Leita í fréttum mbl.is

Stjórnmálasamtökin Dögun

Það var ánægjulegt að vera á fundi í Grand hóteli og taka þátt í að stofna stjórnmálasamtökin Dögun.

Nokkur aðdragndi hefur verið að stofnfundinum , þar sem margir aðilar komu að undibúningi og lágu fyrir fundinum drög Kjarnastefna. Talsverðar umræður urðu um stefnuna. Almennur samhugur og samhljómur var á meðal fundarmanna um stefnuna.

Baráttan sem er framundan mun ekki snúast um vinstri eða hægri. Hún mun snúast um hvort að hér verið áfram sérhagsmuna- og klíkusamfélag. Fólk sem vill ná árangri í krafti eigins  dugnaðar eða verðleika – hlýtur að vilja róttækar breytingar.

Mikilvægt er að þeir sem vilja umbætur á íslensku samfélagi, sameini krafta sína í Dögun og myndi öflugt stjórnmálaafl. Ef vel tekst til þá er ég viss um að Dögun muni verða til þess að örmagna ríkisstjórn AGS og Steingríms J. Sigfússonar fái loksins hvíldina. Það eina sem heldur lífinu í stjórninni er sá hryllingur sem blasir við hjá stærstu stjórnarandstöðuflokkunum á þingi, Sjálfstæðisflokkurinn með sína kúlulánaþingmenn og Framsóknarflokkurinn sem er enn undir sterkum áhrifum Finns Ingólfssonar og Halldórs Ásgrímssonar.

Flestir landsmenn geta sameinast undir þeim baráttumálum sem er að finna í kjarnastefnu Dögunnar og er mikilvægt að koma stefnunni sem fyrst til framkvæmda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það eru ekki gáfulegir þeir sem ætla að taka þátt í þessari Dögun með þig innanborðs,þið komist ekki langt á því að skíta aðra út og ekki boðar það gott fyrir ykkur.það eina sem maður hugsaði þegar fréttist af þessu samkrulli,ja mikill er Andskotinn...

Vilhjálmur Stefánsson, 19.3.2012 kl. 00:00

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já mikið helvíti.

Sigurjón Þórðarson, 19.3.2012 kl. 05:26

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Vilhjálmur Stefánsson flokksbundinn Sjálfstæðismaður ....

Níels A. Ársælsson., 19.3.2012 kl. 16:07

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tókstu, Sigurjón, ekki eftir því, að þetta Hreyfingar-lagsfólk þitt hefur gerzt helztu bandamenn ríkisstjórnarinnar til að verja hana falli?

Er þér að skapi að styðja nýjan örflokk sem stendur með þeirri stjórnarskrárbreytingu, að afsala megi fullveldi okkar í löggjafarmálum, framkvæmda- og dómsmálum til erlends stórríkis?

Viltu halda áfram hinum rangnefndu "aðildarviðræðum" eins og meirihlutinn í "Dögun"?

Viltu Esb-stjórn á fiskimiðum okkar milli 12 og 200 mílna og jafnan aðgang Esb-borgara að þeim á við Íslendinga? Sbr. HÉR!

Jón Valur Jensson, 19.3.2012 kl. 20:54

5 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Sigurjón og takk fyrir síðast. Minntu mig á við tækifæri að við þurfum að beita okkur fyrir því að framlög til geðheilbrigðismála verði aukin.

Atli Hermannsson., 19.3.2012 kl. 23:56

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Verða samtökin Sólarlag helzta verkfærið í því efni? -- æ, ég meina "Dögun".

Jón Valur Jensson, 20.3.2012 kl. 00:58

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Valur. Kosningar um ESB þegar viðræðum er lokið. Viðræðum er lokið, og ekkert því til fyrirstöðu að þjóðin fái þann sjálfsagða, réttláta, sanngjarna og lýðræðislega rétt að kjósa um framhaldið strax.

Það er nefnilega aðlögunarferli tekið við af viðræðuferlinu! Ekki klikka á smáa letrinu og nákvæmninni! 

Ekki vera svona svartsýnn og neikvæður, þótt einhverjar breytingar verði til hins betra í lýðræðislegum hugsanagangi og framkvæmdum.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.3.2012 kl. 07:39

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er sannarlega ekki neikvæður gagnvart ÍSLANDI, þótt ég sé vissulega "neikvæður" gagnvart yfirráðastefnu Evrópusambandsins, Anna Sigríður Guðmundsdóttir!

Svo á að gilda um allar róttækar breytingar á grunn-stjórnskipaninni aukinn meirihluti, eins og um Sambandslögin frá 1918, ella er auðvelt fyrir 1580 sinnum fólksfleira risastórveldi að gleypa okkur í krafti áróðurspeninga.

En ég furða mig á þögn Sigurjóns hér. Sendi honum kveðju mína, vona að hann vakni af dvalanum, eða liggur hann undir feldi að hugsa málin upp á nýtt?

Jón Valur Jensson, 24.3.2012 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband