9.5.2009 | 00:25
Davíð hnýtti snöruna
Það var skemmtilegt og að mörgu leyti fróðlegt að lesa bók Ólafs Arnarsonar, Sofandi að feigðarósi. Hún er afrakstur rannsóknarvinnu en er stundum skrifuð í kjaftasögustíl og mikið gert með orðróm og sögusagnir. Kannski verður ekki hjá því komist. Í bókinni rekur hann aðdraganda bankahrunsins og kreppunnar og fer síðan yfir hamfarirnar og eftirleikinn sem fylgdi.
Ég tek undir með höfundi, að Davíð Oddsson muni eigi stóran þátt í hruninu en hann hnýtti sem forsætisráðherra og æðsti ráðamaður þjóðarinnar ásamt öðrum ráðamönnum snöruna sem hann hengdi íslenskt efnahagslíf í, og viðbrögð hans í kjölfar hrunsins voru að mörgu leyti krampakennd eins og Ólafur tíundar nokkuð nákvæmlega. Mér finnst ýmsar aðrar ályktanir sem höfundur dregur oft og tíðum grunnhyggnar, s.s. að fullyrða að bankarnir hafi verið neyddir til að taka sér stöðu gegn íslensku krónunni vegna þess að þeir fengu ekki að gera upp í evru. Það er af og frá og hefði engu breytt. Það má færa fullgild rök fyrir því að það hafi verið nokkuð ljóst hvert stefndi um mitt ár 2007 þar sem umræðan var þá þegar orðin hávær um að bönkunum gengi illa að fjármagna sig með auknu lánsfé.
Davíð Oddsson og ráðamenn hér heima höfðu með útrásarliðinu harðsnúið klapplið sem blés á alla gagnrýna umræðu innanlands og gerði fallið miklu hærra fyrir íslenskt efnahagslíf og særði þjóðina þar af leiðandi miklum mun dýpra sári en hefði þurft að gera. Mér finnst Ólafur gera fullmikinn greinarmun á Davíð Oddssyni og öðrum sérfræðingum Seðlabankans. Auðvitað er eðlilegt að helstu hagfræðingar bankans sem hafa að mestu þagað þunnu hljóði reyni að gera meiningarmun sinn og Davíðs meiri þegar Davíð er fallinn í ónáð og bankinn hruninn. Menn eru að bjarga eigin skinni og gera sitt ýtrasta til að fjarlægjast Davíð og allt það sem hann stóð fyrir. Sömuleiðis er furðulegt að ætla að einhver björgunarleið hafi verið fyrir bankana í október 2008 eins og Ólafur gefur í skyn, hann ýjar að því að einhver önnur viðbrögð en Seðlabankinn sýndi hefðu getað afstýrt ferlinu.
Bankarnir voru dauðadæmdir, gátu ekki fjármagnað sig og höfðu skrúfað upp eignastöðu sína með því að kaupa í sjálfum sér á yfirverði og slá svo lán í sjálfum sér á yfirverði. Þetta gat ekki gengið upp. Mér finnst þann skugga bera á bókina að höfundir gerir lítið úr svikabrellum, eins og þegar Arabíufursti keypti að nafninu til stóran hlut í bankanum.
Höfundur nær sér stundum á strik með líkingamáli úr veiði á laxfiskum sem er vel við hæfi í umfjöllun um mesta flottræfisrugl sem um getur í sögu þjóðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 332
- Sl. sólarhring: 334
- Sl. viku: 400
- Frá upphafi: 1019669
Annað
- Innlit í dag: 275
- Innlit sl. viku: 334
- Gestir í dag: 267
- IP-tölur í dag: 253
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Fáránlega léleg og heimskuleg bók. Copy Paste úr blaðagreinum og bloggi. Las aldrei eina setningu sem ég hafði ekki lesið áður.
Fjármálakreppa í boði Davíðs Oddssonar. Þessi maður hlýtur að hafa asklok fyrir himinn.
Við reyndum að flytja bókina á klósettið, eftir að hafa gefist upp í miðjunni. Það hjálpaði ekki mikið.
Doddi D (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 01:12
Það eru voða miklir spekingar sem koma ávallt fram eftir að hlutir gerast - eftiráspekingar. Það er auðvelt. Verra er eins og þessi bókarhöfundur reynir í anda Kremlverja að endurskrifa söguna eins og hann vildi að hún hafi gerst.
Óumdeilt er, þvert ofan í það sem almanarómur segir víða, að umræddur Seðlabankastjóri varaði á miðju ári 2007 við stöðu bankanna. Sama gerði Geir Haarde opinberlega í november eða upphafi desember 2007.
Guðmundur kaffihúsaspekingur Ólafsson og hagfræðingur frá Kreml gerði grín að áhyggjum Seðlabankastjórans með eftirminnilegum hætti eins og sjá má hér. Hann vildi sennilega ekki hafa þá Lilju kveðið hafa í ljósi þess að æahyggur og varnaðarorð þessara tveggja manna reyndust réttm´tar.
Slóðin á þetta er hér : http://www.dv.is/frettir/2007/11/17/bjargbrunarkenning-sedlabankastjora-slegin-af/
Bjargbrúnarkenning seðlabankastjóra slegin af
Laugardagur 17. nóvember 2007 kl 14:13
Höfundur: (johannh@dv.is)
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir ekki sjá betur en að bandaríski hagfræðingurinn Arthur B Laffer hafi í fyrirlestri hér á landi fyrir helgina slegið af kenningu Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um að þjóðin væri á bjargbrúninni vega skuldasöfnunar fyrirtækja og einstaklinga erlendis. "Þetta er bara órökstutt bull. Það veit enginn almennilega hvað við er átt með að þenslan sé of mikil og að hagkerfið geti ofhitnað. Laffer blés af bjargbrúnarkenningu Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra heyrðist mér. Hún felst í því að bankastjórinn hefur miklar áhyggjur af skuldasöfnun almennings og fyrirtækja í útlöndum og að við séum komin að mörkum þess sem þjóðfélagið þolir í þeim efnum. Það var í fyrsta skipti í veraldarsögunni sem seðlabankastjóri kvartaði yfir því um daginn að almenningur keypti leikföng," segir Guðmundur. Nánar er rætt við Guðmund um þetta í nýju viðtali hér á vefsíðu dv.is.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.5.2009 kl. 03:35
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur átti rosa fína spretti á útvarp Sögu með Sigurði G. og var málflutningurinn á öðrum nótum en í þessu viðtali. Hann var fyrstur til að vara við 90% húsnæðislánunum og öðru þenslurugli og eru þessi samtöl til á hljóðskrám skora ég á Predikarann að hlusta . www.hi.is lobbi þættirnir eru til 1-2 ár aftur í tímann.
Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 08:06
Það er ótrúlegt hvað menn geta endalaust lamið hausnum við steininn. Það sér það hver maður sem ekki er ofurseldur ofsatrú á Davíð að hann ber langmesta persónulega ábyrgð á því hvernig efnahagsástandið var komið fyrir bankahrunið mikla og ýtti því auk þess sjálfur af stað vegna persónulegs haturs á ákveðnum mönnum. Ef hæfur maður hefði setið í embættisstólum Davíðs á árunum fyrir hrunið hefðu bankarnir og ríkissjóður verið miklu sterkari til að takast á við alþjóðakreppuna. Þess í stað gerði vanhæfni Davíðs og skósveina hans það að verkum að íslenskt hrun fór saman með alþjóðahruni og gerði tjónið því miklu meira en eðlilegt hefði verið. Það þýðir ekkert að kasta skít í alla sem ekki míga á sig af geðshræringu yfir því hvað Davíð og hans glæpahyski var ótrúlega klárt ...þetta eru allt eiginhagsmuna spillingarbjálfar sem mergsugu ríkið og gjöreyðilögðu embættismannakerfið með spillingaraðgerðum hvað sem því varð við komið. Það er alveg sama hvað reynt verður að hvítþvo þetta hyski, staðreyndirnar blasa við hvert sem litið er.
corvus corax, 9.5.2009 kl. 08:14
Ólafur gleymdi víst að geta þess að títtnefndur Davíð rak hann sem framkvæmdastjóra sjálfstæðisflokksins, í því ljósi er sagan skýr
Valgerður Sigurðardóttir, 9.5.2009 kl. 08:50
Bókardómur:
Málsvörn myrkrahöfðingja
http://www.amx.is/pistlar/6959/
Hjörtur J. Guðmundsson, 9.5.2009 kl. 09:11
Furðulegt af þér Sigurjón að taka undir þessa þvælu í Clausen syninum, ekki skrýtið þótt flokkurinn þinn hafi þurrkast út og tilheyri nú sögunni eins og útrásarbankarnir.
Rakst á grein á googlinu - sem kannski skýrir eitthvað í þessum skrifum Ólafs - viðbrögð Arnar Clausen, föður Ólafs, við gagnrýni Davíðs Oddssonar á málsmeðferðina í Geirfinns- og Guðmundarmálinu á sínum tíma.
Viðbrögð verjenda ekki á eina lund
Skjólstæðingur hans, Albert Klahn Skaftason, hlaut 12 mánaða fangelsi í Hæstarétti og var dæmdur fyrir að hafa tekið þátt í að fela lík Guðmundar Einarssonar ásamt fíkniefnabrotum. Framburður Alberts var, ásamt játningum sem sakborningar drógu síðan til baka, einn helsti grundvöllur sakfellingar í Guðmundarmálinu.
Guðmundur Ingvi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður var verjandi Erlu Bolladóttur. Guðmundur vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar til hans var leitað. Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar og fyrir rangar sakargiftir í garð fjögurra manna sem sátu í haldi í 107 dga vegna rannsóknar málsins. Frásögn hennar af atburðum var, ásamt játningum sem sakborningar hafa dregið til baka, eitt veigamesta atriðið sem dómstólar byggðu sakfellingu á í Geirfinnsmálinu.
Páll Arnór Pálsson hæstaréttarlögmaður var verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar. "Ég hef aldrei verið sáttur við hæstaréttardóminn," sagði Páll Arnór í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann kvaðst því síður en svo leggjast gegn því að málið verði endurupptekið. Hann sagði að skjólstæðingur sinn teldi sig dæmdan saklausan. Páll Arnór sagði að Kristján Viðar hefði beðið sig að gæta hagsmuna sinna ef málið yrði tekið upp að nýju og því kvaðst hann ekki vilja tjá sig um málið í framhaldi af ummælum Davíðs Oddssonar.
Kristján Viðar Viðarsson hlaut 16 ára fangelsi í Hæstarétti fyrir að hafa verið valdur að dauða Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar og fyrir rangar sakargiftir gegn mönnunum fjórum.
Á rétt á sér að tala um dómsmorð
Fyrir Hæstarétti varði Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður Sævar Ciecielski, sem hlaut 17 ára fangelsisvist fyrir sömu sakargiftir og Kristján Viðar.Jón Oddsson sagði í samtali við Morgunblaðið um ummæli forsætisráðherra að í fyrsta lagi lægi ekkert fyrir í málinu um sekt þeirra sem voru dæmdir. "Rannsóknaraðferðir og meðferð, þar sem okkur verjendum var haldið frá málinu, virðist hafa verið með þeim hætti að orð Davíðs um dómsmorð eiga fullkomlega rétt á sér," sagði Jón Oddsson.
Sigurður Sigurðsson, 9.5.2009 kl. 11:11
Ég þakka fyrir þetta innlegg sisi en ég átta mig ekki fyllilega á samhenginu.
Sigurjón Þórðarson, 9.5.2009 kl. 12:16
Kannski eru upptök ruglsins í Ólafi þarna, þarf ekki að skoða allt í sögulegu samhengi ? eða hvað. Eitthvað fór Davíð þarna í taugarnar á gamla karlinum.
Annað dæmi um endalausan pirring út í Davíð Oddsson er bullið í Sverri Hermannssyni, sem DO tók nú aldeilis á beinið á sínum tíma þegar hann var bankastjóri Landsbankans - eru allir búnir að gleyma veiðferðum kallsins og sukkinu í kringum hann ?? Ekki ég.
Ótrúlegt að menn skuli ennþá vera að hamast út í Davíð fyrir hrunið, af hverju einbeitið þið ykkur ekki að því að ná til þessarra manna sem orsökuðu hrunið og misbeittu því valdi sem þeir höfðu - t.d. eigendur bankanna.
Sigurður Sigurðsson, 9.5.2009 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.