Leita í fréttum mbl.is

Fiskmörkuðum slátrað - Rugludallar setja reglur

Frumvörp ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum fela í sér algjör svik við kosningaloforð "vinstri" hluta fjórflokksins.  Mannréttindabrotum og mismunun mun verða haldið áfram næstu áratugina ef frumvörpin ná fram að ganga.

Augljóst er að frumvörpin munu enn frekar girða  fyrir nýliðun og leiða til frekari hnignunar og samþjöppunar í greininni.  Útfærslan á veiðigjaldinu mun beinlínis verða til þess að fiskmarkaðir munu leggjast af.  Ástæðan er sú að fiskmarkaðir gefa útgerðinni almennt mun hærra verð en það sem gerist í "viðskiptum" tengdra aðila á Verðagsstofuverði.  Hvati er beinlínis til þess að hagnaði útgerðar sé haldið niðri með lágum tekjum og fiski landað inn í eigin vinnslu þar sem hlaðið er á kostnaði. Þau sjávarútvegsfyrirtæki sem eitthvað mega sín munu síðan stofna "fisksölufyrirtæki" í útlöndum ef þau eiga ekki slíkt fyrirtæki nú þegar, sem munu losa út hagnaðinn í auknum mæli erlendis. 

Í stað þess að stjórnin tryggði að megnið af fiski yrði landað á fiskmarkað og að fiskur yrði skilyrðislaust verðlagður í öllum viðskipum á markaðsvirði, þá er haldið áfram með tvöfalda verðlagningu og ónýtt kvótakerfi.  Ein áhrifaríkasta leið stjórnvalda til þess að tryggja að gjaldeyrishöftin haldi og að verðmætin skili sér inn í landið með lögmætum hætti, er að hætta tvöfaldri verðlagningu sem hvetur til undarlegra viðskiptahátta.

Stjórnin er nýbúin að setja reglur um bann við lúðuveiðum en hún veiðist mest sem meðafli og gerir enn. Til þess að koma í veg fyrir veiðarnar þá voru settar þær reglur um að lúðu skyldi landað á fiskmarkað og andvirði aflans yrði gert upptækt.  Ágætt verkefni væri nú fyrir rannsóknarblaðamann að kanna hve háar fjárhæðir ríkissjóður hefði aflað vegna gjaldtökunnar.  Ég reikna fastlega með því að það séu örfáar krónur, þar sem að það mun heyra til undantekninga að lúðu sé landað á landað.

Það er augljóst að kvótakerfið er ekki að ganga upp sem fiskveiðistjórnunarkerfi og segir meðfylgjandi súlurit allt sem segja þarf um "árangur" kerfisins.

Untitled (1)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: BJÖRK

Fiskmarkaðir eru að mínu mati sanngjarnasta og aðgengilegasta aðferðin til að finna raunvirði afurðarinnar.  Í framhaldi af því er augljóst hvers virði auðlidaafnotin eru og því mun einfaldara að finna sanngjarnt afnotagjald af auðlindinni.

Vissulega þarf að vera raunhæfur hvati fyrir fyrirtæki að skapa verðmæti en þjóðin á auðlindina og á að uppskera í samræmi við það!

BJÖRK , 10.4.2012 kl. 00:31

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já og þá þyrfti Seðlabankinn ekki að fara í rassíur og hafnir og sveitarfélög fengju sanngjarnan skerf af kökunni.

Sigurjón Þórðarson, 10.4.2012 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband