15.6.2008 | 15:11
Heilræði til Karls Valgarðs Matthíassonar
Fyrir síðustu kosningar kom Karl V. Matthíasson verulega á óvart og sá og sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Það sem hann gerði öðruvísi en aðrir frambjóðendur var að hann lét sig óréttlætið og óstjórnina í sjávarútvegi miklu varða. Í aðdraganda alþingiskosninganna hélt hann áfram að setja þessi mál á oddinn þannig að fólkið í kjördæminu sem treystir svo mjög á sjávarútveg trúði Karli og treysti fyrir atkvæði sínu.
Formaður Samfylkingarinnar fór ekki dult með að óvæntur sigur Karls V. Matthíassonar væri henni ekki að skapi. Hafði Ingibjörg á orði þegar úrslit prófkjörsins lágu ljós fyrir að hlutur kvenna væri rýr. Væntanlega hefur fleira valdið því að Karl var ekki í náðinni en að hann væri af röngu kyni, ekki síst áherslurnar í sjávarútvegsmálum en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var þá nýlega gengin LÍÚ á hönd.
Eftir myndun ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var tekin upp stefna Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum með tilheyrandi óréttlæti og mannréttindabrotum. Henni hefur verið haldið óhikað áfram þrátt fyrir að fyrir liggi álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að breyta beri stefnunni.
Þessi stefna óréttlætis hefur valdið Karli Matthíassyni ómældum erfiðleikum þar sem hann lofaði fólkinu sem kaus hann öðru. Hann hefur hvað eftir annað verið eins og illa gerður hlutur í umræðunni enda staðinn að því að plata kjósendur sína. Fyrir örfáum dögum sagðist Karl vera glaður yfir hrokafullu og siðblindu svari ríkisstjórnarinnar til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Í nýlegu útvarpsviðtali á Útvarpi Sögu virtist sem gleðivíman yfir áframhaldandi mannréttindabrotum væri runnin af Karli og hann væri smám saman að átta sig á að hann væri orðinn samsekur í alvarlegri brotastarfsemi gagnvart sjómönnum sem hafa lagt á sig áralanga baráttu fyrir réttlætinu.
Ég tel tímabært að Karl íhugi stöðu sína enda getur hann gengið að því sem vísu að pólitískir andstæðingar munu velta honum upp úr tvöfeldninni, þ.e. að hann láti kjósa sig til réttlátra breytinga en sé síðan í nauðvörn til að viðhalda óréttlætinu og mannréttindabrotum.
Ekki tel ég að Karl geti vænst mikils stuðnings frá formanni Samfylkingarinnar þegar fram í sækir. Hún mun ekki endurgjalda honum stuðning þó svo að hann styðji hana í þeim skítverkum að framfylgja stefnu hennar og Sjálfstæðisflokksins.
Það eina í stöðunni fyrir Karl er að verða afturbata og lýsa yfir harðri andstöðu við siðblint svar ríkisstjórnarinnar og beita sér af hörku fyrir umbótum en það ætti ekki að vera snúnara fyrir Samfylkinguna að lýsa yfir andstöðu við áframhaldandi mannréttindabrot á sjómönnum en að lýsa andúð á drápi á fáeinum hrefnum.
Ef Karl V. Matthíasson fer ekki þessa leið nú tímabundið gegn straumnum mun róðurinn verða þungur þegar fram í sækir og þá ekki einungis hvað varðar pólitískan feril heldur enn frekar við samviskuna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 1013226
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Sigurjón.
Karl V. Matthíasson er eini stjórnarliðinn sem tjáð hefur hug sinn afdráttalaust um álit Mannréttindanefndar SÞ, og síðast í fréttatíma sjónvarps í gær lýsti hann sig andvígan svari ríkistjórnarinnar til Mannréttindanefndar SÞ, sem miklu áfalli fyrir sig persónulega.
Það er alveg furðulegt með þig að þurfa að ráðast á Karl með þessum hætti !
Níels A. Ársælsson., 15.6.2008 kl. 18:27
Níels ég er að veita Karli ráð.
Sigurjón Þórðarson, 15.6.2008 kl. 21:02
"Mér finnst svarið frekar vægt, svo vægt sé til orða tekið. Ég hefði viljað sjá mun skýrari og ákveðnari svör og að það hefði verið skoðað hvernig hægt hefði verið að koma til móts við mennina sem hrundu málinu af stað."
Karl segir að kvótakerfið verði að endurskoða. "Eins og það er í dag ber það dauðann í sér fyrir stóran hluta smábáta og minni útgerða. Endurskoðunar er sannarlega þörf."- kóp
Sigurjón Þórðarson, 15.6.2008 kl. 21:15
Ég þekki Karl af góðu einu og tel hann til vina minna og er ekki í minnsta vafa um að hann meinti hvert orð í kosningabaráttunni. Það liggur hins vegar fyrir að hann á fleiri skoðanabræður annarsstaðar en í sínum eigin flokk, því miður. Það yrði mjög góð liðveisla fyrir Frjálslynda að fá Karl V. Matthíasson í sínar raðir.
Sigurður Þórðarson, 15.6.2008 kl. 21:24
Enn og aftur Sigurjón, NIÐUR MEÐ SAMFYLKINGUNA og hennar drauga. Með beztu kveðju.
Bumba, 15.6.2008 kl. 22:46
Það er furðuleg óbilgirni og útúrsnúningur hér á ferðinni varðandi skoðanir, vilja og trúmennsku Karls í afstöðu sinni til sjávarútvegsmála. Hann er eini þingmaðurinn sem talar um þessi mál ekki bara af réttlæti heldur líka af mikilli ástríðu vegna þeirra þekkingar sem hann hefur á þessum málum.
Þessi skrif eru svona eins eitthvað sem dregið hefur dám af stjórnarfari Rómverja þegar menn komu aftan að næsta og stungu í bakið eða sveðjuðu höfuðið af!
Hvernig væri að snúa bökum saman í þessu máli og halda kj. á réttum stöðum og nota munninn líka á réttum stöðum og tíma?
Sigurjón, ég er bara að veita þér ráð! Já og auðvitað heilræði líka eins kristilegt siðgæði boðar!
Edda Agnarsdóttir, 16.6.2008 kl. 01:24
Edda hvaða útúrsnúninga áttu við?
Hvað hefur breyst eftir að Karl komst til áhrifa sem leiðtogi Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum - Kerfið hefur versnað og Samfylkingin skirfað undir svar til Mannréttindanefndar SÞ um að það eigi að halda áfram mannréttindabrotum.
Þetta er ömurlegar staðreyndir fyrir Samfylkiniguna.
Sigurjón Þórðarson, 16.6.2008 kl. 07:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.