Leita í fréttum mbl.is

Skrifstofukostnaður Samfylkingarinnar

Ný ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks lagði upp með það í vor að tryggja landsmönnum bæði litla verðbólgu og lága vexti. Allur þorri landsmanna veit að það hefur ekki gengið eftir og hefur framvinda efnahagsmála þvert á móti falið í sér aukna verðbólgu og hækkaða vexti. Ein mikilvæg orsök þess er að ríkisstjórnin hefur boðað stóraukin ríkisútgjöld í fjárlagafrumvarpi næsta árs. 

Ríkisstjórnin hefur með sjálfan ráðherra byggðamála í broddi fylkingar, Össur Skarphéðinsson, básúnað að Byggðastofnun muni leika lykilhlutverk í aðgerðum til mótvægis við óábyrgar ákvarðanir um niðurskurð í þorskveiðum.

Það er ekki að sjá í fjárlagafrumvarpinu sem bíður afgreiðslu á Alþingi að Byggðastofnun muni fá stóraukið hlutverk til þess að lina þjáningar þeirra byggðarlaga sem verða illa úti vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Í frumvarpinu kemur miklu fremur fram vilji Össurar til að hækka útgjöld til reksturs eigin skrifstofu um rúmlega 12% en sá liður sem ætlaður er til byggðamála á aðeins að hækka um 2%, þ.e. til  byggðaáætlana og Byggðastofnunar.

Rekstrargrunnur

Reikningur 2006
m.kr.

Fjárlög 2007
m.kr.

Frumvarp 2008
m.kr.

Breyting
frá fjárl. %

Breyting
frá reikn. %

Iðnaðarráðuneyti aðalskrifstofa

153,1

162,7

183,4

12,7

19,8

 Viðskiptaráðherra Björgvin Sigurðsson hefur boðað stóraukna áherslu á neytendamál. Í því fjárlagafrumvarpi sem ríkisstjórnin hefur lagt fram virðist boðskapur neytendafrömuðarins Björgvins Sigurðssonar hafa fengið lítinn hljómgrunn en samkvæmt því verður bæði raunlækkun á framlögum til talsmanns neytenda og Neytendastofu. Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að framlög til Samkeppniseftirlitsins verði aukin til að standa við upphaflegar áætlanir um starfsmannafjölda. Einn liður vex þó gríðarlega, og er einkennileg og skemmtileg tilviljun að það er einmitt sami liður og hjá félaga Össuri, þ.e. kostnaður við rekstur eigin skrifstofu. 

Rekstrargrunnur

Reikningur
2006
m.kr.

Fjárlög 2007
m.kr.

Frumvarp
2008
m.kr.

Breyting frá fjárl.
%

Breyting frá reikn. %

Viðskiptaráðuneyti, aðalskrifstofa

137,7

129,2

170,2

31,7

23,6

Neytendastofa

243,1

248,1

251,4

1,3

3,4

Talsmaður neytenda

13,0

18,2

15,7

-13,7

20,8

Ýmis viðskiptamál

14,8

15,4

15,9

3,2

7,4

Samtals

817,0

1.091,5

1.471,2

34,8

80,1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hæ Sigurjón. Þú virðist eitthvað argur út í Samfylkinguna, það er eins og gengur að fáir þora að sparka í virðulegt íhaldið. Fannst pistillinn hjá Össuri vera í aðalatriðum frísklegur, eins og hann er iðulega. Svo að þessi yfirskrift þín hafi merkingu, þá væri æskilegt að sjá samanburð milli áætlunar á skrifstofukostnaði ráðherra eftir flokkum. Samanburð milli flokka. Síðan minnir mig nú að þessi ráðuneyti hafi fengið einhver viðbótarverkefni við stólaskiptinguna. Þannig að ráðuneyti sem að tvö hafa iðulega verið tvö mönnuð af einum. Ákveðin var einhver tilfærsla sem ég kann ekki að rekja svo meira jafnvægi væri á milli flokkana í ríkisstjórn. En við eigum það vonandi sameiginlegt að hafa miklar væntingar til jafnaðarstefnunnar .

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.11.2007 kl. 21:33

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er rétt að Samfylkingin liggur vel við höggi þar sem að hún stendur ekki undir þeim væntingum sem hún gaf. 

Það kemur mér sannarlega á óvart að það sé nefnt að ég hafi ekki þor til að minnast á misvitrar stjórnarathafnir Sjálfstæðisflokksins.  Ég veit ekki betur en að ég hafi einbeitt mér að því að sýna fram á gjörsamlega vonlausa stefnu Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum .  Það kom oft fyrir að liðsmenn Samfylkingarinnar tóku undir gagnrýna mína á stefnu Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum, en það var áður en að Samfylkingin leysti Framsókn af og komst í stjórn hjá Geir Haarde.

Nú eru breyttir tímar og hefur ýmsum Samfylkingarmanninum sérstaklega á Höfuðborgarsvæðinu þótt nóg um þorskatal mitt.

Sigurjón Þórðarson, 26.11.2007 kl. 00:29

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Já 12% takk fyrir, það munar ekki um það.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.11.2007 kl. 01:29

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hækkun áskrifstofukostnaði "sparibauka" Samfylkingarinnar er þó nokkur umfram kostnaðarverðshækkanir.

Jóhann Elíasson, 26.11.2007 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband