Leita í fréttum mbl.is

Gaza - Guantanamo - Anger in Iceland

Ég stillti á Al Jazeera sjónvarpsstöðina til að hvíla mig á kreppufréttum hér heima, ráðleysi ríkisstjórnarinnar og hundruða milljarða hvarfi út í buskann, þrálátum fréttum af fyrirsjáanlegum vaxtagreiðslum og sérkennilegum björgunarleiðangri oddvita ríkisstjórnarinnar.

Já, þetta var allt orðið svo pínlegt að ég ákvað að stilla á erlenda stöð, Al Jazeera. Þegar helstu fréttir stöðvarinnar voru kynntar voru þær um ástandið á Gaza, lokun Obama á Gvantanamó-búðunum og svo tók við löng frétt um reiði íslensks almennings yfir ástandinu.

Það er greinilegt að þegar ástandið á Íslandi er komið á par við ástandið í Gaza og lokun búðanna í Gvantanamó á alþjóðafréttastöðvum er komin full ástæða fyrir stjórnvöld til að leggja við hlustir og axla sín skinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Athyglisvert!

Björn Birgisson, 23.1.2009 kl. 11:19

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Lýðskrum. Þetta segir mest um þig og Al Jazeera.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.1.2009 kl. 16:23

3 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Sigurjón.

Já  erum nú ennþá ein hinna "staðföstu þjóða"

Guðmundur Óli Scheving, 23.1.2009 kl. 16:23

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hvað áttu við Vilhjálmur Örn?

Sigurjón Þórðarson, 23.1.2009 kl. 16:38

5 identicon

Æ, honum Villa litla líður eitthvað svo illa. Æ, aumingja hann.

Alexander (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 22:08

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ætli atburðir á Íslandi hafi einhvern tímann áður vakið þvílíka athygli, fréttastofu umræddrar sjónvarpsstöðvar, að þeirra hafi verið getið í þriðju frétt kvöldsins?? Ef það hefur gerst áður er það ábyggilega ekki oft og sennilega aðeins með nokkurra ára millibili!

Afar sorglegt að ríkisstjórnin skuli vera heyrnarlausari gagnvart röddum mótmælenda en erlendir fjölmiðlar

Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.1.2009 kl. 23:04

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Áminning um þá grafalvarlegu stöðu sem vanburða stjórnvöld hafa sett okkur í á erlendri grund. Ríkisstjórnin lætur sér ekki nægja að starfa í fullri óþökk meirihluta samfélagsins. Í viðbót sýnir hún alþjóðasamfélaginu fingurinn en réttir fram hina höndina og biður um aðstoð.

Árni Gunnarsson, 24.1.2009 kl. 00:50

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég heyrði af viðtali við Geir H Haarde á Al Jazeera um daginn þar sem hann talaði um marga banka sem hefðu hrunið í USA og sagði að bara 3 bankar hefðu hrunið á Íslandi

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.1.2009 kl. 02:53

9 identicon

Sæll Sigurjón.

 Ég hjó eftir þessu hjá þér.

Vissir þú ekki að við erum komin á kortið hjá þeim í landvinningum ?

Skrýtið að ÞAÐ skuli fara fram hjá þér.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 10:30

10 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Saell Sigurjon!

Eg horfi daglega a frettaflutning Aljazeera sjonvarpstodvarinnar...Stodin hefur sidan bankakreppan kom upp i byrjun oktober, flutt ytarlegar frettir fra Islandi, eins og hun flytur frettir fra mordum israels-hers a obreittum borgurum, konum og bornum a Gaza!

Ja eg se samasemmerki tar!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 24.1.2009 kl. 11:15

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ábending Jónu Kolbrúnar er snilld!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.1.2009 kl. 13:46

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég sá viðtalið sem jóna vitnar í.. ég skammaðist mín niður í tær fyrir viðvaningin hann Geir.

Óskar Þorkelsson, 24.1.2009 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband