18.11.2007 | 23:23
Al Jazeera
Í sumar var ég á ferðalagi á Spáni og hafði aðgang að tveimur fréttastöðvum. Önnur var Sky og hin Al Jazeera á ensku. Ég hafði fyrirfram ákveðna fordóma gagnvart arabísku sjónvarpsstöðinni og horfði í fyrstu meira á Sky en það breyttist fljótlega. Það var fyrst og fremst vegna þess að Sky er hálfgert svæðissjónvarp og mjög enskumiðuð sjónvarpsstöð. Þar er horft á heiminn í gegnum einglyrni.
Al Jazeera kom mér verulega á óvart og á ensku rásinni þeirra voru margir gamalreyndir og frægir sjónvarpsfréttamenn, s.s. David Frost. Þar er oft kynnt annað sjónarhorn þannig að maður gat séð fréttir og gang mála frá nýjum hliðum. Ég hef lúmskt gaman af hvað Al Jazeera eru fundvísir á ýmis skringilegheit og snögga bletti á bandarísku samfélagi.
Núna í vikunni hef ég m.a. séð mjög vandaða úttekt á sístækkandi markaði fyrir sérútbúna tanka til að grafa djúpt ofan í jörðina til að lifa af kjarnorkustríð eða eitthvað þaðan af verra. Í þættinum kom fram að eitt það mikilvægasta við að koma þessum tönkum fyrir væri að tryggja að næstu nágrannar fréttu ekki af. Það myndi mögulega leiða til þess að þegar kjarnorkustríð brysti á hópaðist fólk niður í tankinn og þá er ekki víst að tankarnir yrðu til bjargar, þ.e. ef allt hverfið ætlaði að skríða ofan í tank sem rúmar 15 manns.
Það var sömuleiðis frétt af fyrrum bandarískum kvenhermönnum sem sneru heim niðurbrotnar manneskjur eftir Íraksstríðið, fengu enga félagslega hjálp og neyddust til að gista í skýlum fyrir heimilislausa. Enn fremur var gríðarlega góð umfjöllun um hversu hátt hlutfall fólks þyrfti að fá matargjafir í Oklahoma í Bandaríkjunum. Aðstæður heimilislausra eru ömurlegar.
Fleira má nefna, s.s. langt og ítarlegt viðtal við Bandaríkjamann sem hafði það að ævistarfi að gæta dauðadæmdra fanga og taka þá svo af lífi.
Það sem fer í gegnum huga minn eftir að hafa séð málin út frá þessu sjónarhorni sem er örugglega allt rétt og satt um Bandaríkin, þ.e. sem fram hefur komið í þessum sjónvarpsþáttum, er hvaða fréttir það eru sem vestrænar fréttastofur velja frá t.d. Arabaheiminum, eða bara öðrum heimshlutum en sínum eigin. Maður fer að setja spurningarmerki við það sem er til umfjöllunar hverju sinni. Það er hægt að beina kastljósi að neikvæðum hlutum í öllum samfélögum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Sjálfstæðisflokkurinn er í miklum vanda: Sæll á ný; Sigurjón - sem og þið nafna, bæði ! Ágætar upprifj... 30.12.2024
- Sjálfstæðisflokkurinn er í miklum vanda: Sæll Sigurjón. Er það rétt, hefur Flokkur fólksins ekki haldið ... 30.12.2024
- Birtir yfir stjórnmálunum: Komið þið sælir; á ný ! Jóhann Stýrmaður ! Segjum tveir:: jeg s... 24.12.2024
- Birtir yfir stjórnmálunum: Því miður "bresta krosstré sem önnur tré". Fréttir voru að be... 24.12.2024
- Birtir yfir stjórnmálunum: . . . . rjett í þessu; greinir frjettastofa Ríkisútvarpsins frá... 22.12.2024
- Birtir yfir stjórnmálunum: Jæja... Það á að herja á fiskeldi, bæði á landi og sjó, þó með ... 22.12.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 6
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 909
- Frá upphafi: 1016160
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 816
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Innlent
- Kemur ekki til greina
- Ríkisstjórnin heldur á Þingvelli
- Kjaraviðræður kennara seinlegt verkefni
- Stutt hlákuskeið í kortunum
- Sjaldgæfur gestur í Seljahverfi
- Ákærður fyrir stunguárás
- Ísstíflur viðvarandi
- Ráðgera 20-30 vindmyllur í Flókadal
- Morðmál í Breiðholti: Rannsókn á lokametrunum
- Margt gott óx upp úr áföllum ársins
- Gengur vel að ryðja brautir
- Ökumaðurinn enn á sjúkrahúsi
- Fluttur af gjörgæslu eftir hnífaárás
- Andlát: Gylfi Pálsson
- Oddhvöss vopn reyndust vera billjardkjuðar
Athugasemdir
Sæll Sigurjón.
Ég efa ekki að það er fróðlegt að sjá hin ýmsu efnistök sem víðast.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 19.11.2007 kl. 00:12
Sæll Sigurjón,
þú ættir að lesa bókina um sjónvarpsstöðina - heitir einfaldlega Al Jazeera - sem lýsir sögu hennar. Gefin út 2005. Finnur hana klárlega á Amazon og kanski í Eymundsson. Afar læsileg og innihaldsrík bók um þessa merkilegu fréttastöð.
Þórir Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 20:30
Þessi stöð hefur í gegnum árin þrifist á áróðri og óhróðri gegn BNA, ekki láta blekkjast Sigurjón, vertu harður og hvass, vaknaðu maður, þú hefur greinilega fengið sólsting þarna suðurfrá, taktu þér tak.
365, 19.11.2007 kl. 22:17
það er mjög erfitt að vera með áróður "gegn" USA.. USA er með kúkinn upp á bak á öllum sviðum.
Óskar Þorkelsson, 19.11.2007 kl. 22:23
Mér finnst þetta athyglisvert í meira lagi, mikið vildi ég að við á Íslandi gætum séð þessa stöð eins auðveldlega og við sjáum SKY fréttastöðina.
Alva Ævarsdóttir
alva (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 00:24
365
Ég held að ég hafi að mestu sloppið við sólstinginn á Spáni og var að mestu allsgáður. Það sem ég reyndi að segja í ofangreindum pistli var að það eigi að treysta mátulega varlega þeirri mynd sem dregin er upp af heilu þjóðfélögunum í gegnum umfjöllun fjölmiðla s.s. Al Jazeera en það er hægt að velja að fjalla sí og æ rækilega um umdeildar hliðar á bandarísku samfélagi.
Í framhaldinu fór ég að velta fyrir mér vali á umfjöllunarefnum vestrænna fréttamiðla.
Sigurjón Þórðarson, 20.11.2007 kl. 09:59
Er Al-Jazeera sem sagt í því að leita uppi "skringilegheit og snögga bletti á bandarísku samfélagi"? Sé svo -- hafir þú sjálfur verið nógu glöggur til að veita því eftirtekt, að þetta er virkilega stefna þeirra viljandi og vísvitandi -- þarftu þá ekki að varast neitt áherzlur þeirra og að láta berast með af þeim áróðursstraumi, sem þar flýtur fram? - Með góðum óskum,
Jón Valur Jensson, 21.11.2007 kl. 01:43
Jón Valur það er nú þannig eins og þú þekkir manna best að það er nauðsynlegt að vera alltaf á vaktinni.
Sigurjón Þórðarson, 21.11.2007 kl. 09:12
Sennilega gera menn meiri kröfur til siðferðis sjórnvalda ríkja sem ráða yfir kjarnorkuvopnum og teljast stórveldi, en þeirra sem teljast til þriðja heimsins svokallaða. Ég veit ekki hvenær það gerðist að sum vestræn ríki töldu sig ein hafa réttan mælikvarða á hvað væri siðmenning? Kannski var það á nýlendutímanum. Margir eiga erfitt með að endurmeta sín gömlu viðhorf, það er ekki aðeins í fótboltanum sem menn standa með sínu gamla liði, þannig virðast sumir fylgja blint Bandaríkjamönnum, sama hvaða vitleysu þeir ana út í. Þetta er held ég ákveðinn vanþroski að innlimast skoðanalega ákveðinni "grúppu".
Guttormur Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 22:22
365 bendir á hér að ofan að það séu og hafi verið ær og kýr Al Jazeira að viðhafa áróður gegn BNA. Auðvitað er áróður í gangi á þessari stöð eins og öðrum. Einhver rosalegasta áróðursmaskína sem hægt er að horfa á allavega hér í hinum vestræna heimi er td. Fox news. Flest veltur á skilgreiningum þegar kemur að afbökuðum fréttaflutningi frá þeim. Td. er ávallt talað um hryðjuverkamenn og uppreisnarhópa þegar verið er að tala um þá sem ósáttir voru við að bandaríkin skyldu ráðast á Írak, landið þeirra sem hefur leitt til þess að hundruð þúsunda hafa tínt lífinu.
Bandarískar fréttastöðvar með Fox news í aðalhlutverki voru í raun ástæða þess að bandaríkjastjórn tókst að sannfæra almenning um þá lygi að í Írak væru að finna gjöreyðingarvopn, þrátt fyrir að Hans Blix og co, hjá SÞ. fullyrtu að þar væri ekkert slíkt að finna.
Fox news hefur ekki látið deigann síga í því að reyna að hylma yfir þá staðreynd að ekki stendur steinn yfir steini í opinberu samsæriskenningunni um 11. September. Já ég segi samsæriskenning, því að ekkert af því sem okkur hefur verið tjáð að hafi gerst þann dag hefur nokkurntíman verið sannað, enda hefur enginn reynt að sanna það, og þar af leiðandi er opinbera sagan aðeins míglek kenning um samsæri en ekki staðreynd um samsæri.
Fox news hefur í áratugi verið í áróðursstríði við þá sem ekki kaupa opinberu söguna af morðinu á John F. Kennedy, í stað þess að leggja í eigin rannsóknarleiðangur í því máli er stöðugt hamrað á niðurstöðum Warren nefndarinnar og fullyrt að sú nefnd hafi rannsakað málið á fullkomlega hlutlausann hátt, þrátt fyrir að varaformaður nefndarinnar hafi verið enginn annar en Alan Dulles, fyrrverandi yfirmaður CIA, sem John F. Kennedy rak úr embætti í kjölfar Svínaflóa hneykslisins og að þessi nefnd hafi komið fram með einhverja þá fáránlegustu kenningu í sakamáli sem um getur (lone gunman theory). Í stað þess að velta fyrir sér hverjar mögulega gætu verið ástæður þess að JFK var drepinn, eins og td. að hann hafði í hyggju að leggja CIA niður eftir Svínaflóaævintýrið, staðreyndir eins og að Jack Ruby var starfsmaður hjá Richard Nixon árið 1947 og þar fram eftir götunum þá hafa þeir hjá Fox gert allt til þess að reyna að þagga allt slíkt niður með persónuárásum á þá sem um þetta fjalla og reyna þannig að koma í veg fyrir að sannleikurinn fái að koma fram.
Gott dæmi um það er þetta myndbrot frá Fox:
http://nidurhal.gagnauga.is/KevinBarrettSpanksFOXNews.wmv
Thinktank (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.