11.1.2009 | 23:53
Falsspámennirnir í háskólunum
Hún kom mér ekki á óvart, greining Ingólfs Arnarssonar á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu sem Magnús Þór endursegir á heimasíðu sinni í dag. Niðurstaða Ingólfs er í stuttu máli sú að kerfið sé gjaldþrota og verðlagning á veiðiheimildum hafi ekki með nokkru móti getað staðið undir sér.
Fyrir nokkrum árum stóð ég fyrir opnum fundi í Háskólanum á Bifröst þar sem ég fór yfir háa verðlagningu kvótans, helstu kostnaðarliði í útgerð og tekjur af veiðum. Niðurstaða mín þá var að dæmið gæti aldrei gengið upp, og vel að merkja, þá var verðlagningin á kvótanum helmingi lægri en þegar hún fór í hæstu hæðir.
Enginn fundarmanna dró í efa forsendur útreikninganna, ekki heldur reikninganna en samt sem áður varð niðurstaða einlægra kvótasinna að þetta væri ekki svona. Niðurstaðan sem þjóðin horfir upp á þessa dagana er því miður svona, við sitjum uppi með útgerðarfyrirtæki sem vilja að þjóðin borgi lánin sem tekin voru til að borga fyrir veiðiheimildir sem stjórnvöld veittu sumum í kringum árið 1990 án endurgjalds.
Það undarlegasta af öllu er að spillt stjórnvöld ljá máls á því að afskrifa skuldir og halda áfram með óbreytt kerfi.
Þegar maður horfir til baka og veltir fyrir sér hvers vegna ungt fólk sem hafði dæmin fyrir framan sig og var í viðskiptafræðinámi og í háskóla að tileinka sér gagnrýna hugsun skuli ekki hafa vaknað í meira mæli verður maður að átta sig á að áróðurinn með bullkerfinu var ógurlegur. Krakkarnir fengu áróðurinn um hagkvæmni kerfisins beint í æð úr Morgunblaðinu við morgunverðarborðið. Sumir slysuðust í ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna þar sem messað var um árangur og hagkvæmni kerfisins, jafnvel í landshlutum sem voru brunarústir einar eftir framgang kerfisins. Ábyrgir stjórnmálaleiðtogar, eins og Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddsson, Geir Haarde og Ingibjörg Gísladóttir, þvældu um stöðugleika og hagkvæmni kerfisins. Í háskólum héldu hagfræðideildir uppi linnulausum ómerkilegum áróðri um ábyrgð, hagkvæmni og skilvirkni kerfisins.
Falsspámenn eins og Ragnar Árnason héldu ráðstefnur með erlendum aðilum þar sem kerfi mannréttindabrota var blessað í bak og fyrir.
Í fyrra var síðasta tillaga Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sú að hætta þorskveiðum í nokkur ár því að þjóðarbúið stæði svo afskaplega vel og þess vegna væri rétti tíminn til að hætta tímabundið þorskveiðum og vona að í kjölfarið staflaðist þorskurinn upp á miðunum eins og vörur í pakkhúsi.
Merkilegt er núna að engin rödd berst úr háskólunum eða úr ráðandi stjórnmálaflokkum um að tímabært sé að endurskoða þessa vitleysu - nema hin einangraða rödd Kalla Matt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 1013226
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Þetta er allt rétt, Sigurjón eins og við vitum vel, það er með ólikindum að fræðimenn komi ekki út úr skápum varðandi þau atriði sem þarna er um að ræða.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 12.1.2009 kl. 00:24
"..staflaðist upp eins og vörur í pakkhúsi"
Meistaralega orðað. En þessu trúa hagspekingar og vísindamenn HAFRÓ!
Árni Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 00:32
Sigurjón!
Er Háskóli Íslands ekki afsiðvæðingarstofnun Íslands eins og ég nefndi í pisli í gær - þar er Hannes Hólmsteinn, þar er Ragnar Árnason og hópur lægra settra og svo svífur andi - og peningar LÍÚ yfir öllu draslinu! Heitir svona ekki "indoktrinering" sem ég veit ekki hvað kallast á íslensku en er náskylt orðinu heilaþvottur!! Öll stjórn þessa þjóðfélags er náttúrlega geðbiluð, það hlýtur hver heilvita maður að sjá og þeir sem ekki eru þjófar eru alla vega bófar!
Ég hef bara einusinni á ævinni unnið í fiski - misst af miklu þar - það var hjá Súlunni EA á Akureyri og ég þá 15-16 ára. Þar var ég að stafla skreið í pressu fyrir Nígeríumarkað held ég! Það var nú meiri ógeðsfiskurinn maður lifandi! Ætli væri ekki rétt að benda þeim í H.Í. á að með því að pressa fiskbirgðirnar sem geyma á í sjónum er hægt að auka geymslumagnið verulega - það er ekki víst þeir átti sig á þessu, snillingarnir! Ég er viss um að pressuna má fá hjá Súlunni fyrir lítið! Nei annars, Sverrir er sjálfsagt búinn að selja hana!
Kveðja,
Ragnar
Ragnar Eiríksson, 12.1.2009 kl. 00:53
Háskólarnir og menntamenn bera mikla ábyrgð að þessu uppþoti Halldórs og Davíðs. Þó þeir séu þeir sem draga fyrir landsrétt. Hér er um hrein landráð að ræði.
Ég veit ekki eftir hverju löggann er að bíða eftir eða þingið. Þingið allt er ónýtt upp til hópa.
Rúnar (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 08:36
Kalli Matt er "Hrópandinn í eyðimörkinni" en hann hefur mikla og hljómfagra rödd.
Sigurður Þórðarson, 12.1.2009 kl. 10:53
Varðandi þá 6 - 700 milljarða sem útgerðin skuldar og forsvarsmenn hennar (LÍÚ klíkan) hefur talað hástöfum fyrir því að hluti skuldarinnar verði afskrifuð má benda á það að útgerðarmenn eru búnir í gegnum tíðina að draga út úr rekstri fyrirtækjanna og skuldsetja þau um hundruði milljarða.
Þessa peninga hafa þessir herrar verið að gambla með (í útrásinni), finnst mönnum réttlætanlegt að þeir fái að afskrifa þær skuldir sem þeir hafa safnað á fyrirtækin með þessum hætti og ætlast til að almenningur í landinu borgi.
skipstjóri (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 18:11
Þá tek ég undir þaug orð sem skipstjórinn segir. En fjármagnið sem hefur verið dregið útur rekstri útgerðarinnar var að stórum hluta sem notað var í útrásinna og þar af leiðandi komið okkur á þá vondu stöðu sem við stöndum í dag. Og nú er nóg komið góðir hálsar látum ekki valta yfir okkur lengur !!
Gb (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.