21.8.2007 | 00:03
Ríkisstjórn Íslands er búin að missa trú á íslensku krónuna
Ég hlýddi á viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Íslands, Björgvin G. Sigurðsson, í fréttaþættinum Ísland í dag á Stöð tvö í kvöld. Þar lýsti hann yfir vantrú á íslenska gjaldmiðlinum og taldi hann ekki eiga framtíðina fyrir sér. Þessi orðræða og afstaða ráðherra í ríkisstjórn Íslands hlýtur að vera afar óheppileg nú þegar gjaldmiðillinn sveiflast um heilu prósentin frá degi til dags. Yfirlýsing sem þessi á viðkvæmum tímapunkti er alls ekki til þess fallin að auka tiltrú og stöðugleika í samfélaginu.
Seðlabankinn hefur haft það hlutverk að halda aftur af verðbólgu með því að hækka vexti og sporna gegn ákvörðunum stjórnvalda á umliðnum misserum sem hafa sumar hverjar gengið í þveröfuga átt og aukið á þensluna, s.s. með að auka útgjöld ríkisins meðan þensla ríkir. Að kenna krónunni um ójafnvægið í íslensku efnahagslífi er barnalegt, hún er bara verkfæri. Árinni kennir illur ræðari.
Í lokin er rétt að huga að því að taka upp evru á Íslandi en það verður að gera með öðrum hætti og í öðru efnahagsumhverfi en Björgvin G. Sigurðsson leggur til. Til þess að við getum tekið upp evru þarf að ríkja stöðugleiki, verðbólga verður að vera lág og vextir sömuleiðis. Upptaka evrunnar er í sjálfu sér alls ekki leiðin til að ná fram stöðugleikanum. Það er líka betra að koma inn í myntsamstarf ríkja með fullri reisn frekar en eins og flóttamenn að forðast heimatilbúinn óstöðugleika.
Það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum annarra og vita hvort þau eru í takt við viðbrögð fagráðherrans.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 1019344
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 66
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Íslenzkur ráðherra sem hefur ekki einu sinni trú á íslenzkri gjaldmynt á
tafarlaust að segja af sér, eða ríkisstjórnin öll hafi hún misst trúna á
íslenzku krónunni..............
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.8.2007 kl. 00:20
Sigurjón, markaðir eru að snúast og þeir eru að verðleggja áhættu inn í sín verð. Sem var alltaf fatalt þar sem alþjóðlegt fjármálakerfi tryggir jú sjálft sig gegn hruni og byggist því augljóslega fyrst og fremst á trausti - alveg eins og hver annar keðjubréfafaraldur. Þegar menn missa tiltrú á kerfinu og hætta að taka mark á eignum þess á massafjölmiðlum er kerfið dauðadæmt. Confidence games byggjast jú fyrst og fremst á confidence.
Hér heima erum við með risavaxið og ofurskuldsett bankaapparat sem fyrir löngu hefur vaxið ríkisvaldi og seðlabanka yfir höfuð. Þetta er grátbroslegur brandari. Den mere kloge narrer den mindre kloge eins og alltaf. Þess vegna er Dabbi í seðlabankanum og þess vegna minnist Geir Haarde etv. fyrst á þessa alvarlegu hluti á næsta ári.
Við erum með mjög alvarlegt rof þarna. Við getum ekki varið krónuna. Fall hennar þýðir innflutta verðbólgu. Við þekkjum söguna. Verðbólga hefur áður komið við sögu hér á landi raunar verið landlæg. Nú erum við í þeirri stöðu að stýriaðilarnir, seðlabanki og ríkisstjórn eru máttvana dvergar í gíslingu braskara og gjaldeyrisspekúlanta. Ríkissjóður Íslands er í raun gjaldþrota vegna þess að skattgreiðendur munu neyðast til að skaffa sombíunum í seðlabankanum fullnægjandi gjaldeyrisvarasjóð til að regúlera krónuna. Sem mun aftur rústa lánshæfi skattgreiðenda (ríkissjóðs) og bankanna. Og svo framvegis. Þessi vitleysa dafnar á skorti á umræðu en Björgvin virðist vera að herða sig upp í að ræða þessi mjög svo krítísku málefni.
Baldur Fjölnisson, 21.8.2007 kl. 00:38
Þessi ríkisstjórn samanstendur því miður að virðist af mönnum sem tala sitt í hverja áttina , sitt á hvað sem nefnt hefur verið tækifærismennska.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 21.8.2007 kl. 02:38
Þessi stöðugleiki, sem Geir H Haarde talar um í kosningabaráttu og á tyllidögum, er einfaldlega ekki til staðar og efnahaggsstjórnun er í molum ef hún er nokkur. Þetta sjá allir sem eitthvað þekkja til málanna. Þó hagvöxtur hafi verið hér á landi undanfarin ár er sá hagvöxtur að mestu borinn uppi af einkaneyslu sem aftur er borinn uppi af lántökum með öðrum orðum þá er "góðærið" sem verið hefur hér á landi "undanfarin ár" byggt á falsi og blekkingum. Eins og þú bendir á í grein þinni þá hefur krónan sveiflast um 1% á dag undanfarið og við svoleiðis aðstæður getur enginn atvinnuvegur þrifist til lengdar og kallar þetta á róttækar aðgerðir og get ég ekki betur séð en að skipta um gjaldmiðil sé einhver besta leiðin í stöðunni og þá verður um leið að sækja um aðild að ESB. Það eina "slæma", sem umsókn um aðild að ESB gæti hugsanlega haft í för með sér, er að illa tenntir og vanhæfir "blýantsnagarar" Seðlabanka Íslands yrðu atvinnulausir (ekki hafa þeir sannað tilverurétt sinn hingað til). Það hafa verið rök margra að Ísland missti sjálfstæði sitt gagnvart miðstýrðu valdi Brussel, en EES samningurinn gerir það að Ísland verður að taka upp reglugerðir ESB sama hvað er sagt (þessar reglur koma til okkar óvænt) er þá ekki betra að vera með fulltrúa í Evrópuráðinu og vita þá að von er á reglugerð til að framfylgja? Það er líka notað sem rök á móti ESB-aðild að við missum forræðið yfir fiskimiðunum, við erum ekki með neitt forræði yfir fiskimiðunum eingöngu LÍÚ, ég get ekki séð að þetta séu nokkur rök. Þessi evru-umræða er bara af því góða og mættu jafnvel fleiri málsmetandi menn taka þátt í henni.
Jóhann Elíasson, 21.8.2007 kl. 09:50
Sigurjón, þetta er ekki spurning um trú á gjaldmiðilinn, heldur raunsæi. Hvert er rétt gengi krónunnar? Ekki uppblásið krónubréfagengi með 800 milljarða vaxtamunarblöðru alþjóðlegra braskara, heldur gamaldags vöruskiptajöfnuður. Sammála Baldri með margt varðandi Seðlabankann. Það yrði glapræði að verja fyrra platgengi með inngripum, sem færa tugmilljarða frá skattgreiðendum til þess að milda högg spekúlantanna á nokkrum klukkutímum. Krónan er bara úrelt eins og skildingurinn, tökum upp Evru án tilfinningasemi, en látum ESB batteríið eiga sig.
Ívar Pálsson, 21.8.2007 kl. 14:03
Ég er sammála því að viðskiptaráðherran er að tala eins og bjáni. Þetta er maðurinn sem á að gæta hagsmuna íslendinga og hann gerir það ekki með því að lýsa því yfir opinberlega að gjaldmiðlillinn okkar sé bara drasl sem eigi að henda! Gildir hér einu hvort það er satt eða ekki. Ég hélt að það væri eitthvert vit í þessum dreng, það reyndist vera stórlega rangt metið. Hann hefur ekkert vitrænt innihald og talar bara í aðfengnum lánuðum Evrópusambandsfrösum.
Íslendingar geta farið að nota Evrur og dollara ef þeim sýnist svo. Það er ekkert sem stoppar það og sumir reyndar byrjaðir. Ég er líka sammála Ívari og fleirum að láta ESB eiga sig. Hvernig dettur fólki í hug að við yrðum betur settir sem nýlenda frá miðstýrðri Evrópu?!
Haukur Nikulásson, 21.8.2007 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.