Leita í fréttum mbl.is

Smalinn Björn Bjarnason

Það er deginum ljósara að nú hlýtur að þrengjast mjög um stöðu Geirs Haarde í Sjálfstæðisflokknum. Ég á bágt með að trúa því að áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum sætti sig við þau lausatök sem eru í efnahagsmálum og birtast landsmönnum í hárri verðbólgu, vöxtum, skuldasöfnun og óstöðugu gengi krónunnar. Ekki bætir úr skák að Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera búinn að blása svo duglega lífi í Samfylkinguna að lungu Sjálfstæðisflokksins eru við það að falla saman.

Þegar litið er yfir sviðið og leitað að eftirmanni Geirs hljóta menn að leita að vinnusömum og traustum einstaklingum sem þurfa að geta tekist á við erfiðar aðstæður í efnahagsmálum. Þó að Björn gefi það í skyn í 24 stundum í dag að hann hyggist jafnvel gerast smali í Fljótshlíðinni geta örlögin átt eftir að haga því svo að hann verði kallaður til að leiða Sjálfstæðisflokkinn. Hann hefur enda haft orð á því að hann gegni þeim trúnaðarstörfum fyrir flokkinn sem honum eru falin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Merkilegt að mér datt þetta sama nú í hug eftir lestur viðtals við Björn í dag, þ.e. að hann kynni að hugsa sér að leiða flokkinn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.3.2008 kl. 23:43

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Sigurjón, þú fellur enn í þá gildru að telja Sjálfstæðisflokkinn vera stjórnmálaflokk sem að vill kjósendum sínum vel.

Þér til varnar, þá er tæplega hálf þjóðin á sama máli.

Bángsi Bángsason er ekki framtíðarpostulinn heldur, þó að gott væri fyrir félagshyggjuöflin.

Nóteraðu eftirfarandi frá mér.

Taktu til vel sjallaballa ættaðann kút á þingi, sem að verið er að skóla til í viðtölum núna, til þess að agnúast af honum klaufalegt orðfærðið.

Lexía hann í því að læra tilsvör án þess að stama, fela honum embætti án þess taka ábyrgð á embættisverkunum.

Vera formaður í nefndum sem að aðrir nefndarmenn svara fyrir.

& nafnið er...

Steingrímur Helgason, 9.3.2008 kl. 00:57

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

... Steingrímur Helgason?

Hjörtur J. Guðmundsson, 9.3.2008 kl. 06:37

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Áttu ekki fleiri myndir af þér Sigurjón?

Þær eru bara fjórar, og allar til hægri. 

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.3.2008 kl. 08:08

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ef satt reynist, þá gengur mikið á í flokknum. Er hagfræðin eitthvað að klikka þessa dagana!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 10.3.2008 kl. 06:55

6 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Mér er svo sem sama hvar Björn verður í framtíðinni svo lengi sem hann verður ekki í dómsmálaráðuneytinu. Hann er algjörlega óhæfur í því embætti.

Hann telur sig vera í einhverskonar action man leik svona eins og maður lék sér í þegar maður var strákur. Hvenær ætli maður geti keypt björgunarkallinn í hermannaútgáfu??

Jóhann Kristjánsson, 10.3.2008 kl. 12:47

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sigurjón,

ég gef ekki mikið fyrir pólitískt gjamm hérna þú getur skemmt þér við það og aðrir þeir sem hafa af því ánægju.

En það sem viðkemur að ófrægja skólastarf fólks sem leggur hart að sér - vil ég að þú svarir því sem ég spurði þig um

- fyrst þú leyfir þér að gaspra tilhæfulaust og fullkomlega marklaust þvaður út í loftið.

Ég bíð enn eftir svarinu - spurning mín er alveg skýr og þú veist sjálfur hvar hana er að finna  í athugasemdakerfinu þínu.

Marta B Helgadóttir, 11.3.2008 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband