Leita í fréttum mbl.is

„Óhlutdrægur“ endurskoðandi í fiskveiðiráðgjöf

Ég rakti í færslu nýlega að gríðarlegur niðurskurður Hafró væri einungis fyrsta vers sem yrði örugglega til þess að niðurskurður yrði til langs tíma enn meiri á aflaheimildum. Aflamark næsta árs er 30% þess sem veiddist við Íslandsstrendur áður en „uppbyggingarstarfið“ hófst og þá stýring veiðanna.

Í Norðursjónum (Skotlandi) er „uppbyggingarstarfið“ komið enn lengra á veg og þar er aflinn einungis um tíundi hluti þess sem var áður en meint uppbyggingarstarf í Norðursjónum hófst.

Þá eru allar líkur til að niðurskurðurinn verði enn meiri við Íslandsstrendur á næstu árum ef þessar kenningar - sem hvergi í heiminum hafa skilað árangri - eiga að halda áfram að ráða för.

Í kvöldfréttum RÚV kom fram að Guðrún Marteinsdóttir prófessor, fyrrum starfsmaður Hafró, telur að núverandi samdráttur í aflaheimildum muni halda áfram á næstu árum til þess að tryggja uppbyggingu þorskstofnsins.

Það sem mér þótti nöturlegast við þessa frétt var að umræddur prófessor á að stýra endurskoðun á núverandi stefnu stjórnvalda í fiskveiðiráðgjöf. Og það sem er grátbroslegast við þetta er að niðurskurðurinn byggir á þeirri kenningu að stór hrygningarstofn skili mikilli nýliðun, en það hefur ekki verið hægt að sýna fram á jákvætt samband þar um. Það virðist miklu frekar neikvætt ef eitthvað er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurjón, ég fékk einnig þessa tilfinningu þegar ég hlustaði á fréttirnar. Að fyrrverandi starfsmaður Hafró eigi að dæma sína fyrrum samstarfsmenn og uppalendur er fáránlegt. Það verður mjög vandasamt að velja hlutlausa aðila.

Gunnar Skúli Ármannsson, 8.7.2007 kl. 21:45

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég hef rætt við þó nokkra sjómenn í dag um hvað sé rétt að gera til þess að fá fram málefnalega umræðu um þessar gerræðislegu tillögur sem munu ganga mjög nærri t.d. Snæfellsbæ. 

Ein leið sem rædd hefur verið er einfaldlega að fara ekkert á sjó á nýju fisveiðiári.  Ég held að það geti verið ráð í stað þess að kæfa þennan atvinnuveg og byggðir smám saman.

Sigurjón Þórðarson, 8.7.2007 kl. 23:00

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það virðist vera að það megi ekki gagnrýna rannsóknaraðferðir HAFRÓ.  Það að setja Guðrúnu Marteinsdóttur í að meta gildi rannsókna HAFRÓ hefur álíka mikla þýðingu og ef ég ætti að meta það hve góður starfsmaður sonur minn væri.  Ef HAFRÓ getur ekki fundið fiskinn þá verður hrygningarstofninn ekki stór.  Ekki skrýtið að HAFRÓ finni ekki fisk því það er ekki leitað á réttum stöðum  (sjá togararallið).

Jóhann Elíasson, 8.7.2007 kl. 23:18

4 Smámynd: Katrín

Tek undir með þeim sjómönnum sem segja að nú skuli menn ekkert á sjó á nýju fiskveiðiári.  Var það ekki einmitt sem var svo þjóðhagslega hagkvæmt..að veiða engan þorsk í 3ár? ,,Þjóðin'' þolir það

Katrín, 9.7.2007 kl. 00:19

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Fer ekki að koma tími til að stofna"Hollvinafélag"fiskistofna við Ísland,eins og menn hafa verið að skrifa um,kannske meir í gríni en alvöru.En mér finnst þetta sé að verða grafalvarlegt mál.

Ólafur Ragnarsson, 9.7.2007 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband