Leita í fréttum mbl.is

Hlutdræg umfjöllun Ríkisútvarpsins um fiskveiðistjórn

Nokkur umræða hefur farið fram um þá þöggun sem þeir eru beittir sem efast um þau fræði sem Hafró hefur notað við fiskveiðiráðgjöf sína síðustu áratugina. Fram hafa komið harðar ásakanir hjá ráðherra í ríkisstjórn Íslands um að hafrannsóknir við strendur Íslands búi við sovéskt fyrirkomulag.

Vegna þessarar umræðu hlýddi ég með nokkurri athygli á fréttaþátt RÚV í gær þar sem fjallað var um mjög svo umdeilda fiskveiðiráðgjöf Hafró. Í þættinum var einungis rætt við forstjóra Hafró og sjávarútvegsráðherra sem voru eins og eineggja tvíburar sem studdu hvor annan. Í ljósi þeirrar umræðu sem fram hefur farið að undanförnu kom mér á óvart að það var ekki rætt við nokkurn einasta andófsmann ríkisvísindanna, hvað þá að ráðherra eða forstjóri Hafró þyrftu að svara efnislegum athugasemdum sem fram hafa komið frá andófmönnunum. 

Ríkisútvarpið ohf. hlýtur að gera betur grein fyrir mismunandi skoðunum á ráðgjöf Hafró. Ef það gerir það ekki fer það á svig við 3. grein laga um Ríkisútvarpið ohf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

RUV þyrfti að fara í þetta eins og loftslagsmálin kryfja þetta til mergjar En kannski sést her afleiðing þess að fjölmiðillinn er ríkisrekinn

Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.6.2007 kl. 16:21

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

RíkisÚTVARPIÐ er nú sér á parti eins og þú þekkir vel Sigurjón þegar kemur að því að gá að tveimur hliðum mála á stundum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.6.2007 kl. 00:54

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er umhugsunarvert í þessu sambandi hverni umfjöllun Rúv er um svindlið í sjávarútvegi og sérstaklega það að fiskistofustjóri hafi játað að það væri milljarða svinl árlega í sjávarútveginum.

Sigurjón Þórðarson, 25.6.2007 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband