22.11.2007 | 22:50
Björn Bjarnason dómsgoði
Fyrrum borgarstjóri og núverandi þingmaður, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um breytingar á stjórnarskrá og lögum til að taka megi upp nýtt starfsheiti ráðherra sem bæði kynin geta borið eins og það er orðað. Ég veit ekki betur en að bæði kyn hafi borið titilinn og gegnt þessu starfi með ágætum, en það er fjarri mér að gera lítið úr að þetta starfsheiti geti mögulega truflað eða stuðað fólk. Sjálfum er mér ekkert sérstaklega annt um það og finnst það jafnvel vera heldur gamaldags og ekki lýsandi fyrir pólitískan leiðtoga sem þiggur vald sitt frá fólkinu.
Það sem mér finnst vanta upp á þingsályktunartillögu Steinunnar, einkum ef málið brennur heitt á henni, er að hún komi með einhverjar tillögur að nýrri nafngift. Nú ætla ég að bæta þar úr og leggja til að við Íslendingar leitum upprunans. Þá liggur beinast við að taka upp orðið goði. Goðar voru á þjóðveldisöldinni helstu pólitísku leiðtogar auk þess að hafa með höndum geistlegt hlutverk. Goðar eru fram á þennan dag af báðum kynjum og ekkert því til fyrirstöðu að konur beri heitið goði, s.s. hofgoði og Vesturlandsgoði vitna um.
Ég er ekki frá því að þetta væri virðulegra starfsheiti fyrir einn duglegasta ráðherra þjóðarinnar, þ.e. að gegna heitinu dómsgoði Íslendinga í stað þess að vera hæstvirtur dómsmálaráðherra. Eini mögulegi lausi endinn sem þyrfti að hnýta við þessa nafnabreytingu væri starfsheiti Geirs Haarde sem yrði þá væntanlega allsherjargoði, sbr. líka allsherjarnefnd sem tekur við málum frá forsætisráðherra/allsherjargoða. Væntanlega þyrfti þá að semja við Hilmar Örn Hilmarsson, sem nú ber þennan titil með virktum, um að hnýta aftan við sinn Ásatrúarfélagsins. Þá væri það mál leyst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 1013224
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Sigurjón. Allsherjargoði, allrahandagoði, almenningsgoði.
Ekki galin hugmynd en hvað heldurðu að Steinka segi við viðskeytinu goði? Er það ekki of karllægt?
Þórbergur Torfason, 22.11.2007 kl. 23:05
Nei ég reikna með því að hún verði mjög sátt við þessa tillögu en annars er góður pistill um sama efni hjá frænda mínum Sverri Stormsker þar sem að hann bendir á að Steinunn hafi aldrei gert athugasemd við að gegna starfsheitinu borgarstjóri.
Sigurjón Þórðarson, 22.11.2007 kl. 23:15
góð hugmynd Sigurjón.. en mér finnst Sverrir stormsker hafa betri hugmynd.. ráðherfa í stað ráðherra
Óskar Þorkelsson, 22.11.2007 kl. 23:15
Ég er nú ekki alveg sammála þér Óskar.
Sigurjón Þórðarson, 22.11.2007 kl. 23:20
Titill með viðskeytinu "herra er mjög afgerandi vísun til karlkyns því verður ekki mótmælt. Hef lesið Stormsker en hugnast ekki alveg "herfu" viðskeytið þó það geti sannarlega átt við á hátíðarstundum. KK. yrði þá "herfi eða herfill".
Þórbergur Torfason, 22.11.2007 kl. 23:22
... saggði Hegranesgoðinn.
Jón Valur Jensson, 22.11.2007 kl. 23:23
Ég verð að viðurkenna, Jón Valur, að ég hef ekki alveg rækt þetta embætti mitt sem skyldi.
Sigurjón Þórðarson, 22.11.2007 kl. 23:25
Ég er nokkuð sammála Steinunni. Það er í raun ókurteisi að konum sé ætlað að bera embættis eða stöðuheiti sem eru karlkynsorð en á sama tíma sé kvenkyns stöðuheitum breytt í karlkynsheiti þegar karlmönnum dettur í hug að vinna fyrrum kvennastörf. Að vísu getur verið snúið að finna kvenkynsorð sem passa fyrir viðkomandi heiti. Í eina tíð þótti það sjálfsagt að kalla konur sem stýrðu skólum skólastýrur, en einhverra hluta vegna var farið að kalla þær skólastjóra, engu líkara en þær hefðu farið í kynskiptiaðgerð. Nota má ráðynja í stað ráðherra ( sbr. greifynja). forstýra í stað forstjóri, borgarstýra í stað borgarstjóri, meistarína í stað meistari. Í raun eru það örfá heiti sem þyrfti að finna nýyrði fyrir. Hvað er eiginlega orðið af riddaramennsku okkar karlmannanna að koma ekki til móts við þessar kvenlegu kröfur? Viljum við heldur karlgera þær konur sem takast á hendur einhver forystustörf í þjóðfélaginu?
Guttormur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 00:22
Guttormur, Seinunn Valdís kvartaði ekki og bar þann kross karlmannlega að vera kölluð borgarstjóri. En þegar hún kemst í ríkisstjón verður að líkindum búið að skipta út orðinu ráðherra, þannig að hún hlýtur goðatign. Ef henni hugnast það ekki þar sem það er karlkynsorð mætti getur hún orðið gyðja.
Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur gefið út þá yfirlýsinu að hún ætli að "axla sín skinn". Því liggur beint við að Steinunn verði titluð:
Frú, Steinunn Valdís Óskarsdóttir umhverfisgyðja.
Ekki amarlegur titill það.
Sigurður Þórðarson, 23.11.2007 kl. 00:42
Þetta orð er komið úr saxnesku og hafði merkinguna hár, en breyttis síðar í yfirvald, guð og yfirmaður t.d. í her. Ætlast er til að undirmann svari fyrirskipunum yfirmanna með orðunum og skipit þá kyn ekki máli. "Já, skal gert herra minn" Íbúar nýlenduvelda voru kallaðir herraþjóð.
Sigurður Þórðarson, 23.11.2007 kl. 00:56
Goðahugmyndin er frábær.
Jens Guð, 23.11.2007 kl. 01:01
Góður Sigurjón
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 23.11.2007 kl. 01:05
Mér finnst þetta nú ekki amalegt, goði og gyðja. Hvernig er það, er Steinunn Valdís þingkona, nú eða þingkvenmaður?
Bjarni Ben (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 01:21
Sæll Sigurjón og takk fyrir síðast. Heyrðu mér datt nú í hug orðið ráðherrína samanber ballettdansari og ballerína.. held að það gæti leyst vandann.
Jóhann Kristjánsson, 23.11.2007 kl. 09:33
Það er slls ekki amalegt Bjarni Ben, fyrir Geir Haarde að verða skyndilega að allsherjargoða. Jóhann ég þakka sömuleiðis kærlega fyir síðast, mér finnst nú eiginlega hugmynd Guttorms betri að kalla viðkomandi ráðynju en að ætla að bæta ína aftan við herra,
Sigurjón Þórðarson, 23.11.2007 kl. 09:47
En hvað með að halda orðinu "ráðherra" og taka upp kvenkyns útgáfu af þessu, eins og t.d.: Ráðynja, Ráðstýra eða eitthvað þvíumlíkt?
Ekki líst mér á neina goðafræði í þessu sambandi! hehehe... en það er bara ég.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.11.2007 kl. 12:43
Ég verð að viðurkenna að mér fannst þetta miður vitlaus hugmynd hjá Steinunni þegar ég heyrði fréttina. Bæði finnst mér þessi nafnbót ásamt fleirum orðin kyn laus í núverandi notkun, en einnig var ég hræddur við þann Pólitísk Rétthugsandi Orvellisma sem liggur að baki.
En þessi snylldar hugmynd hjá þér um endurupptöku á því frábæra orði Goði Hefur breytt skoðun minni á þessu máli. Ég styð þessa tillögu heilshugar ef Goði kemur fyrir Ráðherra!
Goði og Goð er náttúrulega ekki það sama, og myndi ég líklega mæla með orðinu Gyða í stað Gyðja til sömu aðgreiningar.
Upprétti Apinn, 23.11.2007 kl. 14:15
Ég er alveg að missa mig í þessu titlatogi - en segi enn og aftur: tröllkennum ráðmenn þessarar aumu þjóðar. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálatröll hljómar vel, ekki satt?
Ásgeir Kristinn Lárusson, 23.11.2007 kl. 15:15
mér finnst þetta snilldarhugmynd - goði er gott orð
halkatla, 23.11.2007 kl. 16:42
Þessi var nokkuð góður með að tröllkenna ráðamenn. Ég man einungis eftir einum ágætum embættismanni á Akureyri sem kenndur var við tröll.
Sigurjón Þórðarson, 23.11.2007 kl. 16:44
Vitlaus hugmynd og ekki sanngjörn fyrir þá sem bera nafnið Goði í dag.
Ráðherra er gott og gilt nafn og þingheimur ætti að fara að huxa um mikilvægari mál þegar í stað.
Svenni (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 17:28
Veistu, ég er ekki á því að það þurfi að breyta þessu. Það er hreinasti óþarfi, sóun á tíma og skattpeningum.
Hvernig væri að þingheimur einbeitti sér að meira áríðandi málum...?
...veit ekki hvort það yrði mikið betra, væntanlega fundnar nýjar leiðir til þess að sóa skattpeningum almennings á sem flesta vegu sem koma sem fæstum til góða.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.11.2007 kl. 17:44
Frábær prentvilla Sigurður RÍKISSTJÓN, þótt essunum sé aðeins ofaukið en samt frábær samnefnari fyrir liðið.
Hallgrímur Guðmundsson, 23.11.2007 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.