Leita í fréttum mbl.is

Jafnaðar- eða ójafnaðarmaður eða -kona?

Í ræðu jafnaðarmannaleiðtogans Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur kom ekkert fram um mesta óréttlætismál Íslandssögunnar, kvótakerfið sem hefur farið ránshendi um sjávarbyggðirnar. Ekkert einasta orð. Vel að merkja, þetta er aðalútflutningsgrein landsmanna, meira en helmingur af vöruútflutningi kemur úr þessari atvinnugrein. Það er alls ekki trúverðugt hjá jafnaðarmanni að hlaupa yfir þetta óréttlæti.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ekki borið sitt barr síðan hún lagði leið sína inn á fund LÍÚ haustið 2005, til helstu ójafnaðarmanna landsins.


mbl.is „Það þarf konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Nei þetta var ekki ferð til fjár hjá formanninum svo mikið er víst hvað varðar fylgi flokksins og sennilega þarf konur úr Frjálslynda flokknum til þess hins arna he he...

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.4.2007 kl. 02:19

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Það er efalaust rétt hjá þér að Ingibjörg Sólrún hafi ekki,, borið sitt barr", síðan hún flutti ræðu á fundi LIÚ haustið 2005.

Málflutningur ykkar frjálslyndra um kvótamálið er svo mikið réttlætismál að ég skora á alla landsmenn að hlusta á málefnalega umræðu ykkar um það og þá ekki síður að mynda sér eigin skoðun um hvað óheftur innflutningur á vinnuafli til landsins getur haft í för með sér. Að sjá að ef innflytjendur á næsta áratug verði fleiri en við, hvað þá? Verðum við ríka örþjóðin í samanburði við aðrar fátækar milljarðaþjóðir komum til með að verða í minnihluta hérna á landinu okkar og þurfum við þá að lúta stjórn innflytjendanna. Þessu hef ég áhyggjur af.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 14.4.2007 kl. 15:18

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Kannski hefur Solla bara fengið einhverjar veitingar hjá LÍU-mönnum sem hafa staðið í henni. Allavega hvað varðar umræðu um kvótamálin.

Haukur Nikulásson, 15.4.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband