Leita í fréttum mbl.is

Ekki enn rætt við gagnrýnendur "uppbyggingarstarfsins"

Það er skynsamlegt að fresta þessari ákvörðun um þorskkvóta næsta árs enda er fátt sem rekur á eftir henni. 

Það trúir því hver sem vill að ekki ríki gríðarlegur ágreiningur um málið innan ríkisstjórnarinnar, þar sem Morgunblaðið greinir frá hörðum umræðum um málið í þingflokki Sjálfstæðismanna í gærkvöldi.

Einar Kristinn segist ætla að nota tímann til þess að ræða við hagsmunaaðila.  Hvernig væri nú að ráðherra splæsti einum degi í að yfir málefnalega gagnrýni Jóns Kristjánssonar fiskifræðings sem sýndi nýlega línurit á Stöð 2 þar sem að sýnt var fram á að það mætti alls ekki vænta meiri nýliðunar þó svo að hrygingarstofn væri stór.  Með öðrum orðum var sýnt fram á að forsenda uppbyggingarstarfsins á þorsstofninum væri ekki fyrir hendi. 

Auðvitað ætti ráðherra einnig að gefa sér tíma til að fara í gegnum rök Kristins Péturssonar ofl. um að ekki sé rétt að náttúrulegur dauði geti verið fasti og að það endalausa endurmat á stærð þorsksstofnsins aftur í tímann megi ef til vill skýra með því að náttúrulegur dauði hafi aukist umfram það sem Hafró gerir ráð fyrir í sínum forsendum.


mbl.is Ákvörðun um kvóta ekki tekin strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

EKG tönglast á því að um verulegan niðurskurð verði að ræða. Ákvörðunin er í raun tekin fyrir löngu. Ágóða sjávarútvegsins verður handstýrt í hendur stórútgerða landsins. Rómantísk hugsun með með minni útgerð hingað og þangað á ekki upp á pallborðið lengur. Í raun mjög sérkennileg niðurstaða því fólk sem vill veiða fisk fær það ekki vegna þess að það þykir "fínna" að hafa ágóðan í bankabók fyrir sunnan.

Gunnar Skúli Ármannsson, 3.7.2007 kl. 21:40

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Sigurjón, fyrir að halda uppi merki skynseminnar í þessu máli. Þökk sömuleiðis fyrir frábæra smágrein í Fréttablaðinu um daginn. Einokun Hafró á rannsóknarfé vegna bolfiskveiða er hneykslanlegt. Vesældar-óðurinn í útvarpinu um það, sem þetta stefnir í, ásamt öllum smábótatillögunum (og ekki síður frá SF en Valhöll) getur gert mann óðan af blygðun og niðurbældri bræði. Hvenær ætla þeir að koma sér að því að stofna til sjálfstæðrar rannsóknarstofnunar, þar sem hlustað verði á og vegin og metin rök manna eins og Jóns Kristjánssonar, Kristins Péturssonar, Jónasar Bjarnasonar, Rögnvaldar Hannessonar o.fl. dissidenta í þessu grundvallarhagsmunamáli? Og hvenær ætla þeir að þora að skera niður loðnuveiðarnar og gera rannsóknir á áhrifum stóraukinna snurvoðarveiða?

Já, haltu uppi merkinu, Sigurjón. Vel og glæsilega gerði Guðjón Arnar það í Gufufréttatímanum kl.18 í kvöld, en leiðtogi SF fekk mínus 8 í einkunn hjá mér.

Jón Valur Jensson, 3.7.2007 kl. 22:57

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þessi umræða er farin að bíta og þá sérstaklega furða sig margir á því að málefnalegum spurningum er ekki svarað.

Það er átakanlegt hvað það eru margir stjórnmálamenn sem hætta sér ekki út í að ræða forsendur ráðgjafarinnar en telja sig engu að síður umkomna að ræða hluti sem ekki eru minna flóknir s.s. meinta hækkun hitastigs á jörðunni vegna gróðurhúsaáhrifa og efnahagsmáll og jú flókin stjórnmál Miðausturlanda en þegar þeir það á að ræða kvótakerfið segja þeir pass, rétt eins og séra Lárus.

Sigurjón Þórðarson, 4.7.2007 kl. 09:36

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Séra Lárus? Hver var sá?

Jón Valur Jensson, 5.7.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband