Leita í fréttum mbl.is

Einkamál sem lendir á þjóðinni

Það er umhugsunarvert að lesa yfirlýsingu stjórnarformanns Stíms ehf. þar sem að hann kvartar sáran yfir rangri umfjöllun fjölmiðla og lætur í veðri vaka að um séu að ræða einhver einkamál sem ekki eigi að fá opinbera umfjöllun.

Betra ef satt væri, en því miður þá lendir þessi tugmilljarða lántaka sem samsvarar tvöföldum kostnði við bæði Vaðlaheiðagöng og tvöföldun Suðurlandsvegar á þjóðinni.  Það er ekki nóg með að þjóðin þurfi að punga út næstu áratugina fyrir þessa greifa þá hafa þeir einnig svipt Íslendinga ærunni.

Væri þessum greifum ekki nær að biðjast afsökunar?


mbl.is Yfirlýsing frá Stími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stutt, beitt og vel skrifað. Takk fyrir þetta Sigurjón. Tek undir hvert orð.

Finnur (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 17:00

2 identicon

Krosseignatengsl Dauðans

lthg.synthasite.com

Æsir (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 18:01

3 identicon

Hvað með stærsta hluthafann "Félag stofnað af gamla Glitni sem ætlað var til endursölu." Var þetta nafnlaust félag? Hverjir voru í stjórn þessa félags?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 19:37

4 Smámynd: Skattborgari

Ef ég kaupi hlutabréf í eigin nafni þá ber ég fulla ábyrgð ef þau fara niður en ef ég stofnað hlutafélag um hlutabréfin þá get ég tekið lán og þarf ekki að hafa nokkrar áhyggjur.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 29.11.2008 kl. 20:06

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

"Ég hef gegnt stjórnarformennsku í félaginu frá upphafi og er í dag einn í stjórn þess".

Eins manns stjórn?

Ágúst H Bjarnason, 29.11.2008 kl. 20:18

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mikið rétt Ágúst, menn geta verið einir í stjórn. Þetta var gerlegt með hlutafárlögunum frá 1994 þar sem hlutafélögum var skipt i ehf (einkahlutafélag) og hf (hlutafélag).

Sigurður Þórðarson, 29.11.2008 kl. 23:15

7 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurjón,

takk fyrir frábæra færslu og ég er hjartanlega sammála þér. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 29.11.2008 kl. 23:56

8 Smámynd: Rannveig H

Ég var að lesa á Málefnum.com að það eru mörg skúffufyrirtækin sem Jakob er skráður fyrir endilega kíkið á það. Þetta er undarlegt mál allt saman og það verður fróðlegt hvað Agnes kemur með sem svör við þessu.

Rannveig H, 30.11.2008 kl. 00:34

9 Smámynd: Rannveig H

að sjá hvaða svör Agnes kemur með,,,,, þannig átti þetta að vera.

Rannveig H, 30.11.2008 kl. 00:36

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Jakop Valgeir er saklaus kvótagreifi sem vildi bara græða á daginn og grilla á kvöldin ! 

Óskar Þorkelsson, 30.11.2008 kl. 14:00

11 identicon

Í lögum um einkahlutafélög stendur:
Í stjórn einkahlutafélags skulu eiga sæti fæst þrír menn nema hluthafar séu fjórir eða færri, þá nægir að stjórnina skipi einn eða tveir menn. Ef stjórn félags er [skipuð einum manni]1) skal valinn a.m.k. einn varamaður.
Voru ekki fleiri en 4 luthafar skv. upptalningu í yfirlýsingu stjórnarmannsins ?

palli (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband