Leita í fréttum mbl.is

Góð grein hjá Illuga Jökulssyni í Blaðinu

Ég er langt frá því að vera alltaf sammála Illuga Jökulssyni þegar hann hefur frjálsar hendur, enda eru þær honum stundum mislagðar. Hann hefur slegið hrapalleg feilhögg, s.s. þegar hann veittist persónulega að formanni Frjálslynda flokksins í kjölfar þess að Frjálslyndi flokkurinn hóf nauðsynlega umræðu um málefni útlendinga í íslensku samfélagi.

Hins vegar tókst honum vel upp í Blaðinu í gær þar sem hann benti réttilega á að fíkniefnaheimurinn svokallaði er ekki einangraður við smyglara og handrukkara og þá sem eru lengst leiddir, heldur eru það venjulegir Íslendingar í næsta húsi sem eru að fikta við eldinn og neyta ólöglegra efna í einhverjum mæli og telja sig ekki til þessarar nöturlegu birtingarmyndar.

Aðstandendur ógæfumannanna eiga um sárt að binda. Það hlýtur að vera erfitt að horfast í augu við að nákominn ættingi eða vinur hafi leiðst út á þessa óheillabraut. Þá er að vona að mennirnir nýti nú tækifærið til að snúa við blaðinu, líka þeir sem áður hafa komið við sögu lögreglunnar í svipuðum málum.

Í umfjöllun um málið verður að forðast að leggja það upp eins og um sé að ræða mikinn gróðaveg þar sem slíkt gæti orðið hvati fyrir einhverja til að reyna hið sama. Staðreyndin er sú að tengsl við þennan heim fela miklu frekar í sér blankheit og heilsuleysi.

Það er rétt að óska lögreglunni til hamingju með árangurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Já þetta var mjög góð grein hjá Illuga og gott að vekja athygli á því.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.9.2007 kl. 00:35

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sammála Guðrúnu Maríu."Þetta er Ísland í dag"svo maður noti slagorð stöðvar 2.Kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 24.9.2007 kl. 12:44

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála... nema að árangur lögreglunnar er enginn við fíkniefnavandanum. Forvörn og meðferðarúrræði er besta fjárfestingin, með aðal áherslu á forvörn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2007 kl. 00:24

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Heill og sæll frændi

Sammála þér. Ég tjáði mig sjálf um þetta mál á dögunum og fékk athugasemdir við færsluna frá einum sem vildi lögleiða sölu eiturlyfja. Sagði hann sig vera hófsaman neytanda ólöglegra eiturlyfja og hafa verið í þessari hóflegu neyslu sinni í 5 ár.

Láttu mig vita ef þú getur reddað mér sel og þá skal ég bjóða þér í veislu ...

kveðja úr Mosó

Herdís Sigurjónsdóttir, 25.9.2007 kl. 20:30

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sæl frænka nú ætti að vera góður tími að redda selnum en ég er ekki viss um ég komist í þessar reddingar fyrr en um aðra helgi.

Sigurjón Þórðarson, 25.9.2007 kl. 22:23

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Maður fær vatn í munninn við að lesa þetta.

Sigurður Þórðarson, 25.9.2007 kl. 23:02

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Maður fær vatn í munninn við að lesa þetta. 

Sigurður Þórðarson, 25.9.2007 kl. 23:02

8 identicon

Sæll Sigurjón,

 smá ótengt hér.... 

Mikið afskaplega fer Kristinn H. Gunnarsson í taugarnar á mér. Hann var vandræðagemsi í síðustu ríkisstjórn og bókstaflega hataður meðal margra Framsóknarmanna og nú er hann að ná að skapa hatur í sinn garð innan raða Frjálslyndra. Allavega hef ég heyrt ótal marga blóta manninum mikið síðustu daga. Allavega fannst mér það sárt að þú skildir gefa þessum manni eftir öruggt sæti á Alþingi og veit að þú sérð eftir því. Maðurinn hlýtur að vera stórkostlega félagslega.... eitthvað???, allavega hefur hann einkennilega þörf fyrir neikvæða athygli, svona eins og óþægur strákur á skólabekk sem vill frekar neikvæða athygli en enga athygli... nei ég veit ekki hvað gengur að honum, ég næ bara ekki utan um hvað mönnum innan flokksins gengur til með því að snúa baki við eina manninum sem varið er í.

Ég get ekki varið Guðjón Arnar eins og þú hefur gert, finnst hann alveg bitlaus og leiðinlegur. Sérstaklega að hann skuli ekki hafa staðið gegn Kristni í þínu máli og með Margréti gegn Jóni Magg er með ólíkindum... Að hann skuli ekki ráða við að sætta fylkingar innan flokkins trekk í trekk sýnir hvað maðurinn er á rangri hillu í lífinu. Ekki getiði þakkað honum þessi fáu % sem þið fáið alltaf, það er ljóst. Sverrir var þó með kjaftinn á réttum stað þó hausinn hafi ekki verið jafn ferskur og á yngri árum... 

þetta er bara mín skoðun, hvernig sem menn taka því.

Enn og aftur færðu allavega athygli Kristinn minn! 

kv. Ólafur Heiðar Harðarson

B.A í uppeldisfræðum 

M.A nemi í mannauðsstjórnun 

Frelsisson (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 17:36

9 identicon

Mikið afskaplega finnst mér Ólafur Heiðar eitthvað leiðinlegur og mikill vitleysingur :)

þú heldur að Guðjón sé á rangri hillu í lífinu.
Heldur þú í að það sé skemmtilegt að reyna alltaf að sætta þessi fífl sem eru innan flokksins.

sumir þarna inni eru eins og krakkar ef þeir fá ekki það sem þeir vilja þá fara þeir bara í fílu. Skil vel sigurjón að honum sé þetta ekki að skapi en ekki er Guðjón sá eini sem stjórnar í þessum flokki þó hann sé formaður, hann stóð þó allavega með Sigurjóni og vildi fá hann til starfs, aðrir vildu hann ekki og er það ekki þingmennirnir sjálfir sem ráða sinn talsmann.

ég held að flokkurinn geti vel þakkað Guðjóni að hann sé enn með menn á þingi. annars segi ég að Sverrir hefði aldrei náð inn á þing nema með Guðjón svona sterkan á vestfjörðum.

þó þú sért einhver nemi í mannauðsstjórnun helduru að þú sért eitthvað betri í að stjórna mannskap? hreint alldeilis ekki.

ég held að þú sért bara enn einn andstæðingurinn sem telur sig vita allt....

Reynir (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 18:00

10 Smámynd: Katrín

Heill og sæll Ólafur

uppeldisfræðingur titlar þú þig og nema í mannauðsstjórnun...hmm og lætur mann sem þú þekkir nákvæmlega ekkert fara svona ofsalega í taugarnar á þér og skreytir mál þitt með fúkyrðum.  Hvers vegna hefur þú ekki beint samband við Kristinn og tjáir honum þína skoðun í stað þess að nota síðu Sigurjóns til þessa skítkasts?  Hann er í símaskránni.

Eða er þetta kannski nýjar kenningar í mannauðsstjórninni sem þú ert að reyna hér, kastaðu fyrst drullu og sjáðu hvað gerist? 

Katrín, 29.9.2007 kl. 13:18

11 identicon

Þó að Kristinn fari í taugarnar á mér, þá ætti ég ekki annað eftir en að hringja í hann... þykir hann leita í athyglina ítrekað og það er mín skoðun og mjög margra annarra, enda hrökklaðist maðurinn úr Framsókn með skít og skömm. 

Guðjón hefur aldrei birst mér sem leiðtogi og já samkvæmt bókinni ef þið viljið ræða það, þá er hann ekki að ná fram einingu sem þarf til að ná árangri. Það er staðreynd. 

 Þetta er mín skoðun og greinilegt að hún snertir viðkvæmar taugar fárra stuðningsmanna... hehe 

Frelsisson (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 14:04

12 identicon

æi ólafur,

Góði besti reyndu nú að loka þessum tranti þínum
hver nennir að hlusta á svona vitleysinga eins og þig, nema í mannauðsstjórnun....hahahaha...dásamlegur brandari :)

Reynir (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 18:41

13 identicon

Eins og ég sagði, snertir þetta viðkvæmar taugar... hehe dásamlegt að sjá svona kergju á það sem maður skrifar... menn verða svo heilalausir eitthvað, þegar skrifin hitta í mark og eiga engin rök til, sumir eins og hann Reynir þorir ekki einu sinni að koma undir fullu nafni... og hafa húmor á mjög "háu" plani... hehe 

Takk fyrir viðbrögðin, gaman að lesa svona vitleysu.   

Frelsisson (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 20:26

14 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Var að pota penna í blek á minni síðu, þú kíkir kanski inn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.10.2007 kl. 02:11

15 identicon

Vá ég er ekki sammála nenni málsgrein þinni Erlingur, líkir innrásinni við landráð og talar um vin minn Hannes sem Framsóknarmann, dæmir sig sjálft. Eina sem ég gæti mögulega samþykkt er að vissulega var Framsókn í skítnum þegar Kristinn fór en átti hann stórann þátt í að koma þeim á þann stað? Það þykir mér...

Samkvæmt því sem ég hef lesið og spáð í pólitík þá er ekki til meiri frjálshyggjumaður en Hannes Hólmsteinn, Thatcher á og hefir alltaf átt hug hans allan og hennar hugmyndafræði og ef einhver hefði skilgreint hana sem andstæðan pól við frálshyggjuna, þá hefði sá hinn sami vinsamlegast verið beðin um að taka lyfin sín reglulega... "frjálst markaðskerfi og samkeppni án afskipta ríkisvaldsins er það sem skilar þjófélaginu arði og það eina sem við eigum að horfa á til lengri tíma litið"... ef þetta er ekki frjálshyggja þá er hún ekki til. 

Enda hugsa ég að prófessor í stjórnmálafræði og allir hinir spekingarnir séu kannski dulítið klárari að skilgreina þetta en þú Erlingur minn og aldrei hef ég heyrt þetta áður en vitleysan er svo augljós. Ég hef lesið bækur eftir þá flesta þannig að það sé á hreinu. 

Frelsisson (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 10:26

16 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Já Sigurjón, ég vænti þess að þú þekkir mínar skoðanir á þessu.

Mér þykir það hlálegt að hinn almenni borgari sé gerður að glæpamanni og að fjármunum sé varið í að elta uppi neytendur í stað þess að berja á þeim sem hagnast á þessu með því að lögleiða, stela markaðinum, skattlegja ógæfuna og fjármagna með því meðferðar og forvarnarúrræði í stað þess að gera þetta að útlagastarfsemi sem fær á sig rósrauðan uppreisnarrómantíkurblæ.

Annars er alveg magnað hvað fólk getur lagst í aulalegt off-topic skítkast í stað þess að skrifa sjálft bloggfærslur um þessi mál og ræða þau þar...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 1.10.2007 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband