Leita í fréttum mbl.is

Vestfirskir sjómenn gáttaðir á Einari Kristni

Nú um helgina hitti ég fjölmarga smábátasjómenn af Norðurlandi og áttu þeir það sammerkt að þeir hafa enga trú á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um niðurskurð á aflaheimildum í þorski. Þeir töldu útilokað að veiða 90 þúsund tonn í ýsu samanborið við veiðiheimildir í þorski upp á 130 þúsund tonn. Nú verður örugglega lögð áhersla á að hanna og útbúa veiðarfæri sem sneiðir hjá þorskinum. Það er fáheyrð vitleysa að vera að hanna veiðarfæri sem veiða ekki.

Nú berast fréttir af því vestan af fjörðum að einn af stærri togurum landsmanna, Örfiriseyin, sé að skarka lengst inni í Ísafjarðardjúpi og verði að því í rúma viku, þ.e. hamist á hefðbundinni veiðislóð smábáta. Fréttir herma að verið sé að gera tilraunir með troll sem sneiðir hjá þorski. Vestfirskir sjómenn sem hafa haft samband við mig kunna þessum mótvægisaðgerðum sem samþykktar eru sérstaklega af Einari Kristni sjávarútvegsráðherra ekki neinar þakkir og vildu helst vera lausir við þær. Hér er um að ræða mikilvæga veiðislóð sem smábátasjómenn nýta sér þegar belgingur er í veðrinu, þá er hægt að fara inn í Djúpið þótt þeir þurfi betra veður til að fara út á rúmsjó.

Það er orðið löngu tímabært að taka til endurskoðunar alla þessa fiskveiðistjórnun og gera miklu frekar tilraunir til að auka frelsi í greininni í stað þess að setja stærstu togara landsins í tilraunaverkefni innfjarðar. 

Í vikunni verður haldinn aðalfundur LS og reiknað er með að þar verði teknar snarpar umræður um málin. Það sem kemur mér á óvart er að á dagskrá fundarins er enginn málsmetandi aðili sem hefur haldið uppi málefnalegri gagnrýni á líffræðilegar forsendur núverandi fiskveiðistjórnunar, s.s. Jón Kristjánsson fiskifræðingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Enn og aftur.. ég vill að FF beyti sér fyrir því að krókaveiðar verði frjálsar.. óháðar kvóta togaranna.

Óskar Þorkelsson, 15.10.2007 kl. 14:29

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það þarf að finna einhverja leið til að ógilda ákvarðanir þessara vitleysinga, með sjávarútvegsráðherran í broddi fylkingar, þetta er óþolandi ástand. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2007 kl. 16:27

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Nei nei mig var ekki að dreyma því miður en smábátafélagið Elding er búið að álykta gegn þessum rannsóknum Einars K Guðfinnssonar.

Sigurjón Þórðarson, 15.10.2007 kl. 21:26

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hér er frétt af Hafró vefnum:

Prófun á lagskiptri botnvörpu

Í kjölfar ákvörðunar um niðurskurð á aflaheimildum í þorski á sama tíma og ýsustofn er í hámarki, hefur verið mikil umræða um vandamál því samfara að veiða ýsuna án þess að fá þorsk sem meðafla. Í þeim tilgangi að kanna
möguleika á aðskilnaði þessara tegunda við veiðar voru á tímabilinu febrúar-apríl farnir á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar leiðangrar á togbátnum Gunnbirni frá Bolungavík til þess að prófa lagskipta botnvöpu. Lagskipt botnvarpa er venjuleg botnvarpa með láréttu netþili sem skiptir vörpubelgnum í efri og neðri hluta, í þeim tilgangi að aðskilja fisktegundir í veiðiferlinu.

Sigurjón Þórðarson, 15.10.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband