Leita í fréttum mbl.is

Sænska leiðin til að stöðva ósómann

Einhverra hluta vegna fara rjúpnaveiðar okkar sem stundum skotveiðar mjög fyrir brjóstið á sumu fólki. Í þessum hópi er meðal annars okkar ágæti umhverfisráðherra sem virðist hafa komist yfir skrá allra þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hafa gild veiðikort og notaði hún þennan lista til að senda hverjum og einum veiðimanni orðsendingu um að stilla veiði í hóf. Ég hef vissar efasemdir um að þessi meðferð á opinberum skrám sé rétt meðferð á persónuupplýsingum. 

Það er nú annað mál.

Það eru fleiri aðferðir sem hið opinbera beitir til að minnka skotveiðar og í því skyni fækkaði ráðherrann veiðidögum enn og aftur, úr 26 og í 18 daga, og framlengdi enn fremur sölubanni á rjúpunni. Ég frétti af konu einni sem telur sig til stjórnmálaflokks á vinstri kanti íslenskra stjórnmála - en það er best að nefna þann flokk ekki til að vera ekki sakaður um að ala á fordómum einstakra þjóðfélagshópa - og henni fannst bannið alls ekki fullnægjandi þar sem miklu nær væri að fara sænsku leiðina. Í henni felst að gera kaupandann ábyrgan. Skýrði hún það út með því að það þyrfti að höfða til ábyrgðar venjulegs fólks sem hefði einhverja sómatilfinningu. Raunin væri því miður sú að þeir sem stunduðu veiðar létu stjórnast af ónáttúru og drápsfýsn sem nauðsynlegt væri að stöðva og að þeir sem greiddu veiðimönnum og fjármögnuðu ósómann gerðu sér grein fyrir ábyrgð sinni.

Það er margt rjúpunnar bölið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Svo er annað í þessu með rjúpuna Sigurjón hafró aðferðin er notuð við að telja, ef ekki situr rjúpa á sömu þúfu og í fyrra þá er henni að fækka um eina og hún ekki talin með sem situr á næstu þúfu þó svo að það gæti alveg verið sú hin sama því að við erum jú bara að telja mínusinn, plús er óhugsandi hvað þá flutningar eða annað það sem gæti haft áhrif á útkomuna eins og t.d. umhverfisbreytingar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.11.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband