Leita í fréttum mbl.is

Dr. Jón Jekyll og Mr. Grétar Hyde

Bekkjarformaður Frjálslynda flokksins fer allsérstaka leið í að aga óbreytta liðsmenn þingflokksins sem hafa gerst sekir um þau agabrot sem honum eru á móti skapi sem er að gefa til kynna að rétt geti verið að sækja um Evrópusambandsaðild. Bæði Grétar Mar og Jón Magg. hafa gefið það til kynna og segir formaður þingflokksins í blaðagrein í Morgunblaðinu þann 20. mars að í því felist mikil pólitísk tvöfeldni og líkir þeim óbeint við dr. Jekyll og Mr. Hyde. Dr. Jekyll var grandvar og góður læknir sem fiktaði við lyf og breyttist af því í illmennið Mr. Hyde.

Ég er efasemdamaður um tilgang þess að  Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Ég set engu að síður spurningarmerki við það þegar formaður þingflokksins tilkynnir alþjóð hver hin eina sanna lína flokksins er og sakar í leiðinni þá flokksmenn sem ekki fara eftir línunni um pólitíska tvöfeldni og eitthvað þaðan af verra. Stefna lýðræðislegra flokka hverju sinni hlýtur að endurspegla vilja almennra flokksmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég var einmitt að svara Höllu um þetta málefni, sem betur fer er enginn eins og fólk hefur misjafnafnar skoðanir, tja nema þá kannski X-D, þar snýst þetta um að vera sammála formanninum í einu og öllu og atkvæðin ganga í erfðir burt séð frá hvaða skoðun fólk hefur. Þegar ég var á sjó var einn mjög mælskur maður vélstjóri þar og þá hafði ég engann áhuga á pólitík, hann spurði mig hvað ég ætlaði að kjósa og ég sagði að ég væri pólitískt viðundur og myndi skila auðu, þá þakkaði hann mér fyrir að kjósa X-D og ég spurði hann hvernig hann fengi það út að ég væri að kjósa X-D ef ég skilaði auðu ? jú sagði hann, X-D hefur alltaf fast fylgi, föst atkvæði alveg sama hvernig kosningar fara og ef ég skila auðu þá styrkir það X-D svo það mæltti líkja því við að ég væri að kjósa X-D, eftir þetta hef ég alltaf kosið, en ekki X-D

Sævar Einarsson, 22.3.2008 kl. 12:27

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

EB aðild yrði örugglega náðarhögg fyrir hinar smáu og dreifðu sjávarbyggðir. "Stefna lýðræðislegra flokka hverju sinni hlýtur að endurspegla vilja almennra flokksmanna."  Sú stefna kom skýrt og greinilega fram á landsþingi og er til leiðbeiningar fyrir bekkjarformenn og umsjónakennara í fjarveru skólameistara.

Sigurður Þórðarson, 22.3.2008 kl. 12:47

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Ég er svolítið hugsi yfir því hvort stefna flokkanna endurspegli vilja almennra flokksmanna. Ég hef mjög grant fylgst með samskiptum forystusveita flokkanna við hina almennu flokkamenn á undanförnum árum og hef ekki orðið var við mikinn áhuga hjá forystusveitunum á að hlusta á skoðanir hins almenna flokksmanns. Afar sjaldan haldnir almennir umræðu eða málefnafundir og þeir fundir sem haldnir eru, er ekki gert ráð fyrir að hinir almennu flokksmenn tjái sig. Þeir mega hafa skoðun á máli frummælenda, en aðeins tala í eina til tvær mínútur.

Ég held að það sé kominn tími til að endurskoða þetta fyrirkomulag, því ég  sé ekki að það sé að þjóna öðru en bjóða fólki á fyrirlestur um sjónarmið fáliðaðs forystuhóps, þar sem hinn almenni flokksmaður á bara að hlusta og vera sammála forystunni. Hugmyndir almennra flokksmanna eiga hvergi aðgang að fundum flokkanna, því miður. 

Guðbjörn Jónsson, 22.3.2008 kl. 13:59

4 identicon

Ég er ósammála Sigurði Þórðarsyni um að ESB aðild yrði náðarhögg fyrir hinar smáu og dreifðu byggðir. Ég held þvert á móti að það yrði miklu betra fyrir þær og margvíslega möguleika á uppbyggingu að vera innan ESB. Má vísa á Írland, og jafnvel Portúgal um það.  Mbk. til Frjálslyndra. Össur.

Össur Skarphéðinsson (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 14:31

5 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það liggur alveg ljóst fyrir að krónan er ónýtur gjaldmiðill til þeirra nota sem gjaldmiðlar eiga að vera. Það þarf ekki að rifja upp allar þær rússíbanaferðir sem hún hefur farið frá 1983 til að átta sig á því. Þá verður þessi ferð sem nú stendur yfir ekki sú síðasta nema menn "kjósi hreinlega" að svo verði ekki. Hringavitleysan mun bara endurtaka sig - aftur og aftur - svo segir sagan minnsta kosti.

Krónan er í raun jafn léleg sem stjórntæki og kvótakerfið hefur reynst fyrir sjávarútveginn. Sé ekki möguleiki á að taka upp annað "stjórntæki" til að stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar en að ganga í ESB... verður svo að vera.

Frjálslyndir margir hverjir standa enn í þeirri meiningu að innganga í ESB sé óhugsandi vegna einhverra reglna ESB á sviði sjávarútvegsmála.Vandamálið liggur ekki hjá ESB. Heldur liggur það hjá okkur sjálfum í framsalskerfi aflaheimilda sem fyrst þarf að afnema. Því ekki viljum við að aflaheimildirnar sem ýmsum voru gefnar verði seldar útlendingum.

Því þurfa Frjálslyndir (margir hverjir) að snúa við blaðinu og endurmeta stöðuna; að þrýsta sem sagt á um aðildarviðræður við ESB og nota tækifærið og gera róttækar breytingar á fiskveiðikerfinu í leiðinni..til hagsbóta fyrir hinar dreifðu byggðir.    

Atli Hermannsson., 22.3.2008 kl. 15:14

6 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hver er opinber stefna flokksins varðandi inngöngu í ESB? Hef ekki lesið hana en hver sem hún er, hljóta menn að vera samhljóma í þeim boðskap sem samræmist stefnunni. Annað er ótrúverðugt og bendir til ósamstöðu og klofnings.Minnir mig á hulduherinn forðum  daga

Jón Magg eins og þú kallar hann hér að ofan, hefur löngum farið sínar leiðir í hinum ýmsu málaflokkum. Ber helst að nefna  afstöðu hans til málefna innflytjenda sem var afar hörð og óvægin í undanfara síðustu kosninga og jaðraði við andúð gagnvart innfleytjendum. Hann fór bókstaflega offari og þjóðinni blöskraði. FSá boðskapur sem hann breiddi út hafði gríðaleg áhrif á kjósendur, ekki FF í vil. Flokkurinn blæddi. Segja má að hann hafi róast eitthvað, vinurinn og er mildari í máli.

Einhver myndi benda á að sá maður rækist illa í flokki enda búinn að skipta um flokk a.m.k. þrisvar

Varðandi inngöngu í ESB þá er ég sammála þér Sigurjón, aðild myndi veita smáum og dreifðum náðarhöggið. Get ekki með nokkru móti áttað mig á þeirri maníu og tálsýn sem virðist hrjá Samfylkingarmenn. Þeir eru í vímu yfir því að vera að bjarga heiminum, innanlandsmál og efnahagsástand einstaklinga virðist ekki koma þeim við. Trúlega of léttvæg mál miðað við björgunaraðgerðirnar. Ekki heyrist boffs frá viðskiptaráðherra né félagsmálaráðherra sem reyndar er búið að reita allar fjaðrir af.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 22.3.2008 kl. 15:14

7 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

En Össur hvað um landbúnaðargeirann. Ætlarðu að telja okkur trú um að íslendingar muni halda áfram að versla Íslenskar landbúnaðarvörur þegar ódýrari vörur fara að flæða inn óhindrað í landið? Ég hef ekki séð íslendinga hugsa mikið um gæði varana ef þeir geta fengið ódýrari vörur af sömu tegund? Ég er ansi hræddur um að ESB aðild myndi ganga af landbúnaði dauðum!

Jóhann Kristjánsson, 22.3.2008 kl. 16:24

8 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er skondin athugasemd hjá þér ágæti Sigurjón vegna þessarar sérkennilegu samlíkingar sem þú vísar í.

Ég velti því fyrir mér hvar Guðrún Jóna Gunnarsdóttir fær sína pólitísku innrætingu. Það sem hún skrifar er greinilega af rætni í minn garð og henni er það að sjálfsögðu heimilt en það verður samt að hafa það sem sannara reynist. Í fyrsta lagi þá er það rangt að ég hafi löngum farið mínar leiðir í flokki. Ég var í meir en tvo áratugi í forustustörfum hjá Sjálfstæðisflokknum og það starf gekk vel og hnökralaust. Hins vegar kom upp ágreiningur sem ég sætti mig ekki við og sagði mig þá úr flokknum út af málefnum en ekki vegna spurninga um vegtyllur. Guðrún Jóna getur ekki fundið þessum orðum sínum  stað.  Þá má benda á að ég hvorki mótaði né markaði stefnu Frjálslynda flokksins í innflytjendamálum fyrir kosningar og ég var talsmaður flokksins í samræmi við þá stefnumörkun og er enn. Því fer fjarri að ég hafi gengið lengra en aðrir og má benda á ummæli t.d. formanns flokksins Guðjóns Arnars Kristjánssonar við setningu landsþings Frjálslynda flokksins í janúar 2007 og m.a. líka ummæli núverandi borgarstjóra og þáverandi flokksmanns í Frjálslynda flokknum.  Ákvörðun flokksstjórnar Frjálslynda flokksins (sem ég á ekki sæti í) um að gera innflytjendamálið að einu höfuðmáli í kosningabaráttunni síðustu var tekin vegna þess að flokksstjórnin taldi stefnuna skynsamlega og skýra málefnagrundvöll Frjálslynda flokksins í málinu og líkleg til að afla flokknum fylgi. Engin hreyfði andmælum við því þegar það var kynnt. Stefnan var því ekki að neinu leiti persónuleg heldur flokksins mótuð eftir lýðræðislegum leiðum. Ég skorast hins vegar ekki undan því að hafa átt aðild að þeirri stefnumótun og vera góður málsvari þeirrar stefnu sem flokkurinn mótaði í kosningabaráttunni. Það kann að vera rétt hjá Guðrúnu Jónu að þeir rekist illa í flokki sem hafa skipt um flokk þrisvar. Það á hins vegar ekki við um mig. Ég var í Sjálfstæðisflokknum og stóð að framboði Nýs afls sem gekk til liðs við Frjálslynda flokkinn sem einstaklingar.  En það eru ekki flokkar sem skipta máli í því sambandi heldur hversu heiðarlegir menn eru við eigin skoðanir. Þannig skipti Winston Churchill um flokk á sínum tíma vegna skoðanaágreinings og gekk síðan aftur í sinn gamla flokk þegar sá skoðanaágreiningur var leystur. Winston Churchill var hins vegar ekki óheiðarlegur við eigin skoðanir og skipti ekki um flokka vegna pólitísks metnaðar. Ég hef ekki heyrt sagnfræðinga sem fjallað hafa um Winston Churchill liggja honum á hálsi fyrir það heldur tala um hann sem mann að meiri að standa með sannfæringu sinni eins og ég hef alltaf gert og ætla mér ekki að breyta því.

Jón Magnússon, 22.3.2008 kl. 16:33

9 Smámynd: Sævar Einarsson

Jóhann Kristjánsson Ég er næstum viss um að ef þetta helv kvótadrasl væri ekki við lýði hjá bændum þá gætu þeir stækkað við sig svo um munar, framleitt mun meira sem þýðir minni framleiðslukostnaður á hvern líter af mjólk og hvert kíló af keti og svo geta þeir flutt þetta út í stórum stíl.  Íslenskir bændur eru að framleiða úrvals hráefni, mjólk, osta og kjöt sem hefur fengið afbragðs góða dóma erlendis en í stað þess að geta selt þetta út í meira mæli þá eru þeir að lepja dauðan úr skel og ef bændur eru ekki með risa bóndabýli þá er vonlaust að geta lifað af þessu. Gefum bændum fullt frelsi til að framleiða, notum þessa milljarða sem þeir fá í styrki árlega til að kaupa kvótann af þeim sem hafa þurft að borga fyrir hann og lofum þeim að stunda sjálfbæran búskap. Svo langar mig að bæta því við að ég uppalinn í sveit og helst vildi ég sjá að öll börn væru látin fara í sveit amk 3 sumur til að sýna sumum börnum hvaða mjólkin og kjötið kemur, maður hefur oftar en ekki heyrt hjá börnum að mjólkin og kjötið kemur úr búðinni, svo er þetta hollt og gott fyrir öll börn.

Sævar Einarsson, 22.3.2008 kl. 17:24

10 Smámynd: Sævar Einarsson

Ert þú þá Sir Winston Leonard Spencer Churchill Íslands Jón Magnússon ? afsakið, ég bara varð, ég er eitthvað svo ofvirkur núna

Sævar Einarsson, 22.3.2008 kl. 17:28

11 Smámynd: Halla Rut

Stjórnmálaflokkar skulu vera lýðræðislegir og er hverjum leyfilegt að hafa sýnar skoðanir. Ekki getur flokkur manna verið góður er af skoðanaskildu er hafður. Það er eingöngu hugmyndafræin sjálf sem dregur fólk saman en ekki hvert einstakt álit eða viðhorf.

Einar, þakka heiðurinn að þú skulir vitna í mig en þetta er það sem ég segi nú og mun segja áfram nema að einhver kraftaverka málsmaður komi mér í skilning um annað: Þótt það sé skítugt heima hjá manni og allt í drasli þýðir það ekki að við verðum að selja húsið.

Halla Rut , 22.3.2008 kl. 18:07

12 Smámynd: Halla Rut

Sigurjón: Þú kemur þessa dagana með hverja snilldarfærsluna á fætur annarri. Þú munt rísa hátt.

Sævarinn: Þú hefur nákvæmlega sömu sýn og ég á landbúnaðarmál. Gott að vita. Þetta er viðkvæmt mál sem fáir þora að tala um.

Halla Rut , 22.3.2008 kl. 18:10

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Að gefnu tilefni vil ég taka það fram, sem þó ætti hverjum manni að vera ljóst, að það hefur reynst Frjálslynda flokknum heilldrjúgt að Jón Magnússon skyldi hafa gengið til liðs við hann.

Sigurður Þórðarson, 22.3.2008 kl. 18:34

14 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Góður pistill hjá þér Sigurjón. Það er ekki laust við að það séu töluverð líkindi með þessum pistli og þeim síðasta sem þú ritaðir. Það er viss ritskoðun alltaf í gangi. Er ekki best að FF haldi þing um Evrópumálin og kanni hug félagsmanna?

Halla Rut:  Hver vill kaupa skítugt hús? Ekki ég. En ef einhver vill kenna mér að laga til þá þigg ég holl ráð. Ergó; við erum ekki best í heimi!!

Gunnar Skúli Ármannsson, 22.3.2008 kl. 19:28

15 Smámynd: Halla Rut

Gunnar: Ég ætla að gefa þér páskaegg án eggs en með málshætti. Málshátturinn er: Þeir sem sjá lengra, kaupa það sem gróða getur gefið þótt ósýnilegur sé öðrum. OG ÉG SKAL TAKA TIL MEÐ ÞÉR.

Halla Rut , 22.3.2008 kl. 20:15

16 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Að gefnu tilefni , þá verður haldin málþing ( allir flokkar ætla að vera með) um kosti og galla við inngöngu í ESB í Vestmannaeyjum fyrripartinn í Apríl ( nánari dagsetning ekki komin ) þeir sem hafa áhuga á að vera með er velkomið að hafa samband við Hönnu Birnu eða mig . kv .

Georg Eiður Arnarson, 22.3.2008 kl. 20:21

17 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Georg; Verður aukaferð hjá Herjófi, og hverjir standa fyrir þessu málþingi?

 Halla Rut: Þú ert glögg kona og hefur áttað þig á því að ég hef ekki gott af páskaeggjum. Málshátturinn er góður og ég sendi hann óbreyttann til baka. Það verður alltaf þörf á tiltekt því öðruvísi komumst við ekki inn í ES.

Gunnar Skúli Ármannsson, 22.3.2008 kl. 20:41

18 Smámynd: Halla Rut

Hva, eru þeir hættir að senda flugvélar til eyja?

Halla Rut , 22.3.2008 kl. 20:47

19 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Við erum best komin sjálfstæð Írar eru núna í vandræðum og eiga erfitt með að bjarga sér vegna gjaldmiðils og Evrópu reglna. Aftur á móti þarf að taka til hérna heima í Englandi fór fjármálaeftirlitið af stað við verðfall banka vegna þess að grunur lék á að leikreglur hefðu verið brotnar. Mér finnst afburða skrítið og hef minnst á það áður að ekki sé búið að setja á stað rannsókn á því hvað skeði hér í síðustu viku þar sem að málsmetandi menn segja að hér hafi innlendir aðilar verið að verki ekki krónubréf. Eins er þögn fjölmiðla og skortur á greiningum ótrúleg það er eins og þeir eigi hagsmuni að gæta. Nú þegar ætti að liggja fyrir hversvegna krónan féll og hverjir stóðu fyrir því. Það hvarflar að manni að það sé hlutur í atburðarrás til að losna við hana. Það eina sem í raun er að hér er það taumleysi sem að fjármagnið kemst upp með og það er hægt að laga með lagasetningum og eðlilegum leikreglum.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.3.2008 kl. 20:56

20 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sameiginlekt málþing allra flokka þar sem allir eru velkomnir. Þingmenn okkar Grétar Mar og sennilega  Kristinn H ætla að vera með aðrir eru einnig velkomnir . kv .

Georg Eiður Arnarson, 22.3.2008 kl. 21:06

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Evrópumálin hafa alltaf verið til umfjöllunar hjá FF.  Stefnan kemur fram í málefnahandbókinni og hún var ítrekuð á síðasta landsþingi ágreiningslaust. Flokkurinn á rætur í sjávarþorpunum þar sem fólk skilur nauðsyn þess að halda í og vernda náttúruauðlindirnar. Flokkurinn má ekki gleyma uppruna sínum. ("hefnist þeim er svíkur sína huldumey") Ef ríkisstjórnin missir tímabundið tök á ríkisfjármálunum á það ekki að leiða til upptöku evru enda myndi hún ekki leysa þann vanda. Hér ólíkt í EB löndunum hefur nánast alltaf verið gott atvinnustig. Því yrðum við að fórna fyrir fastgengi.

Sigurður Þórðarson, 22.3.2008 kl. 21:31

22 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Halla Rut:  Flug og Vestmannaeyjar er jafna sem aldrei hefur gengið upp. Ef þú ætlar að komast til eyja á réttum tíma þá er það sjóleiðin.

Georg: Væri gott að auglýsa þetta á heimasíðu FF með góðum fyrirvara.

Gunnar Skúli Ármannsson, 22.3.2008 kl. 21:35

23 Smámynd: Halla Rut

Gott væri líka að fá E-mail um fundinn: halla@kjosehf.is

Halla Rut , 22.3.2008 kl. 21:53

24 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Fundurinn verður auglýstur þegar nánari dagsetning liggur fyrir , einnig hverjir verða frummælendur og hvaða þingmenn ætla að mæta en viðbrögð eru mjög góð. kv .

ps, að gefnu tilefni , undirritaður er ekki hlynntur inngöngu í ESB.

Georg Eiður Arnarson, 22.3.2008 kl. 22:04

25 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ekki var nú meiningin að vera með beina rætni í þinn garð Jón M. heldur var ég einfaldlega að benda á hvernig ég og aðrir upplifðum málflutning þinn fyrir síðustu kosningar í málefnum innflytjenda. Heldur hefur hann mildast með tímanum. Algjör óþarfi að fara á límingunum yfir mínum skrifum.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 22.3.2008 kl. 22:47

26 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Guðrún Jóna.

Jón Magnússon er einn af þeim mörgu sem gekk í flokkinn skömmu aður en Margrét Sverrisdóttir yfirgaf hann og ég tel mig allvel hafa fylgst með og þær hinar sömu deilur og erjur sem þar voru á ferð beindust því miður nær eingöngu að hans persónu mjög svo að ósekju vægast sagt.

Sjálf átti ég þátt í því að móta stefnu í málefnum innflytjenda á sínum tíma í vinnuhópi þá ásamt núverandi borgarstjóra þáverandi flokksmanni og sú hins sama stefna hefur einungis verið rædd sem hinir stjórnmálaflokkarnir hafa bara ekki gert.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.3.2008 kl. 02:49

27 Smámynd: Halla Rut

Þetta er rétt hjá gmaríu og Viðari. Frjálslyndi flokkurinn er eini flokkurinn sem þorað hefur að tala um málið. Er það gott þegar stjórnmálaflokkar eru þannig settir að þeir þora ekki að tala um eða takast á við stór samfélagsmál sökum ofurhræðslu við óvinsældir?

Halla Rut , 23.3.2008 kl. 14:29

28 Smámynd: Halla Rut

Er hún ekki á heimasíðu hans.

Halla Rut , 23.3.2008 kl. 18:03

29 Smámynd: Halla Rut

Viðar þú ert að meina sem kom í MBL. Ég skal senda þér hana. Góð grein fyrir utan eitt einkennilegt orðalag sem sumir gætu tekið til sín og veit maður ekki alveg hvað þýðir. En eins og ég segi þá get ég ekki annað en verið sammála flestu sem þarna kemur fram.

Halla Rut , 23.3.2008 kl. 18:08

30 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Hvaða grein er verið að tala um Halla?

Hallgrímur Guðmundsson, 23.3.2008 kl. 21:06

31 Smámynd: Halla Rut

Eftir Kristinn H. Gunnarsson í Morgunblaðinu þann 20 03 2008 þar sem hann talar um stefnu Frjálslynda flokksins í ESB málinu.

Halla Rut , 23.3.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband