Leita í fréttum mbl.is

Klúbbur jafnaðarmanna sýnir fyrirhyggju

Það er greinilegt að klúbbur jafnaðarmanna á Alþingi gerir þjóðinni ljóst að hann sýnir aðhald nú þegar þjóðin virðist á leið inn í þrengingar í efnahagsmálum. Klúbburinn tryggir sér starfskrafta eins duglegasta liðsmanns vinaklúbbsins á sjötugsaldri. Ég á von á því að kjósendur virði þessa fyrirhyggju við að tryggja sér starfskrafta marga mánuði fram í tímann. Ef ekki hefði verið gerður þessi ráðningarsamningur með svo góðum fyrirvara hefði starfskrafturinn allt eins getað runnið úr greipum utanríkisþjónustunnar.

Það hefði vissulega orðið mikill skaði fyrir framtíð íslenskra hagsmuna nær - og þó sérstaklega fjær ...


mbl.is Sigríður Anna skipuð sendiherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Voru biðlaunin búin? Var hún búin að missa fría húsnæðið?

Þórbergur Torfason, 10.3.2008 kl. 23:42

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sigurjón,

ég gef ekki mikið fyrir pólitískt gjamm hérna þú getur skemmt þér við það og aðrir þeir sem hafa af því ánægju.

En það sem viðkemur að ófrægja skólastarf fólks sem leggur hart að sér - vil ég að þú svarir því sem ég spurði þig um

- fyrst þú leyfir þér að gaspra tilhæfulaust og fullkomlega marklaust þvaður út í loftið.

Ég bíð enn eftir svarinu - spurning mín er alveg skýr og þú veist sjálfur hvar hana er að finna  í athugasemdakerfinu þínu.

Marta B Helgadóttir, 11.3.2008 kl. 15:10

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er nú í vinnu sem ég reyni að sinna af samviskusemi. Ég taldi mig hafa svarað þér í athugasemd við hina færsluna. Það má vera að það hafi gætt örlítillar ónákvæmni í inngangi mínum og að þessi mikla rassía lögreglunnar sem beindist að nokkrum íbúðum hafi verið eitt og sama málið en ekki mörg mál eins og fram kom í pistli mínum hér að neðan. Það er af og frá að tilgangurinn hafi verið að ófrægja eitthvert starf eða skólann að Bifröst.

Ef ég hefði ætlað að gera það hefði ég miklu frekar beint sjónum mínum að nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um háskólastarf á Íslandi þar sem Bifröst fékk ekki góða einkunn. Í störfum mínum sem þingmaður varð ég þess var að fyrrverandi rektor hafði margt fram að færa um málefni landsbyggðarinnar sem voru afskipt af svokölluðu fræðasamfélagi á Íslandi. Ég var honum ekki alltaf sammála en virti það sem þaðan kom.

Ég hef ítrekað bent á mjög áhugaverða rannsókn þar sem Vífill Karlsson sýndi fram á hvernig skattfé rann í miklu stríðari straumi frá landsbyggðinni en kom til baka til hennar sem er gagnstætt því sem almennt er oft talið í umræðunni, s.s. þegar talað er um að halda uppi byggð.

Sigurjón Þórðarson, 11.3.2008 kl. 15:28

4 Smámynd: haraldurhar

     Það er ótrúlegt að Ingibjörg, og þar með Samfylkinginn, skuli leyfa sér á setja fleiri á ríkisjötuna, nær hefði ég nú haldið að fara grisja eitthvað í utanríkisþjónustunni, ásamt fleiri stofnunum ´Ríkisins.

haraldurhar, 11.3.2008 kl. 16:50

5 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Heldurðu ekki að það fari að koma að þér.

Vigfús Davíðsson, 11.3.2008 kl. 22:04

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sigurjón yrði góður sendiherra í Færeyjum, ekki satt?

Gunnar Skúli Ármannsson, 11.3.2008 kl. 23:26

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Samningurinn og stólinn kosta nú sitt. Er ekki löngu ljóst að Ingibjörg hefur selt pólitíska sál sína og sannfæringu? Ég sé ekki betur en að hún ,,fíli" hlutverk sitt í botn eins og sannri prímadonnu sæmir

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.3.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband