Leita í fréttum mbl.is

Sinnuleysi gagnvart leigubílaóreiðunni

Það er öngþveiti á þjónustu leigubíla og það átti ekki að koma neinum á óvart. Leigubílstjórar vöruðu við hvert stefndi með nýjum lögunum sem samþykkt voru í lok árs 2022.

Það kemur á óvart að ferðaþjónar skulu ekki krefjast þess að tekið verði til og að komið verði skikk á ástandið. Ferðamálayfirvöld víðast hvar reyna að tryggja öryggi ferðamanna og koma í veg fyrir svik og pretti.

Óöryggið felst meðal annars í að brotalamir eru á því að ökuferlar séu skráðir og merkingar bíla. Nýlegt dæmi er um erlendur sakborningur í nauðgunarmáli var kominn í harkið nánast strax að lokinni yfirheyrslu.

Það er ódýr leið hjá ráðherra að reyna að færa ábyrgðina yfir á Samgöngustofu eða einstaka ökuskóla sem sjá um próf. Augljóst er að með því að galopna þessa þjónustu fyrir hverjum sem er án nokkurs aðhalds, er vegna pólitísks vilja innviðaráðherra.

 Tillögur um íslenskukunnáttu leigubílstjóra virðast því miður vera einhvers konar sýndarmennska til þess að fría Sjálfstæðisflokkinn af pólitískri ábyrgð.  Ef einhver meining væri á bak við þetta tal ráðamanna þá væru lögð fram í þinginu stjórnarfrumvörp til þess að ná utan um málið.

Það er áhugavert að fara yfir lista á Íslandi.is um þá sem reka leigubíl  og ekki síður yfir starfandi leigubílstöðvar sem virðast vera nafnið eitt .

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jæja þá ertu kominn á þing! Er þetta forgangsmálið? Nú þegar alls ekki er víst hvort VG fær að vara áfram í ríkisstjórn, væri þá ekki betra að Flokkur fólksins gerðist alvöru flokkur og færi að verða ögn málefnalegri. Auðvitað klúðraði Samgöngustofa sínum hluta og það kemur mér ekki á óvart því ég hef unnið að máli, þar sem mín reynsla af þeirri stofnun er að þar er allt í kalda koli. Ein skýringin sem ég fékk að þetta væri svo erfitt hjá þeim þar sem það væri svo erfitt að fá álvöru fólk til starfa og þess vegna væri þjónustan og vinnubrögðin svona. Þú verð þá af því að þú ert svo mikill kerfiskall og innan kerfanna má allt. Þess vegna má líka níðast á þeim sem minnst mega sín, t.d. sauðfjárbændum sem eru sumir af veikum mætti að auka tekjur sínar og þá kemur starfsfólk frá annarri ríkisstofnun og reynir eins og það getur að bregða fæti fyrir það og kennir svo heilbrigðisráðherra um vinnubrögðin. Hann á örugglega sinn þátt í dæminu en hann sendir ekki þetta lið til þess að níðast  á þessu fólki. Það vissu allir að fyrrverandi kerfi varðandi leigubílaakstur stóðst ekki reglur ESS, en þær dýrka jú klerfiskallarnir eins og þú veist og reyna að gullhúaða allar reglur. Hrisstu nú eitthvað upp í þessu kerfi á meðan að þú ert á Alþingi. 

Sigurður Þorsteinsson, 19.3.2024 kl. 18:08

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ekki er hægt að ráða annað á atburðarásinni en að Samgöngustofa hafi verið beitt pólitískum þrýstingi um að gefa þetta allt meira og minna frjálst. Sigurður Ingi er vanur að vera með lúkurnar í undirstofnunum hvort sem um er að ræða Byggðastofnun eða HMS. Norðmenn eru að koma reglu á sinn leigubílumarkað og eru þeir í sömu stöðu og Ísland gagnvart ESB, en hér virðist ekki vera pólitískur vilji.

Án þess að ég sé sérfræðingur í heilsu ríkisstjórnarinnar, þá get ég ekki séð að annað en henni heilsist þokkalega.  Vinstri grænir með vinnusama Bjarkeyu Olsen í verkstjórn er t.d. algerlega samstíga nýfrjálshyggjuáformum Óla Björns og Þórarins Inga í að kom grásleppunni inn í gjafakvótakerfið.  

Það er helst að það sé óánægja út í Ásmund Friðriksson fyrir að setja út á Palestínska feðraveldið sem situr um þingið.

Sigurjón Þórðarson, 19.3.2024 kl. 19:02

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurjón ertu að halda því fram að Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra  hafi breytt sér fyrir því að starfsmenn Samgöngustofu hafi leyft að svindlað yrði á prófum í leigubílaakstri? Ef svo er hefur þú einhver gögn sem staðfesta þennan ásetning Sigurðar Inga? Á sama hátt hefur þá Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra beitt sér fyrir því að fá starfsmenn Heilbrigðiseftirlitanna til þess að beita sér þannig að fjöldi aðila sérstaklega minni framleiðanda og bænda kvarti yfir valdníðslu? 

Sigurður Þorsteinsson, 19.3.2024 kl. 20:12

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Á móti má spyrja hvers vegna enginn ráðamaður hefur lyft litlafingri til þess að koma skikk á leigubílamálin, með það fyrir augum að tryggja öryggi farþega. 

Ég á von á því að samskiptin viðhorf Guðlaugs Þórs og Diljár Mistar muni skána til muna innan tíðar, en í umræðunni um heilbrigðiseftirlitin bauð ég þeim norður í Skagafjörð í starfskynningu. Heilbrigðiseftirlit | Þingmálalistar | Alþingi (althingi.is)

Eitt enn, ef einhver aðili hefur telur eftirlitið ekki fara að lögum og reglum m.a. brjóta meðalhóf þá er leið fyrir viðkomandi til að kæra afgreiðslu málla til úrskurðanefndar eða ráðuneytis. 

Sigurjón Þórðarson, 19.3.2024 kl. 20:43

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurjón áttu eitthvað erfitt með að svara?

Sigurður Þorsteinsson, 19.3.2024 kl. 20:46

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Venjulega á ég ekki erfitt með það - var einhverju ósvarað?

Sigurjón Þórðarson, 20.3.2024 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband