7.11.2007 | 10:33
Má ekki sannreyna kenningar Hafró?
Tilraun reiknisfiskifræðinnar sem unnið hefur verið með sl. tvo áratugi við að byggja upp þorskstofninn hefur ekki gengið eftir og er rækasta sönnun þess sú að þorskveiðar á yfirstandandi fiskveiðári verða innan við þriðjungur af því sem þær voru áður en uppbyggingarstarfið hófst. Kenningarnar sem forsendur uppbyggingarstarfsins hvíla á eru að því fleiri þorskar sem hrygna þeim mun hærri ættu lífslíkur seiða að vera eða þá að lífslíkur þorskseiða séu alltaf þær sömu og með því að fjölga hrygnum með minnkuðu veiðihlutfalli fáist meiri nýliðun.
Umdeildar kenningar
Þessar kenningar hafa verið umdeildar alla tíð þar sem þær ganga í berhögg við viðtekna vísindalega vistfræði. Forspá reiknisfiskifræðinnar um nýliðun í nánustu framtíð hefur ekki gengið eftir en samt sem áður skirrast þeir sem vinna í þessum reikningum ekki við að reikna stofnstærðir og nýliðun áratugi fram í tímann. Ekki er nóg með að tilraunin við uppbygginguna hafi mistekist og forspárgildi kenninganna sé ekkert, heldur styðja niðurstöður annarra athugana og rannsókna Hafró alls ekki heldur við þá kenningar reiknisfiskifræðinnar sem er þó unnið eftir. Ég á þá við niðurstöður fiskmerkinga og nú nýlegar niðurstöður um át hrefnunnar á þorski. Fréttir bárust af því að 7% af því sem hrefnan innbyrti væri þorskur en hver hrefna étur um 400 til 500 kg á sólarhring. Þetta er gríðarlegt magn sem hún lætur ofan í sig þar sem hrefnurnar eru sagðar vera á fimmta tug þúsunda hér við land og dvelja hér um 200 daga af árinu. Samkvæmt framangreindum forsendum lætur hrefnan í sig um 300 þúsund tonn af þorski árlega. Viðmiðunarstofn þorsks í upphafi árs var metinn um 650 þúsund tonn en reiknisfiskiskifræðin gerir ráð fyrir að svokallaður náttúrulegur dauði sé fasti, þ.e. að 18% deyi árlega af öðrum orsökum en veiðum eða um 130 þúsund tonn af viðmiðunarstofni þorsks þessa árs.
Gengur ekki upp
Það sér hver maður að það er ekkert samhengi í því að allur náttúrulegur dauði viðmiðunarstofns þorsks reiknist 130 þúsund tonn þegar rannsóknir sýna að hrefnan ein hámar í sig rúmlega tvöfalt það magn. Við afföll sem verða af völdum hrefnunnar bætist síðan það sem étið er af öðrum kvikindum og sjúkdómar auk sjálfsráns þorsksins. Þetta þorskabókhald reiknisfiskifræðinnar gengur með engu móti upp og er skýringin annað hvort sú að niðurstöður rannsókna á áti hrefnunnar á þorski sé kolröng eða þá hin, sem ég tel miklu líklegri, að mat á stofnstærð þorsks og náttúrulegur dauði sé stórlega vanmetið. Niðurstöður rannsókna á fiskmerkingum styðja að um verulegt vanmat sé að ræða á afföllum vegna náttúrulegs dauða af völdum hrefnunnar og annarra afræningja og að náttúrlegu afföllin séu í raun margfalt meiri. Að sama skapi gefa niðurstöður til kynna að veiðar hafi hlutfallslega mun minni áhrif en gert er ráð fyrir í reiknislíkönum sem unnið er með.
Stendur á brauðfótum
Það er átakanlegt að íslensk stjórnvöld veiti engum fjármunum í athuganir eða tilraunir sem ganga út á að hrekja tilgátuna sem Hafró vinnur eftir þrátt fyrir að veigamikil gögn og sömuleiðis viðtekin vistfræði eins og áður segir gefi sterklega til kynna að tilraun Hafró standi á brauðfótum. Það er engu líkara en að það sé nánast komi í veg fyrir að niðurstöðurnar séu sannreyndar en það gengur þvert gegn vísindalegum vinnubrögðum. Eitthvað af fjármunum er veitt til rannsóknasetra en það virðist sem svo sé búið um hnúta að ekki verði raskað við grundvallarspurningum sem brýnt er að svara og hægt væri að gera með tiltölulega litlum fjármunum. Í stað þess er kröftum rannsóknasetra beint í önnur verkefni sem eru í sjálfu sér góðra gjalda verð, s.s. rannsóknir á beitukóng, sæbjúgum og kísilþörungum.
Greinin birtist í 24 Stundum 3. nóvember
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 7
- Sl. sólarhring: 485
- Sl. viku: 2455
- Frá upphafi: 1018609
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 2140
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Blessaður Sigurjón og takk fyrir innlegg þín varðandi sjávarútveg og stjórnun fiskveiða. Virðist ekki vanþörf á að hamra aðeins á þeim málaflokki.
Langaði aðeins að vekja athygli þína á þeim verknaði Hafró að lækka viðmiðunarmörk á Ýsu úr 45 sm í 40 ekki alls fyrir löngu. Þetta er trúlega gert til að flotinn eigi auðveldara með að ná Ýsunni. Er þetta orðið ferlið í vitrænni fiskveiðistjórnun. Þorskurinn skorinn niður en viðmiðunarmörkin bara lækkuð fyrir ýsuna.
Ég og fleiri erum á því að Hafró hafi þarna fengið bein tilmæli einhvers staðar frá eins og frá Sjávarútvegsráðherra.
Hvaða ábyrg stofnun myndi annars ástunda svona vinnubrögð nema fyrirmælin kæmu annars staðar frá.
Takk enn og aftur fyrir fræðandi innlegg um sjávarútveginn.
Eggert
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 13:09
Það er alltaf gaman að rökræða við menn um fiskveiðistjórnun, og alveg er ég hjartanlega sammála ykkur fékögum Sigurjóni og Kristni, tel mig nú hafa svolitla reynslu eftir að hafa verið skipstjóri í 26 ár.
Og það sem við þurfum að gera er að drepa hrefnu og hnúfubak í stórum stíl ef við ætlum okkur að stunda fiskveiðar að einhveju viti á næstu árum.
Mér eru nátturulega loðnuveiðar ofarlega í huga og hvernig rannsóknum á þeim er háttað og kvóti settur á, hef stundað þær veiðar i 20 ár og tekið þátt í mörgum leitarleiðöngrum, þar byggist allt á tilviljunum og ágiskunum, ef hafsrannsóknarskipin eru ekki á réttum stað á réttum tímar er lítill kvóti og svo öfugt, hef oft spurt fiskifræðinga, hvar loðnan haldi sig þegar hún ekki sést, en ekki fengið svör, t.d. fyrir tveim árum síðan mældust 40,000 tonn í nóv eða des, en 800,000 í jan á tveim sólahringum.
Grétar Rögnvarsson, 7.11.2007 kl. 15:38
Þarna bendir Grétar á einn mikilvæga punkt, það þarf að vera á réttum stað á réttum tíma. Þetta á við um rannsóknir á öllum fiskistofnum, annað er blint fálm út í loftið og gefur nákvæmlega enga mynd af ástandinu. Gott dæmi um fálmið er togararallið, þar skiptir engu máli hvernig veður er, hitastig, straumar eða aðrir þættir náttúrunnar. Nei dagatalið það er málið og eftir því skal unnið. Er nema von að Hafró sæti gagnrýni og hafi misst allan trúverðugleika? Ef við skipstjórarnir leifðum okkur þann munað að horfa á dagatalið og vinna eftir því sem gerðist í fyrra eða árið þar áður er ég andskoti hræddur um að maður yrði rekinn fljótlega fyrir lakan árangur.
Hallgrímur Guðmundsson, 7.11.2007 kl. 17:08
Eitt er ábyggilegt og það er að þessi ráðgjöf og vinnubrögð í kringum hana eru ekki hafin yfir gagnrýni og þess vegna furða ég mig mjög á sjómannasamtökum að beina ekki sjónum að þessari vitleysis ráðgjöf í stað þess að vola út meiri og markvissari mótvægisaðgerðir.
Ég er mjög fylgjandi hvalveiðum en er samt sem áður ekki endilega viss um að fjöldi hval sé stærsti þátturinn í þessu árangursleysi við þorskveiðar okkar heldur ætti miklu frekar að fara yfir nýtingastefnuna þ.e. að verið sé að friða fisk sem er ekki að vaxa. Samkvæmt skýrslunni frá í vor er vöxtur þorskisins og sömuleiðis ýsunnar afar lakur og nú er í gildi skyndilokun nr. 167.
Einn stærsti lífmassinn eru fiskarnir sjálfi sem lif að einhverju leyti hverjir á öðrum og það fer mikið orkuflæði í gegnum þá og við hvert fæðuþrep tapast 85 til 90% af orkunni.
Ágæt nýliðun er það kallað þegar Hafró mælir um 200 milljón nýliða inn í veiðistofninn en þeir þurfa auðvitað sitt til að bíta og brenna. Ef hver og einn nýliðinn snæðir einn fisk yfir árið fækkar hann yngri þorskum um sama fjölda, 200 milljónir. Ef þetta er hálfs kílós fiskur, sem hann étur, þá hverfa ofan í þorskinn þennan árgang um 100 þúsund tonn árlega.
Það sem Grétar bendir á, hvar loðnan sé þegar ekki sé verið að veiða hana, hlýtur að vera stóra spurningin. Það hefur verið bent á að meðan hún er að vaxa upp hér við land gegni hún mikilvægasta hlutverki sínu fyrir þorskinn okkar við að flytja orku með áti á smærri lífverum og upp fæðukeðjuna og upp í þorskinn. Það sé sú orka sem þorskurinn getur gengið að alla jafna en göngurnar úr Norðurhöfum séu einskonar þorrablót fyrir þorskinn og kannski Grétar líka.
Sigurjón Þórðarson, 7.11.2007 kl. 18:17
Kristinn afsakaðu. Mitt innlegg var hvað helst til að benda
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 20:35
Mér líst vel á það að við hittumst sem allra fyrst.
Sigurjón Þórðarson, 7.11.2007 kl. 23:18
Sæll Sigurjón.
Góð grein,og góðar umræður ekki síst innlegg Kristins P, til viðbótar.
Þegar stjórnvöld hafa í áraraðir hreinlega ákveðið að endurskoðun sé ekki á dagskrá þrátt fyrir margvísleg framborin rök þess efnis að menn séu ekki á réttri leið, þá eru góð ráð dýr.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 7.11.2007 kl. 23:39
Þessi hugmynd að þið vísu menn í hagrænni fiskifræði hittist og búið til fiskveiðistefnu, er ágæt. Ég legg til að ca. tíu manna hópur reynslubolta í sjómennsku og því sem hægt er að kalla "lífrænni" og hagrænni fiskifræði, komi saman á Vestfjörðum og stofni Fiskveiðiráð Vestfjarða. Verkefni þessa ráðs væri í fyrsta lagi að ákveða að tilteknir fiskistofnar eða stofnhlutar á miðum út af Vestfjörðum tilheyrðu sögulega, siðferðilega og hagsmunalega sjávarbyggðum Vestfjarða. Í öðru lagi að ákveða veiðistefnuna fyrir téða fiskistofna á þessum miðum og skýra fyrir alþjóð rökin fyrir veiðistefnunni, bæði hin pólitísku og líffræðilegu. Í þriðja lagi hefði þessi hópur forgöngu um að byggja upp samtök fólks á Vestfjörðum sem getur varið bæði löglega og "ólöglega" veiðar sjómanna í þessari Vestfirsku "landhelgi". Það þýðir ekki lengur að masa um órétt og valdníðslu kvótakerfis og hlíða "ólögum" eins og blauðir hvolpar. Að vinna eftir því sem er siðferðislega rétt byggir upp andlegan kraft sem þjóðin mun skynja og munu valda stjórnmálalegum umskiptum. Jú Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður aðalega til að reyna að hnekkja kvótakerfinu, en það vantar algerlega að menn taki fiskveiðimálin í sínar hendur á Vestfjörðum og geri uppreisn gegn svívirðilegu óréttlæti. Auðvitað má ekki flana að hlutunum og það verður að byggja upp markvissan stíganda í aðgerðum og tryggja nægt fylgi fólks á svæðinu. En stefnan má ekki bara vera endalaus gagnrýni og væl út í stjórnvöld heldur staðföst ákvörðun að endurheimta rétt fólks í vestfirskum sjávarbyggðum til nýtingar á sinni sjávarauðlind umfram aðra, annaðhvort með góðu eða illu.
Guttormur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.