Leita í fréttum mbl.is

Ráðherra segir hrun krónunnar kærkomið

Það er margt skrýtið í kýrhausnum og sömuleiðis í kvörnum snillinganna á stjórnarheimilinu.

Á bloggsíðu Einars Kristins sjávarútvegsráðherra kemur fram að hann ræður sér vart fyrir kæti yfir hruni krónunnar og segir fallið bæði kærkomið og löngu tímabært. Eins og honum er svo gjarnt fer hann einn eða tvo hálfhringi í málflutningi sínum og segir að hrunið feli að vísu í sér einhverjar ógnir.

Ég teldi að Einar ætti að reyna að stilla sig í fögnuði yfir hruninu sem kemur örugglega mjög við buddu íslenskra heimila. Miklu nærtækara væri að snúa sér að því að fara að áliti mannréttindanefndar SÞ og rétta hlut þeirra sem hefur verið brotið á og tvöfalda í leiðinni þorskveiðar. Nú gengur sjómennskan helst út á það að forðast þorsk í stað þess að veiða hann. Það er auðvitað geggjun eins og áður hefur komið fram en ef til vill í fullu samræmi við yfirlýsingar ráðherra um efnahagsmál. 


mbl.is Krónan heldur áfram að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekkert sem þessi maður gapir um kemur mér á óvart lengur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2008 kl. 11:03

2 identicon

Ekki að ég sé neinn sérstakur aðdáandi sjávarútvegsráðherra, en það er eitt mjög jákvætt við þetta, sem er að þetta þurfti að gerast en var ekki að gerast. Ég hef heyrt pólitíkusa (aðallega úr Sjálfstæðisflokki að vísu) tala um það í mörg ár að dollarinn eigi raunverulega heima í kringum 78-80 kallinn og þessi uppsprengda króna var farin að hafa verulega neikvæð áhrif á útflutningsgreinarnar.

Þannig að þó þetta sé að vísu afskaplega hörð lending og mun vafalítið valda verðbólgu og bölvuðum leiðindum eftir einhverja mánuði, þá þurfti þetta að gerast en var ekki að gerast, en virkilega þurfti að gerast.

Það er verst hvað þetta kemur á erfiðum tíma, þegar áhættufælni erlendis er meiri en hún hefur verið undanfarið. Það er eiginlega það vonda við þetta, í fyrsta lagi tímasetningin og í öðru lagi hversu hratt þetta gerðist, sem er líklega afleiðing af hinu fyrra.

Það er auðvitað óþarfi að vera beinlínis kátur yfir þessu, enda eins og þú segir hefur þetta neikvæðar afleiðingar fyrir flesta, en það stendur sem hefur lengi staðið, að útflutningsgreinarnar hafa virkilega þurft að spyrja sig hvort þau þurfi ekki bara að flytja úr landi vegna hás gengis krónunnar. Lengi hefur verið orðrómur um að CCP sé að flytja úr landi og kannski hindrar þetta það... það væri mikill missir fyrir íslenska hugbúnaðargerð að missa CCP úr landi. 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 11:22

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þetta er siðlaust!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.3.2008 kl. 15:13

4 Smámynd: Snorri Gestsson

Í gamla daga var talað um að gengisfellingar væru einsog að míga í skóinn ! Virka þær öðruvísi í dag ? auðvitað ekki, skuldsetin fyrirtæki í sjávarútvegi og öðrum atvinnurekstri græða auðvitað ekkert á þessu, nema þau ná út kauplækkun og  skóflupakkið  situr eftir með sárt ennið ! og um næstu mánaðarmót verður búið að uppfæra alla erlenduskuldasúpuna og afborganir aldrei hærri en þá , glæsilegt.

Snorri Gestsson, 19.3.2008 kl. 15:36

5 Smámynd: Kristján Pétursson

Einar Kristinn er gott sýnishorn af steingeldri stjórn,sem horfir bara í eigin barm,þjóðin er honum óviðkomandi.Veiking krónunnar er ávísun á varðbólgu,sem innan mánaðar verður búin að þurka út umsamdar launahækkanir.Hringrás verðbólgunnar er skollin á,en forsætisráðhr.telur enga þörf á aðgerðum eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

Kristján Pétursson, 19.3.2008 kl. 20:42

6 Smámynd: haraldurhar

    Sigurjón það vita allir sem hafa fylgst með Einar Kristni, að hann hefur aldrei verið neitt annað en strenjabrúða þeirra sem hafa völdinn.  Slefað tvígang inn á þing, bæði skipinn vegna andstöðu sinnar við Kvótakerfið, en tók innan við sólahring í bæði skipinn að gleyma skoðunum sínum.

   Eg er ekki sammála þetta að kalla þettta hrun, þessi gengisaðlöðum, er í hæsta máta eðlileg, það sem hefur verið óeðlilegt er að hafa gjaldmiðill sem carry-trade gjaldmiðil, er hefur grundvallast á arfavitlausri peningamálastefnu Seðlabankans, í formi okurstýrivaxta, nú eru þeir tímar að ´fjárfesta og bankar hafa misst trúna á ísl. undramanninum í Seðlabankanum.

   Það sem vekur mest furðu mína að Stjórnarformaður og Bankastjórar Seðlabankas skuli vera algjörlega utangátta, eins og álfar út úr hól, og virðast og komast upp með, að gera alls ekki neitt.

haraldurhar, 19.3.2008 kl. 23:15

7 identicon

Það búið að vera blása krónuna upp svo lengi, hún hefur verið allt of há í alltof langan tíma. Það var haldið lofti í krónunin til að friða neitendur og útrásarvíkinga. En núna er komið að skuldardögum og við fáum að finna fyrir því.

Bjöggi (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 23:27

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var ábyrgðarleysi að leyfa spákaupmönnum að halda uppi allt of háu gengi krónunnar – útflutningsatvinnuvegum okkar og innlendri ferðaþjónustu til gríðarlegs tjóns. Háa gengið stuðlaði að kaupæði (oft á lánum) og miklum viðskiptahalla og almennt að óraunsæi í þjóðhagsmálum, t.d. með erlendum lántökum sem væru þær ódýrar og hentugar. Ég tek undir með Einari K., þótt fjárhagslega tapi ég á þessu vegna erlends láns.

Jón Valur Jensson, 19.3.2008 kl. 23:33

9 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Verð nú að viðurkenna að ég er ekki vel að mér um svokölluð millibankaviðskipti en það sem ég hef lesið í dag hefur fengið mig til að álykta að þetta mikla fall sé búið til af einhverjum hér innanlands og þá sennilega jafnvel bönkunum Hverjir sem gerðu þetta og þeir eru innlendir samkv ummælum Davíðs hljota að hafa gert þetta í ábataskyni hver er ábatin getur einhver frætt mig um það. Og ef það er rétt hjá mér að þetta sé verk ínnlendra fjármálastofnanna hver er þá ábyrgð stofnunar sem lánar manneskju fyrir húsnæði með kannski 90%  veði hristir siðan gengið um 25% veðið hjá manneskjunni er horfið gert er veðkall og allt hirt af viðkomandi og hann settur i vistaband gjaldþrots sem er nokkurskonar mansal. Er það löglegt það er allavega siðlaust allavega telur einn aðili ekki löglegt að einstaklingar hafi grætt á vilu í tölvukerfi með gjaldeyrisskraningu. Getur einhver útskyrt þessi mál á mannamáli

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.3.2008 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband