Leita í fréttum mbl.is

Geta bókhaldsbrellur lækkað skuldir?

Nú virðist sem gríðarleg skuldasöfnun þjóðarinnar sé loks að vekja ráðamenn úr roti liðinna ára eins og að ekki hafi horft til vandræða framundir þetta. 

Nú um helgina hefur hver hagfræðingurinn á fætur öðrum séð ástæðu til að ræða skuldasöfnun þjóðarinnar í útlöndum sem hagstjórnarlegt og efnahagslegt vandamál og gert að umtalsefni þær hagtölur sem ég bryddaði upp á í vikunni. Það er ekki í fyrsta sem ég vek athygli á þessu, ég var m.a. með utandagskrárumræðu meðan ég sat á þingi og hið sama má segja um Steingrím J. Sigfússon sem hefur lagt mikla áherslu á þessi mál.

Í Silfrinu fór einn viðmælenda Egils Helgasonar inn á þetta svið og taldi í barnaskap sínum að það væri hægt að losna við nánast allar skuldirnar með einhverri bókhaldsbrellu, þ.e. með því að skrá bankana í útlöndum.

Einhvern veginn segir mér svo hugur að það sé of gott til að vera satt ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þessi Kristinn trylltist gjörsamlega og útilokaði mig frá sínu bloggi þegar ég reyndi að útskýra fyrir honum að það þyrfti að standa skil á hundruðum milljarða í jökla- og krónubréfum en kassinn væri því miður tómur alveg eins og hausinn á þeim sem hafa verið að stjórna efnahags- og peningamálum þjóðarinnar. Þessi tapaða staða endurspeglast skiljanlega í hrynjandi gengi krónunnar og lánshæfi ríkissjóðs og bankanna.

Baldur Fjölnisson, 9.3.2008 kl. 20:02

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ef bankarnir hyrfu úr landi myndu gríðarlegar skattatekjur tapast.

Sigurður Þórðarson, 9.3.2008 kl. 20:17

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hvernig á að standa skil á hundruðum milljarða í krónu- og jöklabréfum? Skv. tölum seðlabankans var staða ríkissjóðs gagnvart útlöndum neikvæð um 243 milljarða um síðustu áramót og heildarskuldir hans eru því þegar upp á 300-400 milljarða hvað sem líður áróðri Göbbels og trúgjarnara manna. Seðlabankinn hefur gjaldeyrisforða upp á 160 milljarða og það eftir að ríkissjóður neyddist til að slá lán upp á 90 milljarða til að koma stöðu hans úr engu í nánast ekkert. Þannig er staðan. Við erum með stöðu upp á mínus tugi milljarða til að borga skammtímaskuldir upp á fleiri hundruð milljarða sem þýðir í raun að við höfum tapað okkar efnahagslega sjálfstæði og það er samkvæmt algjörlega meðvitaðri stefnu.

Baldur Fjölnisson, 9.3.2008 kl. 21:54

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Einhvern veginn hafa atvinnulygarar komið því inn í haus heimskingja að ríkissjóður væri "svo til skuldlaus" þegar veruleikinn (skýrslur seðlabankans sem byggjast ma. á upplýsingum frá ríkissjóði) leiða hið gagnstæða í ljós. Trúgirni ber öðru fremur vott um greindarskort og trúgjarnir heimskingjar eru skv. skilgreiningu ekki vel fallnir til að dæma um skilning annarra.

Baldur Fjölnisson, 9.3.2008 kl. 22:06

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Töflur

LýsigögnTímaraðirAnnað tengt efniUmsjón: Tómas Örn Kristinsson, upplýsingasviði. Netfang: tomas.orn.kristinsson@sedlabanki.is

Formaður Bankaráðs Seðlabankans heitir Halldór Blöndal. Bankaráð Seðlabankans er skipað af Álþingi Íslendinga.

Baldur Fjölnisson, 9.3.2008 kl. 22:11

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég hef ekki verið að ljúga því að trúgjörnu fólki að ríkissjóður væri svo til skuldlaus og trúgirni annarra er þeirra vandamál en ekki mitt þannig að þetta væl Kristins þarf að snúa að þeim sem lugu hann fullan en ekki að mér.

Baldur Fjölnisson, 9.3.2008 kl. 22:38

7 identicon

Kristinn, prófaðu að kommenta um eitthvað annað en kvótamál einu sinni. 

Gulli (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 22:58

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég er nú ekki menntunarsérfræðingur en fattaði þó í öðrum bekk að það er ekkert mark takandi á raðlygurum. En núna hefur skólakerfið skipulega dælt út treglesu fólki og lestrarkennsla er drjúgur þáttur í starfsemi framhaldsskóla og þeir sem hafa skipulega siglt kerfinu í strand vilja meina að lausnin sé að afhenda það sínum einkavinum. Til að gera það enn frekar í þágu Mussolinis. Þetta er að sjálfsögðu þrælað áfram án umræðu enda prómóterað af aðilum sem telja umræðustjórnmál af hinu verra, eins og samsíkópatar þeirra á makróskala sem ljúga fram endalaus stríð og manndráp.

Baldur Fjölnisson, 9.3.2008 kl. 23:55

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég veit að það er ekki pólitískt korrekt að kenna þeim sem hafa mótað skólastefnuna um gjaldþrot hennar og vafalaust er lausnin að láta einkavini þeirra sjá um að koma þessu öllu í lag - en samt er ákveðinn efi ... þessir hafragrautshausar hafa td. gjöreytt trúverðugleika gjaldmiðilsins með því að gera Halldór Blöndal að formanni bankaráðs seðlabankans og annars sett önnur keis þar við stjórn. Til þess að hægt sé að ljúga í gegn slíka hafragrautsheila þarftu örugglega alveg heiladrepandi skólakerfi - í þágu atvinnulífsins og Mussolinis.

Baldur Fjölnisson, 10.3.2008 kl. 00:18

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ef ég á að tala hreint út þá hafa þessir vitleysingjar stjórnað menntakerfi landsins með þeim forheimskandri árangri að stór hluti framhaldskennslu felst í að kenna fólki að lesa! Halló? Þetta er beinlínis glæpsamlegt. Og nú vill þessi glæpalýður afhenda einkavinum sínum skólakerfið og herskari trúgjarnra og treglæsra (úr skólakerfi glæpalýðsins) hálfvita kóar með dellunni. Þetta er súrrelaísk vitleysa.

Baldur Fjölnisson, 10.3.2008 kl. 00:33

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sigurjón,

ég gef ekki mikið fyrir pólitískt gjamm hérna þú getur skemmt þér við það og aðrir þeir sem hafa af því ánægju.

En það sem viðkemur að ófrægja skólastarf fólks sem leggur hart að sér - vil ég að þú svarir því sem ég spurði þig um

- fyrst þú leyfir þér að gaspra tilhæfulaust og fullkomlega marklaust þvaður út í loftið.

Ég bíð enn eftir svarinu - spurning mín er alveg skýr og þú veist sjálfur hvar hana er að finna  í athugasemdakerfinu þínu.

Marta B Helgadóttir, 11.3.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband