20.3.2008 | 18:18
Ritskoðunarárátta múslima
Það er að mínu viti mjög misráðið hjá múslimum á Íslandi að vera að fetta fingur út í sakleysislegar myndbirtingar. Með því eru þeir óneitanlega að samsama sig eða kannski öllu heldur búa til tengingu við þau öfgafullu viðbrögð sem urðu gegn dönsku myndunum þar sem teiknurum var hótað lífláti. Sannarlega var lagt á ráðin um að myrða þá.
Þeim væri miklu nær að reyna að aðlaga sig ríkjandi viðhorfum í vestrænum samfélögum þar sem dár er dregið að öllu og öllum - guði, öryrkjum og Frjálslynda flokknum.
Þó eru alltaf til einstaka stjórnmálamenn sem sleikja upp svona vitleysisviðhorf. Ekki kom á óvart að Kolbrún Halldórsdóttir bæri í bætifláka fyrir múslima vegna viðbragða talsmanna þeirra á Íslandi þar sem hún hefur ekki alls fyrir löngu sýnt af sér fádæmasleikjugang gagnvart stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Þar klæddi hún sig upp að hætti þarlendra kvenna þegar hún var í heimsókn á vegum Alþingis en stjórnvöld þar í landi eru þekkt fyrir flest annað en að virða réttindi kvenna og önnur mannréttindi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 1
- Sl. sólarhring: 138
- Sl. viku: 1428
- Frá upphafi: 1013019
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1268
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Fólk
- Jimmy Kimmel beygði af (myndskeið)
- Maður er að sjá svolítil tækifæri í skattheimtu þarna
- Tróð í sig köku eftir sigur Trump
- Mari Järsk syrgir besta vin sinn
- Fékk fyrirframgreiddan arf en er peningurinn búinn?
- Birnir sendir frá sér nýtt lag
- Eyþór Arnalds: Ég er rétt að byrja
- Myndir: Svona var fyrsta kvöldið á Airwaves
- Þótti óviðeigandi að hagnast fjárhagslega
- Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne
Athugasemdir
Sigurjón þó ég sé ekki oft sammála þér þá ætla ég að hæla þér fyrir að vera ólíkt flestum stjórnmálamönnum opið fyrir athugasemdir á þínu bloggi.
Jón Frímann það er ekki mikil ritskoðun að menn eyði athugasemdum á sínu bloggi og ekki hægt að bera það saman við ritskoðunarkröfu muslima, ég er hræddur um að þú fengir þá ekki að opna munninn því miður.
Einar Þór Strand, 20.3.2008 kl. 19:03
he he ég er td bannaður hjá Villa israelsvin í kaupmannahafnarblogginu.. hann þolir illa gagnrýni drengurinn sá.
Óskar Þorkelsson, 20.3.2008 kl. 19:05
Þetta viðtal í Kastljósi sýndi okkur aðeins smjörþefinn af því sem koma skal. Múslímar hér eru fámennir og hafa svo til engin samfélagsleg ítök. Þessi kurteisa ábending og hógværu mótmæli munu ekki vera þannig sett, ef og þegar, það breytist.
EINAR: Sammála þér. Furðuleg hugsun margra stjórnmálamanna að skrifa á blogg og loka svo fyrir athugasemdir. En þannig verða þeir margir, hætta að vilja heyra hvað fólkið vill og hugsar.
Halla Rut , 20.3.2008 kl. 19:18
Sæll Sigurjón,
mér finnst nú þetta mál svolítið flóknara. Kannski er það vegna þess hve gamall ég er orðinn. Þessi skotgrafahernaður ólíkra menningheima hefur ekki fært okkur neinn árangur hingað til. Ég held að við verðum að leita nýrra aðferða ef við ætlum að leysa þessi mál.
Gunnar Skúli Ármannsson, 20.3.2008 kl. 20:29
Erum við ekki sífellt að bregðast ókvæða við gagnrýni á það sem okkur er kærast?
Hvers vegna ættu múslimar að vera öðruvísi?
Guðbjörn Jónsson, 20.3.2008 kl. 20:42
Trúarofstæki er jafntillt, hvaðan sem það kemur.Múslimar og Gyðingar eru mest áberandi í dag,og heimurinn vari betri ef hann væri laus við hvorutveggja.En það sem hefur verið að gerast er að kristnir trúarofstækismenn eru í sífellt meira mæli farnir að tengja saman kristni og gyðingdóm.Ég var þurkaður út af bloggi hjá ágætum manni sem segist vera kristinn kaþólikki,eftir að ég benti honum á að hann væri trúvillingur vegna hrifningar hans á gyðingdómi.En við höfum hist síðan og fór vel á með okkur.Í guðs friði.
Sigurgeir Jónsson, 20.3.2008 kl. 21:14
Sæll Sigurjón.
Ég tel að við hvoru tveggja þurfum og verðum að gagnrýna fjölmiðla agnar ögn í þessu sambandi.
Mætti ekki kalla það " vitleysisviðhorf " að þörf fjölmiðla til að birta myndir sem á einhvern hátt særa trúarvitund einhverra, þurfi endilega að koma til ?
Í mínum huga er hér verið að nota og nýta mál til einhvers konar kollegasamstöðu í Danmörku sem og að auglýsa blað undir formerkjum tjáningarfrelsis fjölmiðla.
Við eigum ekki að mínu viti að láta etja okkur út deilur og erjur af slíkum toga og mér er mjög til efs að Salmann hafi að eigin frumkvæði komið í Kastljós vegna þessa.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 21.3.2008 kl. 00:59
Hugmyndir um fjölmenningarsamfélag er það fáránlegasta af öllu fáránlegu, hvar hefur það gengið upp svo vel sé ? ef einhverja langar svo gríðarlega til að lifa þannig samfélagi, þá er bara að flytja þangað í stað þess að vera að troða því uppá aðra. Og ég gat ekki annað en glott yfir þessari línu hjá þér með Kolbrúnu og sleikjuskapinn, priceless !
Sævar Einarsson, 21.3.2008 kl. 02:44
Það er rétt sem Sigurgeir segir að ofstæki er slæmt hvaðan sem það kemur. Ég hef engu að síður meiri skilning á því þegar krafan um ritskoðun kemur frá fólki sem býr í Miðausturlöndum og þekkir minna til vestrænna samfélaga og er því tortryggnara og áttar sig ekki á úr hvaða jarðvegi teikningarnar eru sprottnar.
Það er erfiðara að átta sig á því hvers vegna múslimar á Íslandi eru að gera veður yfir teikningum.
Sigurjón Þórðarson, 21.3.2008 kl. 10:43
Þarna ertu búin at tala í hring um sjálfan þig. Það sem stingur mig er að það virðist enginn annar sjá það.
Tilmæli til muslima:
"Þeim væri miklu nær að reyna að aðlaga sig ríkjandi viðhorfum í vestrænum samfélögum"
Ummæli um Kolbrúnu Halldórsdóttur:
"fádæmasleikjugang gagnvart stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Þar klæddi hún sig upp að hætti þarlendra kvenna þegar hún var í heimsókn á vegum Alþingis"
Þetta er náttúrulega tær snilld og sýnir þröngsýna og alveg ótrúlega hrokafulla afstöðu. Að vera að ætlast til þess að fólk virði þig og þinn heimavöll, á sama tíma ertu að skíta aðra manneskju fyrir að gera það sama, það er bara ekki þinn blettur á jörðinni.
Önnur (traustvekjandi) ummæli hér að ofan.
"aðlaga sig ríkjandi viðhorfum í vestrænum samfélögum þar sem dár er dregið að öllu og öllum - guði, öryrkjum og....................."
Boðorðin 10
http://is.wikipedia.org/wiki/Bo%C3%B0or%C3%B0in_t%C3%ADu
"Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma."
Sannarlega sannkristnir stjórnmálamenn á Fróni.
"Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, ........"
Þetta er úr þinni eigin biblíu,
Að vera að heimfæra það upp á fólk að það styðji einhverja morðóða vitleysinga í öðrum löndum. vegna þess að það virðir trú sína og það sem stendur í þeirra Testamenti. Þetta eru ásakanir sem ganga út í öfgar og jaðra við meiðyrði.
Þetta eru mínar skoöanir í nafni prentfrelsis, og viðkomandi er utan trúflokka.
Katala (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 11:44
Katala þér til upplýsingar þá er ég ekki í kristnum trúflokki enda snýst málið ekki um það heldur um ritskoðun.
Sigurjón Þórðarson, 21.3.2008 kl. 12:21
Katala svaraðu þessu "hvar hefur fjölmenningarsamfélag gengið upp svo vel sé ?" og mín ummæli um hana Kolbrúnu eru bara til að sýna hversu langt fólk gengur í hræsni, við eigum að aðlaga okkur að þeirra menningu en ef við viljum að múslimar aðlagi sig að okkar menningu þá erum við kallaðir fordómafullir rasistar ... duh ?
Sævar Einarsson, 21.3.2008 kl. 16:43
Mér skildist á talsmanni múslima að múhameð væri það fallegasta sem múslimar gætu ímyndað sér og mynd sem ekki gæti uppfyllt þá fegurð væri óviðeigandi. Múslimar virðast gleyma að fegurð er mjög afstæð og þess vegna finnst mér óviðeigandi af múslimum að ákveða einhliða hvað fegurð sé í raun og veru.
Mér finnst allavega ekki mikil fegurð í því sem sumir múslimar eru að aðhafast úti í löndum. Brenna fána og sprengja saklaust fólk í tætlur. Ég hef samt alls ekki neina fordóma gagnvart múslimskri trú eða múslimum yfirleitt, Tek það fram.
Jóhann Kristjánsson, 21.3.2008 kl. 17:12
„Með því eru þeir óneitanlega að samsama sig eða kannski öllu heldur búa til tengingu við þau öfgafullu viðbrögð sem urðu gegn dönsku myndunum þar sem teiknurum var hótað lífláti“.
Þessi orð þín Sigurjón eru fáránleg árás á Yousef Tamimi.
Í Kastljósinu gerði hann skýran greinarmun á teikningunni í tímariti
Illuga Jökulssonar og dönsku teikningunum. Hann benti á það að trúaðir múslimar forðast skurðgoðadýrkun og eru á móti myndum af spámanninum.
Hann benti líka á að enginn veit hvernig hann leit út í lifanda lífi og því væri
þessi mynd tilgangslaus og bætti engu við greinina. Þegar þú, Sigurjón, tengir þessar hógværu ábendingar við „öfgafull viðbrögð“ og „líflátshótunum“ þá ert þú farinn að fiska í gruggu vatni.
Ritfrelsi er eins og annað frelsi – það er ekki til þess að ráðast á aðra
eða það sem mönnum er kært. Ég sé enga ástæðu til þess að teikna skrípamynd af þér til þess að nýta mér rit- og prentfrelsi. Svoleiðis vitleysa grefur undan þessum réttindum. Athafnafrelsi þitt er í gildi þar til að þú ferð
að misbeita því og ganga gegn frelsi annarra. Þú hefur ekki frelsi til þess
að skerða rétt annarra.
Það vinnur gegn ritfrelsi að hampa aðgerðum dönsku blaðanna sem aðgerð
í þágu ritfrelsis. Andróður gegn múslimum er vatn á millu þeirra sem vinna
gegn því frelsi sem við búum við. Hún er af sama meiði og „stríðið gegn hryðjuverkum“, það er notað til þess að skerða frelsi vesturlandabúa.
Múslimar eru upp og ofan eins og annað fólk – það eru ekki allir kristnir Íslendingar á sama máli og Gunnar í Krossinum. Öfgamenn sem kenna sig við Islam eru eins og aðrir öfgamenn – þeir nota skálkaskjólin líkt og kristnir krossfarar á sínum tíma og drepa í nafni trúarinnar. Öfgafullir Síónistar ræna landi Palestínumanna og reisa þorp á stolnu landi. En það eru ekki allir gyðingar Síonistar.
Og svo má minna fyrrverandi þingmenn á 233. grein hegningarlaganna sem hljóðar svo: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Þú segir að það sé ríkjandi viðhorf í vestrænum samfélögum að dár sé dregið að öllu og öllum.
Gaktu hægt um gleðinnar dyr Sigurjón
Ábending Katala er mjög fín – beint í mark.
Hjálmtýr Heiðdal (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 18:08
Salmann Tamimi verður að þola það í íslensku samfélagi að honum sé mótmælt ef hann er kominn í þann leiðangur að ritskoða blöð og tímarit. Hjálmtýr, ég læt mér því í léttu rúmi liggja hvort þú kallar þetta árásir eða eitthvað annað. Það er nú svo að við búum ekki í trúarríki múslima þar sem sjaríalög gilda en eflaust vilja sumir koma þeim á.
Ég hef á tilfinningunni að það sé allt annar hópur sem mælir þessari ritskoðunaráráttu múslima á Íslandi bót, þeir sem var misboðið vegna auglýsingar Símans þar sem gert var grín að síðustu kvöldmáltíðinni. Þótt ég tilheyri hvorugum trúarhópnum er mér er til efs að myndirnar af Múhameð spámanni séu meira særandi en auglýsing Símans.
Ef til vill er þetta misskilningur, e.t.v. vilja Kolbrún og VG bara koma á allsherjarritskoðun á allt sem gæti misboðið sómatilfinningu einhverra.
Sigurjón Þórðarson, 21.3.2008 kl. 22:14
Heill og sæll; Sigurjón og aðrir skrifarar !
Meira andskotans slysið; að þú skyldir frá Alþingi hverfa, sem raun ber vitni, Sigurjón, eða;......... hvað hefir FF, við menn eins og Jón Magnússon, 1/2 Sjálfstæðismann, eða þá Kristinn H. Gunnarsson, 1/2 Alþýðubandalagsmann, að gera, í sínum röðum ?
Jafnvel; spjallvinkona okkar, hin mæta kona, Guðrún María Óskarsdóttir, er farin að mengast, af viðhorfum ''fjölmenningar'' kórsins, Sigurjón minn, og er það nú öllu lakara !
Hjálmtýr blessaður Heiðdal hefir; jah,, ........ síðan ég man eftir, á 8. áratug 20. aldar, verið samansúrraður, af fylgispektinni, við Filisteana (Palestínumenn), misminni mig ekki alvarlega, þá gaf hann það til kynna, í einhverjum dagblaðanna, á þeim tíma, sem æ síðan.
Gunnar Skúli, sá ágæti drengur; líkt, sem margir annarra, heldur að hægt sé að ná einhvers konar málamiðlun, við fylgjendur Múhameðs, því fer svo óra fjarri, sem tíðindi frá öðrum löndum, nær sem fjær, og frásagnir skikkanlegs fólks, víða utan úr heimi vottfesta.
Með beztu kveðjum, sem jafnan / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 23:58
Ég man nú þegar Steingrímur J kom með þá hugmynd að stofna netlögreglu ... fangamarkið VG hefur ætíð frá þvi að hann lét það útúr sér verið í mínum huga Vinstri Gulir og vísar það í "líðræðisríkið" Kína og svo hafa Sóley og Kolbrún verið duglegar að minna mig á fyrir hvað fangamarkið VG stendur fyrir, en þetta er bara mín skoðun og mig langaði að koma henni á framfæri, Steingrímur J er "drusla og gunga" (þetta eru jú hans orð sem hann hafði um Davíð Oddson )
Sævar Einarsson, 22.3.2008 kl. 10:17
Yousef Tamimi var ekki „í leiðangri til að ritskoða“ eins og þú skrifar. Hann var að benda á tilgangsleysi myndarinnar og að hún særði trúatilfinningar sumra múslima. Það að tjá sig um þetta hefur ekkert með ritskoðun að gera. Ef ég bendi þér á einhverja skoðun þína sem ég er ekki sammála þá er ég ekki að heimta að þú fáir ekki að birta þá skoðun. Þú ert með orðum þínum, bæði í upphafsinnleggi þínu og svarinu til mín að draga upp átakalínur sem eru ekki til staðar í þessu máli. Þú fabúlerar að einhverjir viljir koma á saríalögum hér og svo talar þú um að Kolbrún Halldórs vilji e.t.v. koma á allsherjarritskoðun til að vernda sómatilfinningu allra.
Svona málflutningur er helst í ætt við lýðskrum og hjálpar engum til þroska.
Við skulum taka á hverjum hlut eins og hann kemur fyrir. Ekki að búa til skoðanir og koma með dylgjur. Ef þér er annt um ritfrelsið þá skaltu virða innsta eðli þess.
Óskar Helgi er að reyna að segja eitthvað um mínar skoðanir væntanlega – en ég næ ekki samhenginu. Hann bætir kanski framsetninguna við tækifæri.
Hjálmtýr Heiðdal (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 11:56
Heill og sæll; Sigurjón og aðrir skrifarar !
Hjálmtýr ! Bið þig vel að virða; misminni mig nokkuð, um þínar meiningar, varðandi Filisteana (Palestínumenn), hélt örugglega, að þetta hafi verið eitthvað, á þessa leið.
Hafir þú ekki tekið nógu skýrt eftir, og ég ekki áréttað, nógsamlega, að þá væri það Íslands mesta gæfa, að Múhameðska fárið yrði, um komandi tíma, fjarri Íslands ströndum. Nóg er; að lesa - heyra og sjá, af vandkvæðum annarra þjóða, í samskiptum, við þessa andskotans drullusokka, Hjálmtýr minn !
Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 14:29
Sumir eru enn að reyna að jafna sig á Tyrkjaráninu sýnist mér.
Hjálmtýr Heiðdal (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 14:41
Og jú; rétt er það, m.a., Hjálmtýr minn !
Með beztu kveðjum, á ný / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 15:10
Þegar Ingibjörg Sólrún og Björn Bjarnason eru orðnir bestu vinir er fjandinn laus. Flestir múslimar á Íslandi sem ég þekki drekka brennivín og hafa lítinn áhuga á flutningi til Sádi Arabíu og hlæja að þessum myndamálum.
Sigurjón fellur í þá gryfju að halda að þetta snúist um ritfrelsi og hvernig við lifum hér á Vesturlöndum. Þetta snýst um að búa til hatur á milli "okkar" og "þeirra". Búa til stóra grýlu sem kemur í staðin fyrir Kommana og kannski gott betur.
Ritfrelsi er notað til að fá nytsama sakleysingja til að þeysast fram á sjónarsviðið og verja það sem þeim er heilagast. Sama trikkið var notað fyrir innrásina í Írak. Þá var spurningin "Styður þú öll illvirki Saddams?" Það vildi ekki nokkur maður og þess vegna kominn í hópinn sem vildi bomba Saddam og nokkur fátæk börn með.
Björn Heiðdal, 23.3.2008 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.