Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur G. Halldórsson kvaddur

Í dag var ég við útför stórmerkilegs vinar míns, Guðmundar G. Halldórssonar. Hann var svo sannarlega hress og skemmtilegur og lá aldrei á skoðunum sínum. Okkar sameiginlegu áhugamál sem við ræddum oftsinnis voru stjórnmál, rjúpnaveiðar og selveiðar. Hann var einn af stofnendum Frjálslynda flokksins, einarður baráttumaður fyrir réttlátara og árangursríkara fiskveiðistjórnunarkerfi og þar með byggðum landsins.

Hann hafði einnig áhuga á að Ísland staðfesti þjóðréttarlegan rétt sinn til veiða í norðurhöfum og vildi hann í því skyni m.a. senda skip út til selveiða. Þegar ég sá símanúmerið hans birtast á skjánum mínum vissi ég að í vændum var hressilegt samtal sem jafnaðist á við vítamínsprautu eða jafnvel rautt eðalginseng þar sem málum var velt upp og tekin a.m.k. ein hlátursroka í samtalinu.

Nú eru þeir tímar liðnir. Blessuð sé minning Guðmundar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Blessuð sé minning Guðmundar.

Halla.

Þetta ljóð er eitt það fegursta sem finna má.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.10.2007 kl. 02:13

2 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Ég á eftir því að sakna þess að fá ekki símtöl frá Guðmundi G. Halldórssyni. Að heyra þessu sterku rödd talandi kjarnyrta íslensku, heyra hann lýsa einörðum skoðunum sínum. og þiggja ráð hans. Við í Frjálsynda flokknum heimsóttum hann alltaf þegar við áttum leið um Húsavík og hann var alltaf góður heim að sækja.

Ég man bækurnar hans, og átti góða stund í fyrra þegar ég las ljóðabókina sem hann sendi frá sér þá.

Norðurslóðamálin voru honum hugleikin og þar áttum við fulla samleið. Það má segja að hann hafi verið einn af þeim sem helst hélt mér við efnið í að skoða þau mál og fylgjast með á þeim vettvangi. Ég mun oft hugsa til hans í framtíðinni ekki síst þegar ég huga að þeim málum.

Guð blessi minningu Guðmundar G. Halldórssonar.

Magnús Þór Hafsteinsson, 14.10.2007 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband