Leita í fréttum mbl.is

Enn verið að jórtra á nýjum bás

Hvað ætla stjórnarflokkarnir að ganga langt í að misbjóða almenningi? 

Edda Rós Karlsdóttir hafði þann starfa að veita forstöðu greiningardeild Landsbankans sem hélt ómerkilegum áróðri að almenningi og var markmiðið að skrúfa upp í hæstu hæðir hlutabréf í bönkunum og tengdum fyrirtækjum. Hér að neðan má lesa kafla úr áróðursræðu sem flutt var á aðlfundi Samtaka atvinnulífsins í lok apríl á þessu ári. 

Íslensku bankarnir koma allir vel út á hefðbundnum mælikvörðum á styrkleika banka.

Þeir eru allir með eiginfjárhlutföll langt yfir lögbundnum lágmörkum, þeir eru með

góða arðsemi, sterkt og vel dreift eignarsafn og góða lausafjárstöðu. Samt eru erlendir

aðilar tregir til að lána Íslendingum pening og krefjast himinhárra áhættuálaga. Ríkið

kemur líka vel út, það er nær skuldlaust og undirstöður hagkerfisins eru, að mati okkar

Íslendinga, afar sterkar. Samt setja erlendir aðilar spurningarmerki við það, hvort

íslenska ríkið og Seðlabankinn geti veitt bönkunum þá fyrirgreiðslu sem evrópskir og

bandarískir bankar fá í sínum löndum.

Mér finnst með ólílkindum ef að nýju ríkisbankarnir ætla að halda áfaram senda út af örkinni sama liðið og starfaði í svokölluðum greiningadeildum um árabil við að gabba almenning.

Orðaval hagfræðings Samfylkingarinnar við að skýra stöðu mála þ.e. að uppnefna íslensku krónuna er hvorki til að auka trúverðugleika efnahagslílfsins né stjórnvalda. 


mbl.is Koma „krónulufsunni" í gang á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi manneskja var ein af höfundum Icesave.  Og hún hefur um árabil verið uppvís að lygum og þvættingi - fyrst á launum hjá Bjöggunum og nú á launum hjá fólkinu sem hún lýgur að!  

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 12:03

2 identicon

Treysti ekki þessari konu

Guðrún (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 12:13

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já, botnlaus hroki!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.11.2008 kl. 12:44

4 identicon

Hvernig væri að fást við efnisatriðin í stað þess að hamast á fólki með órökstuddum persónulegum svívirðingum?

Hvað er efnislega rangt í því sem fram kom á fundinum hjá SA? Þegar litið var á alla hefðbundna mælikvarða á stöðu og styrkleika banka stóðu hinir íslensku a.m.k. jafn vel og bankar í helstu viðskiptalöndum okkar. Megin hættan, sem þarna er ýjað að, og ítrekað aftur og aftur berum orðum, m.a. af greiningardeildum bankanna, var að þegar alþjóðlega lánsfjárkreppan harðnaði myndu efasemdir um styrkleika Seðlabanka Íslands til að gegna hlutverki sínu sem lánveitandi til þrautavara geta orðið okkur dýrkeyptar. Sem hefur heldur betur komið á daginn því miður.

Skoðið niðurstöður þolprófa FME og lesið í raun einhvern stafkrók af því sem Edda Rós og fleiri hafa skrifað í gegnum tíðina áður en stóra fordómasleggjan er dregin fram.

Ég efast ekki um að á sama tíma og þessi ræða var flutt hafi stóru bandarísku fjárfestingarbankarnir á Wall Street, sem nú eru allir horfnir, fengið sama styrkleikamat eftir sömu mælikvörðum, sem og bresku, hollensku, belgísku, þýsku, dönsku, spænsku, norsku og sænsku bankarnir sem nú hefur ýmis orðið að þjóðnýta eða dæla í þá ómældum milljörðum evra til að forða þeim frá lausafjárskorti og sömu örlögum og hinna íslensku. Þessir bankar stóðu ekkert allir svona tæpt fyrir. Það var engin lygi að Lloyds, HBOS, Fortis, RBS, ING eða Barclays stóðust alla hefðbundna mælikvarða á styrk rétt áður en lánsfjárkreppan harðnaði fyrir alvöru. Bankagreinendur um allan heim voru ekki að taka þátt í neinum blekkingarleik.

Hins vegar blasir við að innbyggð áhætta í fjármálakerfi heimsins var orðin mikil, ekki síst vegna flókinna fjármálagerninga sem svo kaldhæðnislega vill til að íslensku bankarnir tóku nær engan þátt í. Auk þess var skuldsetning bæði atvinnulífs og þjóða orðin gífurleg eftir langt tímabil ódýrs fjármagns. Slíkt veldur eignaverðsbólum líkt og gerðist hér á landi og endar gjarnan með kreppu.

Hættan lá í lánsfjárkreppunni og þverrandi trausti sem nú er að valda heimskreppu en ekki fyrst og fremst í sjálfri stöðu bankanna. Á þetta var bent mánuðum saman.

Arnar (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 13:09

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Arnar, ég er ósammála þér hvað það varðar að ég rökstyð ekki mál mitt en ég benti á að málflutning fyrrum yfirmanns Greiningadeildar Landsbankns frá því sl. vor sem nú er bæði orðinn sérstakur hagfræðingur og talsmaður Nýja landsbankans og  í nefnd á vegum Samfylkingarinnar við að leysa úr vanda lántakenda, var ekki í takt við raunverulega stöðu bankanna. 

Ég vil einnig benda þér á að Edda Rós sat í sérstakri nefnd viðskiptamanna sem valdi Icesaves sem bestu viðskipti síðasta árs.

Edda Rós tók að sér það verk að snúa út úr og gera lítið úr þeim viðvörunum sem Danske Bank birti um íslenskt efnahagslíf fyrir um 3 árum síðan. Það vill svo til að ég las aftur fyrir skömmu skýrslu Danske Bank og því miður var að Danirnir voru sannspáir og máluðu stöðun síst dekkri litum en sá raunveruleiki sem blasir við íslensku þjóðinni.

Það er mín skoðun að ef það á að endurnýja traust á íslensku viðskiptalífi þá er það ekki gert með því að hafa sama liðið í forsvari og stóð fyrir rugli síðustu ára.

Sigurjón Þórðarson, 7.11.2008 kl. 13:47

6 Smámynd: Tori

Ábyrgðarleysið er; Þú ert sérfræðingur, veist um vandann, talar og talar, en gerir ekkert til að leysa vandann. Arnar er þetta flókið?

Tori, 7.11.2008 kl. 18:44

7 identicon

Sigurjón, ég hélt ég hefði verið að útskýra fyrir þér að á þeim tíma sem þessi ræða var flutt stóðu íslensku bankarnir ekki verr hvað varðar alla hefðbundna mælikvarða á styrk banka en bankar almennt í heiminum. Það þurfti dýpstu fjármálakreppu frá 1929 til að fella þá og þá var það ekki á grundvelli eiginfjárstöðu heldur þess að þeir tilheyrðu of litlu myntsvæði til að eiga lánveitanda til þrautavara. Milljörðum  á milljarða ofan hefur verið dælt inn í banka í öllum nágrannalöndum okkar til að forða þeim frá sömu örlögum; að falla vegna lánsfjárkreppu.

Danske bank var að spá djúpri kreppu 2006 og 2007. Hún varð ekki. Kreppan sem við erum nú í er af sömu orsökum og Danir sjálfir standa frammi fyrir einni dýpstu kreppu þar í landi í langan tíma, m.a. einhvern veikasta húsnæðismarkað í Evrópu vegna eignaverðsbólu.

Og Tori og Grasa Gudda: Ef þið hefðuð eitthvað lesið af því sem kom frá greiningardeildum allra bankanna hefði blasað við ykkur að þar var heldur betur varað við afleiðingum þess að íslensku bankarnir áttu ekki lánveitanda til þrautavara. Bent var á nauðsyn þess að auka gjaldeyrisvaraforðann og svo vissu væntanlega allir hver hin leiðin var þótt það væri ekki sagt berum orðum í útgáfum bankanna sjálfra: Minnka umsvif bankanna erlendis! Sú leið var á valdi Seðlabanka og stjórnvalda. Seðlabankinn upplýsti að vísu nýlega á vefsíðu sinni að ítrekað hafi verið reynt að fá lán eða gjaldeyrisskiptasamninga til að auka viðbúnað alveg frá byrjun þessa árs og í allt sumar. Eðlilega veltir maður fyrir sér hvað olli því að hvorki Seðlabanki né stjórnvöld gripu til annarra úrræða andspænis dýpkandi fjármálakreppu með ofvaxið bankakerfi og augljóst að við værum nær ein á báti með alltof lítinn gjaldeyrisforða til að bjarga einu eða neinu???

En sérfræðingar geta því miður oft aðeins talað um vandann og þannig reynt að vekja þá sem eru í valdastöðum til að leysa hann. Það er ekkert flókið. Kjósi valdamenn að hunsa viðvaranir getur illa farið. (Einhver dæmi sem þér detta í hug í fljótu bragði?).

Arnar (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 20:39

8 Smámynd: Tori

Arnar, ertu að segja að bankarnir sjálfir hefðu ekki getað selt eignir erlendis?

Tori, 7.11.2008 kl. 21:08

9 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

"Þessi manneskja var ein af höfundum Icesave" segir Jón Jónsson í fyrstu athugasemdinni.  Hvað í ósköpunum hefur hann fyrir sér í því?

Vilhjálmur Þorsteinsson, 9.11.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband