Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkur og skipasmíðar - dýr kokteill

Það virðist vera regla en ekki undartekning að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins klúðri endurbótum á skipakosti þjóðarinnar, s.s. varðskipum og hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.

Það hefði mátt ætla að stjórnvöld hefðu lært eitthvað af fyrri axarsköftum, s.s. þegar Björn Bjarnason sendi varðskipin til viðgerða til Póllands en þegar búið var að taka saman kostnaðinn við ferðalög og ýmsan aukakostnað reyndist hann hærri en sem nam tilboði frá Slippnum á Akureyri.

Nú er komið á daginn að endurbætur á gamalli ferju verða miklum mun dýrari en að smíða nýja Grímseyjarferju sem hefði verið sniðin að þjónustu við atvinnuveg og íbúa Grímseyjar.

Vestmanneyingum er boðið upp á ófullnægjandi ferju og í stað þess að leysa samgöngumál með markvissum hætti dreifa stjórnvöld umræðunni á dreif með ýmsum vangaveltum, s.s. með gangagerð út í eldstöð og byggingu nýrrar hafnar við Bakkafjöru en reyndir skipstjórar efast mjög um að höfnin muni henta til farþegaflutninga vegna grynninga.

Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að engin meining sé með þessum hugmyndum nema þá helst að slá á frest að framkvæma það sem liggur beinast við, þ.e. að fá nýjan og betri Herjólf og sömuleiðis að lækka gjaldtöku.

Það sem skiptir þó öllu máli fyrir Gríms- og Vestmanneyinga er að það verði veigamiklar breytingar á kvótakerfinu. Það er forsenda þess að byggðirnar fái að blómgast. Það virðist því miður verða einhver bið á að þar verði breyting á þar sem Sjálfstæðisflokkur læjr ekki máls á breytingum þrátt fyrir augljóst skipbrot kvótakerfisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Þetta ferjumál er auðvitað algert rugl - og í raun ótrúlega að staðan skuli ekki vera betri.  Almennilegar samgöngur ættu að vera forgangsatriði - styð hugmyndina um nýjan Herjólf.

Valgerður Halldórsdóttir, 16.8.2007 kl. 14:59

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Miðað við verðskyn sumra finnst mér með ólíkindum að ekki sé kominn upp krafa um að gera jarðgöng til Grímseyjar. Á þessum slóðum er ekki jafn mikil óvissa um eldgosahættu eins og í Vestmannaeyjum.

Kostnaður: 100 milljarðar eða ca 1 milljarður á íbúa. Rekstrarafgangur ríkissjóðs á þessu ári myndi duga fyrir þessu lítilræði. Grímseyingar hljóta að eiga þetta skilið fyrir allan dugnaðinn við fiskveiðarnar.

Haukur Nikulásson, 16.8.2007 kl. 17:02

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Málið er mjög einfallt. Ný Herjólfur.

Er með myndir af ferju sem er að sigla 40 sjómílur/klst. í stað 15 eins og núverandi ferja!

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/283931/

Þá fer tíminn úr 2:40 niður í 1 klst. og ekki einu sinni bíll + lítil ferja frá Bakkafjöru gæti keppt við þann tíma.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.8.2007 kl. 17:07

4 identicon

Í sambandi við Bakkafjöru hefur lítið verið talað um þann tíma sem fer í að keyra á milli Bakkafjöru og t.d. til Reykjavíkur. Það er ekki nóg að stytta siglingartímann og lengja tímann sem fer í akstur. Sem fyrrum íbúa Vestmannaeyja tel ég nýjan hraðskreiðari Herjólf vera valkost númer 1, 2 og 3.

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband