Leita í fréttum mbl.is

Apótekið á Akranesi

Í Blaðinu hefur síðustu vikurnar verið fjallað um hvernig stóru keðjurnar á lyfsölumarkaðnum hafa lagst á einyrkja og kúgað þá í krafti stærðar sinnar og aðstöðu út af markaðnum.

Nú ber svo við að það er komið nýtt apótek á Akranesi þar sem einyrki reynir fyrir sér og það var eins og við manninn mælt, stóru lyfjakeðjurnar eru byrjaðar að grafa undan rekstrinum með óvönduðum meðulum, s.s. að hafa lyf á Akranesi miklum mun ódýrari en í eigin apótekum í öðrum sveitarfélögum.

Umfjöllun Kastljóssins frá í fyrra sýnir að það margborgar sig að senda fólk á Saga Class eftir lyfjunum sínum til Kaupmannahafnar. Við höfum líka nýlega skýrslu Ríkisendurskoðunar sem sýnir fram á að verðið er allt að 50% hærra á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum.

Meginútskýring þess háa verðs er fákeppni á markaði. Það er fráleitt að stjórnvöld með ungu mennina í ríkisstjórninni, þá Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra og Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra, yppti öxlum og horfi á meðan verið er að kippa fótunum undan nýjum rekstraraðilum á markaði.

Fréttir Blaðsins hermdu að Samkeppniseftirlitið hefði ekkert aðhafst vegna þessa máls. Ummæli Guðlaugs Þórs hafa verið mjög þokukennd og það er engu líkara en að hann voni að þessi mál leysist af sjálfu sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvernig stendur eiginlega á því að Samkeppniseftirlitið aðhefst ekkert í þessu máli, það er alveg augljóst að þarna er verið að brjóta samkeppnislög?  Það er engu líkara að ungu, kraftmiklu mennirnir í ríkisstjórnhafi fengið "sprautu af róandi", þegar þeir tóku viðembættum sínum.

Jóhann Elíasson, 1.8.2007 kl. 15:49

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sæll Sigurjón

Ég er á því að við séum að vaða svolítið í orðavillum.

Það sem kallað er einkarekstur er oft frekar hóprekstur eða jafnvel mafíurekstur sem er eins and-einkarekstur og hægt er að hugsa sér. Sbr. dæmið þitt að ofan.

Einkarekstur í mínum huga er það sem þú kallar einyrkja.

Lyfjafyrirtæki sem er í eign hundruða fjárfesta er ekki beint einka neitt, heldur apparat til að þjóna ákveðnum hóp. Ef fyrirtæki er í eign 5 einkaaðila, þá erum við að ræða "hóprekstur" þó auðvitað sé grátt svæði með nokkra sameigendur oig hvernig þeir vinna saman.  Áróðurinn sem tvímælalaust hefur verið í gangi sl. 2-3 áratugi er sífellt að villa um fyrir okkur með þessar skilgreiningar og einkarekstur er orð sem þeir hafa í raun rænt og skrumskælt yfir á eigin trúarbrögð.

Það hljómar auðvitað eins og einstaklingsframtak og allir virða einstaklingsframtakið, en ef við ræðum um hlutina eins og þeir eru, þá er hópframtakið komið út í aðra sálma.

Bara smá pæling.

kveðja

veffari

Ólafur Þórðarson, 1.8.2007 kl. 16:41

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Lyfsölukeðjurnar starfa á nákvæmlega sama hátt og Baugur,

Baugur rekur bara að auki útvarp Sögu ykkar Frjálslyndra.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.8.2007 kl. 17:44

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Heimir. Mér finnst verðlagið í Bónus afar hóflegt. Auk þess er Bónus í verðsamkeppni við aðrar lágvörukeðjur. Ég hef aldrei skilið verðið í Nóatúnsverslunum miðað við fjölda þeirra og stærð. Svo eitthvað sé nú nefnt af öllum þessum verslunum.

Lyfjaverslanir starfa undir ströngu, opinberu  eftirliti. Og þar er um að ræða afar viðkæma söluvöru sem er lyf og þar er ekkert val í dag, eða mjög lítið. Margir einstaklingar þurfa að kaupa mikið af lyfjum og ýmsir þeirra eru illa fjáðir.

Mér kæmi það mjög á óvart ef heilbrigðisráðherra okkar héldi lengi að sér höndum og setti kíkinn fyrir blinda augað í þessu máli.

Þá er ég lítill mannþekkjari. 

Árni Gunnarsson, 1.8.2007 kl. 21:21

5 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála þér Sigurjón það þarf að taka á þessu máli strax. Það er óhæra að sjúklingar á Íslandi séu að kaupa lyf á hámarksverði miklu hærra verði en í nágrannalöndum okkar. Við eigum að auka frelsið varðandi kaup fólks á lyfjum erlendis frá. Strangt lyfjaeftirlit virðist vera farið að vinna gegn tilgangi sínum.  Síðan er annað sem í sjálfu sér er óskylt þessu máli en það er spurningin af hverju má ekki selja fleiri lyf án lyfseðils. Af hverju þarf fólk að fara sí og æ til læknis til að fá uppáskrift fyrir einföldum hættulausum lyfjum.

Jón Magnússon, 1.8.2007 kl. 23:27

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er svo stórkostlega margt að í þessu ferli öllu að það hálfa væri nóg.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.8.2007 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband