Leita í fréttum mbl.is

Var skólabókunum fórnað fyrir hvalveiðibann?

Samfylkingin skreytti sig með ýmsum fjöðrum í kosningabaráttunni sl. vor. 

Ég hef fjallað hér fyrr í sumar um hvernig sr. Karl Matthíasson ofl. plötuðu landsmenn þegar þeir boðuðu breytingar á kvótakerfinu í sjávarúvegi sem skilar æ færri þorskum á land en efndir eða réttara sagt svik Karls og félaga eftir kosningar voru að reyna festa óréttlátt kerfi  frekar í sessi.

Samfylkingin lofaði nemum í framhaldsskólum ókeypis skólabókum sl. vor en samkvæmt nýlegum ummælum sem höfð voru eftir einum þingmanna Samfylkingarinnar náðist það mál ekki í gegn í stjórnarviðræðum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks þar sem gerð voru kaup kaups.

Margur hefur verið að velta því fyrir sér hvaða málum Samfylkingin náði yfir höfuð í gegn sáttmálanum.  Það hefur verið á hvers manns vitorði að ráðandi öfl innan Samfylkingarinnar hafa verið mjög á móti hvalveiðum og það mátti sjá í Blaðinu í dag ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hefur ákveðið að hætta hvalveiðum og er það nær fullvíst að bannið sé tilkomið vegna atbeina Samfylkingarinnar. 

Þeirri spurningu er ósvað hvort að Samfylkingin hafi samið um að falla frá loforði sínu um ókeypis skólabækur og fengið í staðinn bann við hvalveiðum?    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Sigurjón !

Það er að koma á daginn, sem mig grunaði; að Samfylkingin yrði hálfu verri undirlægja Sjálfstæðisflokksins, en Framsóknarflokkurinn; náði nokkurn tíma, að verða.

Undirferlið - laumuspilin og skjall alls lags, framan í kjósendur, varð þegar á daginn kom, skelfilegur undanfari þessarrar stjórnar. Sýnist, haldi fram sem horfir, að hljóti að koma til alvarlegra átaka hér, á næstu árum; haldi fram sem horfir, því miður.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 14:53

2 identicon

Samfylkinginn var reyndar bara með eitt á stefnuskrá sinni, og það var að komist í stjórn, hvað sem það kostaði.  Samfylking seldi því sálu sína (og málefnaskrá) til þess arna.  Að vísu munu Samfó beita sér gegn hverskonar stóriðju og atvinnuuppbygging á landsbyggðinni til að þóknast kjósendum sínum á Suð-Vesturhorninu.

Örlygur N. Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband