Leita í fréttum mbl.is

Neytendafrömuðurinn Björgvin Sigurðsson

Björgvin Sigurðsson talar mikið, svo mikið að hann virðist vera á góðri leið með að kjafta sjálfan Jóhannes Gunnarsson hjá Neytendasamtökunum í kaf. Ég fagna því að sjálfsögðu að lagðar verði auknar áherslur á neytendamálin og hef þá trú að það sé best gert með því að styðja hæfilega við bakið á samtökum á borð við Neytendasamtökin í stað þess að stofna ný og ný embætti.

Þegar litið er yfir það hverju Björgvin hefur komið í verk á þeim skamma tíma sem hann hefur verið ráðherra stendur einungis eitt mál upp úr, bráðabirgðalögin um raflagnir á Keflavíkurflugvelli.

Björgvin hefur látið dæluna ganga viðstöðulítið um hin og þessi mál. Nú í dag lýsti hann yfir vandlætingu á ákvörðun gamla Búnaðarbankans sem ég tek heils hugar undir með honum. Björgvin bætti við að hann hefði áhyggjur af áhrifum hennar á fasteignamarkaðinn. Ég tel rétt að Björgvin íhugi einnig nú áhrif innistæðulausra yfirlýsinga sinna um afnám stimpilgjaldsins.

Daginn eftir þá digurbarkalegu yfirlýsingu viðskiptaráðherra gerði fjármálaráðherra lítið úr þeim orðum að til stæði að afleggja umræddan skatt. Fólk sem stendur frammi fyrir fasteignakaupum er hálfringlað og örugglega hafa einhverjir velt því fyrir sér hvort rétt væri að fresta viðskiptum þangað til búið væri að afnema stimpilgjöldin.

Ég ræð viðskiptaráðherra það heilt að láta framvegis verkin tala.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

He he he... mæltu manna heilastur í þessu efni Sigurjón, er þér innilega sammála og orð í tíma töluð.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.11.2007 kl. 23:52

2 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Sigurjón var að lesa þetta sem þú varst að byrta, bara svo ég skilji þig rétt, þá villt þú meina að Viðskiptaráðherra sé bara kjaftaskur. Ef þetta er rétt skilið hjá mér þá er Samfylkingin með tvo kjaftaska!. Það gæti reynst þeim þung byrði.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 8.11.2007 kl. 02:12

3 identicon

Sæll Sigurjón,

Ég sakna þín af vettvangi stjórnmála á Alþingi.

Ég(56) viðurkenni, að seinast kaus ég xF á Suðurlandi.

Ég er ekki "FélagsMálaTröll", en ég set SpurningaMerki, við sumt af Flótta-Fólkinu, frá xD?

Gangi þér vel !!!

Palli Kristjánss.

Páll Björgvin Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 16:50

4 Smámynd: Páll Björgvin Kristjánsson

Ég(56), er Dauð-Þreyttur á íslenskri Spillingu og tilbúinn, að "Leggja Lið"

Ég vill, að Ráni til Sjávar&Sveitar Linni.

Okrinu og Bullinu Linni!

Ef Íslendingar hafa ekki Burði til Baráttu

Þá  verðum við að  fá útbrunna og/eða ofbeldis hneigða, stjórnmálamenn, embætismenn, hermenn, lögreglumenn og/eða Helgarfyllibyttur úr Mið-Borg Reykjavíkur, um Helgar.

1970, sá ég Bandaríska Skrifstofu á Times Scuare, á Manhattan, NY.

Það vantaði "Byssu-Fóður fyrir Vietnam-Stríðið, sem margir hafa Gleymt.

Kveðja, Palli Kristjánss. 

Páll Björgvin Kristjánsson, 8.11.2007 kl. 17:28

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þorsteinn eigum við ekki að gefa Björgvini smá séns en hann er rétt að byrja en vissulega hefur hann ekki góðar fyrirmyndir og hver veit nema að hann taki þessum ráðum vel?

Palli já þetta virðist stundum vera orðið nokkuð þreytt hérna varðandi ráðstöfun á opinberum gæðum en við getum huggað okkur við að ástandið er síst betra í Rússlandi

Sigurjón Þórðarson, 8.11.2007 kl. 22:04

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við verðum að vona það besta!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 8.11.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband