Leita í fréttum mbl.is

Forseti Alþingis fjallar um mannréttindabrot stjórnvalda í dag

Það er vel við hæfi að Sturla Böðvarsson líti yfir farinn veg og haldi ráðstefnu um hvernig stjórnvöld hafa brugðist á umliðnum árum, s.s. með mannréttindabrotum á sjómönnum. Ætla má að það verði örugglega eitt af meginefnum ráðstefnunnar, þ.e. ef ráðstefnan á ekki að verða eingöngu einhvers konar látalæti og jamm-og-jæja-samkoma þar sem rætt verður vítt og breitt og út og suður án þess að ræða raunverulega um það sem brýtur á, t.a.m. framangreint mannréttindabrot og að enginn ráðamaður axli raunverulega ábyrgð á þeirri stöðu sem uppi er í dag.

Ég el með mér þá von að Sturla taki á þessum málum af festu enda sýndi hann það í ræðu 17. júní 2007 að þessi mál hvíla þungt á honum.

Í lokin er rétt að minna á að eftirlitshlutverk Alþingis er venjulega alltaf í höndum minnihlutans hverju sinni þar sem oddvitar meirihlutans verma ráðherrastólana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og ekki má gleyma því hvernig Alþingi hefur brotið stjórnarskrána árum og áratugum saman, sjá hér.

Jóhann Elíasson, 1.12.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband