staðið að búskapnum og byggingu fjárhúsanna er ekkert slæmt um þær að segja, þær geta þá orðið Siglfirðingum til sóma. Einnig verður að líta til þess að það er meira frelsi í fjárbúskap en í sjósókn. Það má kannski segja að það séu tákn hafta og atvinnubanns í sjávarútvegi að Siglfirðingar leiti í búnaðarstörf á árinu 2007.
Það er alltaf áhugavert að velta fyrir sér hinum ýmsu deilum. Ég minnist þess að nú í haust þegar deilt var af offorsi um réttmæti vítaspyrnu í leik Chelsea og Liverpool var afar heitt mál í pottunum á Sauðárkróki réttmæti hrútadóma, þ.e. um að dómaramistök hefðu orðið í hrútadómum á landbúnaðarsýningunni á Sauðárkróki. Viðmælanda mínum í pottinum var mikið niðri fyrir og taldi að hrútarnir sem röðuðu sér í efstu sætin hefðu verið ófríðir, illa af guði gerðir og ullin í henglum (minnir mig).
Hvar er rannsóknarblaðamennskan á Íslandi í dag?
9.9.2007 | 20:34
Aðstoð óskast - ég skil ekki fræðimann LÍÚ
Ég var að fletta Mogganum í gær og sá þar grein Helga Áss Grétarssonar sem, eins og alþjóð veit, er kostaður af LÍÚ í sérstaka rannsóknarstöðu við HÍ. Greinin var að einhverju leyti viðbragð við grein minni á sama stað í síðustu viku þar sem ég fór yfir á hversu veikum grunni málflutningur sérfræðingsins í blaði allra landsmanna á síðustu vikum byggir.
Það verður að segjast eins og er að greinin í Mogganum í gær, laugardag, var ekki liður í því að færa einhver haldbær rök fyrir nauðsyn þess að færa fiskveiðiauðlindina úr eigu almennings í einkaeign fárra. Við lestur greinar sérfræðingsins vöknuðu alvarlegar spurningar um hvort Helgi vissi sjálfur hvað hann væri að fara. Ég átta mig ekki á vegferð hans.
Það væri ágætt ef lesendur gætu aðstoðað mig við að skilja þetta. Meðfylgjandi er grein mín frá fyrri viku.
Það má skipta deilum um stjórn fiskveiða annars vegar í deilur um eignarhald á auðlindinni og hins vegar deilur um hvernig stýra eigi veiðum, þ.e. hve mikið eigi að veiða úr fiskistofnum og hvort það eigi frekar að beita sóknarstýringu eða kvótakerfi.
Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur sem gegnir rannsóknarstöðu kostaðri af LÍÚ hefur á umliðnum vikum mikið látið fara fyrir sér á síðum Morgunblaðsins í umræðum um sjávarútvegsmál. Helgi Áss slær ekki á höndina sem gefur og í umræddum greinum grautar lögfræðingurinn saman deilum um eignarhald á auðlindinni og tæknilegum úrlausnarefnum er varða veiðistjórnun með það að markmiði að reyna að réttlæta að fiskurinn í sjónum sé færður einstökum aðilum á silfurfati - endurgjaldslaust.
Megininntak réttlætingar sérfræðings LÍÚ fyrir gjafakvótafyrirkomulagi eru tæknilegs eðlis, þ.e. að það hafi þurft að bregðast við stækkandi fiskiskipaflota sem átti að vera ógn við fiskistofna og í framhaldinu gerir Helgi grein fyrir helstu rannsóknarniðurstöðum sínum um þróun íslenska fiskiskipaflotans, þ.e. að tveir skuttogarar hafi verið í flotanum árið 1970, 103 skuttogarar árið 1983 og 115 árið 1990.
Þetta er allt rétt svo langt sem það nær en þá er algerlega hlaupið yfir þá staðreynd að þó svo að ekki hafi verið fleiri skuttogarar í byrjun 8. áratugarins voru engu að síður fjöldamargir öflugir síðutogarar endurnýjaðir á 8. áratugnum með nýjum skuttogurum sem skýrir þessa gríðarlegu fjölgun. Í verkefni Eyþórs Björnssonar við auðlindadeild Háskólans á Akureyri er vel gerð grein fyrir þróun fiskiskipaflotans. Í skýrslu hans segir að skipum hafi fjölgað lítillega á fyrstu árum 8. áratugarins en þeim fækkað síðan fram til ársins 1987, en jafnframt er gerð grein fyrir stækkun skipa. Það er því af og frá að sókn togskipa hafi fimmtugfaldast á Íslandsmiðum eins og ráða má af grein Helga Áss sem þar að auki sleppir að nefna að árið 1971 veiddu útlendingar 200 þúsund tonn af þorski við Íslandsstrendur á meðan afli Íslendinga var 250 þúsund tonn. Þess ber einnig að geta að árið 1983 sátu Íslendingar nær einir að fiskimiðunum og þorskafli Íslendinga árið áður var 382 þúsund tonn. Það er því ekki óeðlilegt að fiskiskipaflotinn hafi vaxið með brotthvarfi útlendinga af miðunum til að ná auknum afla.
Eftir 1984 þegar kvótakerfinu er komið á er ákveðið hversu margir fiskar eru teknir úr sjónum og það skiptir ekki máli upp á sóknina hvort það er gert með 10, 20 eða þúsund skipum. Líffræðilegar forsendur eiga ekki að breytast með fjölda skipa.
Öllum ber saman um að þau markmið sem lagt var upp með þegar kvótakerfinu var hleypt af stokkunum hafa ekki náðst, þ.e. að það yrði 400-500 þúsund tonna jafnstöðuþorskafli. Ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum er rétt að gera þess að kvóti næsta fiskveiðiárs gerir ráð 130 þúsund tonna þorskafla. Það er helmingi minni afli en kom í hlut Íslendinga áður en útlendinum var ýtt út úr landhelginni. Fiskveiðiráðgjöfin gengur alls ekki upp en samt sem áður virðist sem Guðmundur Kristjánsson í Brimi sem hefur yfir að ráða öflugu og stórglæsilegu skipi sætti sig vel við niðurskurð sem byggður er á fáránlegum forsendum, t.d. að veiða ekki fisk sem er vanhaldinn. Í stað þess að stuðla að því að ráðgjöfin sem augljóslega er röng verði tekin til gagnrýninnar endurskoðunar verja samtök útgerðarmanna stórfé í einhverja rannsóknarstöðu innan HÍ þar sem verkefnið virðist vera að hagræða sannleikanum til þess að festa kerfi og ráðgjöf í sessi sem hefur leitt til minni og minni þorskveiða. Ekki nóg með það heldur hefur verið boðaður niðurskurður á næstu árum ...
Það er engu líkara en að íslenskir útgerðarmenn séu dauðhræddir við að rugga bátnum þar sem það gæti raskað yfirráðum yfir kvótum sem eru víða hressilega veðsettir. Í stað þess að skoða forsendur ráðgjafarinnar til að stórauka veiðar velja útgerðarmenn fremur að sjávarútvegurinn haldi áfram að fjara út og halda dauðahaldi í kvótann sem verður minni og minni.
6.9.2007 | 01:10
Opnir milljarðatékkar í allar áttir
Það er ekki síður umhugsunarvert að nokkrum línum ofar í sömu fjárlögum, frá árinu 2006 og 2007, þar sem heimildin var veitt til kaupa á nýrri Grímseyjarferju var önnur heimild sem lætur ekki mikið yfir sér og hljóðar svo:
7.7 Að greiða hlut ríkisins í undirbúningskostnaði Austurhafnar TR sem stofnað var á grundvelli samnings við Reykjavíkurborg um rekstur og byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík.
Miðað við þrönga túlkun Ríkisendurskoðunar á sambærilegu ákvæði er varðar Grímseyjarferjuna er af og frá að það geti talist löglegt að greiða fjármuni í annað en takmarkaðan kostnað sem hlýst af undirbúningi verksins. Samt sem áður er verið að greiða milljarða úr ríkissjóði til byggingar tónlistarhúss eingöngu á grundvelli þessa heimildarákvæðis. Hér er ekki um neinar baunir að ræða þar sem áætlað er að heildarkostnaður hins opinbera til verksins verði sambærilegur þeirri fjárhæð sem á að nota í að grafa ein Héðinsfjarðargöng.
Í umræðu um ákvæðið tók varaformaður fjárlaganefndar það sérstaklega fram að umrædd heimild væri eingöngu til að greiða takmarkaðan undirbúningskostnað enda sagðist hann hvorki muna áætlun kostnaðar við byggingu tónlistarhúss né kostnaðarskiptingu ríkis og Reykjavíkurborgar.
Það verður að teljast víst að flestir þeir sem greiddu atkvæði með því að umrædd heimild væri veitt og tóku framangreind orð varaformanns fjárlaganefndar trúanleg höfðu ekki hugmynd um að með áðurnefndri samþykkt væri verið að opna á opinn tékka menntamálaráðherra á ríkissjóð á grundvelli einhvers samnings um byggingu tónlistarhúss sem þar að auki var hálfgerður leynisamningur. Þeir aðilar sem töldu að óeðlilega hefði verið staðið að samningsgerðinni þurftu að leita ásjár úrskurðarnefndar um upplýsingamál og í kjölfarið fengu þeir að sjá hluta af samningnum.
Það voru helst einstaka þingmenn Samfylkingarinnar sem höfðu varann á sér gagnvart umræddri afgreiðslu og var talið að um væri að ræða mögulega galopinn tékka.
Það er ekki hægt annað en að dást að sjálfstæðismönnum sem setja nýja samstarfsmenn í nýrri ríkisstjórn Geirs Haarde í að drepa á dreif umræðu um vafasama meðferð á opinberum fjármunum sem þeir gagnrýndu harðlega fyrir nokkrum misserum.
Það gerir Samfylkingin með því að beina spjótum sínum að einstaka nafngreindum verkfræðingi og halda kósífundi í nefndum þingsins þar sem lopinn er teygður í þeirri von að kastljós fjölmiðla og og áhugi almennings dofni.
Nú er að vona að áætlunargerð vegna tónlistarhússins gangi betur upp en endurbygging.
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007