9.12.2008 | 17:56
Hvar er Lúlli?
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar, Lúðvík Bergvinsson, gekk hart fram í að krefjast rannsóknar á olíusamráðssvikamálum olíufélaganna á sínum tíma og fannst hlutirnir ganga heldur hægt fyrir sig. Hann krafðist þess að menn bæru ábyrgð. Núna þegar Lúðvík er í stjórn liggur honum ekkert á að rannsaka mörghundruðfalt stærra mál, þ.e. ósómann í kringum bankahrunið.
Allir sem bera ábyrgð stimpla sig inn á kostnað almennings, hvort sem það er Birna Einarsdóttir hjá Glitni, ráðuneytisstjórinn Baldur, Árni Mathiesen, Gunnar Páll Pálsson - þið þekkið þessi nöfn og ég þarf ekki að telja fleiri upp. Er ekki Sigurjón Þ. Árnason m.a.s. enn á launum hjá Landsbanka? Engin rannsókn fer fram á hruni bankanna, Stími eða á uppgufun Icesave-peninganna.
Trúverðugleiki Samfylkingarinnar er augljóslega á leið niður í holræsið - ætlar Lúðvík að beina leið ofan í iðuna?
Skilur að Bretar efist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 1013226
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Satt segirðu. Hvar er Lúlli?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 18:54
Góður Sigurjón, um að gera að klípa í stjórnarspikið.
Gunnar Skúli Ármannsson, 9.12.2008 kl. 19:12
Lúlli er sjálfur gerspiltur - hann er víst þessi jarphærði sem þáði siglingu með meiru á snekkju Baugs ekki fyrir svo löngu - skrítið að fréttablaðið sé ekki búið að fletta ofan af því eða þá að Lúlli þessi komi myndum af herleigheitunum á framfæri máli sínu til stuðnings
Jón Snæbjörnsson, 9.12.2008 kl. 19:20
Auðvitað er allt í svikum og svínaríi hvert sem litið er og aðalatriðið er að Samfylkingin á að gjalda fyrir það. Gleymum því ekki. Höldum því til haga og reynum að endurtaka það nógu oft. Nógu oft.
Frjálslyndi flokkurinn hefði viljað standa öðru vísi að málum eins og kemur fram í tillögum formanns flokksins Guðjóns Arnars Kristjánssonar á Alþingi. Þær ganga út á að ......
.... eða er verið að reyna fyrir sér í gruggugu?
Gunnlaugur B Ólafsson, 9.12.2008 kl. 21:02
Gunnlaugur, það er nú svo að Samfylkingin og Björgvin Sigurðsson ber ábyrgð á þessum málum en ekki Frjálslyndi flokkurinn og Guðjón Arnar Kristjánsson.
Samfylkingin verður að horfast í augu við verk sín og ábyrgð í stað þess að benda í allar áttir - Ekki réð Davíð Oddson KPMG það er víst.
Sigurjón Þórðarson, 9.12.2008 kl. 21:18
Sástu Lúlla í Kastljósinu? Hann bara "lenti" í þessu.
Víðir Benediktsson, 9.12.2008 kl. 21:22
Ábyrgðin er skilanefndanna að velja endurskoðunarfrirtæki. Björgvin vissi ekki af þessu fyrr en í gær. Eru skilanefndirnar ekki settar saman meðal annars af fagfólki og fulltrúum flokka? Er Guðjón Arnar ekki í neinni skilanefnd?
Gunnlaugur B Ólafsson, 9.12.2008 kl. 21:24
ég bloggað þetta í dag
FME er undir stjórn Björvins G Sig. bankamálaráðherra og stjórnarformaður FME er Jón Sigurðsson skipaður af Ingibjörgu Rauðsól Gísladóttur. Jón er mesti fjármálaspekingur SAMFYLKINGNAR og hann er einnig varaformaður stjórnar Seðlabankans. Jón Sig er aðalmaðurinn í að skrifa hvítbók fjárglæframanna með því að rannsaka ekki neitt og hvítþvo öll þeirra verk. Björgvin bankamálaráðherra skipar í skilanefndir og þar eru vinir Baugsmafíunnar fengnir til að ransaka Baugsfélögin. Stoðir eru í greiðslustöðvun og Jakob Möller skipaður umsjónarmaður með greiðslustöðvunni. Jakob var verjandi í Baugsmálinu. BT varð gjaldþrota og Helgi Jóhannesson skipaður skiptastjóri. Helgi var verjandi í Baugsmálinu.
Það er ég vissum að þegar Baugur fer í þrot verður Gestur Jónsson skipaður skiptastjóri“
Jón Snæbjörnsson, 9.12.2008 kl. 21:31
Nafni minn hinnágæti B. Ólafsson er svolítið hörundsár og svíður aumingjaskapur Samfylkingarinnar, sem er auðvitað að vonum !
Ja er nema von að undan svíði nafni, ég skil það !
Fáa veit ég aumari og ömulregri en Formann flokksins Ingibjörgu Sólrúnu !
Manneskjan sem sat ásamt Geir, heila SEX krísufundi með Bankastjórn Seðlabankans frá því í febrúar og fram á sumar þar sem farið var yfir gríðarlega erfiða stöðu bankakerfisins !
Þessi sama kona sem löngu áður hafði svo fjálgelga talað fyrir siðbót og opinni umræðu og svokölluðum samræðustjórnmálum, bla, bla bla, Ragnar Reykás HVAÐ ! Muniði ekki eftir öllu þessi BULLI !
En hvað gerði akkúrat hún. Hún algerlega féll á prófinu !
Öllum þessum fundum og grafalvarlegu efni þeirra hélt hún algerlega leyndum fyrir samráðherra sínum sjálfum Banka- og viðskiptamálaráðherra þjóðarinnar.
Er hægt að bregðast skyldum sínum gagnvart landi og þjóð á verri hátt en þetta.
Sér fólk virkilega ekki í gegnum þetta rugl !
Pukurs- og lyndarmálaráðherra Samfylkingarinnar ætti að segja af sér STRAX í dag.
Þjóðin hefur fyrir löngu fengið nóg af pukri hennar og fláttaskap !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 21:32
Nafni Ingvarsson talar hér sem blaðurfulltrúi Davíðs Oddssonar, sem kaupir það að hann hafi varað við einhverju sem að engin man eftir. Það sem er svo deginum ljósara að kappinn sá gerði ekki neitt í eftirlitshlutverkinu sem honum ber að sinna samkvæmt lögum.
Afhverju er Sjálfstæðisflokki sem ber ábyrgð á hruni frjálshyggjunnar ekki hallmælt hér. Af því að þeir urðu fyrir svo miklum vonbrigðum með að vera ekki teknir upp í rúm til mömmu og Framsóknar eftir síðustu kosningar. Það er heila málið ...
Gunnlaugur B Ólafsson, 9.12.2008 kl. 21:51
Sá ekki betur en Lúlli væri farinn að stjórna umræðum í Kastljósi og hafði til viðtals Atla Gísla of einhvern ljósærðan gaur.
101 (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 22:00
Það virðast fleiri koma af fjöllum en jólasveinarnir og oddvitar ríkisstjórnarinnar þar sem að Björgvin G. Sigurðsson virðist vita sífellt minna og minna um málin.
Sigurjón Þórðarson, 9.12.2008 kl. 22:04
Hann er fundinn, Guði sé lof - hann sást í Kastljósi og virtist heill heilsu en aðeins ringlaður!
R
Ragnar Eiríksson, 9.12.2008 kl. 22:34
Ragnar mér fannst Atli hafa öll spil í hendi sér og formaður Samfylkingarinnar var rétt eins og þú segir ringlaður.
Ég hafði á tilfinningunni að Atli vildi ekki sauma of mikið að Lúðvík í því augnamiði að hvekkja "jafnaðarmennina" ekki um of þanni að þeir treystu sér ekki fram úr bæli Sjálfstæðisflokksins
Sigurjón Þórðarson, 9.12.2008 kl. 22:52
Sæll Gunnlaugur,
þú ert hreint skemmtiefni hérna á síðunni hans Sigurjóns. Þú ert að verja Samfylkinguna með öllum ráðum og er það svo sem allt í lagi. Samfylkingin hefur algjörlaga brugðist væntingum okkar Íslendinga.
Samfylkingin bauð sig fram í síðustu kosningum sem eitthvert stjórnarandstöðuafl eða betri kostur en spillingarliðið sem var þar fyrir. Ertu búinn að gleyma því? Sjálfstæðisflokkurinn bauð sig fram sem varðhundur spillingarinnar. því gerum við ekki svo miklar kröfur til þeirra. Því eru kröfur okkar á hinar hreinu meyjar úr Samfylkingunni mun meiri. Þannig var Samfylkingin seld í síðustu kosningabaráttu, sem hin hreina og óspjallaða mey. Eftir kosningarnar fer hún beint í bælið með melludólgnum og blikkar ekki auga einu sinni. Það eina sem þú gerir er að segja að Samfylkingin sé betri en hinur verstu, það er ekki stórmannalegt. Við væntum þess að Samfylkingin myndi opna samfélagið og afhjúpa sukkarana. Þess í stað stendur hún vörð um þá. Hún viðheldur núverandi valdhöfum og leynimakkinu. Hún vill að þjóðin hafi það eins skítt og mögulegt er, bara í þeim eina tilgangi að við fylgjum ykkur inn í ESB.Gunnar Skúli Ármannsson, 9.12.2008 kl. 23:05
Ég held að Gulli minn góði uppeldisbróðir sé að undirbúa inngöngu í Frjálslynda flokkinn, hvað annað skýrir þessa ást hans á síðu eins af öflugasta talsmanni Frjálslynda flokksins?
Samkvæmt lauslegri athugun þá er hann einn af dyggustu lesendum síðunnar og nánast undantekningalaust sér hann sig knúinn til að lífga verulega upp á umræðuna, enda enn sem komið er í flokki sem gefur sig út fyrir samræðupólitík.
Eitthvað virðist samt mikils misskilnings gæta innan samræðuflokksins því sumir vita hreinlega ekki neitt og hafa aldrei vitað neitt frá upphafi vegna skort á samræðum. Spurning hvort þeir yfir höfðuð viti af því að þeir eru í ríkisstjórn.
En að öðru Lúlli er fundinn, og mun ekki gleymast alveg strax eftir útreiðina sem hann fékk í kastljósinu í kvöld. Þótt ég sé ekkert sérlega hrifinn af Vinstri Grænum þá verð ég að klappa fyrir þeim sköllótta, sallarólegur með hæðnisglotti lét hann Lúlla nánast blaðrað sig út úr kofanum.
Hallgrímur Guðmundsson, 9.12.2008 kl. 23:28
Hvar er FF
Sigurjón hvað eru þið í FF að gera? þið eruð að verða ein mestu vonbryggði í þessari orrahríð.
Ætli þið ekki að nýta ykkur þann meðbyr sem stjórnarandstaðan hefur ef seglum er rétt stýrt.
Getur verðið að FF sem ónýtt afl með tvo þá mestu eiginhagsmunapotara sem uppi eru í Ísenskum stjórnmálum? þeim JM og KHG sem hvergi hafa haldið plássi, getur verið að þessi litli flokkur logi stafna á milli?
Hvað eru þið að gera
FF RÆS
Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 23:41
Vilbogi, ég er nú hér fyrir norðan á hliðarlínunni í FF og sinni vinnu, er í námi og tek þátt í félagsstörfum fyrir UMSS.
Ég tel að margt búi í FF en í flokknum er mjög harður kjarni. Vissulega þurfa að verða miklar breytingar á útbreiðslustarfi, málflutningi og starfsháttum eins og skoðanakannanir bera með sér. Mér finnst JM hafi staðið sig vel en hann hefur beitt sér í sjávarútvegsmálum og fáir ef enginn þingmaður hefur lagt eins mikla áherslu á að afnema verðtrygginguna.
Vandi flokksins felst m.a. í því að nú í haust hafa þingmenn flokksins ekki talað einni röddu en KHG greiddi m.a. gegn vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á gríðarlega óvinsæla ríkisstjórn sem nýtur einskis trausts.
Sigurjón Þórðarson, 10.12.2008 kl. 00:18
Alltaf þegar Atli Gíslason birtist á skjánum fer ég að efast um að það séu allir pólitíkusar ómerkileg grey. Og þá fara jafnvel að birtast nokkur önnur nöfn en þau eru örfá.
Ekkert stjórnmálaafl hefur brugðist vonum mínum jafn skelfilega eins og Samfylkingin. Það er blátt áfram óskiljanlegt hversu blindir og firrtir stuðningsmenn hennar reynast vera. Og útyfir tekur hve vaskir þeir eru við að klappa saman lófunum þegar einhver þingmannsbjálfinn tekur til máls og skýrir ástandið!
Árni Gunnarsson, 10.12.2008 kl. 00:23
Lúlli var í tómu klúðri í Kasljósinu. Hann og hans skoðanabræður eru stöðugt að "lenda" í einhverju. Honum datt aldrei í hug að hann og hans fólk hafi komið sér í þessi vandræði.
Haraldur Bjarnason, 10.12.2008 kl. 00:45
Sigurjón minn. Ég held í alvöru að það séu fleiri en KHG sem sjá að tortíma fylginu. JM virkar á almenning eins og minkur í hænsnakofa svo ekki sé minnst á upphlaup MÞH í vor út af palentísku konunum. held að hann verði seint tekinn í sátt aftur. En Addi er sómamaður, það vita allir sem hafa kynnst honum, þar á meðal ég.
Víðir Benediktsson, 10.12.2008 kl. 07:10
Ég get tekið undir það að JM hefur talað hátt um afnám verðtryggingar. en segi eins og Víðir hann virkar eins og minkur í hænsnakofa.
Ég vil meina að nú sé lag ef ekki nú þá aldrei.
Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 08:14
Ég get ekki tekið undir með þér Hafþór að málið snúist einigöngu um sjómenn, heldur miklu frekar um hag landsins, framtíð atvinnugreinarinnar og fólkið sem vinnur í greininni.
FF hefur lagt ríka áherslu á hækkun skattleysismarka og fleira en vissulega verið mótfallin því að afnema einhliða sjómannaafslátt m.a. á þeim forsendu að um hann var samið við gerð kjarasamninga við sjómenn á sínum tíma og það væri óeðlilegt að afnema hann einhliða.
Á sínum tíma þá beitt ég mér mjög fyrir að sérhæft nám í fiskvinnslu yrði komið á fót á ný en Sjálfstæðisflokkurinn lokaði 2 fiskvinnsluskólum öðrum á Dalvík og hinum í Hafnafirði sem sinntu sérhæfðu fiskvinnslunámi en þetta nám var víst ekki nógu fínt fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Víðir, málflutnigur MÞH sem þú kallar upphlaup var studdur af lista Frjálslyndra á Akranesi og á sér mjög breiðan stuðning á Skaganum. Málflutningurinn var rökstuddur af greinargerð þar sem áhersla var lögð á að fara rækilega yfir málið en stjórnvöld vildu ekki heyra á það minnst enda var móttakan hluti af kosningabaráttu fyrir setu í Öryggisráði SÞ.
Það er rétt að geta þess að við það að MÞH óskaði eftir því að farið yrði yfir málið í ljósi óvissu í efnahagsmálum og að fyrir væri fólk í félagslegakerfinu á Akranesbæ sem væri á biðlista eftir húsnæði þá jókst fylgi flokksins. Fylgið dalaði fljótlega á ný þeagar KHG kom í bakið á félögum sínum á Akranesi og tók undir ómerkilega gagnrýni á MÞH, þar sem málflutningur Magnúsar var lagður út á versta veg.
Sigurjón Þórðarson, 10.12.2008 kl. 10:16
"Upphlaup" er undarlegt orð yfir fyllilega réttmætar athugasemdir sem tíminn hefur leitt í ljós að áttu sér fulla stoð. Nú stendur sameiginlegur sjóður Akranesbæjar (íbúa og skattgreiðenda á Akranesi) frammi fyrir því að taka á herðar sínar fjárhagslegar byrðar vegna félagslegs tilraunaverkefnis ríkisstjórnarinnar sem meðal annars var farið út í til að undirbyggja misheppnaða umsókn um að komast í öryggisráð SÞ.
Þetta verkefni kostar líklega ekki undir 100 milljónum árlega. Sá reikningur lendir á bæjarsjóð í komandi efnhagskreppu þar sem tekjur bæjarins eru að hrynja á sama tíma og fólki fjölgar mjög sem þarf að félagslegum styrkjum að halda. Það er nefnilega morgunljóst að ríkið mun ekki greiða með Írökunum lengur en í eitt ár eftir komu þeirra. Síðan er málið á framfæri og ábyrgð bæjarfélagsins í bullandi kreppu sveitarfélags þar sem stórir hópar fólks missa vinnu í hverjum mánuði.
Allt þetta mál er ein hörmung og á fulla ábyrgð allra flokka á Akranesi Frjálslynda flokksins sem einn hafði kjark til að standa í lappirnar og setja spurningamerki við það með rökstuddum fyrirvörum á sínum tíma.
Magnús Þór Hafsteinsson, 10.12.2008 kl. 11:20
Er þetta ekki allt undir einum hatti. Baugshattinum.
Það er með ólíkindum að þeir sem menn hrópuðu "Stærsta bankarán sögunnar" eru einmitt þeir menn sem rændu rændu bankana og hvar sem er í veröldinni er slíkir menn ofsóttir t.d. fyrrum forsætisráðherra Thailands sem er eftirlýstur af þarlendum stjórnvöldum fyrir spillingu, Enron dæmið og lengi mætti telja.
Ég er hjartanlega sammála þér um þetta allt saman og það þarf einhvernveginn að klippa á öll hagsmunatengls og fjölskyldutengls o.þ.u.l. sukk.
Ef ég hefði fengið að stjórna þó ekki væri nema bara fyrir hádegi í 1 dag væri ég búinn að koma þessum mönnum bak við lás og slá og koma því í kring að þeir ættu aldrei afturkvæmt í viðskipti á Íslandi. Ef hægt er að kalla þetta einhverju nafni þá er það "landráð".
Baldvin Baldvinsson
Reyðarfirði
Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 11:45
Ég vil sjá öflugan björgunarpakka fyrir skútuna frá ykkur strákar . .
kosningar eru að koma . .
x-f
LS.
LS (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 13:29
Jón Þorvarðarson - hvort Lúlli kom við í snekkju Baugsmanna á Florida og þáði ýmist góðgætið ásamt samfélögum ? tja því spyrðu ekki kallinn beint
Jón Snæbjörnsson, 10.12.2008 kl. 15:18
Hver er að tala um spillingu, þú fórst inn á alþingi um tíma Sigurjón er það ekki ??? Hvað beið eftir þér þegar þú laukst þeim ferli ????
Starfið sem þú varst í áður, er það ekki rétt ???
Bara að benda á að það eru ekki allir eins blásaklausir eins og þeir vilja af láta !!!!!!
Takk fyrir
Sigurður R Stefánsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 18:14
Sigurður þetta er greinilega stórt mál sem þú ert búinn að fletta ofan af - Ætli ég verði ekki að fá mér hauspoka til þess að komast gegnum morgundaginn.
Sigurjón Þórðarson, 10.12.2008 kl. 18:28
Það er ekki nóg að setja á fót fiskvinnsluskóla, hvaða fólk ætti eyða tíma í að mennta sig í greininni til að fá sömu lúsarlaunin og fyrir eru?
Hafþór Skúlason (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 21:12
Það er ekki hægt að bregðast SKYLDUM sínum gagvart BÖRNUM Landsins á verri hátt en þessi Ríkisstjórn hefur gert.Burt með þessar afætur eins og skot.Lúðvík ver kvótan það er hans hagur þegar frá líða stundir svo mikið er víst.
guðrún hlín adolfsdótt (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 22:41
Lúlli... lenti í bankahruni og bað menn að hætta allri tortryggni, er hann ekki frábær alveg
DoctorE (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.