Leita í fréttum mbl.is

Gott að vita af þotum Obama

Ég gat ekki annað en tekið undir með sjóaranum sem ég rakst á í sundi sem sagði frá því að honum hlýnaði um hjartaræturnar að vita af því af amerísk flugsveit væri komin á ný til landsins.  Hann sagðist fyllast öryggistilfinningu af því að vita af þotunum á meðan á landinu dynja hótanir úr Evrópu.

Það er óneitanlega undarlegt að Evrópusambandið skuli beina spjótum sínum að Íslensku þjóðinni á meðan aðildarviðræður standa yfir.   Ef að Evrópusambandið sér nokkurn flöt á ágreiningi við smáþjóðina sem er að banka á dyrnar hjá sambandinu þá er ekki að sökum að spyrja að allir kraftar eru notaðir til þess að kreista smáþjóðina m.a. í Icesavemálum og makríldeilum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Sigurjón. Já, það er undarlegt friðarbragð hjá ESB-liðinu í friðarbandalaginu, að hóta og kúga smáþjóðina Ísland á þessum tvísýnu tímum.

Þá er betra að hafa Obama-varnarliðið sveimandi hér á norðurslóðum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.5.2012 kl. 23:20

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Við hlutum ekkert tjón af veru Bandaríkja hers, hérlendis á kaldastríðstímanum. 

Tjón okkar varð miklu meira af atferli og þvaðri Íslenskra vinstrimanna.  Þeir niðurlægðu okkur aftur og aftur með sínum fíflagangi og kröfum um að Ísland yrði að hjáleigu frá Moskvu. 

En núna hamast þessir sömu afdönkuðu komunistiar við að gera Ísland að hjáleigu frá fjórðaríkinu sem nú er undir stjórn kerlingar sem uppalin var af Honeker.       

Hrólfur Þ Hraundal, 13.5.2012 kl. 09:48

3 identicon

Í upphafi skildi endin skoða. Það kemst engin í æðstu stöður nema að hafa einhverja bakjarla (oftast glæpamenn), og eru því bara strengjabrúður.

Benni (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 11:13

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hvaða strengjabrúður ert þú að tala um Hr. Benni?

Hrólfur Þ Hraundal, 13.5.2012 kl. 12:42

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég vil heldur tilheyra USA en ESB.

Svo getum við rökrætt um hver hefur mannúðlegri völd á Íslandi.

Mér sýnist að ESB sé ómannúðlegra en USA, og það ætti að vekja sagnfræðingana hlutlausu til umhugsunar, og restina af Villta Vestrinu dauðadæmda.

Toppar heimsveldisins eru ekki að velta fyrir sér réttindum almúgans, eins og staðreyndirnar hafa sýnt og sannað.

Ég minni á vef Jóhannesar Björns: vald.com

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.5.2012 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband