Leita í fréttum mbl.is

Viðskiptahallinn eins og búast mátti við

Ekki var við öðru að búast en að vöruútflutningur drægist gífurlega saman við það að þruma þorskveiðum niður um 35%. Eitthvað virðist þó sem samdrátturinn og áhrif hans hafi komið ýmsum sem hafa verið ráðandi í umræðunni á óvart enda hefur markvisst verið reynt að spila þá fölsku plötu að sjávarútvegurinnn skipti í raun litlu máli þar sem aðrir þættir í atvinnulífi landsmanna skipti öllu máli.

Prófessor í hagfræði og núverandi rektor á Bifröst benti á að tónlist og aðrar listir væru hálfdrættingur á við sjávarútveginn og væru á uppleið á meðan sjávarútvegurinn væri fallandi, þess vegna ætti að gefa listum meiri gaum. Afrakstur og mikilvægi fjármálageirans hefur verið miklað og af almennri umræðu um hann má skilja að það sé miklum mun meiri framtíð í að Íslendingar láni hver öðrum peninga og miðli fjármálavisku sinni til heimsbyggðarinnar en að stunda fiskveiðar. Þegar nánar er að gáð virðist heldur mikið í lagt með þá fullyrðingu þótt ekki vilji ég gera lítið úr mikilvægi vel rekinna fjármálafyrirtækja. Menn skulu samt ekki gleyma að aðeins 3% íslensks vinnuafls vinna í þessum fyrirtækjum en fá að vísu 6% af launagreiðslunum.

Það liggur beinast við fyrir Íslendinga þegar við horfum upp á samdrátt í vöruútflutningi að gaumgæfa hvort ekki sé hægt að ná meiru út úr sjávarauðlindinni - en einmitt það liggur beinast við. Loðnukvótinn hefur verið endurskoðaður og verður að öllum líkindum endurskoðaður hvað eftir annað og því ætti ekki að vera tilefni til að endurskoða þorskveiðiheimildirnar. Ríkið gæti hæglega sparað sér dýrar og ómarkvissar mótvægisaðgerðir ef leyft yrði að sækja sjóinn af meiri krafti þó að ekki væri það nema einungis af smábátum.


mbl.is Vöruskiptahallinn eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband