Leita í fréttum mbl.is

Getur þjóðin treyst Ögmundi - Svarið er Nei

Ögmundur er að reyna að píska upp einhverja stemmningu meðal þjóðarinnar gegn fjárfestingu Samfylkingar-Núbó. Sjálfum finnst mér rétt að gjalda varhug við strandhöggi Kínverjans þó svo að hann leiti einungis eftir að slá upp háhýsum á hálendi sem fáum fáum er til gagns.  Ögmundur sem þykist nú standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar, virðist á sama tíma vera slétt sama um að nokkrir séu slá eign sinni á fiskveiðiauðlind landsmanna. Ef sjávarútvegsfrumvörp ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga mun helsta náttúruauðlind landsmanna halda áfram að verða veðsett og verða bitbein í erfða- og skilnaðarmálum skuldsettu furstanna sem nú ráða ríkjum á Íslandi.   

Ögmundur flutti þingmál um að standa vörð um mannréttindi og jafnræði til nýtingar á sjávarauðlindinni en þegar hann varð mannréttindaráðherra, þá varð það gleymt.  Bitur reynslan segir að  Ögmundur og Vg munu aðstoða Núbó við að taka fyrstu skóflastunguna ef að flokkurinn verður við völd en öskra og æpa gegn Núbó ef að flokkurinn verður í stjórnarandstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurjón.

Af löngum kynnum mínum af Ögmundi Jónassyni leyfi ég mér að fullyrða að hann er heilsteyptari en ... - jæja, bezt að fara ekki lengra í þeim efnum.

Eftir þriggja vikna heimsókn mína til Íslands nú fyrir stuttu sýnist mér gamla fjórflokka kerfið verið búið að ganga sér endanlega til húðar.

Í þeirri uppstokkun á pólitískan vettvanginum sem mér sýnist vera í uppsiglingu er aldrei að vita hvar menn eins og Ögmundur munu skipast í sveit.

Með kveðju,

Gunnar

Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 00:38

2 identicon

Þriðji ríkisstjórnarflokkurinn; Margrét, Þór og Bigitta er fyrirsögn eins bloggpistils Páls Vilhjálmssonar.  Athugasemd Gunnars Heiðarssonar, bloggara hér á moggabloginu, hittir svo beint í mark varðandi Hreyfingar-þremenningana í Dögun:

"Milli jóla og nýárs, sumir segja reyndar eitthvað fyrr, gekkst Hreyfingin ríkisstjórninni á hönd. Eftir það hefur Jóhanna verið róleg og ekkert verið að æsa sig þó einhverjir stjórnarþingmenn séu með mótþróa, hún veit sem er, að meirihlutinn er tryggur.

Þetta var forsenda fyrir því að hægt væri að fara að vilja ESB og sparka Jóni Bjarnasyni úr ríkisstjórn. Það hefði Jóhanna aldrei getað gert nema vera búin að tryggja meirihlutann.

Þingmenn Hreyfingar hafa með þessu sýnt að þeir eru engu betri en þeir sem fyrir voru á þingi, baktjaldamakkið sem þau voru kosin til að berjast gegn, er nú orðið þeirra verkfæri!!"

Finnst þér ekki Sigurjón, að vert sé að þú spyrjir hvort Margrét sé kannski áfram, já áfram um að taka fyrstu stunguskófluna.  Ég nefni Margréti því Þór skammar bara sveitastjórnarmennina, en forðast að skamma Smfylkinguna og Jóhönnu.  Og alls ekki Steingrím.

Finnst þér þetta ekki skrýtið Sigurjón?

En að lokum tek ég svo undir greiningu þess mæta hagfræðings, Gunnars Tómassonar, að ljóst sé að í uppsiglingu sé uppstokkun á pólitíska vettvanginum. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 01:34

3 identicon

Af hverju heldur Hreyfingin lífi í þessari ríkisstjórn alræðis fjármagnseigendanna?

Sú mæta og síunga baráttukona, Stefanía Jónasdóttir á Sauðárkróki, hefur tjáð sig um málið, af festu, einurð og hjartans einlægni:

„Þingmenn, hvernig vogið þið ykkur að bjóða landsmönnum upp á umræður ykkar á Alþingi? Þið eruð komin á þing til að vinna sem best að hag lands og þjóðar. En nei, þið eyðið tíma og fé til að karpa um breytingar á stjórnarráði okkar, eins og það sé forgangsmál. Hvar er að finna viturt og sterkt fólk, sem sér eitthvað annað en sjálft sig og eyðir ekki tíma og fjármunum í að koma okkur undir erlend yfiráð?

Það væri ráð að kæra ykkur fyrir Landsdómi vegna gáleysis. Það steðjar nefnilega ógn að Íslandi og meiri en ykkur grunar. Hvað er Kína - stærsta herveldi heims með alheimsyfirráð á stefnuskrá sinni og í smíðum eru ótrúlegar drápsvélar. Það er of langt upp að telja öll þeirra grimmdarverk gegn fólki og dýrum. Hvernig koma þeir fram í Tíbet og í Afríku? Fái þeir landsvæði á Íslandi, fá þeir ítök í norðurhöfum og koma með skip sín og kjarnorkukafbáta. Þeir munu byggja athafnaþorp á Grímsstöðum hægt og bítandi og þið munuð gleypa við öllu. Þið skulið athuga eitt, komandi kynslóðir eru ekki aldar nógu sterkt upp til þess að fást við Kínverja í framtíðinni.

Hvar eru vinstrimenn og -konur nú, sem börðust hvað hatrammlegast gegn veru Bandaríkjamanna hér á landi áður fyrr? Það steðjar meiri ógn að Íslandi en nokkru sinni þá og það í nafni erlendrar fjárfestingar og fyrir skítnar 860 milljónir. Hví sofið þið öll? Alþingismenn og -konur, þið hafið eytt síðustu árum í að koma okkur undir erlend yfirráð. Á meðan hefur ekkert verið gert fyrir land og þjóð. Ég mótmæli framkomu ykkar. Ég hlustaði á málflutning ykkar hinn 4.5. 2012. Fyrirgefið, hvaða skrípaþing er þetta eiginlega?“

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 14:49

4 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Getur þjóðin treyst Ögmundi - þú segir nei, en ég leyfi mér að segja já!

Hvert málið á fætur öðru sem komið hefur upp, þar hefur Ögmundur verið til fyrirmyndar og svo er nú komið að honum treysti ég framar mörgum til góðra verka.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 8.5.2012 kl. 21:09

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Reynslan í helstu hagsmunamálum þjóðarinnar  sýnir að Ögmundi er ekki treystandi og má þar nefna; Landsdómsmálið, kvótamálin og vilji hans nú til að halda áfram mannréttindabrotum, aðgerðaleysi í málefnum skuldugra heimila á sama tíma og hann samþykkir með þögn og afskiptaleysi afskriftir á höfuðpaura hrunsins, Verðtryggingin.

Sigurjón Þórðarson, 9.5.2012 kl. 11:29

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurjón minn. Það er sárt að þurfa að benda þér á þá staðreynd, að Hreyfingingunni er ekki treystandi fyrir réttindum þjóðarinnar. Hreyfingin hefur troðið sér í Dögun, með þeim óásættanlega máta, að ráða för þessa nýja stjórnmála-afls. Þau eru einungis klapplið ESB-stjórnarinnar hennar Jóhönnu og Steingríms. Þess vegna sagði ég mig úr Dögun stuttu eftir stofnfundinn.

Dögun á góða möguleika ef Helga Þórðardóttir og fleira gott fólk hendir Hreyfingunni og Borgarahreyfingunni út ú samtökunum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.5.2012 kl. 21:08

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

...út úr samtökunum, átti þetta að vera.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.5.2012 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband