6.9.2008 | 23:08
Gloppótt gagnrýni á greiningardeildir
Greiningardeildir bankanna hafa gengið nokkuð harkalega fram í gagnrýni á Seðlabankann og halda því blákalt fram að bankinn kunni ekki að mæla viðskiptajöfnuðinn rétt. Ég efast stórlega um að gloppótt bókhald Seðlabankans í að gera grein fyrir greiðslujöfnuði sé stóra vandamálið í efnahagskerfi Íslendinga. Vandamálið er miklu frekar að hvorki Seðlabankinn né stjórnvöld stemmdu stigu við stórtækri erlendri lántöku íslensku viðskiptabankanna þegar hún bauðst á góðum kjörum.
Það er mitt mat að löngu sé orðið tímabært fyrir íslenska fjölmiðla að taka sig taki og skrúfa ekki gagnrýnislaust hvað eftir annað frá krana greiningardeilda bankanna sem buna út spádómum sem eru oftar en ekki undirleikur með hagsmunum eigenda bankanna.
Af þessu tilefni er rétt, þegar áreiðanleiki spádómanna er metinn, að rifja upp hver verðbólguspáin fyrir árið í ár var hjá þessum greiningardeildum. Ég tek undir með Dögg Pálsdóttur, það er meira en lítið skrýtið samfélag þegar helsta gagnrýnin á viðskiptalífið kemur úr nafnlausum myndböndum. Þetta eru mál sem snerta venjulegt fólk sem á nú í vaxandi erfiðleikum með að borga af lánunum sínum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 1013226
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Innlent
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
- Svona verður verkfall lækna á Akureyri
- Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn systur sinni
- Einn fluttur á slysadeild: Miklar umferðartafir
- Myndir: Náttúrulegur þröskuldur að taka við
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
Erlent
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
Athugasemdir
Kosturinn við þig Sigurjón að þú þorir að tala um það sem aðrir þora aðeins að hugsa en ekki segja. Ég held að þú hafir hitt naglann aldeilis á höfuðið í þessari færslu. Reyndar er einnig hér mjög áhugaverð færsla dagssett 06.09.2008 www.jonas.is .
Jóhann Kristjánsson, 6.9.2008 kl. 23:37
Sæll félagi ég vil benda á þessi skrif hér... Og síðan er ekki úr vegi að lesa þetta hér.... Ég er alveg sammála, það er stórmerkilegt hvað þessa greiningardeildir geta dælt út mikilli dellu án þess að fá svo sem eina spurningu um fyrri spár sem enduðu handónýtar í klósettinu.
Hallgrímur Guðmundsson, 6.9.2008 kl. 23:43
Heilir og sælir; Sigurjón og Jóhann Eyfirzki og aðrir skrifarar !
Jóhann minn ! Far þú; inn á síðu mína, og þar munt þú sjá, að fleirri ÞORA, að tala um hlutina, að þeim Skagfirzka Sigurjóni ólöstuðum.
Því miður; piltar ! Frjálslyndi flokkurinn hefir glatað tiltrú minni, auk fjölda annarra, eins og með samþykkt breytingarinnar, á þingsköpum hins; reyndar óþarfa og gagnslausa Alþingis, og ekki síður, þá áráttu, að dingla með hinum flokkunum, í að þiggja ''aðstoðarmenn'' þingmanna. Skömm; að svona starfsháttum, Jóhann Eyfirðingur.
Með sæmilegum kveðjum; samt, af Suðurlandi, á Norðurland /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 23:46
Sæll Sigurjón.
Ég hefi margsinnis gagnrýnt greiningardeildir bankanna og hvernig þeir hinir sömu reyna að hafa áhrif á stjórnvöld og peningastefnu í landinu.
Gallinn er sá að eignarhald í fjölmiðlum er á fárra höndum og afrekin eftir því.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 6.9.2008 kl. 23:56
Gagnríni á seðlabankann frá viðskiptabönkunum þýðir á mannamáli "látum almenning borga niðursveifluna og hallann á sukkinu"
Gulli litli, 7.9.2008 kl. 09:11
Komið þið sæl; á ný !
Hvorki Jóhann Eyfirzki; né sá mæti drengur, Hallgrímur Guðmundsson útvegsbóndi, fremur en aðrir, leggja til atlögu við mig, að svo komnu, Sigurjón.
Er ekki aumt; hlutskipti FF, að verða 5. hjól, undir vagndruslu íslenzka flokkakerfisins, gott fólk ?
Sýnt þykir mér; að sannleikanum sé hver sárreiðastur !
Með beztu kveðjum; á ný /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 14:15
Óskar elsku karlinn minn, af hverju á ég að leggja til atlögu við þig, og þá um hvað? Ef ég hef eitthvað við starfsaðferðir FF að athuga og þarf að rífa kjaft yfir því þá geri ég það ekki í opinberum fjölmiðlum. Ég kem mínum skoðunum um þau mál til þeirra sem við á milliliðalaust. Það eru aðferðir sem þið íhaldsgaurar og fleiri mættu taka til fyrirmyndar.
Dapurleg er staðan minn kæri, íhaldið getur varla rætt við samstarfsflokk sinn án aðstoðar fjölmiðla og oft á tíðum ræðast samflokkamenn íhaldsins ekki við öðruvísi. Ég kýs að halda mig við mína aðferð.
Hallgrímur Guðmundsson, 7.9.2008 kl. 19:34
Komið þið sæl; enn !
Hallgrímur ! Enn; verð ég að minna þig á (gæti svo sem hringt í þig; kjósir þú svo) digurbarka hátt Frjálslynda flokksins, og, í upphafi ferils hans, hverju lofað var, misminni mig ekki, að hann yrði talsvert, á skjön við þá flokka, sem fyrir voru.
Mér þykir helvíti hart; hvar ég rak nokkuð mikinn áróður, í þágu FF, fyrir kosningar 2007, í Árnes- og Rangárvallasýslum, megi svo ekki ræða, fyrir opnum tjöldum, um þá annmarka, sem stefnubreytingar ýmsar, hverjar orðið hafa, innanbúðar hjá ykkur, og reikna samt með, að þvergirðingar; sem ég og aðrir, tökum þegjandi, samasem hátterni ykkar, með hinum flokkunum.
Jú; jú, víst er ég íhaldsmaður, en........... af gamla skólanum, og af allt öðrum meiði, en hægt er að kenna, við Sjálfstæðisflokks fjandann.
Ég ætla ekkert; að biðja forláts, á hreinskilni minni, nú eða síðar, í orðræðum nokkrum, svo ljóst megi öllum vera, Norðanmenn góðir; Hallgrímur, já; og raunar beini ég þeim orðum til allra þeirra, hverjir þátt taka, í umræðu þessarri, líka sem á öðrum vettvangi.
Hitt er annað; svo sem málum er komið, hér á Fróni, vil ég, að Alþingi og Lýðveldi verði niður lögð; og við taki Alþýðuþjóðveldi á þjóðernisgrunni vinnandi stétta; með stjórn bænda - sjómanna - verkamanna og iðnaðarmanna. Þá kynnu vindar vors, að blása, í þjóðlífi öllu, gott fólk.
Með beztu kveðjum enn; norður yfir heiðar, sem víðar um land /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 20:06
Sjáum til hvað verður Óskar, það er enginn eilífur, ekki einu sinni í pólitík. Það er eitthvað sem segir mér að breytingar muni eiga sér stað á ólíklegustu stöðum áður en langt um líður...
Hallgrímur Guðmundsson, 7.9.2008 kl. 21:28
Komið þið sæl; sem oftar !
Jú; Hallgrímur minn. Sjáum; hverjum klukkan glymur, þá þar að kemur.
Skal nú kyrrt vera; um hríð.
Með hinum beztu kveðjum, sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 22:32
Þeir hafa nú bara gott af því þessir strákar Óskar minn að talað sé við þá á kjarnyrtu máli. Ekki hygg ég að þeir hefðu orðið borubrattir hefðu þeir lent í kjaftinum á Skarphéðni Njálssyni eða undir öxinni Rimmugýgi ef Héðinn hefði verið búinn að fá sér í tána.
Þeir voru brundillir Rangæingar um fengitíðina sem frægt er.
Árni Gunnarsson, 7.9.2008 kl. 23:19
Ég ætla nú ekki að vera að bítast á við þig Óskar Helgi. Ég tel nú ekki neina ástæðu til þess opinberlega. Ég biðst afsökunar á að hafa sært þig með því að hafa ekki lagt nafn þitt við þá sem þora að tala hreint út um málin. Biðst velvirðingar á því ;)
Jóhann Kristjánsson, 7.9.2008 kl. 23:38
Komið þið sæl; sem æfinlegast !
Árni ! Þakka þér; veglyndið, sem skýra vísun, til frænda minna, á Bergþórshvoli. Rangæingar eru; reyndar, burðarásar Sunnlenzks samfélags, þótt svo Árnesingar og Skaftfellingar vilji fylgja þeim, þá mikið kann, við að liggja.
Jóhann ! Þakka þér; jafnframt, einurð þína, sem ergi allt, og,, sem betur fer, finnast þeir nú fleirri enn, okkur Sigurjóni sízt lakari, að minni hyggju, þótt þverrandi vilji verða, hin seinni misserin.
Og; til hamingju, með erfingjann, Jóhann minn.
Með beztu kveðjum; enn, Norður um, sem víðar um land /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.