Leita í fréttum mbl.is

Er Geir að spila póker við þjóðina?

Sjálfstæðisflokkurinn heldur spilunum að sér og þjóðin fær lítið að vita um hvað hún þarf að borga vegna aðgerða sem sérvaldir vinir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks gripu til á ábyrgð þjóðarinnar. Ekki fær þjóðin heldur að vita hverjir seldu sig út úr bönkunum rétt áður en þeir voru þjóðnýttir. Það skyldu þó aldrei vera sömu nöfnin og fengu bankana fyrir lítið fyrir fimm, sex árum.

Þá vakti athygli mína í viðtalinu við Geir að hann játaði hvorki né neitaði að íslenska ríkið þyrfti að taka á sig allt að 1.200 milljarða skuld vegna bankaævintýrisins. Segjum að við fengjum lán á góðum kjörum fyrir þessari skuld, lán sem næmi 5% af upphæðinni kallaði á afborganir og vexti upp á 60 milljarða króna árlega til 100 ára. Sú upphæð er 1/6 útflutningstekna íslensku þjóðarinnar.

Ætli það séu ekki álíka mikil verðmæti og alls árlegs þorskafla á Íslandsmiðum?

Nýir tímar á traustum grunni var slagorðið fyrir síðustu kosningar. Því miður á betur við að tímarnir séu á skuldugum grunni.


mbl.is Ekki rétt að boða til kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Geir var einfaldlega að jarða Sjálfstæðisflokkinn með því að lýsa því yfir að hann hyggðist ekki skipta um áhöfn í Seðalbannkanum.

Fólk vill að það sér gert, hvert mannsbarn skilur þau hrapalegu mistök sem þar voru gerð og það er siðblinda að verja þau mistök fram í rauðan dauðann.

Vilborg Traustadóttir, 23.10.2008 kl. 01:40

2 Smámynd: Björn Birgisson

23.10.2008 | 00:22

Endalok Sjálfstæðisflokksins?

Sigmar var flottur í kvöld, Geir Haarde reyndi sitt besta, verjandi vondan málstað. Hvað stendur eftir? Kolbrunninn Sjálfstæðisflokkur kapitalismans, rúinn trausti, enda ábyrgur fyrir nánast öllu klúðrinu undanfarin ár. Það að halda hlífiskildi yfir stjórn Seðlabankans er síðasti naglinn í kistu Sjálfstæðisflokksins hvað varðar stjórn þessa lands. Þrælslund þess flokks við Davíð Oddsson er aumkunarverð. Burt með ykkur frjálshyggjupostular, þið eruð hreinn og klár viðbjóður á Íslenskri grundu.


Björn Birgisson, 23.10.2008 kl. 02:48

3 identicon

Ábyrgðar krefst af ríkisstjórn Íslands, þ.e.a.s. Sjálfstæðisflokksins.

ee (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 04:19

4 identicon

Skrýtið hvað hann Geir leggur mikið upp úr því að verja mann sem er svo augljóslega algjörlega vanhæfur í þessu starfi.  Ætli hann sé að hugsa að það skapi slæmt fordæmi að setja af vanhæfa pólitískt skipaða einstaklinga?

Hann er allavega að gefa þjóðinni puttann og setja flokkshag, pólitíska spillingu og hugsanlega eigin hagsmuni langt ofar þjóðarhag.  Sérkennilegur forsætisráðherra það.   Er honum þá yfirleitt treystandi?

 Það að tala um að verið sé að persónugera hlutina er svo barnalegt að það er ekki einu sinni svaravert.

Greyið hann Geir Gunga virðist vera í einhverri tilvistarkreppu og afneitun. 

Fannar (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 04:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband