9.2.2009 | 16:52
Mannréttindabrot Vinstri grænna
Í hverju eru Vinstri grænir lentir?
Mér varð hugsað til þess þegar ég sat á opnum borgarafundi í gær og sjómaður spurði lagarefinn og formann sjávarútvegsnefndar Alþingis, Atla Gíslason hvort það ætti að virða mannréttindi sjómanna og fara að áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.
Ég kannast vel við sjómanninn sem bar upp spurninguna og veit að hann hefur verið beittur miklu óréttlæti af stjórnvöldum. Svör Atla Gíslasonar voru ekki með eindæmum, þau hefðu alveg eins getað komið úr barka fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Einars K. Guðfinnssonar, það var tafsað og talið strax leitt að öðru. Ég er viss um að pabbi minn sem var kommúnisti af gamla skólanum hefði skammast sín fyrir framgöngu Vinstri grænna ef hann væri á lífi.
Það er með ólíkindum að horfa upp á þessa vesalinga réttlæta það að halda áfram mannréttindabrotum og rembast á sama tíma eins og rjúpan við staurinn við að banna hvalveiðar.
Ákvörðun Steingríms í vikulok? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 9
- Sl. sólarhring: 180
- Sl. viku: 2943
- Frá upphafi: 1019129
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 2570
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Það ætti að setja sér ákvæði í stjórnarskránna sem segir:
Ekkert í stjórnarskrá þessari má túlka á þann hátt að það fari í bága við stefnu stjórnvalda hverju sinni
Með þessum hætti mætti setja stjórnarskránna og mannréttindi ofan í skúffu þar sem þau þvældust ekki fyrir neinum!
Aðalheiður Ámundadóttir, 9.2.2009 kl. 17:01
Þetta ákvæði sem þú bendir á Aðalheiður, hafa stjórnvöld okkar ævinlega lesið á milli línanna í þessu merkilega plaggi.
Enda var það engin tilviljun að Björgu Th. var falið að siðvæða nýja og breytta stjórnarskrá. En ég sárvorkenni Atla Gíslasyni að vera kominn með plástur úr skúffu Steingríms J. á þverrifuna. Ég hef einu sinni rætt fiskveiðistjórnina á fjölmennri kosningaskrifstofu VG í Suðurgötunni. Þar reyndu frambjóðendur að sannfæra mig um að gífurlegar breytingar í réttlætisátt væru í stefnuskrá þeirra. Þar var Atli Gíslason og að leggja af stað í sitt fyrsta framboð. Eftir nokkurt þóf við mína ágætu kunningja í umhverfisbaráttunni, þau Kolbrúnu og Ögmund þar sem ég rakti að þegar til stykkisins kæmi þá reyndist engin innistæða vera fyrir þessu þokukennda bulli- tók Atli til máls:" Þetta er bara allt saman rétt sem maðurinn er að segja!"
En nú er Steingrímur greinilega búinn að sækja plásturinn og koma honum fyrir.
Árni Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 17:16
Ekki halda heilbrigðir menn virkilega að þetta fólk fari t.d að taka kvótakerfið af?? þó þetta séu nú kommúnistar þá eru þau þó með einhvern snefil af heila... Vondandi allavega, fyrir land og þjóð...
Guðbjartur Þorvarðarson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 18:36
Guðbjartur. það er nú helvíti hart ef að VG ætlar að halda áfram að brjóta mannréttindi eins og ekkert sé - það væri lítið mál ef vilji væri til að koma á móts við álitið með því að gefa t.d. handfæraveiðar frjálsar.
Annars er ekkert vit í að halda áfram með sem hefur komið þjóðinni á hausinn og lagt stóra hluta landsins meira og minna í rúst.
Sigurjón Þórðarson, 9.2.2009 kl. 18:52
.
Ein spurning.
Er hægt að afnema kvótakerfið á 80 dögum?
101 (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 20:07
Með því að gefa handfæraveiðar frjálsar en ekki aðrar krókaveiðar er verið að brjóta jafnræðisreglu á útgerðarfyrirtækjum og sjómönnum sem starfa hjá þeim.Fyrst mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna tók fyrir kæru útgrðarmannanna, sjómannanna, sem kærðu mannréttindabrot vegna kvótakaupa, þótt það sé bannað samkvæmt kjarasamningum að láta sjómenn taka þátt í kvótakaupum og það sé raunar ekki hægt samkvæmt Íslenskum fiskveiðistjórnunarlögum, þá hlyti mannréttindanefndin að taka fyrir kæru vegna mismununar á krókaveiðum fyrir líka.
Sigurgeir Jónsson, 9.2.2009 kl. 20:39
101 það er hægur vandi að hefja það verk að afnema óréttlætið en það þarf vilja og einfalda reglugerðarbreytingu en Steingrímur J er því miður harðsoðinn kvótkarl.
Sigurjón Þórðarson, 9.2.2009 kl. 21:05
.
Væri hann samkvæmur sjálfum sér ef hann gerði það.
Fráfarandi sjávarútvegsráðherra tók veigamikla ákvörðun korteri áður en hann lét af störfum og Steingrímur og fleiri hafa bent á að svona geri menn ekki. Hann sjálfur situr í minnihlutastjórn sem skipuð er til bráðabirgða fram yfir kosningar.
Svona málefni eiga ríkisstjórnir að ákveða sem ekki eru til bráðabirgða.
Þetta er málefni þeirrar ríkisstjórnar sem kemst á koppinn eftir kosningar. Og líka hvalveiðheimildirnar.
Tek fram að ég er sammála þér og þínum um afnám kvótakerfisins og ætti að sæta lagi þegar skuldir útgerðarinnar eru gerðar upp. Og ég er einnig samþykkur hvalveiðum svo fremi menn geti tryggt sölu á ketinu.
101 (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 23:09
101, mannréttindabrot eiga ekki að bíða - það ætti að vera forgangsmál að taka á þeim.
Þetta mál er VG og S til mikillar minnkunar.
Sigurjón Þórðarson, 9.2.2009 kl. 23:24
Í hvalveiðireglugerðinni segir eitthvað á þá leið að þau skip sem sérstaklega eru útbúin til veiða á stórhvelum fái heimild til þess að veiða upp í þennan kvóta. Ég sé svosem ekkert því til fyrirstöðu að hver sem er geti búið skip sitt til hvalveiða og veitt af þessum kvóta. Reyndar er leyfið til hrefnuveiðanna takmarkaðar við þá aðila sem stundað hafa þær veiðar.
Maður spyr sig hins vegar þeirrar spurningar hvort að Steingrímur J. sé jafn mikill náttúrverndarsinni og áhugamaður um sjálfbærni eins og hann hefur fram að þessu haldið fram.
Upphaf þeirrar endemis hringavitleysu sem viðgengist hefur hér á undanförnum árum og við nú súpum seyðið af er að finna í því fiskveiðistjórnunarkerfi sem legið hefur eins og mara á þjóðinni í aldarfjórðung og varðhundar Sjálfstæðisflokksins hafa varið og mært allan þann tíma.
Mér hefur skilist að nú væri tími breytinga að renna upp. Taka ætti til á öllum sviðum og leiðrétta það óréttlæti sem ríkt hefur í landinu. Taka ætti fyrir það að eignir, sem í raun eru einskis virði, væru bókaðar sem milljarða verðmæti o.s.frv.
Vilji nú þessi nýja ríkisstjórn ekki gera breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem leitt gætu til þess að fólk gæti, með litlum tilkostnaði, komist yfir fleytu og farið að sækja sjó sér til lífsviðurværis án þess að þurfa fyrst að kaupa sér réttinn til sóknarinnar fyrir tugi eða hundruði milljóna, þá er þetta breytingatal ekkert annað en hjóm eitt.
Hæstvirtur Fjármála- og Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, sagði í ræðu sinni á Alþingi að lokinni setningarræðu Jóhönnu hérna um kvöldið, að nú þyrfti að setja stækkunarglerið á alla möguleika sem nýtst gætu til atvinnusköpunar og hvatti hann landsmenn alla til þess að leggja höfuðið í bleyti og velta fyrir sér spurningunni: „ Hvað get ég gert? “.
Ætli hann svo að draga nýútgefna hvalveiðiheimild til baka og ekki að koma því til leiðar að nýta megi smábátana sem til eru í landinu til atvinnu- og gjaldeyrissköpunar, þá veit ég ekki að hvaða möguleikum hann vill að fólk leiti. Ekki getum við öll bruggað bjór er það?
Ég leyfi mér að fullyrða að engin aðgerð myndi styðja jafn mikið við bakið á almenningi í landinu, ríkissjóði og ímynd Íslands út á við um þessar mundir eins og ef handfæraveiðar smábáta yrðu gefnar frjálsar á ný. Í smábátum á Íslandi eru bundnir miklir fjármunir og við getum öll verið sammála um að á tímum sem þessum höfum við ekki efni á því að láta fjármagn liggja dautt í ónotuðum atvinnutækjum.
Hér á eftir koma nokkrar staðreyndir sem ýta undir það að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar:
- Lög um stjórn fiskveiða (116/2006) standast ekki 1. grein sína að óbreyttu.
- Genginn dómur Mannréttindadómstóls Sameinuðu þjóðanna þess efnis að núgildandi lög um stjórn fiskveiða á Íslandi brjóti á mannréttindum Íslensks almennings.
- Fjölmargar áskoranir einstaklinga, stofnana og félagasamtaka í þessa veru, s.s. stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Landssambands Íslenskra smábátaeigenda og fjölmargra annara.
- Það að handfæraveiðar smábáta eru vistvænar og sjálfbærar og væru þess vegna góð auglýsing fyrir Ísland um allan heim og myndu bæta ímynd okkar sem þjóðar. (Ekki veitir af).
- Frjálsar handfæraveiðar eru ódýr og einföld leið til atvinnu- og gjaldeyrissköpunar, enda má áætla að þrefalt fleiri störf skapist í kringum afla af smábátum heldur en afla stærri skipa.
- Nokkuð er til af smábátum í landinu sem ekki eru í notkun, með frjálsum handfæraveiðum væri hægt að nýta þá fjárfestingu.
- Rannsóknir sýna að fisköflun með handfærum á smábátum er mun hagkvæmari en fiskveiðar annara skipa með öðrum veiðarfærum auk þess sem þær krefjast minni orku og að afli smábáta er þess vegna eftirsóttur um allan heim.
- Veiðar með handfærum raska ekki hafsbotninum eins og veiðar togveiðarfæra og eru þær þess vegna mjög umhverfisvænar.
- Með frjálsum handfæraveiðum öðlast almenningur aðgang að auðlindinni.
- Frjálsar handfæraveiðar myndu styrkja byggð um allt Ísland.
Agnar Ólason (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 01:34
101, ég er ekki allveg sammála þér með að það bryti jafnræðisreglu að gefa handfæraveiðar frjálsar, vegna þess að ef handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar, þá gætu Þorsteinn Már og Guðmundur vinalausi keypt sér trillu, rétt eins og ég og þú, og gert hana út til handfæraveiða.
Svo er ég heldur ekki sammála þér með það að þetta sé ekki í verkahring Steingríms, þetta er jú eitt af brýnustu hagsmunamálum fólksins í landinu. Að vísu dreg ég þá ályktun af nafninu sem þú velur þér, (101) að þú hafir ekki fullan skilning á því en það er önnur saga.
Agnar Ólason (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 01:38
Agnar. Vissulega er þetta í verkahring sjávarútvegsráðherra en ég var að benda á að hann situr í bráðabirgðastjórn og vill þess vegna ekki gera meirháttar breytingar á systeminu.
Minni hemabyggð hefur blætt út vegna kvótakerfisins og enn er blóðtakan í gangi þegar krókabátar mokveiða og allur afli er settur í gáma og honum ekið í burtu án þessa að vinnufúsar hendur fái að snerta.
Þetta er álíka mikið hryðjuverk gagnvart fólki og kvótakerfið sjálft.
101 (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 08:04
Sæll Sigurjón.
Kvótakerfi á fiskveiðar, í því umhverfi sem við erum í getur aldrei talist mannréttindabrot í þeim skilningi.
Kvótakerfi sem stjórntæki á fullan rétt á sér ef það er í þágu náttúrunnar. Hins vegar er kvótakerfi sem brasktæki náttúrlega óverjandi. Ég fæ ekki séð hvernig Atli Gíslason á að taka á sig misgjörðir síðustu 18 ára í sjávarútvegi.
Þórbergur Torfason, 10.2.2009 kl. 09:32
Þorbergur lagarefurinn Atli, viðheldur mannréttindabrotunum með aðgerðarleysi og billegum útúrsnúningum.
Sigurjón Þórðarson, 10.2.2009 kl. 09:38
Það er með ólíkindum hvernig þú tönnlast á meintum mannréttindabrotum VG.
Ég get skilið að þú ert á móti kvótakerfinu, eins og ég, en að gera VG ábyrga fyrir kvótakerfinu og öllu því braski sem átt hefur sér stað í kringum það er náttúrulega út í hött. VG hefur í gegnum árin komið með margvíslegar tillögur varðandi kerfið, en þá hefur alltaf allt orðið vitlaust og þeir sakaðir um að ætla að ræna kvótanum af mönnum ,,sem hafi keypt" hann.
Þessi minnihluta-bráðbirgðastjórn á ekki að mínu viti að gera allt vitlaust í þjóðfélaginu t.d. með því að ákveða að afnema kvótakerfið. Heldur á hún að reyna að standa vörð um fyrirtækin og heimilin í landinu og koma peningamálum þjóðarinnar í réttan farveg.
Eftir næstu kosningar geta svo ,,sigurvegararnir", hverjir sem það verða, tekið þessi mál til endurskoðunar.
Ég er í mörgu sammála þér um kvótamálin, en hvað þig varðar og árásir þínar á Steingrím J. og VG, er það alveg að nálgast sjúklega áráttu eða einhvers konar röskun.
Hvað varðar ,,lagarefinn" Atla Gíslason, eins og þú kallar hann, þá fór hann og fleiri VG þingmenn á fund forseta Alþingis og benti á að neyðarlögin stæðust ekki stjórnarskrána, en á það var ekki hlustað. Þú minnist ekki á það, enda samþykktu ,,þínir menn" þetta umyrðalaust.
Líttu þér nær!
Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 11:01
Ég hef lítið vit á umræðu um kvótakerfið en mér líst vel að frjálsar handfæraveiðar. Svo var innlegg Aðalheiðar hér að ofan ansi skondið.
Arinbjörn Kúld, 10.2.2009 kl. 11:28
Sigurjón, enn og aftur, kvóti er ekki mannréttindabrot.
Framsal, brask, veðsetning og þar fram eftir götum er mannréttindabrot.
Alveg sama hvort kvóti er í fiskveiðum í sjó, laxveiðum í ám, framleiðslu á mjólk eða lambakjöti. Það er ekki verið aðbrjóta nein mannréttindi fyrr en kvótinn er orðinn söluvara.
Hvað viltu að Atli geri? Það er auðvitað hægt að leggja framsalsheimildina af og gefa upp á nýtt með öðrum gleraugum. Það er auðvitað sjónarmið. Atli einn breytir ekki kvótakerfinu sísvona á nokkrum dögum. Allt tal um frjálsar veiðar er gott og gilt en það þarf þá að sýna fram á að eitthvað sé til að veiða.
Sigurjón minn, nafnið mitt er skrifað með ó
Þórbergur Torfason, 10.2.2009 kl. 11:51
Þórbergur og Gústaf, ríkisstjórn S og VG sögðust ætla að láta verkin tala og segir í stefnusrká sinni að hún ætli að beita sér fyrir opnu og heiðarlegu samfélagi.
Samt sem áður leggur stjórnin blessun sína yfir áframhaldandi mannréttindabrot gagnvart sjómönnum.
Fólk er farið að tala um hvað þetta er lélegt hjá Steingrími J og Atla Gíslasyni, en Steingrímur J setti þessa vitleysu af stað með því að samþykkja framsal veiðiheimilda og reynir hvað hann getur til þess að viðhalda vonlausu og óréttlátu kerfi. Hvers vegna kemur ekki ein tillaga frá þessari stjórn til þess að færa kerfið í skynsemisátt s.s. með því að gefa handfæraveiðar frjálsar?
Sigurjón Þórðarson, 10.2.2009 kl. 12:12
Ætli nokkrum detti í hug að Atli Gíslason breyti kvótakerfinu bara sisona einn og óstuddur? Um það snýst þetta mál auðvitað ekki. Aftur á móti hafa allir leyfi til að taka viðhorf hans til málsins til umræðu.
Að halda því fram að núverandi ástand hafi unnið sér allan rétt í tilliti laga jafnt og alls réttlætis er heldur ekki nokkrum manni bannað. Og þeir sem halda því fram að kvótaeigendur séu bara vel að því komnir að spóka sig á sólarströnd á meðan leiguliðar þeirra stritast við að tapa sem allra minnstu við að veiða upp í leiguverðið- þeir eru bara að segja það sem þeim finnst. Það er ekki refsivert.
Árni Gunnarsson, 10.2.2009 kl. 12:15
Rétt er það Árni, það er öllum frjálst að hafa sínar skoðanir.
Skoðanir manna endurspegla hins vegar þeirra innri manni.
Þeir sem halda því fram að þetta blessaða fiskveiðistjórnunarkerfi, sem við búum við, sé eins og best verður á kosið, hljóta þess vegna annað hvort að vera svona skrítnir, eða þá að þeir eru að fjalla um málefni sem þeir hafa ekki hundsvit á.
Mig langar til þess að (mis)nota aðstöðu mína og benda á nýjan hóp á Smetta-skinnunni (Facebook), Frjálsar handfæraveiðar.
Agnar Ólason (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 03:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.